Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 4 Bíódagar Leikstjórinn Friðrik Þór með Árna Páli, leikmyndahönnuði og heimilistíkinni Kollí sem hafði fengið hlutverk í myndinni þegar síðast fréttist Myndin gerist í Reykjavík og Skagafirði sumarið 1964 og fjallar um 10 ára dreng. Bíódagar er gam- ansöm fjölskyldumynd, sem gerð er eftir handriti Einars Más Guð- mundssonar og Friðriks Þórs Frið- rikssonar, byggð á æskuminningum þess síðarnefnda, þegar kanasjón- varpið var í algleymingi og í þijú- bíói á sunnudögum mátti beija aug- um svart/hvítar eftirstriðsmyndir. Nokkur vandi var þegar kom að því að velja aðalleikarann. Umsókn- ir um hlutverkið urðu þegar upp var staðið nálægt 200, en sá sem hreppti hnossið var 10 ára gamall snáði úr Hafnarfirði, Örvar Jens Arnarsson. Bróður hans, Nikulás 15 ára, leikur Orri Helgason 14 ára. { öðrum aðalhlutverkum verða Rúrik Haraldsson, sem leikur föður piltanna, Sigrún Hjálmtýsdóttir, leikur móður þeirra og danska leik- konan Asta Esper Andersen leikur ömmuna. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið aðra systurina í „Babett- es Gæstebud". Meðal annarra leik- ara eru Jón Sigurbjömsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Hans Þór Hilmarsson, Björn Karlsson, Jóhannes Kristján- son, Magnús Ólafsson, Jóhann Már Jóhannsson, Þorlákur Kristjánsson, Indriði G. Þorsteinsson, Róbert Am- finnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Sveinbjöm Beinteinsson, Pálmi Gestsson, Edda Heiðrún Bachmann, Björk Jakobsdóttir, Bjami Ingvars- son, Höskuldur Eiríksson og María Sigurðardóttir. VelAin skemmtllegust Það var létt yfir mannskapnum þessa upphafsdaga sem ég fylgdist með tökum norður í Skagafirði þó svo virtist sem norðanáttin ætlaði engan endi að taka. Kuldagallar komu sér vel, leikmyndahönnuðir gengu rösklega til verks í gamla bænum á Höfða sem síðast var kveikt upp í fyrir 14 árum. Gamla eldhúsið, þar sem oft var þröng á þingi, var pússað upp. Sömuleiðis norðurstofan og loks betri stofan, sem í daglegu tali gengur undir nafninu suðurstofan. Á meðan er tíminn notaður í útitökur. Og ég spyr leikstjórann: Var eitthvað hægt að nota þig við sveitastörfin? „Ég var satt að segja ekkert hrifinn af því að vera sendur í sveit í upphafi. Ég var á kafí í fótbolta með Fram og Reykjavíkurmótið rétt nýhafið. En í sveitinni fannst mér mest gaman að veiða silung. Bústörfín áttu ekki beint við mig og vildi ég ljúka þeim leiðindaverk- um af sem fyrst. Ég hafði t.d. allt- af sérstaka aðferð við kúasmölun- ina. Ég vafði spotta upp úr fóður- bæti og lét beljurnar hlaupa á eftir mér í staðinn fyrir að reka þær.“ kvikmyndaðir í Skagafirði Búningahönnuðurinn og strauj- arinn Karl Aspelund 136 milljónlr Bíódagar er meðal dýrustu kvik- mynda, sem íslendingar hafa gert. Áætlaður kostnaður nemur 136 milljónum. Það gefur augaleið að slíkar fjárhæðir liggja ekki á lausu til kvikmyndagerðar hér og því þurfti að leita eftir mestum hluta fjármagnsins til útlanda. Kvik- myndin fékk hæsta styrk frá Kvik- myndasjóði íslands í ár, 26 milljón- ir, sem þó er aðeins einn fimmti af áætluðum kostnaði. íslenska kvikmyndasamsteypan, fyrirtæki Friðriks Þórs, leggur til 15 milljón- ir, Norræni kvikmyndasjóðurinn 20 milljónir og Evrópusjóðurinn annað eins. Þá veitir borgarsjóður Ham- borgar fé til fjögurra kvikmynda í ár og er kvikmynd Friðriks Þórs ein þeirra og fær 25 milljónir. Danska kvikmyndastofnunin veitir 6 milljónir og afgangurinn er fjár- magnaður af dönskum og þýskum aðilum. Allir erlendu styrkirnir eru í formi víkjandi lána. „Það ríkir því miður mikill misskilningur varðandi fjármögnun kvikmynda hér og það að fá peninga úr Kvikmyndasjóði íslands er kallað „sjóðasukk". Stað- reyndin er að mikið samræmi og samvinna er á milli einstakra sjóðs- stjórna og er mjög ólíklegt að ég hefði fengið styrki úr einhveijum af þessum erlendu sjóðum ef Kvik- myndasjóðurinn hefði ekki lagt blessun sína yfír verkið. Venjulega er sú krafa gerð um að starfsmenn myndar séu í líku hlutfalii erlendis frá og fjármagnið. Þessari vinnu- reglu þurfti ég ekki að hlíta að þessu sinni sem er auðvitað af hin- um góða. Ég er aðeins með einn þýskan tæknimann. Allir hinir eru Islendingar. Aftur á móti er ég með þýskan draug í myndinni, Otto Slappað af yfir kvöldmatnum Sander að nafni, en það er einfald- lega vegna þess að ég sóttist eftir honum sem leikara. - Þú varst líka með draug í Bömum náttúrunnar. Af hveiju ertu alltaf með drauga í eftirdragi? „Þú getur líka spurt af hveiju menn séu með rollur eða hunda. Draugar em hluti af náttúrunni." - Hefurðu séð draug. „Já, já.“. - Ertu skyggn? „Nei, nei.“ - Hvað boðskap hefur þessi mynd? „Ég er aldrei með neinn boðskap í mínum myndum. Ég er fyrst og fremst að segja litla sögu og reyni að gera það eins vel og ég get. Fólk er alltaf að leita eftir boðskap. Ég hef engan áhuga á því að pred- ika yfír fólki. Það er ákveðin „nostalgia" í þessari mynd. Ég held að margir af minni kynslóð eigi svipaðar minningar, að hafa verið sendir í sveit sumarlangt." Augljóst er að Friðrik Þór er með einvalalið sér við hlið og hann viður- kennir það og nefnir til bæði leik- ara- og tæknilið. Þeir Ari kvik- myndatökumaður vinni vel saman og Kjartan hljóðmaður hafi bætt hljóðið í íslenskum kvikmyndum eftir að hann kom frá námi. - Seturðu þínu fólki einhveijar vinnureglur? „Ekki nema það að ég legg blátt bann við áfengisnotkun á meðan á þessu stendur. Þetta er mikil og ströng vinnutörn, en svo virðist sem borgarbörn haldi oft að þau séu að fara á útihátíð um leið og komið er upp úr Ártúnsbrekkunni." Örsögur Friðrik Þór segir að meðgöngu- tími Bíódaga sé orðinn alllangur. „Fyrir einum 12 árum skráði Arni Oskarsson nokkrar örsögur, byggð- ar á minningum mínum úr sveitinni og Stórholtinu þar sem ég ólst upp til 10 ára aldurs. Þetta eru þessi skemmtilegu atvik sem maður gleymir aldrei og allar þær persón- ur, sem fram koma í myndinni, er fólk sem ég hef þekkt einhvem tím- ann á lífsleiðinni. Upptökur í Reykjavík fara þó fram við Skeggjagötu þar sem Stórholtið er orðið svo illa farið af malbiki." - Hvernig gekk að safna leik- munum frá árinu 1964? „Það var erfitt og gríðarleg vinna og ekki er enn séð fyrir endann á því. Það er hreint ótrúlegt hvað mikið af dóti frá þessum tíma er horfið. Mig sárvantar t.d. ennþá öskubíl, strætó og steypubíl. Einnig vantar okkur enn töluvert af fatn- aði því við þurfum m.a. að fylla bíósali af áhorfendum í fötum ár- gerð 1964. í sveitinni kom það aft- ur skemmtilega á óvart að margir eiga enn gamlan fatnað sem er í góðu gildi, en þar fer einmitt fram fjölmenn jarðarfararsena. Ég held að það hljóti að vera hættuleg þró- un upp á fornleifafræði framtíðar- innar hvað hlutir glatast fljótt í nútímanum." Börn náttúrunnar, síðasta kvik- mynd Friðriks Þórs, gekk í einu kvikmyndahúsi borgarinnar í alls 19 mánuði og komu um 40 þúsund bíógestir að sjá hana. Og myndin hefur hvorki meira né minna hlotið 24 verðlaun og er ekki enn séð fyr- ir endann á þeim ósköpum. „Ég átti ekki von á þessari miklu vel- gengni. Ég hef trú á að Bíódagar séu meira fyrir íslendinga en út- lendinga, en þori auðvitað engu að spá úm það. Ég veit það eitt að ég Morgunblaðið/JI þarf 30 þúsund bíógesti til þess að endar nái saman.“ Cold fever Þó að Friðrik Þór standi nú í stórræðum með Bíódaga er aðeins hálf sagan sögð því 1. nóvember hefjast tökur á annarri kvikmynd, sem hlotið hefur nafnið „Cold Fev- er“ og tekin verður upp á ensku. Myndina gerir Friðrik í samvinnu við bandaríska kvikmyndaframleið- andann Jim Stark auk þess sem Þjóðveijar og Svisslendingar koma til með að styrkja hana. Áætlaður kostnaður er 80-90 milljónir kr. „Cold Fever fjallar um japanskan strák sem kemur hingað til lands til að kveðja ættingja sína sem lét- ust af slysförum 6 árum áður. Sum- ir Japanar trúa því að farist ein- hver af slysförum, komi andinn á slysstað aftur 6 árum seinna áður en hann heldur til æðri heima. Þetta er mjög falleg trú um að andi manna geti verið á sálarreki í draugsformi í tiltekin biðtíma.“ - Verða þá ekki draugar í þeirri mynd? „Jú, jú. Það verður allt morandi í draugum. Aðalhlutverkið leikur ein helsta kvikmyndastjarna Jap- ana, sem einnig er poppstjarna þar, Masatoshi Nagase.“ Óstressaður - Það eru mörg jám í eldinum. Þú virðist ekki mikið stressaður að sjá?_ „Ég get verið mjög stressaður yfír hlutum, sem ég er ekki alveg öruggur á, en núna er ég mjög óstressaður, enda með úrvals sam- starfsfólk og pottþétta leikara." ■ Jóhanna Ingvarsdóttir. HEIMILISFÓLKIÐ á bænum Höfða í austanverðum Skagafirði þarf að ganga hljóðlega um hús og hí- býli þessa dagana þar sem nú standa yfir tökur á nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódögum. Hurðarskellir, bílflaut eða mannamál getur valdið því að leiksljórinn orgar: „Hætta — taka tvö“ og þó að heimilistíkin Kollí sé mikil fé- lagsvera má hún dúsa á afviknum stað meðan Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður og Kjartan Kjartansson hljóðmaður munda tól sín og tæki. Framleiðandi og leikstjóri Bíódaga, Friðrik Þór Friðriksson, mætti með leikara og 20 mannatæknil- ið að Höfða 7. júlí sl. eftir ferð með viðkomu á Blönduósi, þar sem einum fimmtán hænum var meðal annarra hleypt út úr bílalestinni og eitt at- riði myndarinnar „filmað". Mikill tími fer í undirbúning. Hér athugar Ari hvernig best sé að kvikmynda veiðiferðina “Mormónarnir“ Einar Sigurðs- son og Eiríkur Hilmisson boða fagnaðarerindið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.