Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKDTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Afmæli Framleiðsla á hús- gögnum úr gleri Glerslípun & Speglagerð hf. 7 0 ára SJÖTÍU ár eru liðin í dag frá stofnun fyrirtækisins Glerslípun & Speglagerð hf. en það var stofnað 1. september 1922. Stofn- andi fyrirtækisins var Ludvig Storr sem kom hingað til lands frá Kaupmannahöfn árið 1922 og nefndi hann fyrirtækið Lud- vig Storr & Co. en arftaki þess varð síðan Glerslípun & Spegla- gerð hf. árið 1937. Úr vélarsal fyrirtækisins að Klapparstíg 16 fyrr á árum. Fyrsta húsnæði fyrirtækisins var á Grettisgötu 38 en það leigði síðan húsnæði að Laugavegi 11 þegar fyrirtækið varð tveggja ára og_ var þar næsta áratuginn. Þá var lokið byggingu húsnæðis á Laugavegi 15. Árið 1937 byggði Ludvig Storr síðan húsnæðið á Klapparstíg 16 þar sem fyrirtæk- ið er enn til húsa. Ludvig Storr andaðist árið 1979 og voru það tveir starfs- menn fyrirtækisins sem síðan ráku það til ársins 1984 þegar dóttursonur Ludvigs, David Pitt, keypti hlut í því. Arið 1989 var það svo hlutafélagið David Pitt & Co. sem keypti fyrirtækið og rekur það í dag og er fram- kvæmdastjóri þess Stefán Már Jónsson. Að hans sögn byggðist starf- semi fyrirtækisins áður fyrr mest á því að unnið var með einföld gler í glugga og unnu þegar mest var 7-8 starfsmenn við fyr- irtækið. í tímanna rás hefur vinnslan mikið breyst og þá sér- staklega þegar sérsmíðun á borð- plötum og speglum kom til sög- unnar. Að sögn Stefáns er fyrir- tækið nú að hefja framleiðslu á húsgögnum úr gleri, í samvinnu við-Hauk Harðarson arkitekt, til að selja í verslunum. Þetta væri nýjung hér á landi. Tildrögin sagði Stefán vera þau að þeir hefðu séð að á sýningum erlend- is væru fyrirtæki, sem starfa í þessari iðn, farin að framleiða húsgögn sem aukabúgrein. Nýr tölvuvæddur vélbúnaður gerði þeim þesssa framleiðslu kleifa, auk þess sem afköst myndu auk- ast að sama skapi. Það eru ekki margir sem stunda nám í glerslípun og speg- lagerð á íslandi. í raun er aðeins einn sem farið hefur í nám af þessu tagi frá árinu 1969 og það var árið 1990. I dag eru starf- andi hér á landi tveir meistarar í iðninni þeir Jóhann Gunnarsson og Halldór Halldórsson og sagði Stefán það vera vegna þess að það væru svo fá fyrirtæki sem störfuðu í þessari iðn. Stefán sagði að fyrirtækið fengist aðallega við að afgreiða sérpantanir á glerjum og spegl- um og að þeir væru oft að gera allt milli þess mögulega og ómögulega. Þeir væru stöðugt að prófa sig áfram, því með nýj- um vélarkosti sköpuðust miklu fleiri möguleikar. Stutt er síðan að hætt var að slípa gler með slípisteinum en á myndinni, sem fengin er úr myndasafni frú Svövu Storr, ekkju Ludvigs Storr, má sjá hvar unnið er að þannig slípun. Stefán Már Jónsson, framkvæmdasljóri Glerslípunar & Spegla- gerðar hf., við nýja vélakostinn. Sjónarhorn Spákaupmennska ergóð eftir Ottar Guðjónsson Spákaupmennska er að að hafa atvinnu af því að kynna sér ákveð- inn eða ákveðna markaði með það að markmiði að kaupa og selja á markaðnum í þeim tilgangi að hagnast. Þetta geta spákaupmenn gert með því að sérhæfa sig í öflún og úrvinnslu viðeigandi upplýsinga um þann eða þá markaði sem þeir sérhæfa sig í. Með því móti geta þeir lagt mat á hvort það verð sem á markaðnum býðst mun koma til með að hækka eða lækka. Ef þeir telja að verðið muni hækka þá kaupa þeir og ef þeir telja að það muni lækka þá selja þeir. Þeir geta með þessu móti hagnast ef tilfinn- ing þeirra fyrir þróun verðsins á markaðnum er rétt. Skoðun Karls Marx á spákaupmennsku Það er rótgróinn misskilningur að spákaupmennska sé slæm og eitthvað óhreint við hana. Meðal þeirra manna sem hafa talið spá- kaupmennsku slæma er Karl Marx. Hann lýsti verslunarferli þannig að í fyrstu hefði vara verið keypt og seld fyrir aðrar vörur, seinna hefði verið farið að selja vörur fyrir pen- inga í þeim tilgangi að kaupa fyrir þá aðrar vörur, lokastigið taldi hann vera að vörur væru keyptar með peningum í þéim tilgangi að selja þær aftur fyrir peninga. Marx taldi að þegar viðskipti á markaði væru farin að fara fram peninganna vegna þá væri markaðurinn orðinn fírrtur og þar með slæmur. Engin starfsemi á markaði fellur betur undir skilgreiningu Marx á firringu en spákaupmennska. Þess vegna er eðlilegt að þeir sem hafa sömu (eða svipaðar) skoðanir og Marx telji spákaupmennsku af hinu illa og að æskilegt sé að takmarka hana og jafnvel banna. Skiljanlegt er að Marx hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gagnlegu hlutverki spákaupmennska myndi koma til með að þjóna á markaði tveimur öldum eftir að hann var sjálfur á lífi. Það er hinsvegar sorglegt hve margir telja enn þann dag í dag að spákaupmenn geri ekki annað en að hagnast á vanþekkingu ann- arra og þar með að arðræna al- menning og séu því eingöngu til óþurftar. Kostir spákaupmennsku Aðal ástæða þess að spákaup- mennska er ábatasöm er að upplýs- ingar eru kostnaðarsamar. Þess vegna geta menn sérhæft sig í því að afla upplýsinga og það er hag- kvæmast fyrir þjóðfélagið og þegna þess að þeir sem eru hlutfallslega hæfastir í þeirri upplýsingaöflun stundi hana, en ekki allir lands- menn. Helsti kosturinn við spákaup- mennsku er sá að með því móti liggja meiri upplýsingar að baki því verði sem er á markaðnum og þar með er líklegra að það sé rétt verð, þ.e. það verð þar sem framboð og eftirspurn eru í jafnvægi. Spákaup- mennska eykur líkur á réttu verði vegna þess að ef ekki er rétt verð þá gæta spákaupmenirnir hagnast á viðskiptum uns rétt verð næst. Þetta gera þeir með því að kaupa ef verðið er of lágt uns það hækkar og selja ef verðið er of hátt uns verðið lækkar. Kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið af því að hafa ekki rétt verð er sá að þá eru meiri líkur á því að aðilar í þjóðfélaginu taki rangar ákvarðanir. Rök á bak við það eru þau að ef verð vöru er of hátt þá telja framleiðendur vöru meiri eftirspum eftir vörunnni en raunverulega er, hið gagnstæða á við ef verið er of lágt. Það er gefur augaleið að ávallt þegar verðið á markaðnum er rangt þá getur það valdið sóun. Eftir því sem verðið færist fjær því að vera rétt því meiri verða líkurnar á því að aðilar á markaðnum taki rangar ákvarð- anir og sói þar með fjármunum. Hversu mikla fjármuni þarna er um að ræða er ómögulegt að segja vegna þess að þær stærðir sem hér um ræðir er ekki hægt að mæla. Reynsla manna í austantjaldslönd- unum sýnir, svo ekki verður um villst, að hér getur verið um mjög mikil verðmæti að ræða. Menn getá eflaust deilt um það endalaust að hve miklu leyti sóunin sem þar átti sér stað átti orsök sína að rekja til þess að verð vöru og þjónustu var rangt. Öruggt er að hér getur verið um verulega fjármuni að -ræða og ef spákaupmennska getur komið í veg fyrir sóun þá er hún góð. Annar stór kostur spákaup- mennsku er sá að oft eru spákaup- menn tilbúnir til að taka áhættu sem er samfara verðbreytingum á markaði sem framleiðendur og eða neytendur eru ekki tilbúnir að taka á sig. Þetta er gert með því að gerðir eru samningar fram í tímann um kaup og sölu á vörum. Þessir samningar hafa margir verið staðl- aðir til að auðvelda verslun með þá og ganga oftast út á að verðið er ákveðið fyrirfram, þannig getur t.d. appelsínuframleiðandi selt upp- skeruna jafnvel löngu áður en app- elsínurnar eru orðnar þroskaðar. Þetta getur verið mjög til hagsbóta fyrir þá aðila sem ekki eru í stakk búnir til að taka á sig áhættu sem er samfara verðsveiflum. Mikill skaði væri fyrir þá framleiðendur og eða neytendu sem ekki gætu notið slíkra viðskipta. Vert er að benda á að viðskipti á þessari teg- und markaða fara að sjálfsögðu ekki fram nema báðir aðilar telji sig vera betur setta með viðskiptun- um en án þeirra, þess vegna væri það slæmt fyrir alla aðila ef við- skiptin væru bönnuð. Spákaupmennsku er þörf Þeir sem fylgst hafa með hluta- bréfamarkaðnum hafa tekið eftir því að þeir aðilar sem mest ber á á markaðnum virðast eingöngu fjárfesta út frá langtímasjónarmið- um. Það sem markaðinn vantar er marga virka aðila sem stunda spá- kaupmennsku og sjá til þess að verðið á markaðnum á hverjum tíma sé rétt. Það má segja að hlut- verk spákaupmannanna sé að fín- stilla verðið. Ef laða á að spákaup- menn þá er mikill ókostur að lág- marksupphæð viðskipta skuli vera 200 þúsund krónur. Það verður til þess að spákaupmenn neyðast ann- að hvort tilað taka meiri áhættu eða að hafa minni viðskipti en þeir kysu ef lámarksupphæðin væri lægri. Af þessum sökum eru líkur til að viðskiptin verði daufari en annars væri og þar af leiðir að möguleikar markaðarins til að mynda rétt verð minnka. Ef verðin á markaðinum eru ekki rétt þá getur það valdið þeim aðilum, sem nálægt honum þurfa að koma, óþægindum. Eg tel að mjög æskilegt væri fyrir hlutabréfamarkaðinn ef spá- kaupmennska á honum ykist. Leið að því marki væri að lækka lág- marksupphæð í viðskiptum. Einnig er það spurning hvort ekki geti verið hagkvæmt fyrir stóru aðilana á markaðinum að stunda spákaup- mennsku þó í litlum mæli sé. Með því móti gætu þeir öðlast betri til- finningu fyrir markaðnum. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá ráðgjöf Kuupþings hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.