Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Kveðjuorð Lilja Ágústsdóttir frá Lýsuhóli Fædd 12. desember 1914 Dáin 18. ágiist 1992 Lilja amma okkar lést á Borgar- spítalanum 18. ágúst sl., eftir tæpra fjögurra mánaða samfellda sjúkralegu. Var hún þá löngu farin að óska sér heim í sveitina sína, heim að Lýsuhóli, þangað sem hún var þess ætíð fullviss að sál sín myndi leita að jarðvist þessari lok- inni. Foreldrar ömmu voru þau Krist- ín Magðalenda Jóhannesdóttir frá Lýsuhóli í Staðarsveit og Ágúst Ingimarsson, smiður og síðar bóndi, fæddur að Hlíð í Norðurár- dal, en ólst upp í Galtárhöfða eftir móðurmissi á unga aldri. Þau gift- ust árið 1901 og hófu búskap í Stykkishólmi en festu kaup á jörð- inni Drápuhlíð í Helgafellssveit árið 1908. Þar fæddist Lilja amma árið 1914, áttunda í röð tíu syst- kina. Fimm árum síðar fluttu þau með bamahópinn að Lýsuhóli í Staðarsveit. Þar ólst amma upp ásamt þeim sjö systkinum sem lifðu af tíu barna hópi. Auk þess tóku foreldrar hennar eitt fóst- urbarn, sem þau ólu upp sem sitt eigið. Þetta æskuheimili ömmu var sá staður sem hún batt mikla tryggð við og var henni alla ævi mjög hjartfólginn. Þar var fallegast um að litast, vatnið tærast og fólkið best. Helst hefði mátt ætla að lífið þar hefði verið dans á rósum og eflaust var það þannig í minning- unni sem upp úr stóð. Þó hefur það eflaust ekki alltaf verið hægð- arleikur að sinna sveitastörfum eins og þau tíðkuðust þá og hörð lífsbarátta að hafa nóg að bíta og brenna fyrir allan þennan bama- fjölda. En í minningu ömmu var Lýsuhóll paradís á jörð. Hún kenndi sig við Lýsuhól og lagði mikið upp úr því að komast þang- að eins oft og færi gafst eftir að hún flutti þaðan. En það var árið 1933 að hún giftist ungum sjómanni úr Ólafs- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Birtingakvísl 34, lést í Landspítalanum sunnudaginn 30. ágúst. Kristfn Jósteinsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐNÝ KRISTÍN ÞORLEIFSDÓTTIR, Lundarbrekku 14, andaðist á heimili sínu föstudaginn 28. ágúst. Katarínus Jónsson og dætur. t Eiginkona mín, ÞORGERÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, andaðist í Landspítalanum 30. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Asgeirsson frá Gottorp. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA ALBERTSDÓTTIR, Hlíðartúni 4, Höfn Hornafirði, lést 30. ágúst á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn. Fyrir hönd vandamanna. Guðlaug Káradóttir. F.M3T938 WXWnWWÖ QHLUÍ vík, afa okkar, Edilon Knstofers- syni, og flyst með honum á „möl- ina“ í Ólafsvík. Þar bjuggu þau í 45 ár, eða þar til þau flytjast til Reykjavíkur arið 1978 vegna veik- inda afa. í Ólafsvík hófu þau bú- skap á þeim illræmdu kreppuárum sem okkar kynslóð hefur engin kynni af nema af blöðum sögunnar og í frásögum eldra fólks. Þá mun hafa verið þröngur kostur hjá verkafólki og erfitt að afla sér við- urværis. Fólk vann alla þá vinnu sem til féll og bjargaði sér sem það gat. Algengt var að þorpsbúar hefðu skepnur, auk þess að stunda sjóinn og verka físk. Þannig höfðu afi og amma kú um tíma og kind- ur höfðu þau fram undir 1960. Auk þess að sjá um börn og bú, vann amma alla tíð utan heimilis við fiskvinnslu. Þá var pijóna- og saumaskapur fyrir aðra sem og heimilið hennar önnur aðaliðja. Var hún annáluð fyrir myndarskap á því sviði og var mikið leitað til hennar með slík verk. Þessi tæpa hálfa öld sem afi og amma bjuggu í Ólafsvík voru mikl- ir umbótatímar, allt frá kreppunni gegnum eftirstríðsuppganginn og inn í velsældar- og allsnægtartíma nútímans. Þau eignuðust hús í Ólafsvík-, verkamannabústað þeirra tíma, Grundarbraut 14, þar sem þau bjuggu lengst af. Afi og amma eignuðust fjögur böm. Elst er móðir okkar, Aðal- heiður, gift Sveini Kristjánssyni, þá Magnea; hennar maður var Hellert Jóhannesson er lést árið 1985, Kristófer, kvæntur Ásthildi Geirmundsdóttur og yngstur er Gústaf, kvæntur Bergljótu Óla- dóttur. Bamabömin voru 16 tals- ins, en nafna hennar Lilja Björk lést árið 1990, aðeins 27 ára að aldri. Barnabarnabörnin eru nú þegar orðin 17 að tölu. Vegna veikinga afa flytja þau suður til Reykjavíkur árið 1978 og hann lést þar um tveimur áram síðar, eða 27. febrúar 1980. Þá höfðu þau nýverið keypt íbúð í Asparfelli 6, þar sem amma bjó svo ein síðan. Hún lagði kapp á að bjarga sér sjálf og búa ein, þrátt fyrir slæma heilsu síðari árin. Hún vann utan heimilis þar til hún var orðin sjötug, fyrst við þrif í banka og síðan við þrif í skrifstofum Al- þingis í Vonarstræti. Þá fór heils- unni að hraka en samt sem áður stundaði hún prjónaskap fyrir vini og vandamenn fram undir það síð- asta. Nú allra síðustu árin urðu sjúkrahúsferðir hennar tíðar, en alltaf átti amma góða spretti á milli og hélt viljinn henni þá uppi öðra fremur. Að lokum játaði hún sig sigraða og kvaddi sátt við örlög sín. Sem börn minnumst við þess að famar voru „ævintýraferðir“ með okkur systkinin í heimsókn til afa ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð sími 620200 m og óniniu í Ólafsvík. Á þeim árum var sá staður í órafjarlægð og mikið ferðalag á sig lagt að kom- ast þangað, en vel þess virði. Heim- sóknirnar vora yfirleitt bæði snemma á vorin og svo síðsumars. Þótti okkur alltaf gott að koma til þeirra og minningarnar góðar úr „spássitúrum niður á pláss" með afa, skoðunarferðum í fjöra og upp í fjall, beijatínslu og bryggjuferðir að skoða skip og báta. Heimilið þeirra var alltaf hlýlegt og vinsam- legt okkur bömunum með sínum ótæmandi uppsprettum hafrakex og annars bakkelsis sem amma var snjöll að baka og ótreg að veita. Við systkinin kynntumst ömmu okkar einna best á unglingsárum er við nutum þess að dvelja hjá henni nokkur sumur er við stunduðum frystihúsvinnu í Ólafs- vík. Þá voram við öll í fiskvinnu, við systkinin og afi og amma. Hún passaði vel upp á allt okkar viður- væri og setti okkur lífsreglurnar með vinnuna. Á þessum áram tók hún bílpróf og keypti sér bíl, en þá var hún nálægt sextugu. Ömmu fannst það færa sér aukið frelsi og sjálfstæði að eignast eigin bíl og get keyrt hann sjálf. Hún talaði stundum um það að sér þætti nóg að vita af því að geta gripið til hans ef hana langaði til að fara eitthvað. Þetta varð mesti munur fyrir þau hjónin á veturna að komast í og úr vinnu akandi í stað þess að fara alltaf fótgangandi upp brekkuna heim. Eftir að við komumst á þann ald- ur, var hún ávallt fús að lána okk- ur bílinn, en tók því ekki vel ef við keyptum bensín á hann jálf. Þetta var einmitt einn af aðal- kostum ömmu: greiðvikni og fórn- arlund við þá sem henni hugnuð- ust á annað borð. Var hún með sanna höfðingslund þó ekki væri hún efnuð og var það mál manna að hún hafi verið góður vinur vina sinna, en það var líka jafnsatt að ekki var hún allra viðhlæjandi. Eftir að þau fluttu suður og hún orðin ein, kom það æ betur í ljós hve hún mat mikils tengsl við fjöl- skylduna sína og lagði mikið upp úr félagsskap við hana. Hún lagði á sig löng og erfið ferðalög til annars lands án þeirrar tungu- málakunnáttu og menntunar sem okkar kynslóð fínnst svo sjálfsögð, til að hitta Gústaf, yngsta soninn og hans fjölskyldu sem býr í Nor- egi. Þegar veikindin voru orðin henni erfið, nú allra síðustu árin, naut hún aðstoðar barna sinna og tengdabama, sem sáu til þess að henni gæti orðið að ósk sinni að búa áfram í Asparfellinu. Þá að- stoð mat hún mikils, því henni var mjög í mun að búa heima á meðan hún gat staðið í fæturna. Heima við pijónaði hún á gömlu vélina sína eða bakaði góðgæti handa gestum og gangandi, því varla leið sá dagur að ekki liti einhver inn. Þó amma væri hverri heimsókn fegin, naut hún líka þeirra stunda er hún hafði næði til að lesa bæk- ur um ýmis efni. Það voru helst bækur um dulræn málefni, og hafði hún lesið einhver reiðinnar býsn af slíku efni. Þjóðmálaumræðan var henni ekki að skapi, þótt hún fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast — henni fannst nútíminn vera hálfgerð tranta, þótt ýmislegt væri nýtilegt úr honum. Þar má nefna aukið jafnrétti kynjanna sem ömmu þótti aldrei ganga nógu langt. Margar endurminningar um þær stundir sem við áttum með ömmu og afa leita nú fram I hugann, en verður hér látið staðar numið. Við minnumst hennar með hlýhug og þakklæti og megi hún hvíla í friði. Edda Lilja og Kristján. Minning Sigurður Karlsson, fyrrv. ráðsmaður Sigurður Karlsson fyrrverandi ráðsmaður á skólabúinu á Hólum í Hjaltadal, lést á heimili sínu á Akur- eyri 22. f.m. 86 ára að aldri. Síst þarf að koma á óvart, þótt háaldrað- ur maður falli frá, en víst er að Sigurður vekur mörgum hlýjar minningar, þegar dauða hans ber að garði. Sigurður fæddist 28. júní 1906 að Landamóti í Kaldakinn, sonur búandi hjóna þar Karitasar Sigurð- ardóttur frá‘ Draflastöðum í Fnjóskadal og Karls Kr. Arngríms- sonar frá Halldórsstöðum í Kinn. Þau bjuggu síðar í Veisu í Fnjóska- dal (1923-1943), enda oftast kennd við þann bæ og böm þeirra, ef vís- að er til uppranans. Alls urðu Veisu- systkinin níu, en fjögur nú látin. Ættir Sigurðar eru þingeyskar og merkisfólk sem að honum stóð, ekki síst hið næsta sem er Halldórs- staðafólkið í föðurætt og Drafla- staðasystkinin í móðurætt, Sigurð- ur búnaðarmálastjóri og Jóninna Sigurðardóttir á Hótel Goðafossi á Akureyri, höfundur klassískrar, ís- lenskrar matreiðslubókar, e.t.v. hinnar merkustu sem út hefur kom- ið á þessari öld. Þau voru móður- systkin Sigurðar Karlssonar. Karl Árngrímssyni kynntist ég vel á efri áram hans á Akureyri. Hann lést 1965, kominn yfir áttrætt, mikið prúðmenni, en kona hans var þá látin tíu árum fyrr. Karl var áhuga- samur um þjóðmál og fylgdi Fram- sóknarflokknum fast að málum. Sigurður Karlsson ólst upp við algenga sveitavinnu eins og gerðist á fyrstu áratugum aldarinnar og deildi kjöram sem alþýðu manna voru búin á þeirri tíð. Hann átti heima í foreldrahúsum fram á þrít- ugsaldur, vann við búskapinn á Landmóti og Veisu, en stundaði auk þess vegavinnu eftir því sem gafst. Þar var honum ungum falin verk- stjórn og sýnir það traust er til hans var borið sem dugandi manns í verkum sínum. Það var því ekki ófyrirsynju að Kristján bróðir hans, þá ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, réði hann sér til áðstoð- ar við búrekstur þann í Gunnars- holti sem hann hafði með höndum. Raunar varð stutt í dvöl Sigurðar þar, því að vorið 1934 ræðst hann ráðsmaður að skólabúinu á Hólum í Hjaltadal, síðasta ár Steingríms Steinþórssonar skólastjóra þar. Ráðsmannsstarfí á Hólum gegndi Sigurður við góðan orðstír næstu tvo áratugi eða svo, en fluttist þá til Akureyrar og átti þar heima æ síðan. Svo vildi til að Kristján Karls- son, bróðir hans, varð skólastjóri á Hólum árið 1935. Vora þeir bræður því samstarfsmenn um tuttugu ára skeið á fornfrægum Hólastað. Má með sanni segja að þar hafi Sigurð- ur Karlsson lifað sín manndómsár, innt af hendi aðalævistarf sitt. En það sýnir hvað líf langlífs manns er langt að nær helming ævinnar að áratölu átti hann heima á Akur- eyri, lengst af sem iðnverkamaður eins og var meðan við þekktumst best, síðan eftirlaunamaður í heið- ursvelli. Vissulega er fróðlegt að líta yfír æviferil meira en hálfníræðs al- þýðumanns, sem Iifað hefur ungann úr gulíold íslendinga, tuttugustu öldina. En allt verður það sem ekk- ert í mínum huga, ef ekki væri hversu mikils ég met af nánum kynnum manninn sjálfan, Sigurð Karlsson. Þar er öðlings að minnast sem hann var. Hann var trúr í öllum sínum störfum, sinnugur félags- hyggjumaður, glöggskyggn á menn og málefni. Eftirlifandi eiginkonu Sigurðar, Karlottu Jóhannsdóttur frá Brekku- koti í Hjaltadal, syni þeirra, Jó- hanni Karli, sonarbörnum og systk- inum, flyt ég samúðarkveðjur. Ingvar Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.