Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 B 9 Þórður Benediktsson rekur ferðamannaþjónustu á Laugalandi. Hýr staður í fríinu f SUMAR er í fyrsta sinn ferðamannaþjónusta í og við grunnskólann á Laugalandi í Holta og Landsveit. Þórður Benediktsson sem annast þetta kvað prýðisgóða aðstöðu vera í skólanum sem hefði ekki ver- ið nýtt yfir sumarið hingað til. Laugaland er um 100 km frá Reykjavík og 6 km frá Þjóðvegi 1 Gjaldskiá Ferðafélagsins FERÐABLAÐI hefur borist gjaldskrá Ferðafélags íslands og kemur fram að sæluhús og tjald- svæði eru flokkuð í A og B svæði. Á A svæðum eru vatnssalemi, rennandi vatn, dagleg gæsla og sorphirða og þar kostar gisting í sæluhúsum kr. 650 fyrir félaga en 1.050 fyrir utanfélagsmenn. í B-flokki er samsvarandi gjald 450 og 700 kr. Tjaldgjöld eru 400 og 350 kr. Aðstöðugjöld fyrir dagsferðir eru 120 og 90. kr á mann. í A-flokki eru Álftavatn, Herðubreiðarlindir, Hvítárnes, Kverkíjöll, Landmanna- laugar, Nýidalur, Snæfell, Hvera- vellir, Þórsmörk og Laugafell. Onn- ur sæluhús eru í B-flokki. Hópafsláttur er veittur til ferða- skrifstofa: 10% af utanfélagsgjaldi í skálagistingu og sama í tjaldgist- ingu. Börn undir 14 ára með full- orðnum greiða ekkert. ■ þegar beygt er upp í Landsveit hjá Landvegamótum. þar eru næg tjaldstæði og í skólanum er svefn- pokapláss, íþrótta og samkomusalir með eldhúsi og hentar staðurinn vel fyrir ættarmót og hvers konar samkomur. Á Laugalandi er einnig sundlaug og gufubað. Að sögn Þórðar er staðurinn til- valinn áningarstaður fyrir þá sem eru á leið inn á hálendið og ætla t.d. í Landmannalaugar, Veiðivötn eða norður um Sprengisand. ■ Aðalheiður Högruidóttir, Hellu. Dornier-vélarnar hafa reynst vel Morgunblaðið/Ingvar skrautlega Dornier-vél Islandsflugs flýgur allt að 10 sinnum á dag til Vestmannaeyja DORNIER-vélar íslandsflugs hafa reynst iry'ög vel að sögn Gunnars Þorvaldssonar framkvæmda- sljóra. Félagið á tvær Dornier-vél- ar og kom nýrri vélin til landsins fyrir nokkrum vikum. Litríkir fuglar og brosandi ský setja svip á nýju Dornier-vélina og gera hana líklega að skrautlegustu farþegavél landsins. íslandsflug flýg- ur í áætlun til sjö staða á landinu, en auk þess er stór hluti rekstursins leiguflug og vöru-og póstflug. Að sögn Gunnars njóta Vestmannaeyjar og Grænland mestra vinsælda hjá erlendum ferðamönnum og kvað hann íslandsflug stundum fljúga 10 sinnum á dag til Eyja í leiguflugi. Eins og að mjólka gelda kú íslandsflug kom út með hagnaði á síðasta ári. „Það er fyrst og fremst vegna viðskipta með flugvélar, því flugfélög hér búa ekki við hentugar n;n aðstæður. Það er grátbroslegt að á sama tíma og yfirvöld segjast vilja styðja við bakið á öðrum atvinnu- greinum en fiskveiðum, meðal ann- ars ferðaþjónustu, skuli álögumar vera jafn miklar og raun ber vitni. Þegar 10 milljónir vantaði til rekst- urs á Veðurstofunni, var ákveðið að innheimta þær af innanlandsflugi. Þetta finnst mér eins og verið væri að mjólka gelda kú.“ ■ Afríkulðnd í tísku hjá kvikmyndatðkumðnnum AFRÍKA er mjög í tísku hjá bandarískum kvikmyndagerð- armönnum um þessar mundir og í ATrican Business er haft eftir kvikmyndaleikstjórum að þeir vilji síður búa Afríku til í kvikmyndaveri eins og einatt og oftast hafi verið gert. Nú krefjist áhorfendur þess að myndir séu tekn- ar á þeim stöðum sem þær eiga að gerast og þar að auki hafi þeir tökumenn sem þegar hafi komið til ýmissa Afríku- landa hrifist mjög og leggi hart að þeim sem fjármagna myndirnar að þær séu teknar í Afríku. Meðal nýlegra mynda má nefna L’Enfant Lion sem Patrick Grandperret stjórnaði og var tek- inn á Fílabeinsströnd- inni, Nígér, Marokkó og Zimbabwe. Malíski söngvarinn Salif Keita fór með hlut- verk í þeirri mynd. Þá má nefna Lost in Africa gem var tekin í Úganda og Bruce Beresford sem þekkt- astur er fyrir myndiná Driving Miss Daisy áformar að taka nýja mynd sína A Good Man in Africa með Sean Connery í einu aðalhlutverkanna í Vestur-Afríku þó ekki hafi það verið ákveðið hvar. Á kvikmyndahátíð- inni í Búrkina nýlega sem sagt var frá í Ferðablaði voru óvenju margir gestir frá Evrópu og Bandaríkjun- um og sýndu margir áhuga á að gera myndir sínar í Afríkulöndum. Það vekur athygli að ný Afríkulönd þar sem utanálfumenn hafa ekki sótt til eru að koma til sögunnar, svo sem í Vestur- og Mið-Afríku; Fram að þessu hafa Marokkó, Zimbabwe og Kenýa verið þau lönd sem einna helst hefur verið sótt til með slíkt. ■ FERÐAUPPLÝSINGARfp Gistihúsið Langaholt, Snæfellsnesi Við erum miðsvæðis á Nesinu á fallegum stað fyrir framan Jðkulinn. Jafnt langt í ferðir kringum Jökul og í Eyjaferðir. Stórt útivistarsvæði við sjóinn, gisting og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Laxveiðileyfi, silungsveiðileyfi. Tjaldsvæði. Visa/Euro. Verið velkomin. Upplýsingár í síma 93-56789 og 56719. Handan vlð Pollinn Akureyri Sumarhús til leigu á tveimur hæðum. Hentugt fyrir 1-2 fjölskyldur. Æskileg vikuleiga. Veiói í sjó. Uppl.: Tjaldstæðið Húsabrekka, sfmi 96-24921, Haraldur. -gisting Og góður matur Akureyri - ódýr gistlng Leigjum út íbúðir í göngufæri frá mið- bænum. Stofa með sjónvarpi og súna, fullbúið eldhús, bað með sturtu, svefn- pláss fyrir 4 með rúmfatnaði. STUDÍÓ-ÍBÚÐIR, Strandgötu 13, sfmi 96-12035. Sigling Ævintýrasiglingar Náttúru- og fuglaskoðun, skelveiði og smökkun. Lifandi leiðsögn. Gestir Hótels Eyjaferða og Egilshúss fá afslátt í siglingar. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sími 93-81450. Hefur þú prófað hnébretti? Eða þá kvöldsiglingu um sundin? Sími 624242. BALDUR FERJA YFIR BREIÐAFJÖRÐINM Sigling með Baldri yfir Breiðafjörðinn er ekki bara hagkvæm stytting á íangri leið, heldur ógleymanleg ferð með fagra fjallasýn og viðkomu perlu Vesturlands, Flatey. Buldur Stvkkisluilnii, H 9.i-,S7/’«. rtL\ 93-MÍM - Hrjimsla'k. 314-21121) Eruð þið að fara f veiðlferð? Litlir, léttir og meðfærilegir bátar. Mótor og vesti fylgir. Simi 624242. Velðlhúsfð auglýslr: Troðfull búð af vörum. Einnig höfum við maðka, hrogn og sandsíli. Veiðihúsið, Nóatúni 17, símar 814085 og 622702. ^ Hestar HESIAR Láttu drauminn rætast íshestar bjóða upp á ævintýralegar ferð- ir um byggðir og hálendi landsins. Brott- farir í hverri viku. Kjölur, Landmanna- laugar, Snæfellsnes, Egilsstaðir, Arnar- vatnsheiði, Mývatn, Leirubakki, Land- sveit og uppsveitir Ámessýslu. Einnig bjóðum við upp á styttri ferðir alla daga frá hinum ýmsu stöðvum okkar fyrir einstaklinga og hópa. Einstök leið til að upplifa ævintýraheim fjallanna. Upplýsingar í sima 653044, fax 652113. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund." Viðlegu- búnaður Samkomutjöld 20-200 fm til leigu. Kjörin fyrir ættarmót, fyrirtækja- skemmtanir og aðra mannfagnaði. Skátafélagið Hraunbúar, sími 650900. SAMA VERÐ TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA FLUGLEIÐA I BANDARlKJUNUM BARNAFARGJÖLD (2ja - 11 ÁRA) FORT LAUDERDALE+ ^ NEW YORK - ORLANDO- BALTIMORE/WVSHINGTON FnRTLUmxiMIJi-OKIAMMl I NEW YOKK-BAI.TIMORE 46 700 23350 35025 VERÐ FYRIR BÖRN YNGRI 2JA ÁRA 4.670KR* Sunitirfargjald til Btuidaríkjanna liefur aldrci verið jafn hagstælt. Við bjóðum vesturfÖrum að auki framhaldsflugmiða áfram um Bandaríkin með USAir frá Neii) York eÖa Baltimore á mjög hagstasðu verði. USAir-flugkortið gildir frá milli tveggja og allt að tíu áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada. Verð á USAir-flugkorti fer eftir fjölda áfangastaða og eftir því hvar þeir eru í Bandaríkjunum. Allar nánari upplýsingar um hagstætt verð á //7-v/V bflaleigubflum og úrvalsgistingu færöu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins um land allt, á ferðaskrifstofunum eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18) + Flup hcfst 10. sqxcmtcr 1993. * Flugvallarskattnr, 2.780 kr. f. fúllorðna ug 2.125 kr. f. biim uppoð 11 ára oldri, eru ckki inniúldir. Vcið giklir á tfmabilinu 1. júnf til 15. septenihcr. Síðusta hcimllu^ 15. októbcr 1993. LSgmarkscKtd cr 14 dagar, I lámarksdvöl er 1 mánixYtr, Porscðil skal lióka og grviða minnst vtku fyrir bntttfitr. ** m.v.gengi 1.7.1993. DBD CEjOatlas^ FLUGLEIÐIR Trautlur íslruskur jerðaft'Lsgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.