Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 J apanskar stúlkur sem kjósa að þjóna körlum á fágaðan hátt „GEISJA: japönsk lagsmær, stúlka sem hefir það að atvinnu að sjá karlmönnum fyrir félagsskap og skemmtun og er til þess þjálfuð í fegrunarlist og fögrum klæðaburði, söng, dansi, samræðulist, fágaðri framkomu og öðrum sæmilegum, kvenlegum íþróttum." Þannig hljóðar útskýring ensk-íslensku orðabókar Arnar og Öriygs á þessum konum sem flestum okkar þykja fremur skringilega tilhafðar, en eru eigi að síður hluti af merkilegri menningarhefð stórveldisins Japan. Geisju-hefð í Japan var eitt sinn bundin við fjölskyldur og gekk hlut- verkið frá móður til dóttur. Nú eiga allar japanskar stúlkur þess hins vegar kost að sækja um inngöngu í skóla í Kyoto þar sem eingöngu fer fram þjálfun í geisju-siðum. I tímarit- inu Scanorama er greint frá skólan- um sem ber heitið Nyokoba Gakuen og starfað hefur í rúm 100 ár. í skólanum eru 20 námsgreinar og í náminu er miðað að því að þjálfa nemendur í að heilla viðskiptavini sína. Auk þess sem að framan er talið, læra stúlkumar japanska rit- list, blómaskreytingagerð og að sjálf- sögðu japanska te-viðhöfn, sem þyk- ir sérlega fáguð og athyglisverð at- höfn. í Scanorama segir að alla jap- anska karlmenn, eða svo gott sem, dreymi um að njóta þjónustu geisju, svo ekki ættu nemendur að þurfa að kvíða atvinnuleýsi að loknu námi. Stúlkumar eru í sérstakri undir- búningsdeild til 18 ára aldurs og nú eru 23 stúlkur í þeirri deild. í hinu eiginlega geisjunámi em hins vegar um 100 stúlkur. Þær eru útskrifaðar geisjur þegar kennarar þeirra telja þær fullnuma í geisju-siðum, en þær eru mislengi að ná fullkomnu valdi á þeim. Strangur agi ríkir í skólanum og á hverju ári er nokkmm stúlkum vikið úr námi. Hinar halda áfram námi og þjálfun þar til þær em tald- ar færar um að vinna á testofu skól- ans, en það er lokaáfangi námsins. Testofan skiptist í tvo hluta, 1. flokks veitingastað og ódýrari te- stofu. Stúlkurnar bera fram te, ræða við viðskiptavini, auk þess sem þær syngja og dansa fyrir þá. Laun eða þjórfé stúlknanna fer beina leið til reksturs á heimavist þeirra. Sumar vinna sem geisjur alla ævi, en þó nokkur dæmi eru um geisjur sem opnað hafa veitingastað eða testofu eftir að hafa lagt niður geisjustörf. Enn aðrar öðlast frægð og frama eins og Mitsuko Nakanishi, en jap- anski forsætisráðherrann Sosuke Uno sagði af sér embætti eftir að geisjan sagði frá sambandi þeirra i fjölmiðlum. Brynja Tomer® Hægt er að festa nokkra dreka saman og láta þá fljúga þannig. Það er fögur sjón en erfiðara er að stjórna þeim en einföldum dreka. Voldug hugmynd miölar nokkru af orku sinni tiT þess sem gengur ó hólm vió hana Búið að opna safn MARCEL PROUST með fótstignum farartækjum ÞEGAR hann var lítill fékk hann fótstiginn bíl frá foreldrum sínum og þar með var hann forfallinn. Manfrek Klauda er orðinn 52 ára í dag og á 450 Iitla fótstigna bíla. Þarmeð er hann kominn í heimsmetbók Guin- ness. Fimmtíu bílar eru þegar komnir á sér- stakt safn sem hann er búinn að opna í MUnchen og er það fyrsta sinnar tegundar. Þar eru inn á milli mjög fá- gætir.bílar. Má nefna lítinn Rolls Royce sem var framleidd- ur árið 1907. Elízabeth II er sögð hafa stýrt bílnum af miklum áhuga sem lítið bam. Tveir menn eru í fullu starfi við að sinna bílun- um og sjá til að þeir séu toppstandi. Safnið er við Westenriederstrasse Munchen. Kennslustund í te-viðhöfn. Flugdrekar eru ódýrir og létta lundina þegar veðrið er ekki uppá það besta I STAÐ þess að sitja inni í fýlu yfir sólarleysi og roki, er upplagt að setja upp bros, húfu og hanska og fara út með flugdreka. „Rokskerið" ísland er einmitt sérlega hentugt til flugdrekaflugs. Ódýrustu drekarnir kosta um 150 krónur, en þeir geta farið uppí nokk- ur þúsund krónur. Þeir flugdrekar sem Daglegt líf skoðaði í verslunum í síðustu viku voru fjölbreyttir, hvað varðar lag, mynstur, stærð og efnivið. Á umbúðir er skráð hvaða aldri drekinn hæfir og oft hvaða hraða hann nær í háloftum. Grétar Eiríksson hjá Eiríksson sf. flytur m.a. inn talsvert úrval af flugdrekum. Meirl áhugi á körfubolta „Flugdrekasala hefur verið frekar dræm sl. 3-4 ár og nú held ég að körfuboltinn eigi allan hug krakka," segir Grétar. „Þegar æði, eins og körfuboltaæðið, grípur um sig er það alltaf á kostnað sígildu leikjanna." Grétar segir að best sé að fljúga flugdreka á bersvæði, á túnum, við sjó eða vatn. „Þar er vindurinn þétt- ari og jafnari en til dæmis milli fjöl- býlishúsa. Það er heldur ekki ráðlegt að vera með flugdreka þar sem mik- ið er um tré eða símalínur." —Hvers konar flugdrekar fínnast þér sjálfum skemmtilegastir? „Þeir sem maður stjómar með báðum höndum og eru frekar stórir.“ Uppruninn í Asíu Flugdrekar hafa verið notaðir frá ómunatíð í Asíu. í Kína, Indlandi, Kóreu, ,Japan og Malaysíu era til dæmis flugdrekadagar á hveiju ári og mikil hátíðarhöld í kringum þá. Orðið flugdreki vísar einmitt til kín- versku flugdrekanna, sem í flestum tilfellum era málaðir eins og drekar, enda era drekar fornt kínverskt tákn. Fiugdrekaflug er algengt tómstund- argaman bama, en margir fullorðnir hafa líka býsna gaman af því og sumir æfa flugdrekaflug af fullri al- vöra. í Kína ertil dæmis keppt í flug- dreka-ati og er litið á flugdrekagerð þar sem listgrein. Menn útbúa dreka sína með klóm og öðram bardagatól- um, senda þá síðan á loft og reyna að fella dreka andstæðinga sinna með því að krækja klónum í þá svo þeir falli tii jarðar. Talið er að í Asíu hafi menn upp- haflega látið flugdreka á loft til að Þessi glæsilegi risastóri flugdreki setur sannarlega svip á umhverfið Kassadrekar eru tiltölulega nýtt afbrigði flugdreka. halda illum öndum í burtu. Voru þeir þá látnir svífa fyrir ofan híbýli á kvöldin og að næturlagi til að fæla burt illar vættir. Áður fyrr voru þeir jafnframt notaðir til að senda veður- mælingartæki á loft og einnig hafa myndavélar verið festar við flug- dreka til að taka Ioftmyndir. Allt var þetta áður en tæknin varð jafn mik- il og fullkomin og nú, en flugdrekar halda samt áfram að skemmta ung- um sem öldnum. | Biynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.