Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 9 Vaskhugi Bókhald sem spararfé og fyrirhöfn Ný stórglæsileg útgáfa af forritinu er komin á markað. Auk heföbundins bókhalds sér forritiö um aö prenta út reikninga, gíróseöla og yfirlit, reikna út dráttar- vexti, skrá stööu ávísana- heftis og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Þú ert velkominn til okkar á Grensásveg 13 eöa hringdu og við sendum bækling um hæl. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, slmi 682680. t Þægilegur og jafn hiti. • Enginn bruni á ryki sem þurrkar loftið. • Lágur yfirborðshiti. Hagstætt verð »9 ELFALVI ofnarnir eru frameiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og venjulegir vatnsofnar. greiðsluskilmálar Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S622901 og 622900 Svavar Ólafur Niðurlæging Svavars Enn á ný berast Alþýðubandalagsmenn á banaspjót og enn á ný eru það arftak- ar gamla Sósíalistaflokksins og hirð Ólafs Ragnars, flokksformanns, sem takast á. Skammvinnur friðurinn í flokknum hefur verið í sundur slitinn þar sem Ólafur Ragnar lagði ofurkapp á að koma í veg fyrir, að fyrirrennari hans í flokksfor- mennskunni, SvavarGestsson, nyti þeirr- ar upphefðar að verða fórmaður þing- flokksins. Darraðardans Þegar Alþingi kom saman eftir sumarhlé lýsti Margrét Frímanns- dóttir því yfir, að hún gæfi ekki kost á sér aftur sem þingflokksformað- ur. Svavar Gestsson kom þá fram fyrir hennar hönd og tók þátt í við- ræðum þingflokksfor- manna allra flokka um breytingar á skipan for- sætisnefndar þingsins og á þingsköpum. Sam- komulag tókst og var ekki annað að sjá,en Svavar hafi risið undir hlutverkinu. Enda bjóst hann við þvi að verða valinn þingflokksform- aður í stað Margrétar og fór ekkert í launkofa með það. Þá hófst hinn mesti darraðardans og var kosningu þingflokks- formanns frestað ítrek- að, þar sem Ólafur Ragn- ar gat með engu móti sætt sig við Svavar. Aug- ljóslega hefur flokks- formanninum ekki þótt fýsilegt að persónu- gervingur gömlu sósíal- istanna og kommanna kæmi fram sem annar höfuðtalsmaður flokks- ins einmitt dagana, sem fréttir berast af Moskvu- þjónkun fyrirrennara Al- þýðubandaJagsins, auk þess sem Ólafur Ragnar á trúlega bágt með að þola að einhver annar en hann baði sig í ljósi fjöl- miðlanna. En þá list kann Svavar. Svavar Gestsson hefur lýst yfir því, að haim hafi talið sig njóta stuðn- ings 7 af 9 þingmönnum flokksins. Það tók Ólaf Ragnar á aðra viku að grafa undan Svavari og loksins þegar kosið var i þingflokknum hlaut hann aðeins 4 atkvæði, en frambjóðandi Ólafs Ragnars, 5 atkvæði. Ragnar Arnalds hlaut kosningu og er það ekki í fyrsta skiptið, sem hon- um er ætlað að breiða yfir átök armanna í Al- þýðubandalaginu. Þessi niðurstaða er hin mesta niðurlæging fyrir Svav- ar, fyrrum formann flokksins og ráðherra, en Ólafi finnst það líklega lítilvægur herkostnaður. Dla brugðið Svavari var illa brugð- ið og hann lét hafa eftir sér, að kandídat Ólafs Ragnars hafi verið kos- inn með minnsta mögu- Iega meirihluta. Svavar og skoðanabræður hans í Alþýðubandalaginu eru fjúkandi reiðir yfir fram- komu flokksforniannsins og blása nú^til atlögu gegn honum. I viðtali við Tímann sl. laugardag lýs- ir Svavar því yfir, að Ólafur Ragnar liafi sleppt „gullnu tækifæri" til að innsigla samstöðu í flokknum. Vonandi komi tækifæri einhvern tímann aftur, en hætt sé við að svona atburðir valdi erfiðleikum. Stríðshansk- inn Það fer hér ekkert milli mála, að Svavar tel- ur Ólaf hafa kastað stíðs- hanskanum og að liann og félagar hans muni taka hann upp. Það verða því heit misserin fram- undan í Alþýðubandalag- inu og munu væntanlega ná hámarki á næsta landsfundi. í Tímaviðtal- inu segir Svavar m.a.: Gríðarleg átök „Það voru gríðarlega mikil átök í kringum þessa kosningu (þ.e. kjör ÓRG) haustið 1987. Þau voru satt að segja alveg óvenjulega óvægin. Ég var þeirrar skoðunar að það væri mjög skynsam- legt fyrir Alþýðubanda- lagið að gerast aðili að ríkisstjóminni haustið 1988 vegna þess m.a. að praktísk dagleg verkefni myndu sameina flokkinn. Ég tel að í grófum drátt- um hafi það tekist mjög vel. Síðan komu upp átök vorið 1990 um framboðs- listann í Reykjavík alveg sérstaklega. Engu að síð- ur var það nún afstaða að reyna að stuðla að samvinnu milli manna og það tókst prýðilega fni og með hausti 1990. Ég satt að segja hélt að það væri búið að skera niður þcnnan fortíðardraug ágreinings. Grandalaus Ég segi alveg eins og er að ég var alveg grandalaus og áttaði mig ekki á því að þetta gæti komið upp með þessuni hætti núna. Það bendir til þess að það eimi meira eftir af þessum deilum þjá ákveðnum aðilum, en ég hélt að væri. Eftir að búið er að jafna pólitísk- an ágreining í öllum meginatriðum er þetta þeim mun sérkennilegra. Ég er hins vegar fjarska sáttur við það að Ragnar Arnalds fari í fremstu víglínu á nýjan leik sem formaður þing- flokksins og þessi mál munu ekki hafa nein eft- irköst af mimú hálfu. Ég hef hins vegar orðið var við það á flokksfélögum um allt land, sem mjög margir hafa haft sam- band við. mig siðustu daga, að það er mikil óánægja með þetta mál og þá fyrst og fremst að með þessu er andstæð- ingum flokksins gefimi kostur á þvi að geta sér til mn hluti sem eiga sér kannski enga stoð í veru- leikanum." □ERTZEN STORVIRKAR HÁÞRÝ STIDÆLUR FRÁDERTZEN Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælumar fyrir verktaka og aðra aðila, sem þurfa kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum. Ný lína í sturtuklefum og babkarshurbum á frábœru verbi. CAPRIstgr. 30.348,- Botn fyrir CAPRI stgr. 15.660,- 5AN REMO stgr. 37.152, Botn fyrir SAN REMO stgr. 15.660,- ANCONA hurb stgr. 16.848,- ANCONA gafístgr. 6.372,- 10 nýjar gerbir af sturtuklefum. Póstsendum. B YGGINGAVÖRUR SKEIFUNNI 11 SÍMI 681570.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.