Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 B 7 Verstq dýriö er sporó drekinn en verstl moður inn sq lærði semlcqnn ekki qö fnrn með kunn qftu sinq_____________ ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR Fimm búsund ferskvatns-og sjávardýr uttdir einn þaki þaki LITSKRÚÐUGIR fískar, líflegir höfrungar, selir, hvalstennur og kol- krabbar. Rúmlega fímm þúsund ferskvatns- og sjávardýr eru saman komin í mjög skemmtilegu og stóru húsi sem stendur við höfnina í Baltimore og hefur að geyma margar milljónir lítra af fersku vatni og sjó. Safnið sem heitir National Aquarium er semsagt sjávar- og ferskvatnsdýrasafn sem var sett á stofn fyrir liðlega tólf árum. Hugmyndin varð til þegar svæðið við höfnina var gert upp. Borgin á landið og húsnæðið. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur sitja sjálfboðaliðar í stjóm og stefna að því að reksturinn stahdi undir sér. Við safnið starfa hinsvegar á laun- um næstum þrjú hundruð manns sem sjá um reksturinn. Flestir ferðamenn sem fara til Baltimore skoða safnið enda eru gestir um að bil ein og hálf milljón á ári. Safnið sem er eitt stærsta sinnar tegundar í heimi er mjög skemmtilega hannað og þeir sem hyggjast heimsækja Baltimore á næstunni ættu endilega að ganga þar í gegn og sjá allan þann fjölda dýra sem búa við eða í vatni og sjó. Þegar forráðamenn safnsins eru að auglýsa hvemig andrúmsloft þeim hefur tekist að skapa frá heim- kynnum dýranna nefna þeir til dæmis hinar ísköldu íslandsstrend- ur og regnskóga Afríku. ■ grg Heiðursskjal í fjallaskarði HÆSTI fjallvegnr Evrópu er ekki í Austurríki eða Sviss, eins og margir gætu haldið, heldur í suðurhluta Alpanna í Frakklandi. Leið- in um fjallaskarðið Col de Restefond-La Bonette frá bænum Barcelon- nette í Alpafjöllunum til Nizza á Miðjarðarhafsströnd fer upp í 2.802 metra og er aðeins opin yfir hásumarið. Ferðamenn fara ekki á hveijum degi svo hátt og eiga því kost á að fá heiðursskjal fyrir afrekið, hvort sem þeir aka, hjóla eða fara á múlasna um skarðið. Ubaye og Tinee dalirnir norðan og sunnan við það eru afar fallegir og vel þess virði að fara um þá, jafnvel þótt ekkert heiðursskjal væri í boði. ■ Á pðbbarápi með M-3 og litast um á rithöfundasafni „Ertu frá íslandi! Guð almáttugur! Og ég hef ekki frétt af þessu,“ hrópaði verslunarkona í verslunarmiðstöðinni skammt frá Stefáns- garðinum í Dublin. Ég hafði rölt þar inn og fannst ekki skaða að kíkja á verðlagið með það í huga hvað íslendingar hafa sótt ákaft til borgarinnar að gera innkaup á haustin. Ég sagði konunni að það væri svo sem engin ástæða til að hún hefði frétt af komu minni, ég væri hér bara ein á ferð. Hún varp öndinni léttar. „Ham- ingjan góða, hvað ég er fegin, ég hélt að íslendingarnir væru komn- ir og við ekkert farin að lækka verðið eins og við gerum áður en þeir koma.“ [g Hún jafnaði sig af geðshrær- ■■ ingunni og sýndi mér vörur m sínar, peysur og kjóla og 5% blússur, og varð kaupkonuleg í framan. Ég sagðist ekki sjá mikinn verðmun á Dublin og Reykjavík. En hún fullvissaði mig um hún skyldi láta mig fá hvað sem ég vildi á „Íslandsverði" bara ef ég keypti eitthvað. Söngur á gellsku Annars var litlum tíma þessa daga eytt í verslunum. Það fór dijúgur tími í að ganga um borg- ina, rifja upp að hingað hafði ég ekki komið í 30 ár og skemmta mér við að sjá hvort ég fyndi gamla staði og hvað væri nýtt. Grafton- gatan er göngugata og hefur kannski verið í háa herrans tíð, þar eru verslanir og veitingastaðir og þar voru nokkrir krakkar að syngja írsk þjóðlög. Það vakti at- hygli mína að þau fluttu textina á gelisku og sums staðar sáust áletr- anir á málinu. Þegar ég var hér 1963 vildi ekki nokkur maður anda út úr sér orði á gelisku. Skólastelp- an á pensjónatinu sat skapstygg yfir lexíunum og bölvaði gelisku- námi í sand og ösku. Þáverandi konsúll okkar í Dublin sagði að það væri bara tímaspursmál hve- nær írar tækju þá einu skynsam- legu ákvörðun að leggja niður þetta steindauða mál. Enskan er framtíðin, sagði hann og barði sér á bijóst. En það hefur orðið vakning á þessu sviði sem mér finnst einkar sjarmerandi og veitti athygli þegar inn í Aer Lingus-vélina kom að þar var byijað á að ávarpa okkur á gelisku. Og unga fólkið sækir í að læra málið, endurvekja gamla I Stefánsgarðinum voru brúð- hjónin mætt í myndatöku. texta við sönglög. Það verður sjálf- sagt bið á að geliskan öðlist jafn- ræði með enskunni en hún er að vakna með nýrri kynslóð. AA sjð DA í Olympia Leikhúsin höfðu ýmislegt að bjóða þessa daga, í gamla Olympia- leikhúsinu með öllum sínum glæsta, gamla og dálítið þreytta útskurði var t.d. verið að sýna frægt verk eftir Hugh Leonard „Da.“ Það var frumsýnt fyrir 20 árum og var tekið til sýninga nú í tilefni þess. „Da“ segir frá miðaldra manni sem kemur heim til Dublin að vera við útför föður síns og síðan birt- ast foreldrar hans og aðrar persón- ur úr fortíð hans og hann reynir að gera upp hug sinn um sam- skipti sín einkum við föðurinn. írska enskan vafðist fyrir mér ofan af sviðinu framan af en það kom Morgunblaðið/JK ett eða Brendan Behan. Þarna eru myndir og handrit og múnir, ágæt kaffistofa og bókabúð. Best er að skoða safnið með því að leigja heymartæki og hlusta á kasettu þar sem segir glögga og skemmti- lega sögu af höfundunum. Ég spurði ýmsa hvernig væri með írska nútímahöfunda. Ættu þeir yfir höfði sér að bækur þeirra væru bannaðar í írlandi nú um stundir, eins og gerst hefur æ ofan í æ í fortíðinni, og svo var að mörgum kreppt að þeir flýðu land og settust að utan Irlands til að geta stundað ritstörf. Menn sögðu að írar væm að færast inn í 20. öldina hvað þetta snerti. Ég benti á að það mætti þá ekki seinna vera því sú 21. væri senn að hefj- ast. „Við stökkvum yfir nokkra áratugi og náum réttu tempói um nýju öldina miðja,“ sögðu þeir og hlógu grallaralega. Irar hafa löngum skipað sér- stakan sess hjá Islendingum. Það er ótvíræður andlegur skyldleiki milli þjóðanna og sé maður á göngu um Dublin eftir O’Donnel-götunni, þar sem hvað mestur erill og ferill er allan daginn, gæti annar hver maður verið íslendingur. Það er í yfirbragðinu og fasinu. Og svo á pöbbunum^á kvöldin. Nema Irar eru kannski ívið skemmtilegri og syngja betur en við þegar vínáhrif- in eru farin að leika um þá. ■ Jóhanna Krístjónsdóttir Hús í glöðum litum eru víða í Dublin. ekki verulega að sök því mjög skemmtileg grein var um leikritið í leikskránni. Á pöbbaráp með þremur M-um Svo var náttúrlega pöbbaröltið sem er ómetanleg leið til að kynn- ast Dublin. í föruneyti 3-M, þ.e. þriggja íra sem ég hitti í Kambod- íu fyrir rösku ári og nöfn allra byijuðu á M-i, var nú farið á heij- ans mikið flakk á alla elstu pöb- bana. M-in skiptust á að panta kampavín og þegar við loks komum í glæsilegt veitingahús M-2, Mart- ins Keene, sem heitir „The Oliver St. John Gogarty" lá við að kampa- vínið væri farið að sprautast út um eyrun. Þar var sest að hinu fegursta veisluborði og mátti velja úr ýmsum réttum eins og „Seafood Molly Malone“ eða „Trinity College Chicken" og allt þar á milli. Ég skoðaði verðið og sá að það var yfirleitt innan við 10 pund fýrir aðalrétti og flestir forréttir kostuðu 2,50-4 pund. Á nýja rithöfundasafninu Það eru ýmis fýsileg söfn í Dubl- in en hrifnust varð ég af nýja rit- höfundasafninu sem er við Parnell Sq. 18. Það er sérlega skilmerki- lega sett upp, með munum úr eigu hinna ýmsu rithöfunda írskra, hvort sem eru Shaw, Wilde, Beck- Rithöfundasafnið lætur lít- Söngfuglar í Grafton-götu. ið yfir sér. Sumarsýningar hafnar hjá Ferúaieíkhúsinu í Tiamartnóí SÝNINGAR Ferðaleikhússins á „Light nights“ eru hafnar og verða í allt sumar og er sýnt fjórum sinnum í viku í Tjarnarbíói og hefst sýning kl. 21 og er í tvær klst. Efnið er allt íslenskt og skiptist í 24 atriði sem eru ýmist færð í leikbúning eða sýnd með fjölmynda- tækni. Sýningin er að mestu flutt á ensku að undanskildum nokkrum leikatriðum og sungnum þjóðlagatextum. Atriðin í fyrri hlut- anum gerast í bað- stofu og eru einkum úr þjóðsögunum. Seinni hluti er um landnámsmenn og víkinga og einnig at- riði úr sögunni um Sæmund fróða og fl. Þetta-er 24. sumarið sem Ferðaleikhúsið starfar. Með stærsta hlutverk sýningarinn- ar fer Kristín G. Magnús sem hefur verið annar frum- Kristín G. Magnús segir sögur af Sæmundi fróða kvöðull leikhússins í Light Nights og á myndinni eru einnig Þóra frá upphafi þess. Katrín Gunnarsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, ■ Magnús Ragnarsson og Sigurður Örn Eiríksson. Nýja hótelið á Kirkjubæjarklaustri Djass og myndlist í nýju bútell á Kirkiubæiarklaustri Á DÖGUNUM var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hótel á Kirkju- bæjarklaustri. Það er 640 fm að grunnfleti. Á neðri hæðinni er veitingasalur, eldhús, setustofa, fundaherbergi og bar auk aðstöðu fynr starfsfólk. A efri hæð verða lega tilbúin á næsta ári. Með nýja húsinu opnast betri möguleikar til ráðstefnuhalds á Klaustri enda hafa margar fyrir- spurnir borist þar að lútandi. Um leið lengist ferðamannatíminn því ráðstefnur eru helst vor og haust. Sl. mánudag hélt tríó Peter Gull- in djasstónleika á hótelinu við góðar undirtektir. Nú stendur þar yfir 22 herbergi sem verða væntan- málverkasýning Þórdísar Árnadótt- ur og fleiri listamenn munu sýna þar í sumar. Lifandi tónlist er um flestar helgar svo með sanni má segja að hótelið sinni líka menning- arhlutverki í héraðinu. ■ Hanna Hjartardóttir, Kirkjubæjarklaustrí. wm WIM STAÐINN 1 Eldhnsverkin unnin í matsalnum ÝR Gunnlaugsdóttir fékk starfsreynslu á hótel Rebstock í Luzern þeg- ar hún var í námi í hótelrekstri í Sviss. Eigandinn er hörkudugleg kona á besta aldri sem hefur haslað sér völl í veitingahúsarekstri í ferða- mannabænum á 10 árum. Hún opnaði nýtt hótel í vor og Ýr var forvit- in að sjá staðinn. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hótel Hofgarten er við hliðina á sem eru búin gömlum húsgögnum Rebstock sem stendur við Hof-kirkj- una í miðbæ Luzern. Hótelið er í gömlu húsi sem var að hruni komið áður en það var gert upp á mjög skemmtilegan hátt. Ekkert herbergj- anna er eins. Mörg eru nýmóðins með berum steingólfum og stáli á húsgögnum en nokkur eru í gömlum, hlýlegri stíl. Það eru þrír matstaðir á hótelinu þótt það sé lítið. Þeir eru ætlaðir fleir- um en hótelgestum. Það er hægt að borða úti í skjólgóðum garði, inni í löngum sal og þar má fylgjast með öllum eldhúsverkum yfír salat- og vinnubar sem aðskilur borðin frá eld- húsinu eða í nokkrum borðstofum úr ýmsum áttum. Við kusum „eldhússalinn“. Ýr var eitt sinn aðstoðarkokkur á veitinga- húsi og hafði strax orð á að það hlyti að vera erfitt að vinna í svona opnu eldhúsi. Kunningjakona hennar á staðnum staðfesti það. „Ég endist héma ekki lengi,“ sagði hún. Það eru bara grænmetisréttir á boðstólum og okkur leist báðum best á rétt dagsins; maíssúpa með spínati og avókadó með Gorgonzola-osta- sósu, tómati og grænkomsfræjum. Súpan var góð og aðalrétturinn ágætur og ótrúlega seðjandi. Ávöxt- urinn var heitur og skorinn í sneið- Tómas Númi, sonur Ýrar og Sigurðar Grétarssonar, virtist ekki alltof hrifínn af avókadó- réttinum sem mamma hans pantaði sér. Matargestir geta fylgst með eldhús- verkunum á hótel Hof- garten. ar, sósan var ekki mjög minnisstæð. Hvorug okkar kannaðist við græn- kornsfræ. Þau reyndust vera dökk- brún á lit og borin fram í hrúgu á diskinum. Bragðið var sem betur fer betra en útlitið. Yfirþjónninn sagði að þau væru snöggsteikt og síðan gufusoðin. Þau eru örugglega holl og góð fyrir meltinguna. Yr fékk sér karamellubúðing í eftirrétt en ég pantaði döðlufrauð með pistachio- hnetum. Það var ljómandi gott og hverrar kaloríu virði. Við drukkum vatn með og maturinn kostaði um 2.500 ÍSK fyrir báðar. Það em heilmargir matstaðir í Luzern. Rebstock er vel þekktur og það fer gott orð af honum. Hofgart- en er þegar orðinn vinsæll. Þeir sem vilja borða á „rétta“ staðnum í Luz- em ættu að velja Rebstock eða Hofg- arten. Maður getur verið viss um að fá góðan mat á báðum stöðum og notið hans í skemmtilegu umhverfí. ■ Anna Bjarnadóttir Lamahof í Yonghegong. Tvær Kfnaferðir í október TVÆR hópferðir verða farnar til Kína í október sem eru báðar undir fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Sú fyrri er á vegum Kinaklúbbs Unn- ar frá 1.-23. október. Hún kostar 240 þús. kr. og innifalið í verði er flug, allar ferðir, gisting í tveggja manna herbergi, flugvallarskattar, fararstjórn og aðgöngumiðar að skemmtunum, görðum og allar skoðun- arferðir. Einnig drykkjarföng með mat. Hámarksfjöldi er 19 manns. Upplýsingamidstöd opnnð við Mývatn OPNUÐ hefur verið upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem heim- sækja Mývatn og er þetta nýjung í ferðamálum á svæðinu, að sögn Friðriks D. Arnarssonar landvarðar. Upplýsingamiðstöðin er í bama- skólanum við Skútustaði og opin frá kl. 10 til kl. 21 í sumar. Hin ferðin sem Unnur stýrir er 17 daga ferð á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar frá 26. okt.-lO. nóvember. Verð er rúmlega 185 þús. kr. Innifalið er flug, akstur, gisting, allar skoðunarferðir nema í Hong Kong, fullt fæði í Kína og morgun- verður í Hong Kong í báðum ferðunum er flogið um Stokkhólm. Meðal staða sem farið er til í ferð SL er Peking, Xi’an, Guangzhou og loks er dvalið þijá daga í Hong Kong. í ferð Kína- klúbbsins er m.a. farið til Peking, Xi’an, Chongqing og Shanghai. ■ Friðrik segir að í miðstöðinni muni landverðir á Mývatnssvæðinu hafa bækistöð en stöðinni er ætlað að þjóna öllum almennum ferða- mönnum sem leggja leið sína um Mývatnssvæðið. „Hér verður að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, svo sem myndefni af svæðinu, uppstoppaða fugla og egg, jurtir og steina og myndir af gönguleiðum meðfram vatninu og í nágrenni þess svo dæmi séu tek- in,“ segir Friðrik. Að sögn Friðriks er þetta til- raunastarfsemi í sumar en ef vel tekst til er ætlunin að upplýsingam- iðstöð verði við lýði næstu sumur. „Við viljum hvetja alla sem leið eiga um að heimsækja okkur og koma með ábendingar um hvað þeim finn- ist skorta á,“sagði Friðrik. Ferð á heimsleika íslenska hestsins FERÐASKRIFSTOFAN Úrval/Út- sýn efnir til hópferðar á Heims- leika íslenska hestsins sem verða í Spaarvwoude við Haarlem í Hol- landi dagana 17.-22. ágúst. Verð- ur farið utan 16. ágúst og komið heim hinn 23. Gist er á Mótel Haarlem-Zuid eða Carlton Square. Verð á mann í tví- býli er 49.300 kr. ef gist er á fyrr- nefnda staðnum en 64.700 á Carl- ton. Innifalið í verði er flug og gist- ing með morgunverði, flutningur til og frá flugvelli í Hollandi og íslensk fararstjórn. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. Sé staðgreitt lækkar verð um ca 3 þúsund kr. ■ Fjarlægö frá flunveUiÝNgsg^ Frá Til Km Hellenikon Aþenu 10 Barcelona Barcelona 15 Tempelhof Berlínar 6 Rebiechowo Gdansk 14 Ataturk Istanbúl 28 Heathrow London 24 Linate Miíanó 6 Sheremetyevo Moskvu 38 Barajas Madrid 16 Marco Polo Feneyja 12 DonMuang Bangkok 25 Kai Tak Hong Kong 5 Galeao Rio de Janeiro 20 Changi Singapúr 20 Narita Tókíó 66 Ruzyne Prag 15 Schiphol Amsterdam 15 Ferihegy Búdapest 16 O'Hare Chicago 29 Ben Gurion Tel Aviv 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.