Morgunblaðið - 01.09.1992, Page 58

Morgunblaðið - 01.09.1992, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 AÐALFUNDUR STETTARSAMBANDS BÆNDA Vandi sauðfjárbænda í brennideplinum Ársverkum fækkar um 100 vegna sölusamdráttar STAÐA sauðfjárræktarinnar var eitt af stærstu málum aðalfundar Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Laugum í Reykjadal og lauk síðstliðinn laugardag, en þar var samþykkt tillaga um að heildar- greiðslumark sauðfjárafurða fyrir verðlagsárið 1993-1994 verði 8.150 tonn. Heildargreiðslumarkið miðast við söluþróun kindakjöts á innan- Iandsmarkaði, og vegna innleggs nó í haust er það 8.600 tonn, en lækkun greiðslumarksins vegna innleggsins næsta haust kemur til vegna 500 tonna samdráttar sem orðið hefur á sölu kindakjöts síðast- liðna 12 mánuði. Hafa sauðfjárbændur vegna tapað 100 ársverkum vegna þessa sölusamdráttar, en það samsvarar fækkun um 50-60 bændur. Morgunblaðið/Hallur Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Laugum í Reykjadal. Aðalfundur Stéttarsambandsins gerir þá kröfu til stjórnvalda að þegar verði unnin ítarleg úttekt á áhrifum samdráttar landbúnaðar- framleiðslunnar á einstakar byggðir og framtíð þeirra, og að í framhaldi þess verði leitað skipulega leiða og aðgerða til styrktar þeim byggðum þar sem afkomu og búsetu er stefnt í hættu. Þá krefst fundurinn þess að skilgreind verði réttindi bænda til atvinnuleysisbóta og bóta vegna launataps við gjaldþrót, ella falli niður þau 0,35% tryggingariðgjalds- ins sem til þessara þátta er ætlað. 5% af grundvallarverði til markaðsstarfa Með nýja búvörusamningnum sem gildi tekur í dag flyst ábyrgð á sölu kindakjöts til framleiðenda, en það þýðir að bændur og afurða- stöðvar bera einar ábyrgð á mark- aðssetningu kjötsins. Samstarfshóp- ur um sölu á Iambakjöti sem tók til starfa 1989 hefur jafnframt verið lagður niður, en markmið hans var að selja lambakjöt sem mest svo ríkið sæti uppi með sem minnstar birgðir. Á aðalfundi Stéttarsam- bandsins var samþykkt tillaga um að leitað verði eftir nauðsynlegum lagaheimildum svo að sauðfjár- bændur geti tekið gjald til markaðs- starfa allt að 5% af grundvallar- verði sauðfjárafurða, og skuli gjald þetta ekki hafa áhrif á verð til neyt- enda. Samþykkt var að stofna starfshóp sem hafí það hlutverk að leita hag- kvæmustu leiða við slátrun og sölu- meðferð sauðfjárafurða, og er gert ráð fyrir að hann verði skipaður fulltrúum Stéttarsambands bænda, Landssamtökum sauðfjárbænda, Landssamtökum sláturleyfíshafa og Framleiðsluráði landbúnaðarins. Verkefni hópsins á meðal annars að felast í því að skoða sérstaklega rekstur afurðastöðvanna og kanna hvort unnt sé að koma á nauðsyn- legum umbótum hjá þeim svo þær verði nýtileg tæki til að annast dreif- ingu og sölumeðferð sauðfjárafurða. Einnig á hópurinn að athuga hvort nauðsynlegt sé að koma á fót miðl- unarstöð kjöts eða jafnvel búvöru- markaði, og einnig á hópurinn að hafa forgöngu um raunhæfa úttekt á slátur-, heildsölu- og smásölu- kostnaði og leita leiða til að lækka alla þessa liði. Þá er hópnum ætlað að sinna málefnum annarra búsaf- urða en sauðfjár eftir því sem til- efni gefast til, og á þá fulltrúi frá viðkomandi búgrein að taka sæti sauðfjárbænda í hópnum. Leitað verði markaðsstuðnings hjá ríkissjóði Aðalfundurinn fól stjóm Stéttar- sambandsins að leita eftir markaðs- stuðningi hjá ríkissjóði við að koma því kindakjöti í verð erlendis sem í haust fellur til utan greiðslumarks en innan fullvirðisréttar eftir fyrri niðurfærslu hans síðastliðið haust, en það er um 8,2% framleiðslunnar. Telur fundurinn ljóst að þessi mis- munur sé að hluta til kominn til vegna þess að landbúnaðarráðu- neytið hafí áætlað niðurfærsluþörf fullvirðisréttarins haustið 1991 of lágt, og því sé eðlilegt að þeim fjár- munum sem sparast vegna lægri greiðslu fyrir niðurfærslu nú í haust verði varið í þessu skyni. I ljósi yfírvofandi byggðaröskun- ar og atvinnuástands beinir aðal- fundurinn þeirri áskorun til land- búnaðarráðherra að hann beiti sér í greinargerð sem fylgdi tillög- unni um Evrópska efnahagssvæðið á aðalfundi Stéttarsambandsins kemur meðal annars fram að í upphafi EES-viðræðnanna hafi því verið lýst yfir að málefni landbún- aðarins stæðu þar utan við, og vegna afstöðu utanríkisráðherra hafi íslendingar ekki setið í þeim umræðuhópum sem fjölluðu um málefni landbúnaðarins þegar mest á reyndi. Því hafi ýmis atriði ekki skýrst fyrr en eftir að samningur- inn hafi verið lagður fram fullfrá- fyrir því að bændur á nánar til- greindum svæðum fái stuðning til að markaðssetja erlendis það kinda- kjöt sem stendur milli ytri ramma greiðslumarks . og fullvirðisréttar fyrir fyrri niðurfærslu ár hvert sem búvörusamningurinn gildir, og fái bændur sem svarar hálfri beinni greiðslu fýrir það magn. Bendir fundurinn á að Byggðastofnun í samráði við Stéttarsamband bænda og landbúnaðarráðuneytið sé heppi- legur aðili til að gera tillögur um svæði og stakar jarðir, en fundurinn telur að beinar greiðslur vegna þessa verkefnis megi að hluta taka af þeim íjármunum sem fara eigi til Byggðastofnunar vegna búvöru- samningsins. Staðið verði við búvörusamninginn Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsam- bandsins samþykktu samhljóða ályktun um að kreíjast þess af land- búnaðarráðherra að staðið verði að fullu við gerðan búvörusamning, og vegna orða landbúnaðarráðherra á fundinum um hugsanlega endur- skoðun samningsins frá grunni fól fundurinn stjórn Stéttarsambands- ins að leita eftir viðræðum við ráð- herra um hugmyndir hans. Þá mót- mælti fundurinn framkomnum hug- myndum ríkisstjórnarinnar um nið- urfellingu á endurgreiðslum á virð- isaukaskatti á svína-, hrossa- og nautakjöti ásamt eggjum og kjúkl- ingum sem koma í staðinn fyrir lægra skattþrep á matvælum. Telur fundurinn ljóst að niðurfellingin hafi í för með sér hækkun matvöru- verðs og röskun jafnvægis á kjöt- markaði, auk þess sem hún rýri bæði kjör bænda og neytenda. genginn. Bent er á að það sé óás- ættanlegt í huga mikils hluta lands- manna að afgreiða svo viðamikinn og afdrifaríkan samning sem þenn- an með einfaldri atkvæðagreiðslu á Alþingi, og ef efnt yrði um þjóð- aratkvæðagreiðslu um hann áynn- ist tvennt. I fyrsta lagi gæti þjóðin sagt skoðun sína á samningnum sem slíkum, og í öðru lagi yrði efnt til upplýsandi umræðu um kosti og galla hans sem myndi skýra út mörg atriði fyrir almenning sem nú væru óljós. í stefnuyfirlýsingu Stéttarsam- bandsins sem samþykkt var á fund- inum er komið inn á þær breyting- ar sem á döfinni séu varðandi al- þjóðaviðskipti með landbúnaðar- vörur, og þar segir að afstaða og stefnumótun stjórnvalda hveiju sinni hafí úrslitaáhrif á hvernig þau mál þróist. Það sé því krafa land- búnaðarins á hendur stjórnvöldum að farið verði gætilega í þessum efnum og stundargróði ekki látinn rústa þeirri uppbyggingu og því samfélagi sem landbúnaðurinn hef- ur stðið að á liðnum áratugum. Bent er á að þegar þess sé krafíst af bændum að þeir framleiði búvör- ur á lágu verði og séu samkeppnis- hæfir við bændur í nágrannalönd- unum þá þurfí þeir að hafa aðgang að aðföngum á samkeppnishæfu verði. Verð á aðföngum 'eins og fóðurvörum, áburði og byggingar- vörum sé mun híferra hér en í þeim löndum sem búvöruverð sé gjarnan borið saman við, og því geri bænd- ur kröfu til að fá sömu rekstrarleg- ar forsendur og stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum búa við. Sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla Breytingar með nýj- um búvörusamningi Með búvörusamningnum sem tekur gildi í dag, 1. september, verða miklar breytingar á rekstrarumhverfi sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu, en þá fellur verðábyrgð ríkissjóðs á framleiðsl- unni niður og verður hún framvegis á ábyrgð bænda og afurðar- stöðva. Utflutningsbótum verður hætt og í stað niðurgreiðslna verða teknar upp beinar greiðslur til bænda sem taka mið af neysl- unni á innanlandsmarkaði. Heildargreiðslumark í sauðfjár- rækt fyrir það verðlagsár sem í hönd fer er 8.600 tonn, en útlit er fyrir að það lækki í 8.150 tonn á verðlagsárinu 1993-1994 vegna samdráttar sem orðið hefur í söl- unni undanfarna tólf mánuði. Búist er við að birgðir kindakjöts nú um mánaðamótin verði um 900 tonn en þar af eru 500 tonn á ábyrgð ríkissjóðs en 400 t verða flutt út. í mjólkurframleiðslunni er heild- argreiðslumarkið næsta verðlagsár 100 milljónir lítra en ríkissjóður ábyrgist að 1. september nk. verði birgðir ekki umfram 16 milljónir lítra. Á þær mjólkurvörur sem seld- ar verða 1. september til 31. des- ember koma niðurgreiðslur og jafnframt á þær birgðir sem kunna að verða þegar beingreiðslur til kúabænda hefjast 1. janúar 1993. Tölur um birgðastöðuna nú í Iok verðlagsársins liggja ekki fyrir en áætlað er að framleiddir hafí verið um 2 milljónir lítra umfram virkan fullvirðisrétt. 11 Yri D'Ái I33XOLJ í iJJÓDDJi li IJ □ SamKvœmisdansar □ eömludansarnir, tjútt og swing □ Barnadansar Fyrir byrjendur og lengra komna 4 » Ær%A m fij Mr* Barna- unglinga og fullorðinshópar Flulda og Logl F.i.D. — Félag íslenskra danskennara D.í ■ ÞAHA6AKKA 3.109 REYKJAVÍK Innritun og upplýsingar stendur yflr í símum 670636 og 42335 mitti kl. 13—19. Kennsla hefst fimmtudagínn 10. sept. Dansráð íslands Fjötsylduafslóttur P3 (B I3_ Krafist þjóðarat- kvæðis um EES AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda telur að hafna beri samn- ingi um Evrópskt efnahagssvæði og krefst fundurinn að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. í samþykkt fundarins er bent á að hér sé á ferðinni viðamesti og afdrifaríkasti samningur sem ísland hafi átt aðild að allt frá stofnun lýðveldisins. Hann muni almennt hafa víðtæk áhrif á íslenskt þjóðlíf bæði beint og óbeint, og ætla megi að honum fylgi valdaafsal og veruleg frelsisskerðing. Telur fundurinn að íslenskt atvinnulíf sé á margan hátt vanbúið að takast á við þær breyttu aðstæður sem samningurinn felur í sér, og ávinningur fyrir landbúnaðinn sé afar óljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.