Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Af öllu hjarta ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Kjallarasali Norræna hússins prýðir um þessar mundir einstæð sýning hefðhundinnar japanskrar leirkeragerðar er hefur hlotið rétt- nefnið „Kjörgripir" og stendur hún til 6. september. Það ætti að vera algjör óþarfi að minna á það hér að Japanir eru snillingar á fjölbreytilegu sviði hönnunar, og að einkenni hennar Kosei Matsui (1927— ) Krukka. eru sótt til hefða er ná langt aftur í aldir, jafnvel löngu áður en ísland byggðist. Þannig sá ég muni á Þjóð- listasafninu í Tókýó fyrr á þessu ári frá 7. og 8. öld, sem voru ekki ólíkir ýmsu í nútíma leirmunagerð og í sumum tilvikum sláandi líkir. Þannig á að tengja fortíð við nútíð og er einmitt gert af ýmsum fremstu núlistamönnum heimsins. Eins og stendur skrifað á sýning- unni þá endurspeglar náttúruleg fegurð efniviðarins sköpunargleði listamannsins og eiginleikar efnis- Morhiro Wada (1944— ) Vasi. Skreyting: Ský og blóm. ins, sem hann vinnur úr renna sam- an í eitt. Hver skál er einstök og ber merki um áralanga elju lista- mannsins. Það er mikil og upphafin fegurð sem streymir á móti manni er inn í stóra salinn kemur og á enda- veggi hefur verið komið fyrir svört- um silkislæðum og á þær er ritað japanskt tákn er þýðir „af öllu hjarta" og merkir einnig að lista- mennimir leggi allt sitt hjarta og alla sína sál í verkin, hver og einn, og þau séu þannig öll jafn falleg! Þeir sem gert hafa þessa kjör- gripi, svo sem einnig stendur skrif- að á sýningunni, jafnvel hafa af japanska ríkinu verið útnefndir fremstu listamenn í hefðbundinni japanskri leirkeragerð og bera titil- inn „lifandi þjóðargersemar". Lista- mennirnir sem hljóta þann titil hafa staðið í sviðsljósinu um langt skeið og verið ötulir við að viðhalda hefð- inni í sinni listgrein. Staðallinn fyr- ir að komast í tölu þjóðargersema er hár og sá sem hlýtur útnefningu verður að vera gæddur miklum list- rænum hæfileikum. Jafnframt verða verk viðkomandi að bera vitni um hvaðan þau eru upprunnin. En þó að um hefðbundin japönsk stílbrigði í leirmunagerð sé að ræða, þá eru sum verkanna mjög nútíma- leg í okkar skilningi jafnframt því að sumír hafa gert mun framúr- stefnulegri verk eins og t.d. Osamu Suzuki (fæddur 1926). Þegar ég heimsótti hina fornu höfuðborg Kyoto staldraði ég drjúga stund á Nútímalistasafninu, sem er fjölþætt og mikils háttar safn, og var einkum heillaður af leirmunadeildinni. Það er ekki daglegt brauð að rekast á jafn þróað handverk, þótt listiðnað- SJÁVARGRUND 1-15, GARÐABÆ Æ S I L E G A R U S Í B Ú Ð I R Til sölu og afhendingar nú þegar nokkrar íbúðir í þessu sérstæða, íburðar- mikla húsi. íbúðirnar eru í dag tilbúnar undir tréverk og málningu og verða seldar þannig eða fullgerðar í náinni samvinnu kaupenda og seljenda. Eftirtaldar íbúðir eru til sölu í húsinu: HERB. FJÖLDI ÍB.STÆRÐ M/GEYMSLU OG ÞVOTTAH. BRÚTTÓST. M/BÍLG. STAÐSETN. VERÐ TILB. U. TRÉV. VERÐ FULLGERÐAR: 3 101,20 132,57 1.h. 7,5 millj. 9,0 millj. 4 120,20 155,40 1.h. 9,4 millj. 11,5 millj. 4 124,50 160,20 1.h. 9,0 millj. 11,5 millj. 4 144,90 181,95 1.h. 9,8 millj. 12,0 millj. 5 196,50 239,40 2.h.+ris 11,0 millj. 14,5 millj. 6 199,90 242,50 2.h.+ris 11,0 millj. 15,0 millj. 6 210,90 244,64 2.h.+ris 11,0 millj. 15,0 millj. 6 192,70 235,50 2.h.+ris 11,0 millj. 15,0 millj. Athugið! ★ Með hverri íbúð fylgir bílastæði og góðar geymslur í upphituðum og loftræst- um bílageymslukjallara sem er undir öllu húsinu. ★ Einstaklega auðvelt að fækka eða fjölga herbergjum. ★ í nokkrum tilvikum koma eignaskipti til greina. ★ Þetta er eign er hentar hvort sem er fjölmennum fjölskyldum eða fámenn- um sem vilja búa rúmt með sér þarfir. ★ Hér er einstakt tækifæri til að eignast sérstæðar, hentugar og vandaðar íbúðir með útsýni og garðaðstöðu sem á engan sinn líka á íslandi. ★ Vönduð eign sem eftirtaldir aðilar hafa staðið að: íslandsbanki hf., BYKO hf., Jarðboranir hf., o.fl. Aðalverktaki: Byggðaverk hf. Allar teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Sýningartími á staðnum verður næstu daga kl. 16-18, þar sem sölumenn okkar munu sýna væntanlegum kaupendum eignina. Þorsteinn Steingrfmsson löggiltur fasteignasali Fasteignaþjónustan, Skúlagötu 30, sími 26600. Imaemon Imaizumi tólfti (1897—1975) Diskur. Nabeshimapostulín frá Kyushueyju. Nabeshima er nafn herforingjaættar, sem verndaði leir- kerasmiði og ofna þeirra á óróleikatímum. arsöfn í vestrinu séu yfirfull af fögr- um hlutum, og það gaf gripunum um leið gildi að þetta var á heima- slóðum listamannanna er mótuðu þau og var að auk toppurinn á því sem þeir höfðu gert á ferli sínum. Við skoðun þessara íjölþættu og meistaralega vel gerðu gripa vakn- ar ósjálfrátt spurningin um hvað- sé yfírleitt nútímalegt og hvað ekki, og verður hún á stundum býsna áleitin. Nýjungagirnin hefur svip af eftirsókn eftir vindi, er orðin að hópefli og hefur jafnvel verið sósíal- íseruð, ef þannig má að orði kom- ast. En þá er listin einhvern veginn ekki eins fersk og þegar nokkrir metnaðarfullir einstaklingar ruddu brautina og gerðu það af innri þörf og réttu mati á eðli og púls tím- anna, en ekki fyrir ræktarsemi við ákveðna stefnu og af öðrum skipu- lögð og viðurkennd stefnumörk. Svo sem fram kemur, varð jap- anskur listiðnaður fyrir dijúpum áhrifum frá vestrinu og frá því í lok síðustu aldar voru Japanir þátttak- endur í endurmati og listrænni end- urnýjun hagnýtrar myndlistar. Hreyfingar eins og ungstíll og nýst- :11 (Jugendstil og Art Nouveau) höfðu mikil áhrif á japanska mynd- list og má sjá það á ýmsan hátt á þessari sýningu. Styrkur Japana fólst í því að erðavenja þeirra var svo rótföst að jafnan báru þessi verk einnig úrskerandi japönsk ein- kenni og jafnframt þar á ofan per- sónuleg einkenni höfundanna. Það er einmitt einkar athyglis- vert að gaumgæfa hve þessi vest- rænu áhrif verða að segja má aljap- önsk í höndum listamannanna og það gefur þeim einmitt svo mikið gildi. Hér er nefnilega alls ekki um að ræða andlausar stælingar á því sem aðrir eru búnir að gera eða eru að gera, heldur nýr hlekkur, eða kannski öllu frekar, fersk framleng- ing aldalangrar þróunar. Þannig hafa allir gripirnir á sýningunni á vissan hátt skýr japönsk einkenni, þrátt fyrir að margvísleg vestræn áhrif megi greina í þeim og hér er á sláandi hátt komið dæmi um heil- brigðan samruna ólíkra stílbragða, er sækja safa og vaxtarmögn til hvors annars. A þriðja og fjórða áratug aldar- innar blómstraði japanskur listiðn- aður vegna þess að hin utanaðkom- andi áhrif örvuðu hugarflug og skapandi kenndir þeirra. En þrátt fyrir hin margvíslegu áhrif var aðal- atriðið þó að tjá sig á persónulegan hátt og láta hið innra sjálf koma í ljós. A þessum tíma kom fram merkileg hefð er blandaðist eldri gildum og það er það sem menn eru að vinna úr enn þann dag í dag. En menn geta réttilega ekki alltaf greint munin á því hvað er hefðbundin leirkeragerð og hvað ekki, því að sum verkanna eru al- veg á mörkum þess að vera nútíma- leg. A það einkum við sjálfa hnit- miðaða vinnsluna. Það þarf iðulega mikla þekkingu og hæfni til að ná þeim árangri sem við blasir, sem er afrakstur mikilla átaka og ótrúlegrar elju og einmitt þess vegna virka þessir gripir svo lifandi og eðlilegir, að um suma þeirra má segja að svo sé sem þeir hafi orðið til fyrirhafnarlaust eða mótaðir af guði almáttugum. Slíkt er einmitti hæsta stig list- iðnaðar og um leið allrar listsköpun- ar. Þetta er ein mikilvægasta sýn- ing, sem í langan tíma hefur rekið á fjörur okkar og langsamlega hri- fríkasta framlag frá Japan, sem enn hefur ratað hingað. Hún er einkum mikilvæg vegna þess, að hér kemur svo vel fram hve farsælt er að rót- festa á hnitmiðaðan hátt ákveðna hefð og einkenni í listum og slíkt næst ekki nema með því að styrkja grunnmenntunina sem tvímæla- laust er forgangsatriði í öllum skap- andi athöfnum. A flestum sviðum erum við svo uppteknir af að hlú að yfirbyggingunni, að traustleiki grunnsins vill gleymast og er þó einfalt mál að vísa til hins ágæta spakmælis „að aðalatriðið er að undirstaðan sé réttleg fundin“. En það er einfaldlega ekki nóg, frekar en í svo mörgu öðru, að hafa vís- dóminn einungis i raddböndunum, því athafnir þurfa að fylgja. Þá er það styrkur sýningarinnar, að hún er mjög vel sett upp svo að auðvelt er að nálgast einstaka gripi og njóta þeirra frá öllum hlið- um. Auk þess hefur verið brugðið upp japanskri stemmningu, og innri salurinn er allt í einu orðinn að litlu tehúsi, en slík eru afskaplega yndis- leg það austurfrá. Það er mikilvægt að sem flestir skoði þessa sýningu og nú í upp- hafi skólaárs er tilvalið að beina straum æskunnar í Norræna húsið til að opna augu unga fólksins fyr- ir traustu, ekta og verðmætu hand- verki á tímum ódýrrar og litlausrar fjöldaframleiðslu. Ber að þakka öll- um með miklum virktum er hér lögðu hönd að. Skerjafjörður Fallegt 153 fm einbýlishús úr timbri á tveimur hæðum í Skerjafirði með sérstaklega fallegum, stórum garði. Húsið er allt endurn. utan og þak er nýtt. Verð tilboð, hagstæðir greiðsluskilmálar. Nánari uppl. veitir skrifstofa Helga V. Jónssonar hrl., Suðurlandsbraut 18, sími 686533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.