Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Ljósmynd/Siguijón Lúxuslíf á gððu verði HÚN var smíðuð fyrir Svía í Þýskalandi fyrir um 20 árum, ausin kampavíni og gefið nafnið Gustav Vasa. Skip með svo göfugt og sögufrægt nafn er engin hallærisfieyta og um borð eru veitingasalir, snyrtileg tería, barir, verslanir, sóldekk o.fl. Vinsældir ferjuflutninga hafa farið vaxandi og þrátt fyrir að Gustav Vasa væri 8.100 lestir að Kínverjar að ná sér á strik aftur FERÐAMANNASTRAUM- UR til Kina minnkaði all- verulega í kjölfar stúdentaó- eirðanna á Torgi hins him- neska friðar árið 1989. Nú ‘virðast þeir vera að ná sér aftur á strik og ferðamönn- um fjölgar hægt og bítandi. Milli áranna 1991 og 1992 fjölg- aði ferðamönnum um 14% á síð- asta ári. Langflestir koma frá Hong Kong, Macau og Tævan, eða 86%. Á sama tíma fer þeim Kínverjum íjölgandi sem ferðast út fyrir Kína og alls fóru tæplega 3 milljón Kín- veijar til útlanda í fyrra. í frétt tímaritsins Asiaweek er greint frá því að áströlsk ferðayfirvöld geri sér vonir um að fá aukinn ferða- mannastraum frá Kína á næstu árum og að uppi séu hugmyndir um samstarf jnilli ferðayfirvalda í Ástralíu annars vegar og Kína hins vegar. stærð var skipið innan fárra ára orðið of lítið til að anna þeim flutn- ingum sem því var ætlað. Það var sett á sölulista og fyrir 8 árum keypti Smyril line í Færeyjum skip- ið og gaf því nafnið, Norröna. Á hveiju sumri síðan hefur Nor- ræna haldið uppi vikulegum ferð- um og opnar leiðir fyrir okkur eyjabúa til að aka á eigin bíl hvert á land sem er. Sumir spyija hvers vegna maður skyldi eyða tíma og erfiði í að aka alla leið til SeyðisQarðar og vera um borð í skipi í tvo sólarhringa áður en komið er til Danmerkur, þegar unnt er að komast til Lúxem- borgar með flugvél og upp í bfla- leigubfl þar á örfáum klukkustund- um? Kostimir eru ýmsir. Það er ekki tímasóun að ferðast um ís- land. Sá sem fer utan með Nor- rænu með bílinn sinn getur ferðast hringleið um ísland í leiðinni. Þegar sólin skín er hægt að liggja í letistól úti á sóldekki og verða brúnn. Þegar sólin skín ekki er hægt að fara í bíó, skoða versl- anir milli þess sem maður nýtur máltíða í veitingasal. Ódýrasti pakki sem 4ra manna fjölskyldu býðst kostar 75.200 kr. og er þá gert ráð fyrir að bíll sé með. Þegar reiknað er út hvað flugfar til Danmerkur, á lægsta verði, og 4 gistinætur í útlöndum kosta ijölskylduna, kemur í ljós að ferðin er ódýr og þá á enn eftir að borga fyrir bflaleigubflinn. ■ Sigutjón Valdimarsson Fjölgun teiðamanna í Nnregi í FLUGBLAÐI SAS fiugfélags- ins „Scanorama“ segir að útlit sé fyrir að fieiri erlendir ferða- menn komi til Noregs í ár en nokkru sinni. Hver ferðamaður í Noregi skilur eftir þar ígildi um 97 þús. kr. Það er skv. út- reikningum Ferðablaðs þó all- miklu lægri upphæð en ferða- maður til íslands færir inn í efnahagslífið. Norska ferðamálaráðið segir þessa þróun hafa verið síðustu ár og fjöldi ferðamanna hefur aukist um 9-11% milli ára frá því 1991. Þetta er trúlega mest aukning allra Evrópulanda. Nú hafa um 90 þús- und manns atvinnu af þjónustu við ‘ferðamenn. Árið 1992 voru tekjur af ferðamönnum í Noregi um 30 milljarðar króna sem er næstum því jafnmikið og þeir fá fyrir jarð- gas og tekjur af sjávarafurðum urðu aðeins þriðjungur af þeirri upphæð sem Norðmenn höfðu af ferðamönnum. - Flestir ferðamenn eru frá Þýskalandi og hinum Norðurlönd- unum en Bandaríkjamenn sækja þangað í vaxandi mæli. Norska ferðamálaráðið segir að ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun ferða- manna sé að Noregi hafi tekist að koma þeirri ímynd sinni inn í huga ferðamanna að þar sé gott vatn að fá, náttúran óspillt, landslag fagurt og loftmengun engin. ■ wmmm J V FÖSTUDEGI íslandsferðir eru allt að tvöfalt dýrari en tll samkeppnislanda í FRAMHALDI af skrifum mín- um um samkeppnisstöðu ís- lenskrar ferðaþjónustu með til- liti til verðlags ætla ég að reyna að sýna raunveruleg dæmi um verð á okkar vöru í samanburði við svipaða vöru á nokkrum okk- ar markaðssvæðum. Það er nokkrum erfiðleikum háð að bera íslandsferð saman við ferð til annars lands. Einhveijir munu segja að það sé ekki hægt. Víst er Islandsferð sérstök, en eins og öll vara á varan í sam- keppni. Það má enginn trúa því að okk- ar vara sé svo sérstæð að hún þoli að vera miklu dýrari en hliðstæð vara. Það kemur að „sársauka- mörkum“ neytandans. Setjum okk- ur í spor ferðakaupanda í Evrópu, sem er að íhuga íslandsferð. Hann leitar á ferðaskrifstofu og fær bækling. Upplýsingar um íslands- ferðir eru mjög oft í bæklingum með upplýsingum um aðrar ferðir til fleiri landa á norðlægum slóðum. Ferðalangur fær því oftast upplýs- ingar um ferðir til fleiri landa en íslands þegar verð er kannað. Þetta er eins og þegar við fáum bæklinga um sólarlandaferð og veljum okkur stað. Þó að við höfum sem næst ákveðið áfangastað getur óhag- stæður verðsamanburður breytt áformunum. Á ferðamarkaði eins og öðrum skipta verð og gæði vöru neytanda höfuðmáli. En lítum á hvað er í boði í nokkrum löndum. Eingöngu er litið á skipulagðar ferðir til íslands og ekki teknir ein- staka þættir þjónustu, en alkunna er að sumir þættir í ísl. ferðaþjón- ustu hafa sérstöðu eins og kom fram í ferðablaðinu sl. föstudag um verð á bflaleigubílum. íslandsferð 18-118% dýrarl en Noregs eða Flnnlandsferð í þýskum bæklingi einnar ferða- skrifstofu er í boði ferð til íslands, 15 dagar, áætlunarflug, rútuferð um ísland, hótelgisting, hálft fæði og leiðsögn. Þar er einnig á ferð til N-Noregs. 15 dagar, flug í áætl- unarflugi til Tromsö, rútuferð um N-Noreg, hótelgisting, hálft fæði og leiðsögn. íslandsferð kostar kr. 230.000, en Noregsferðin kr. 195.000. Verðmunur er 18%. Ekki verður séð að mikill munur sé á keyptri þjónustu í þessum ferðum. Lítum á bækling ítalskrar ferða- skrifstofu. Þar er boðin 11 daga ferð til íslands og 10 daga ferð til Finnlands. í báðum er flogið með áætlunarflugi. Rútuferð með hótel- gistingu, fullu fæði og leiðsögn. í Finnlandsferð er tekið fram að gist sé á 1. flokks hótelum alla ferðina. Flugtími í ferðinni til íslands er alls um 8 klst. en 7,5 klst. í Finn- landsferð. íslandsferð kostar 247.000 kr., en Finnlandsferðin 156.000 kr. Verðmunur er 58%. Sama ferðaskrifstofa býður og 9 daga íslandsferð hliðstæða þeirra sem hér var lýst. Verð 220.000 kr. Verðmunur á 9 daga ferð til ís- lands og 10 daga til Finnlands er 41%. Skoðum svissneskan bækling. Þar er m.a. eftirfarandi íslands- ferð: Flug í leiguflugi um 7,5 klst. 2 nætur á hóteli í Reykjavík, rútu- ferð um Suðurland, gisting 5 nætur á gistihei.milum, hálft fæði og leið- sögn. Þar er einnig ferð til Finn- lands: Flug með áætlunarflugi um 6 klst., rútuferð um S-Finnland, 6 nátta gisting, öll herbergi með baði, hálfu fæði og leiðsögn. Islandsferð: 129.000 kr., en Finnlandsferðin 82.500 kr. Verðmunur er 56%. Þama er flug verðlagt sérstaklega og má bera saman verð þessara ferða án flugs til og frá áfanga- stað. Þá kostar íslandsferð 94 þús. kr. en Finnlandsferð 43.500 kr. Verðmunurinn 116%. Að því frá- töldu að í íslandsferðinni er um að ræða einni gistinótt meira virðist hliðstæð þjónusta boðin. Skv. því má álykta að slík íslandsferð sé allt að tvöfalt dýrari en ferð með hliðstæðri þjónustu til Finnlands. Þessar upplýsingar hljótá að vera alvarlegt umhugsunarefni. Ekki verða tekin fleiri dæmi nú, en af nógu er að taka. Fróðlegt væri að bæta ferðum til Svíþjóðar og ír- lands í þennan samanburð sem skv. könnunum eru meðal sam- keppnislanda. Þar stöndum við illa að vígi f verðsamanburði. Undir- strikað er að ekki er reynt að verð- leggja J)að aðdráttarafl sem ísland er, né Island sjálft sem áfangastað. Hér hefur eingöngu verið borið saman verð á þjónustu, sem seld er til ferðamanna, sem hyggja á ferð á norðlægar slóðir. Og hér hefur aðeins verið litið á einn sam- keppnisþátt, verð þjónustu. Ekki er hægt að skilja við málið án þess að minnast á gæði. Eru gæði í samræmi við verðið? Eru gæði ísl. ferðaþjónustu samkeppnisfær við gæði samkeppnislanda? Umfjöllun um það bíður að sinni. Við þessa skoðun á verði var ég enn minntur á hve gífurlegt þrekvirki hefur ver- ið unnið af starfsfólki íslenskrar ferðaþjónustu að takast að halda ’í horfinu við sölu á þessari dýru vöru í samkeppni við miklu ódýrari vöru samkeppnislandanna. Við þessar samkeppnislegu að- stæður standa fsl. ferðaþjónustu- menn frammi fyrir því á næstunni að verðleggja Islandsferðir næsta árs. Sú vinna verður ekki auðveld. Meta þarf áhrif gengisfellinga. Tekjur hækka, en skuldir flestra einnig. Þá hækka innlend aðföng vegna gengisfellinganna, s.s. inn- lend flugfargjöld, rútukostnaður o.fl Þá hækkar kostnaður vegna markaðssetningar erlendis og þættir, sem greiddir eru beint í erlendri mynt. Þegar tekist hefur að meta áhrif gengisfellinganna þá er næst að meta áhrif 14% virðis- aukaskatts á alla gistingu, flug- ferðir og rútuferðir innanlands frá næstu áramótum og tengdar að- gerðir. Svíar stórlœkka vsk. á ferðaþjónustu Þegar þessir reikningar eru að baki, eða ætti ég að segja áður, verður að skoða samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar. Til viðbótar því skal nefnt að l.júlí lækkuðu Svíar virðisaukaskatt á hótelgist- ingu og fólksflutninga úr 21% í 12%. Isl. ferðaþjónustumenn eru þessu sammála og dæmin hér stað- festa nauðsyn þess. Fylgjum við ekki lögmálum markaðarins um verð' og gæði náum við ekki árangri. Þrátt fyrir allar þessar stað- reyndir er ákveðið að leggja virð- isaukaskatt á ferðaþjónustu til við- bótar við alla sérskatta, s. s. flug- vallargjald, vegaskatt, innritunar- gjald, vopnaleitargjald o.fi. og nýj- asta sérskattinn, veðurstofugjald! Stjómvöld og ferðaþjónustuað- ilar verða í sameiningu að finna leiðir til lækkunar á verði íslenskr- ar ferðaþjónustu. Samkeppnihæfni í verði og gæðum mun skapa ríkis- sjóði og okkur öllum auknar tekjur. Þó ísland sé sérstakt ferða- mannaland og engu líkt eram við ekki með svo einstaka vöru að hún sé óháð allri samkeppni og verð og gæði skipti eng. Öðra nær. Sérstök vara verður að vera samkeppnisfær við aðra sérstaka vöra á markaðn- um í verði og gæðum. ■ Magnús Oddsson Höfundur er markaðsstjóri Ferðamálaráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.