Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Stækkað svæði j—j Galtarviti J Keflavík Súgandafjöröur ÍSAFJARÐARDJÚP S Ófæra Ganga að Galtarvita „Og enginn lýsir þögninni, sem umlykur Galtarvita, eitt afskekkt- asta byggða ból landsins. Hér er sú þögn, sem aldrei verður í fjöl- menni; það er í hennl hreyfing, ljúf og góð, sem helst má lílqa við bylgjuhreyfingu túngresisins á lognkyrrum sumardegi." Óskar Aðal- steinn rithöfundur í bók sinni „Ur dagbók vitavarðar" en hann var vitavörður á Galtarvita í 25 ár. Vestfirðir búa yfir stórbrotinni náttúrufegurð og endalausum mögu- leikum til útivistar. Ekki þarf að fara langt frá byggðu bóli til að komast í kyrrð fjallanna eða litla vlk til að hlusta á nið úthafsins. Víðsýnt er af rennislettum flöllunum eins og megi ganga á enda veraldar eftir þessum breiðgötum í 600 m hæð. Valið var auðvelt þegar við þremenn- ingamir ákváðum ferð á heimsenda og til baka samdægurs, við gengum að Galtarvita. Skálavík bakka við sjóinn. Var það sýnd veiði en ekki gefin og gengum við enn í 45 mín. Er við komum til Keflavíkur sáum við að víkin er líkt og lítið dalverpi umkringt skeifulaga fjall- garði með ólgandi úthaf. í Kefiavík var áður búið á einu býli enda bar víkin ekki meira. Eftir að viti var byggður þár 1920 hefur ábúandi verið vitavörðurinn. Er við nálguð- umst sáum við að núverandi vitaverð- ir halda bæði hænsn og sauðfé og var heimalningur á bæjarhellunni. Töfrabrauðvélin Við hófum för í Skálavík sem er ein friðsælia víka þar sem fjöldi manns bjó fram eftir öldinni en er nú útivistarsvæði Bolvíkinga og einu húsin eru sumarbústaðir. Við gengum Skálavíkurfjörur sem fyrst er svört sandfjara en verður grýttari er utar dregur. Er hlíðin mjög gróin enda var þarna fyrrum sumarbeitiland. Eftir klst. göngu frá Meiribakka komum við að svonefndri Ófæru eða Tökum, klettarani sem nær fram í sjó og leist okkur ekki á að príla á snösunum og fylgdum því ráði góðra manna að fara hærra í hlíðina, upp á næstu klettasyllu, og komast þannig leiðar okkar. Nokkuð var bratt niður gijótskriðu til að heQa aftur fjörugöngu yfír kletta og klungur en brátt glitti í appelsínugul- an vitann og lítið hvítt hús á háum FERÐIR UM HELGINA Útlvist LAUGARD. 17.júlí er dags- ferð á Heklu og er áætlaður göngutími um 8 klst. Hekla er 1491 m y.sj. Dagsferðir sunnud. 18. júlí eru í Bása við Þórsmörk og stansað þar í 3 klst. Einnig er gengin gömul þjóðleið úr Hvalfirði yfir I Skorradal, Síldar- mannagötur. Göngutími 5 klst. Þá eru helgarferðir 16.-18. júlí: Laxárgljúfur-Hruna- krókur. Ekið að Kaldbak í Hrunamannahreppi og tjaldað. Daginn eftir gengið niður í Hrunakrók. Einnig er tveggja daga ferð í Bása við Þórsmörk og verða margar gönguferðir um Þórsmörkina og ef menn vilja ferð yfir Fimmvörðuháls á laugard. Reikna má með að slík ganga taki um 8-10 klst. Göngumóðir ferðalangar þágu ijúkandi kaffí og nýbakaða brauð- snúða í eldhúsi vitavarðanna, Koi- brúnar Sigurðardóttur og Guðmund- ar Sigurðarsonar úr Hafnarfírði. Handtök voru snör við brauðbakstur- inn en við fengum skýringuna í töfra- brauðvél sem þau fluttu með sér og hefur þjónað þeim dyggilega á því ári sem þau hafa vakað yfír veðri og vindum í Keflavík vestra. Margt var skeggrætt, m.a. um harðan vetur þarna og breytta tíma með tilkomu vélsleða. Þau hjónin sögðu að yfir 100 vélsleðamenn hafí sótt Galtar- vita heim frá páskum sem er miklu fleiri en kemur að sumarlagi. Það eru því breyttir tímar frá því að Vil- mundur Jónsson landlæknir skrifaði: „Engar leiðir liggja um Keflavík, og gestir koma þar því aldrei, nema þeir eigi þangað beint erindi, sem sjaldan mun henda." Stríðsflóttamaður Kaffíspjall og brauðát kom í veg fyrir nánari skoðun á álagablettunum þremur eða að rifja upp söguna af Þjóðveijanum sem leyndist í vitanum í byijun heimsstyijaldarinnar síðari og varð til að vitavörður var tekinn til fanga ásamt fleirum á ísafirði og fluttur til Bretlands. Við kvöddum og gengum upp frá bænum, sam- mála vitavörðunum um að tími væri kominn til fyrir hlutaðeigandi að mála íbúðarhúsið. Sunddalur, Norðdalur og Bakkaskarð Upp frá húsinu er gengið með vatnsmikilli ánni og upp í Sunddal sem er eins og hringleikahús í yfír- stærð og minnir einna helst á Ás- byrgi. Þar synda álftir á tjöm og hefðum við viljað dveljast þar lengur en ekki mátti tefja því líða var tekið á kvöldið. Því komum við okkur yfír ána í heljarstökki, sveigðum til norð- urs upp Norðdal og gengum í mið- nætursólinni á hjami upp að vörð- unni miklu í Bakkaskarði. Gangan niður snarbratta skriðuna og í Bakkadal í Skálavík var seinleg því ekki treysti maður eggjagijótinu um of. En allt gekk vel og við kom- um niður að Meiribakka eftir 3ja tíma göngu frá vitanum, en ferðin öll tók okkur 9 tíma enda náttúruskoðun og kaffispjall innifalið. Segja má að til að hafa af þessu ferðalagi gaman þurfi göngumaður að vera fótviss og helst ekki lofthræddur. ■ Halldóra Jónsdóttir er leiðsögu- maður og vinnur að skráningu gönguleiða fyrir Ferðamálasamtök Vestfjarða. Innrás Japana í Vestur-Evrópu Hrööum akstri fylgir ör yggisleysi, orkusóun og streita. UMFERÐARRÁÐ ÁRIÐ 2000 gætu bílaverksmiðjur í eigu Japana framleitt tvær millj- ónir ökutækja á ári í Vestur-Evr- ópu. Embættismenn Evrópu- bandalagsins hafa í ljósi bágbor- ins ástands evrópska bílaiðnaðar- ins farið fram á viðræður við jap- önsk stjórnvöld til að semja um meiri niðurskurð á kvóta Japana á evrópskum bílamarkaði, og evr- ópskir bílaframleiðendur vilja telja með bíla sem Japanir fram- leiða í eigin verksmiðjum í Evr- ópu. Mestöll bílaframleiðsla Japana í Evrópu er í Bretlandi. Nissan braut ísinn og opnaði verksmiðju í Sunder- land 1986, en krafa Margaret Thate- hers, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, um að Frakkar tækju til baka ákvörðun um sniðganga inn- flutta Nissan Bluebird bíla sem framleiddir voru í Englandi, hvatti bæði Honda og Toyota að fylgja í fótspor Nissan og setja upp verk- smiðjur í Bretlandi. Oplnn markaður 2000 Evrópskir bílaframleiðendur kröfðust aðlögunartíma vegna auk- innar samkeppni frá Japan og 1991 ákvað Evrópubandalagið að opna markaðinn í nokkrum þrepum og eiga síðustu innflutningshindranim- ar að vera horfnar árið 2000. Hug- myndin var sú að auka hlutdeild japanskra bíla á evrópskum markaði úr 11% í um 16% 1999. Flestir sér- fræðingar em þó á einu máli um að á fijálsum markaði muni hlutdeild japanskra bíla á evrópskum markaði fljótlega verða um 20%. Ótrúverðug spá Þessi samningur felur einnig í sér að Japanir verða á vissan hátt að halda að sér höndum þegar þeir sækja inn á evrópskan markað. Á þessum forsendum samþykktu Jap- anir á síðasta ári að minnka útflutn- ing sinn til Evrópubandalagsríkj- anna árið 1992 um 6%. í mars sl. var gerður samningur um að Japan- ir skæru enn niður í útflutníngi til aðildarríkjanna á þessu ári, eða um 9,4%, en sá niðurskurður var byggð- ur á spá um 6,5% samdrátt í bíla- sölu á þessu ári í aðildarríkjunum. Sú spá þykir hins vegar ótrúverðug og spá sérfræðingar að salan drag- ist saman um allt að 15% á árinu, eða u.þ.b. tvær milijónir bíla, sem væri hið sama og ef Peugeot-verk- smiðjumar framleiddu alls enga bíla á árinu. Samdráttur Ekki einvörðungu evrópskir bíla- framleiðendur heldur einnig ríkis- stjómir, einkum Frakklands, Ítalíu og Spánar, óttast mjög slíkan sam- drátt í bílasölu og hafa þrýst á Evr- ópubandalagið að semja á ný við Japani um samdrátt í innflutningi. Mars-samkomulagið hefði þýtt jap- anskur innflutningur hefði farið úr J.,18 milljónum bíla í 1,08 milljónir bíla. ACEA, samtök evrópskra bíla- framleiðenda, vilja ganga enn lengra og heimila aðeins eina milljón bíla, og þeir vilja að japanskir bflar fram- leiddir í Evrópu, sem eru um 500 þúsund á ári, verði teknir með í reikninginn. Forkólfar japansks bíla- iðnaðar segja hins vegar að samn- ingurinn við EB frá 1991 nái ekki yfir japanskar verksmiðjur í Evrópu. Svar Evrópubandalagsins hefur þótt fremur loðið, en þar á bæ segjast menn túlka samninginn á þann hátt að fjölgi mjög japönskum verksmiðj- Orkuhvntinn - spnrnr og dregur úr mengun NÝLEGA kom á markað hér á landi tæki sem sparar bensín og minnk- ar eiturgufur í útblæstri véla. Tækið, sem á ensku heitir Gasbooster og hefur verið nefnt orkuhvati á íslensku, er framleitt af bandaríska fyrirtækinu Saveco og hefur hlotið bestu meðmæli McDonnell Douglas flugvélaframleiðandans og Samtaka bifreiðaeigenda í Suður-Afríku. Rannsóknir þessara aðila sýna fram á að bensínnotkun minnki um 13-16% með þessu nýja tæki. Tækið verður til sölu á nokkrum útsölu- stöðum olíufélaganna. Um er að ræða sérhannaðan seg- ulmagnaðan hring sem komið er fyr- ir'á bensínleiðslu bílsins sem næst blöndungi. Tækið virkar þannig að bensínstreymið sem fer í gegnum hringinn, sem umlykur bensínleiðsl- una, dreifir sér betur og verður rok- gjamara eða loftkenndara í blönd- ungnum. Sé um tvær leiðslur að blöndungi eða beina innspýtingu að ræða þarf að setja orkuhvatann á báðar leiðslurnar. Áhrifín verða þau að brennsla bensínsins í sprengihólf- inu verður mun fyllri og rækilegri og gefur því meiri orku jafnframt því að skilja minna eftir af óbrunnum bensínögnum. Þetta er því umhverf- isvænt tæki, enda hlutverk þess að spara bíleigendum peninga jafnframt því að minnka mengun. 13-25 % sparnaður Umboðsaðilar Saveco hér á landi fullyrða að notkun orkuhvatans hafi í för með sér 13-25% spamað í bens- ínnotkun, útblástur kolsýrungs minnki um 33-67%, útblástur kol- vetnis minnki um allt að 29% og að afl vélarinnar og ending hennar auk- ist og viðhald minnki. McDonnelI Douglas verksmiðjurn- ar hafa prófað orkuhvatann frá því í mars 1991. Niðurstöðurnar eru þær að orkusparnaðurinn varð 13% að meðaltali og stórlega hafí dregið úr mengun í útblæstri bíla fyrirtækis- ins. Tilraunirnar voru gerðar jafnt á bandarískum bíltegundum sem er- lendum. í prófun Samtaka bifreiða- eigenda í Suður-Afríku sem stóð yfír frá því í október 1991 til febrúar 1992 kemur fram að bensínnotkun hafi dregist saman um 16% vegna notkunar tækisins. Tækið kemur ekki að fullum not- um fyrr en það hefur náð að hreinsa óbmnnar bensínagnir úr vélinni. Reikna má með að það sé eftir u.þ.b. 2.500 km akstur. Tækið virkar á allar gerðir bensínvéla, bæði blýbens- ín og blýslaust bensín og tekur um 1-2 mínútur að koma því fyrir á bensínleiðslunni. Það kostar innan Orkuhvatinn er lítið og handhægt tæki sem fullyrt er að dragi úr við fimm þúsund krónur. bensínnotkun um 13-25%. ■ 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.