Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 44
44 MORGUNJBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 HM U-21 I SNOKER I BRUNEI Besti árangiir Is- lendinga frá upphafi Eftir Guðjón Guðmundsson. ÍSLENSKIR snókerspilarar hafa ekki náð jafngóðum árangri og á Heimsmeistaramóti unglinga í Bandar Seri Begawan, höfuðborg Brunei, í sumar. Atta Islendingar tóku þátt í mótinu og voru þeir allir í 23 fyrstu sætunum, en kepp- endur voru 80 frá 19 þjóðlöndum. Einn af yngstu keppendum móts- ins, Þorbjörn Sveinsson, náði 6. sæti, en hann er aðeins 14 ára. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdi liðinu eftir á mótinu og varð vitni að frábærri frammi- stöðu piltanna. Leikið var undir stúkunni á Þjóð- arleikvangi Hassanal Bolkiah, sol- dáns í Brunei, en leikvangurinn sjálf- ur rúmar rúmlega 30 þúsund manns í sæti. Aðbúnaðurinn á hóteli íslend- inganna þótti ekki upp á marga fiska, en það var bót í máli að á næstu grösum voru klæðskerar sem keppendur heimsóttu gjarnan og létu sníða sér keppnisbúninga, þ.e. smók- inga og vesti af bestu gerð. Nokkrum dögum síðar færðu þeir sig yfir á betra hótel. A keppnisstaðnum voru engin æfingaborð og þótti flestum það með algjörum eindæmum, og fyrir leiki höfðu keppendur hálftíma til æfínga á keppnisborðunum. Aðstöðuleysi virtist þó ekki koma í veg fyrir góða frammistöðu íslend- inganna í fyrstu umferðunum undir stjóm landsliðsþjálfarans_ Agústs Agústssonar, sem er eini Islending- urinn sem hefur alþjóðlegt dómara- og þjálfarapróf. Keppendum var skipt í átta riðla, 8-10 keppendur í hvetjum riðli. Jóhannes R. Jóhann- esson, sem var í A-riðli, lék opnun- arleik mótsins á borði 1, á móti Belganum Patrick Delsemme og tap- aði 1-4. Þar var við ramman reip að draga því Delsemme komst alla leið í úrslit á mótinu. Hann varð Belgíumeistari í snóker 1991 og í öðru sæti í Heimsmeistarakeppni U-21 í fyrra. Auk þess varð Jóhann- es að játa sig sigraðan gegn Nýsjá- lendingnum Daniel Haenga, sem var af mörgum talinn sigurstranglegur í mótinu. Haenga var hins vegar sleginn út í átta manna úrslitum. Aðra keppendur lagði Jóhannes af velli með glæsibrag og má segja að óheppni vegna riðlaskiptingar hafí komið í veg fyrir hann yrði fjórði íslendingurinn sem léki í sextán manna úrslitum. Prinsinn sem aldrei mætti í G-riðli léku Halldór Már Sverr- isson og Gunnar Adam Ingvarsson og lauk innbyrðis viðureign þeirra með sigri Halldórs. Með þeim í riðli var prinsinn af Brunei, Pengiran Billah, en hann mætti aldrei til leiks í mótinu. Það kom mönnum spánskt fyrir sjónir að keppendur fengu ekki skráða sigra gegn prinsinum, eins og venja er á alþjóðlegum mótum þegar keppandi mætir ekki til leiks. Enginn af mótshöldurunum þorði að skrá tap á prinsinn og hætta á það að komast í óvild hjá föður hans, Hassanal Bolkiah soldáni, sem ræð- ur öllu sem hann vill ráða í landinu. Skemmst er frá því að segja að Nis- hantha Indika frá Sri Lanka vann riðilinn með fullu húsi stiga og vann hann síðar í undanúrslitum Astral- ann Lawler 5-2. Indika vann jafn- framt einn af bikurum mótsins, fyr- ir hæsta skorið 132 stig, en alls voru gerð fímmtán yfír 100 stiga skor, sem er til marks um styrkleika mótsins. Halldór varð í öðru sæti riðilsins og lenti á móti Ástralíu- meistaranum Stuart Lawler í sextán manna úrslitum. Halldór hafði í fullu tré við Lawler framan af leiknum, en hann nýtti ekki tækifæri sem honum gafst á örlagaríkri stundu leiksins og varð að játa sig sigrað- an, 3-5. í átta manna úrslitum mætti Lawler landa sínum Quinten Hann. Faðir Lawlers var á þönum frammi á göngum því hann hafði ekki taugar til að horfa á leikinn sem var geysispennandi. Quinten Hann er helsta vonarstjarna Ástrala, enda aðeins 15 ára gamall. Sagan segir að móðir hans hafí selt hús sitt í Sidney til að fjármagna dvöl stráks- ins í Englandi, þar sem hann atti kappi við þá sem fremstir standa í íþróttinni í dag. Allt skapferli hans mótaðist enda af því og í leiknum gegn Lawler sást að þama var stórt dekurbarn í óvæntu mótlæti. Hann reifst við dómarann og lét skapið hlaupa með sig í gönur, en eitt hið versta sem getur hent snókerspilara er að hafa ekki hemil á geðshræring- um. Lawler vann leikinn 5-3. Kristján lék hratt I B-riðli lék Kristján Helgason og var lengi útlit fyrir að hann kæm- Frá vinstri: Johnny Chong, formaður bruneiska billjardsambandsins, Patrick Delsemme, sem varð í öðru sæti HM U-21, Robin Hull, heims- meistari og Frouse Saheed, forseti alþjóða billjard- og snókersam- bandsins. Ágúst Ágústsson landsliðsþjálfari með íslendingunum sem lengst náðu, þ.e. Þorbjörn Sveinsson sem lék í 8 manna úrslitum, Jóhannes B. Jóhannesson og Halldór M. Sverrisson sem léku í 16 manna úrslit- um. ist upp. Hann hafnaði hins vegar í þriðja sæti, á eftir Matthew Stevens frá Wales sem vann riðilinn og manninum með stáltaugarnar, Robin Hull frá Finnlandi, sem varð annar ▲ Herakustic loftapl. 582 ▲ Þakstál svart Diplom m2 @ 1.090 ▲ Salerni Arabia 17.785 ▲ Handlaug Arabia 8.167 ▲ Snjóbræðslurör 25 mm 1 m @ 66 ▲ Þaksaumur ryðfr. 60x3,4 16,70 VERSLANIR Tilboð Verð áður Tilboö 524 ▲ Sílikonkítti 415 353 m2 @ 981 ▲ Laufhrífa 680 560 15.650 ▲ Grillyfirbreiösla 1.044 844 7.186 JL Hitabrúsi + nestisbox 1.365 1.119 1m@56 ▲ Þvinga 24" 2.428 2.040 14,20 ▲ Stígvél 2.242 1.833 SKIPTIBORD 41000 G R Æ N T NÚIHER 996 410 WSMBBBKSBSEi W HAFNARFIRDI f S . 5 44 1 1 BREIDDINNI m S . 6 4 19*9KÍ^Eaf HRINGBRAUT 62 94 OO í riðlinum. Hull sigraði síðan Del- semme í úrslitaleik mótsins nokkuð örugglega, 11-7. Kristján var einn af skemmtilegustu spilurum móts- ins, að mati undirritaðs. Hann leikur mjög hratt og var ekkert að tvínóna við hlutina. Stundum virtist kappið þó meira en forsjáin, en ljóst er að Kristján er mikið efni. Jóhannes B. Jóhannesson, eða Jói stóri, var sá keppandi sem íslending- ar bundu mestar vonir við í þessu móti. Jóhannes stendur á þröskuldi atvinnumennsku í snóker og hafði ráðgert að taka þátt í atvinnu- mannamóti á Englandi um svipað leyti og HM U-21 var haldið, en varð að hætta við vegna bakmeiðsla. Háðu þau honum töluvert í keppn- inni en þó ekki meira en svo að hann vann sinn riðil og komst í sext- án manna úrslit. Þar dróst hann á móti Declan Hughes frá Norður- Irlandi, sem m.a. hefur unnið sér til frægðar að leggja snókergoðið Steve James af velli. Jóhannes náði sér ekki á strik í leiknum, sem hann tapaði 2-5. Jóhannes náði hæsta skori íslendinga í mótinu, eða 107 stig í fyrsta rammanum á móti Belg- anum Penas, en hann hafði tæki- færi til að gera 140 stig. Þetta var Jóhannesi engin nýlunda því hann hefur 250 sinnum gert yfir 100 stig í keppni. Jóhannes er fyrsti íslend- ingurinn sem hefur verið raðaður í eitt af efstu sætunum samkvæmt styrkleikaröð í mót, og var hann í áttunda sæti á heimslista. Þorbjarnarþáttur Ásgeir Ásgeirsson, sem lék í C- riðli ásamt Quinten Hann, lék stórglæsilega I fyrstu umferðunum en dalaði þegar á leið. í síðasta leik sínum í riðlinum ámóti Brunei-ingn- um Hong gerði Ásgeir næsthæsta skor íslendinga, 96 stig, en hefðu taugarnar haldið hefði hann gert a.m.k. 135 stig. Hann hafnaði í þriðja sæti í riðlinum. Það var yngsti keppandi íslands á mótinu sem stal senunni, hinn fjórtán ára gamli Þorbjörn Sveinsson. Þor- björn lék af öryggi og sigraði í H- riðli. Hann dróst á móti Indveijanum Kalianiwala í sextán manna úrslitum og gjörsigraði hann 5-0. Sama dag lék hann á móti Delsemme í átta manna úrslitum og varð að játa sig sigraðan 2-5. Engu að síður mátti Þorbjörn vel við una því hann hafn- aði í sjötta sæti, en hann á enn eftir sex ár í þessum aldursflokki og gæti því enn bitið enn grimmilegar frá sér á komandi árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.