Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 4
(jiji r ítnaAtiui.auiu tiHi/uiiiviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Þing Sambands ungra framsóknarmanna Tillaga gegn EES felld með jöfnum atkvæðum Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Skjótt skipast veður í lofti. Þótt fjallveg-ir á Vestfjörðum séu auðir nú, var þessi mynd tekin á Breiðadalsheiði sl. föstudag. Hér má sjá starfsmenn Orkubús Vestíjarða koma blaðamanni Morgunblaðsins til bjargar, eftir að hann hafði fest bíl sinn í skafli í Kinninni, sem oft er óvönum ferðamönnum erfið yfirferðar í hálku, að ekki sé meira sagt. Kuldakastið Flestir vegir orðnir færir SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegaeftirlitinu er ástand flestra vega mjög gott. Aðeins örfáar leiðir eru enn lokaðar eftir kuldakast síðustu vikna. Þeir vegir sem enn eru lokaðir eru Gæsavatnaleið og vegurinn inn að Dyngjufjöllum. Þessar leiðir eru al- veg ófærar en nú er Sprengisands- leið aftur opin. Vegaeftirlitið ráð- leggur þó aðeins vel búnum fj'ailabíl- um eða rútum að leggja á þá leið. Að mati eftirlitsins er því enn var- hugavert að fara á fólksbílum en VEÐUR leiðin er aftur á móti öll að koma til og gæti opnast öllum bifreiðum fyrr en síðar. Kjalvegur er vel fær og hið sama má segja um Fjallabaksleiðimar báð- ar. Fjallvegir á Vestfjörðum eru og allir færir fólksbílum en þar er hvergi hálku að fínna samkvæmt upplýsing- um Vegaeftirlitsins. * Ekki tímabært að hafna samningnum alfarið segir nýkjörinn formaður SUF TILLAGA um að hafna aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu féll á jöfnum atkvæðum á þingi Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á Egilsstöðum um helgina. í ályktun um utanríkismál sem samþykkt var á þinginu er hins vegar hvergi vikið beinum orðum að Evrópska efnahagssvæðinu, en í henni segir meðal annars, að hag íslands sé best borgið utan efnahagsbandalaga og það eigi að vera höfuðmarkm- ið stjórnvalda á hvetjum tíma að skapa sem best tengsl við öll helstu markaðssvæði heimsins. Alls sátu um 100 manns þingið og var Sigurður Sigurðsson, byggin- gatæknifærðingur á Egilsstöðum kjörinn nýr formaður SUF sam- kvæmt tillögu uppstillinganefndar en Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi for- maður gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi formennsku. í utanríkismálaályktuninni segir að íslendingar eigi að stefna að gerð víðtækra viðskiptasamninga við ríki EB og jafnframt við Bandaríkin og Japan og vinna markvisst að því að r? 1 f 6M v Ty y Æi V V )\ / /7° 10c íDAG kl. 12.00 12c 14c Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspé kl. 16.15 (gær) VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veflur Akureyri 7 alskýjað Reykjavík 11 skýjað Bergen ,12 skúr Helsinki 16 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Naresaresuaq 6 heiðsklrt Nuuk B léttskýjað Osló 16 hálfskýjað Stokkhólmur 16 rigning Þórshöfn 11 skúr Algarve 24 skýjað Amsterdam 16 skýjað Barceiona 26 léttskýjað Berlin 18 rigning Chicago 12 heiðskírt Feneyjar 26 skýjað Frankfurt 13 rigning Glasgow 11 rigning Hamborg 16 alskýjað London 14 skýjað tosAngeles 17 léttskýjað Ltixemborg 12 skýjað Madrid 21 alskýjað Malaga 32 lóttskýjað Mallorca 29 háifskýjað Montreal 17 skúr NewYork 23 skýjað Orlando 23 léttskýjað Paris 13 rigning Madeira 24 skýjað Róm 27 léttskýjað Vín 27 skýjað Washington 21 alskýjað Winnipeg 10 alskýjað verða miðstöð fyrir viðskipti milli þessara svæða og einnig fyrir við- skipti annarra þjóða inn á þessi svæði. Þá segir einnig að íslendingar verði að vinna að því öllum árum að koma sér í þá aðstöðu að verða miðja í viðskiptalegum og menningarlegum skilningi. „Við erðum að sýna þor til að haga samskiptum við umheim- inn þannig að við einangrumst ekki innan ákveðinnar viðskiptablokkar, hvort sem það yrði EB eða eitthvað annað,“ segir í ályktuninni. Að sögn Sigurðar telja ungir framsókanr- menn ekki tímabært að hafna EES- samningnum aifarið. Jöfnun atkvæðisréttar og sjálfsstjórnarhéruð Sigurður sagði að stærsta mál þingsins hefði verið drög að ályktun um jöfnun atkvæðisréttar en fulltrú- ar Reykjanesskjördæmis lögðu fram ákveðna tillögu um jöfnun kosninga- réttar á landinu. Fékkst hún ekki samþykkt óbreytt heldur náðu þing- fulltrúar samstöðu eftir miklar um- ræður um að stuðningur við jöfnun atkvæðisréttar verði bundinn við breytingar á stjómskipun landsins sem miði að auknu jafnræði á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. f ályktuninni segir m.a. að leggja beri áherslu á sem mest jafnræði milli byggða landsins. Að óbreyttum aðstæðum muni jöfnun atkvæðisrétt- ar auka á það ójafnræði sem nú ríki milli höfuðborgarsvæðisins og ann- arra landshluta. „Samband ungra framsóknarmanna styður hins vegar jöfnun atkvæðisréttar ef samhliða er tryggður jöfnuður milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar á öðrum sviðum. Sá jöfnuður er einungis tryggður með róttækum breytingum á allri stjómsýslu landsins, jafnframt því sem landsbyggðinni er tryggður réttlátur hlutur af þjóðartekjunum," segir í álytktuninni. Leggur þingið til að landinu verði skipt upp í „hæfilega stór sjálfs- stjórnarhéruð sem fara með stjórn sinna mála að eins miklu marki og kostur er.“ Kosin verði héraðsþing sem taki ákvarðanir um framkvæmd- ir í hveiju sjálfsstjómarhéraði, komið verði á sérstökum héraðsstjómum sem kosnar werði af héraðsþingum og „sjálfsstjómarhéraðunum verði tryggður lunginn úr þeim skatttekj- um sem nú renna til ríkisins," segir í ályktuninni. A þinginu kom einnig fram tillaga um að Framsóknarflokkurinn tæki upp kvennakvóta. við uppstillingu á framboðslista við kosningar til Al- þingis og sveitarstjóma sem fól í sér að tryggt verði að bæði kynin eigi fulltrúa í þremur efstu sætum hvers framboðslista. Urðu talsverðar um- ræður um þessa tillögu að sögn Sig- urðar en hún var ríðan felld á þing- Prentun dansk-íslenskrar orðabókar Útreikningar Odda- manna réttur sé mið- að við sömu forsendur — segir framkvæmdastjóri Isafoldar LEÓ Löve, framkvæmdastjóri ísa- foldar, segir að verðútreikningar forsvarsmanna prentsmiðjunnar Odda vegna prentunar dansk- íslenskrar orðabókar séu réttir ef miðað sé við samsvarandi for- sendur. Þær séu hins vegar ekki hinar sömu og því hafi ekki verið greiddar 100 kr fyrir eintakið heldur 300-400 kr. Leó segir að forsvarmenn Isafoldar hafi reikn- að út að nærri helmingi ódýrara væri að prenta bókina þjá belg- íska fyrirtækinu Opda, eins og hefði verið gert, en öðrum aðilum, m.a. Odda. Hann segir að það sem mestu máli skipti sé að lágur framleiðslukostnaður skili sér með þúsund krónum ódýrari bók til neytenda. Leó sagði að prentunarkostnaður við hvert eintak í Belgíu hefði verið á bilinu 300-400 kr. „Oddi gerði okkur tilboð upp á 600 kr. þar sem gert var ráð fyrir því að pappírinn væri 5 g léttari, 60 g í stað 65 g pappír. Það er upp undir 5% verð- munur. Auk þess gerði Oddi okkur 150.000 kr. hærra tilboð, sem þeir láta ekki getið um, ef pappírinn væri kremaður, það er 5%. Pappírinn er kremaður í bókinni, þeir geta ekk- ert um það. Auk þess heimtuðu Oddamenn bankaábyrgð og stað- greiðslu. Belgarnir lána okkur þetta, án þess að taka af okkur vexti og eru það umtalsverðir fjármunir. Síð- an urðu breytingar á verkinu, sem era inn í belgíska verðinu," sagði Leó í samtali við Morgunblaðið og lét þess getið að forsvarsmenn fyrir- tækisins hefðu komist að því að um helmingsverðmun væri að ræða milli belgíska tilboðsins og annarra, sem um hefði verið að ræða, og hefði hann skilað sér í um 1000 kr. lægra söluverði til neytenda. Leó sagði að málið væri í alla staði áhugavert og hugsanlega væri það dæmi um það sem koma skyldi með aukinni samvinnu innan Evrópu og hruni allra verndarmúar. ------» ♦ ♦---- Egilsstaðir Kaupfélagið segir upp 38 starfsmönnum HJÁ Kaupfélagi Héraðsbúa hefur 38 starfsmönnum verið sagt upp störfum, en að sögn Jóns Krist- jánssonaar stjórnarformanns kaupfélagsins var það gert vegna endurskipulagningar sem nú er til athugunar á verslunarsviði og sameiginlegum kostnaði vegna skrifstofuhalds. Sagðist hann von- ast til að sem flestir af starfs- mönnunum yrðu endurráðnir. „Þessar uppsagnir eru öryggisráð- stöfun ef við þyrftum að gera ein- hverjar skipulagsbreytingar, en það er ætlunin að ráða sem allra flesta aftur, auk þess sem þetta var gert til að hafa möguleika á að flytja menn til í starfi. Afkoman hjá okkur er erfið á verslunarsviðinu, og í kjöl- far milliuppgjörs fórum við í endur- skipulagningu áður en það yrði um seinan. Þetta er því varúðarráðstöfun fyrst og fremst," sagði Jón Kristjáns- son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.