Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 1 CO [22231 RENAULT SAFRANE - glæsivagn með mikinn búnað Skemmtilegur stíll er yfir mælaborðinu. Renault Safrane, arftaki Re- nault 25, er meðalstór og vandaður bíll með miklum búnaði, framdrifinn, fimm manna, sjálfskiptur og með 140 hestafla vél og hefur Bí- laumboðið hf. nú fengið fyrstu bílana til landsins. Með Safr- ane eru Renault verksmiðj- urnar enn að hasla sér völl með nýrri gerð en þar hefur verið skammt stórra högga á milli síðustu árin allt frá Clio og Renault 19 og síðan smá- bílnum Twingo sem kynntur var í París á liðnu hausti. Sá bíll er reyndar væntanlegur hingað með haustskipum en viðtökurnar hafa verið slíkar á heimamarkaði að útflutn- ingur hefur setið á hakanum. En Safrane er til umfjöllunar í dag og er hér vissulega um áhugaverðan bíl að ræða. Verðið er kringum 2,6 millj. Safrane er straumlínulag- aður hvar sem á hann er litið og í hönnun hefur ver- ið lögð öll áhersla á mjúkar og ávalar línur fyrir bíl sem kljúfa á loftið fyrirhafnar- laust. Stuðarar eru það fyr- irferðamesta í útlitinu en annars er bíllinn vel heppn- aður og laglegur og öll hlut- föll góð. Hann situr mjög láréttur og eru fram- og sérstaklega afturrúða mjög hallandi og hliðarrúður ágætlega stórar, luktir fremur fínlegar og undir framstuðara er svunta með innfelldum þok- uluktum en þrátt fyrir hana er ekki mikil hætta á að reka bílinn í kantsteina, t.d. þegar lagt er í bílastæði. Skemmtilegur að innan Hönnun að innan er ekki síður skemmtileg. Sérstaklega er mælaborðslínan vel heppnuð, flöt hilla yfir nokkuð köntuðu bretti fyrir mælana og er það skemmti- leg andstaða við annars ávala hönnunarlínu bílsins. Framan á þessari hillu eru rofar fyrir mið- stöðvarstillingar sem er þeim kostum búin að vera tvískipt þannig að halda má nokkuð mis- jöfnum hita í hvorum bílhelmingi um sig. Nokkuð breiður stokkur er milli framsæta og efst á hon- um situr. útvarpið, síðan ösku- bakki, gírstöng og handhemill og aftan við hann er allstórt hólf með loki. Handföng til að grípa í og loka hurðum að innan- eru nokkuð verkleg og með óvenjulegu lagi og á bílstjóra- hurð eru rofar fyrir rafmagns- rúðpr (aðeins við framsætin) og rafstilling fyrir hliðarspeglana. Á örmum við stýrið eru hefð-' bundnar staðsetningar á rofum fyrir þurrkur og stefnuljós sitt hvoru megin stýris og hægra megin er þriðji armurinn með rofum fyrir útvarpsstillingar. Þar er með öðrum orðum hægt að hækka og lækka og skipta um rásir sem er hentugt og því hvorki þörf á að taka höndina af, stýrinu né athyglina frá um- ferðinni þótt útvarpinu sé stjórn- Renault Safrane er rennilegur vagn og glæsilegur hvar sem á hann er litið. Morgunbiaðið/jt Farangursrými tekur 480 Htra og er aðgangur að því góður. Varahjólið er neðst í farangursrým- mu. Mýkt Rými Utsýni afturrúðii um Góðar stillingar eru á framsætum og bíllinn rúmgóður frammí sem afturí. að. í stýrinu eru rofar fyrir hraðastillinguna eða skriðstillinn en einnig það eru skemmtileg þægindi. Á enda armsins með þurrkurofunum er lítill hnappur sem stýrir upplýsingatölvunni en hún gefur til kynna eyðslu þá og þá stundina, meðaleyðslu, ekna vegalengd í hverri ferð og hversu langt má aka á því bens- íni sem eftir er í tankinum. Slík- ar upplýsingar eru vitanlega að mestu hrein þægindi en vissulega gagnlegar og það eru kannski einmitt þessi mörgu litlu atriði sem gera bíla eins og þennan frábrugðinn þessum venjulegu bílum - en þeir verða líka dýrari fyrir vikið. Mjúk sjálfskipting Gírstöng er vel staðsett og auðvelt að eiga við 4ra þrepa og sérlega mjúka tölvustýrða sjálf- skiptinguna sem býður upp á sport- og sparnaðarstillingu og má í heild segja að rofar og mælar séu vel staðsettir og að öll viðkynning við bílinn sé vand- ræðalaus og áhugaverð. Það sem helst má finna að er útsýni um afturrúðu. Hún er eins og áður sagði mjög hallandi og höfuðpúð- arnir við aftursætin skyggja einnig nokkuð á. Hér þarf því ökumaður að styðjast vel við hlið- arspeglana og mættu þeir reynd- ar gefa víðari útsýnishring. Safrane er á alla kanta stærri en fyrirrennarinn Renault 25 sem reyndar er ekki mikið þekktur hérlendis. Heildarlengdin er 4,73 m og hæðin 1,44 sem er 21 og 28 mm meira en í 25 gerðinni og innanmálin eru einnig 2-3 cm lengri, þ.e. bæði hæð og rými til fóta. Er óhætt að segja að Safr- ane er með rúmbestu bílum og gildir einu þótt framsætin séu nokkuð aftarlega, ekki verður heldur með því þrengt að aft- ursætisfarþegum og má fullyrða að þeir geti setið þar Iengi dags á ferðalögum um landið. RENAULT SAFRANi í HNOTSKURN Vél: 2,2 I, fjórir strokkar, 140 hestöfl og rafstýrð fjölinn- sprautun. Þrívirkur hvarfakútur. Hámarkshraði 196 km/klst. Viðbrogö úr kyrrstöóu í 100 km: 11,9 sek. Vökvastýri - veltistýri. Fjögurra þrepa sjálfskipting. Hemlalæsivörn. Upplýsingatölva. Hraðafesting. Útvarp og segulband. Lengd: 4,73 m, Breidd: 1,81, Hæó: 1,44 m. Hjólahaf: 2,76 m. Þyngd: 1.410 kg. Þvermól beygjuhrings: 10,8 m. Farongursrými: 480 lítrar. Bensíntankur: 80 iitrar. Fjarstýrðar samlæsingar. Rafstillanlegir hliðarspeglar. Rafstýrðar rúður í framhurð- um. Staógreiósluveró: 2.650.000. Umboó: Bílaumboðið hf„ Reykjavík. Vélin í Renault Safrane sem prófaður var er fjögurra strokka, 140 ha og með rafstýrðri fjöl- innsprautun og bíllinn er búinn hvarfakút. Hún virðist lítið hafa fyrir því að koma bílnum á skrið, gefur reyndar ekki mjög öflugt viðbragð á stundinni en vinnur hraðann vel upp t.d. við fram- úrakstur. Gaman fyrir ökuglaða Fyrir ökuglaða menn er hrein unun að meðhöndla Safrane. Snerpan er að vísu ekki áberandi en mýktin í fjöðrun og skiptingu er mikil og hverfandi hljóð er frá vélinni. Lítið vegarhljóð berst líka inn í bílinn nema þegar ekið er á möl sem er þó ekki áberandi. Þá er bíllinn með afbrigðum rás- fastur og kom það ágætlega í ljós á nokkuð holóttum maiarveg- um að hann sat vel og örugglega á sínum stað þrátt fyrir beygjur og króka. Safrane er mjög með- færilegur í innanbæjarsnúninga og að undanteknu því sem sagði um útsýni afturá er hann lipur og fjölhæfur og sérlega vel fall- inn tii ferðalaga. Verðið er um 2,6 milljónir kr. og er það á svipuðu róli og öðrum evrópskum bílum af svipaðri stærð og með viðlíka búnað en þar er kannski helst horft til Volvo 850, Saab 9000 og Audi 100 en forráðamenn Bílaumboðs- ins telja að ekki verði um inn- byrðis samkeppni að ræða í um- boðinu við bíla frá BMW. Re- nault hefur áreiðanlega komið sér vel fyrir í samkeppni bíla í þessum flokki og þótt kaupenda- hópur sé ef til vill ekki stór hér- lendis þá hafa þeir hér girnilegan kost. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.