Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 1
 FOSTUDAGUR 16.JÚLÍ 1993 Atlanta tlutti 100 búsund sl. 3 mánuði fyrir Saudia Grindverkið framan við fyrrum barnaheimilið Valhöll hefur litið svona út síðustu 3 vik- ur A Morgunblaðið/Sverrir Hvenær er hver ábyrgur fyrir lagfæringum STEINGIRÐING umhverfis hús við hringtorgið á gatnamótum Suðurgötu og Hringbrautar er hrörlegt að sjá, en ekið var á grindverkið fyrir 3 vikum og enn bólar ekki á lagfæringum. pr'lJMNM til Jóhannesarborgar í S-Afríku og Karac- hi í Pakistan. Áfram er Atlanta með tvær Boing 737-vélar í Indónesíu og er í far- þegaflugi milli Surabaya og Jakarta og tvær vélar eru í leiguflugi fyrir Tunis Air og fljúga frá Monastir í Túnis til áfanga- staða í Þýskalandi. Ein vél er svo í vöru- flutningum milli Istanbul og Köln og eru daglegar ferðir. Áttunda vél Atlanta er í leiguflugi hér til sólarlanda. ■ FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur flutt um eitt hundrað þúsund farþega fyr- ir Saudia, ríkisflugfélag Saudi Ara- bíu, frá því í apríl, að sögn Magnúsar Friðjónssonar hjá Atlanta. Hann sagði að nú væri pílagrimaflugi lokið, en stæði yfir kennara og sérfræðingafrí, þ.e. útlendingar sem eru í vinnu eru að fara heim til sín í frí. Langflestir þeirra eru Egyptar og undanfarið hefur Atlanta flogið 3 ferðir daglega frá Jedda til Kairó. Atlanta opnaði fyrir nokkru skrifstofu þar og 7-8 starfsmenn verða í Kairó til 27.júlí. Þá verður hlé á Kairóflugi fram í miðjan ágúst. Áuk þess að fljúga til Kairó frá Jedda er farið 2-3 í viku til Khartoun í Súdan, Asfikn í hesta og snjúsleða ÍSLENDINGAR nýta sér í aukn- um mæli þjónustu Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála í Reykja- vík og sagði Helga Haraldsdóttir forstöðumaður að nú í sumar hefði orðið gífurleg aukning á komu þeirra í miðstöðina. „Við erum búin að vera að reka áróður fyrir að fólk nýti sér þjón- ustu okkar og það virðist vera að skila sér,“ sagði Helga. Hún sagði Islendingana vera að leita sér að einhvetju að gera þar sem þeir ætluðu að vera og oft vilja prófa eitthvað nýtt. Það væri áber- andi að hestaleigur og snjósleða- ferðir væru vinsælar, en einnig hefði fólk áhuga á siglingum og sjóstangaveiði. Þá leitaði fólk sem væri að fara upp á hálendið í fyrsta skipti til miðstöðvarinnar og vantaði upplýs- ingar um ástand vega, hvað það ætti að sjá, hversu langt það þyrfti að fara og hvernig hægt sé að nota ferðir áætlunarbíla inná hálendið. Hún sagði engan einn stað vera vinsælli í ár. Oft kæmi fólk og vildi fá að vita allt um Snæfellsnes eða Vestmannaeyjar pg færu fyrir- spurnirnar eftir veðri. „íslendingar ferðast eftir veðurspánni," sagði Helga. Japanir með flesta bíla í Automative News Market Data Book, fylgiriti bílablaðs- ins Automative News. kemur fram að framleidd voru tæp 50 millj. ökutæki (fólksbílar, flutningabílar, vinnuvélar og vélhjól), sl. ár og hefur aldrei verið meiri, að 1990 undan- skildu. Japanir voru afkastamestu ökutækjaframleiðendurnir í heimi með 12,5 millj. ökutækja, en Bandaríkjamenn með 9,8 millj. Framleiðsla dróst saman í Japan um 1,3 millj. ökutækja, en jókst í Bandaríkjunum um tæpa millj- ón. Þriðju mestu ökutækjafram- leiðendur í heimi voru Þjóðveijar sem framleiddu í fyrra tæpar 5,2 milljónir ökutækja. Sjá töflu á blaðsíðu 11. ■ Grindverkið er til lýta í þessu ástandi. Með tilliti til hve fjölfarin gatnamótin eru þótti ástæða að spyijast fyrir um hvort senn yrði hugað að viðgerðum. Daglegt líf ræddi við Hafstein Sölvason tjónamann hjá Tryggingu hf. og kvaðst hann ekki hafa upp- lýsingar um tjónið, þar sem hvorki hefðu borist lögregluskýrslur né upplýsingar frá eiganda hússins. Sagði hann að eðlilegt væri að skýrslur bærust 2-3 vikum eftir tjón og því væri ekki um óeðlilega lang- an biðtíma að ræða. Bernhard Pedersen frkvstj. Fél- agsstofnunar stúdenta, sem er eig- andi sagði að stofnunin hefði fullan hug á að láta gera við. Ástæðan fyrir töf væri að þetta þyrfti að gera í samráði við tryggingafélag og þann sem olli tjóninu og lög- regluskýrslur hefðu ekki legið á lausu fyrr en í gær. „Málið er því komið á rekspöl núna, en víst er hvorki skemmtilegt fyrir okkur né aðra að horfa á grindverkið í þessu ólagi.“ ■ UPPLIFÐU ÍSLENDINGINN Í ÞÉR Njóttu íslands - ferðalands íslendinga Olíufélagiðhf - ðvallt í slfaraleið Ferðamálaráð íslands Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi feróir, gistingu, veitingar og afþreyingu á hverjum stað. Þ Ö G N • FJÖRUFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.