Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 B 11 um í Evrópu verði innflutningskvóti Japana skorinn niður samsvarandi. Önnur sjónarmlð Garel Rhys, prófessor í véliðnað- arhagfræði við Cardiff verslunarhá- skólann, segir að sú lausn sem EB sækist eftir sé bjarnargreiði við evr- ópska bílframleiðendur. Meiri höml- ur á sölu japanskra bíla í Evrópu myndi hægja á hagræðingu og end- urskipulagningu sem hafin er á meðal evrópskra bílframleiðenda. Það leiddi svo aftur til þess að þeir yrðu síst betur á vegi staddir til að takast á við opinn markað eftir 1999, og háværar raddir myndu hvetja til þess að opnun markaðarins yrði frestað. Evrópskt í japanskt Bílaverksmiðjur Japana í Evrópu líkjast ekki verksmiðjum þeirra í Bandaríkjunum, þar sem. Japanir hafa framleitt bíla í tíu ár. í verk- smiðjunum í Bretlandi er hlutfall evrópskrar fram- leiðslu í japönskum bílum mun hærra en í Bandaríkjunum. Byrjað var að fram- leiða Toyota bíla í Englandi 4. júní sl., og er um 60% af verð- mæti hvers bíls evr- ópsk framleiðsla, og búist er við að það verði um 80% síðla næsta árs. Auk þessara áhrifa hefur fjárfesting Jap- ana í bílaiðnaði er- lendis leitt til þess að innlendum aðilum hefur vaxið ásmegin í samkeppninni. Á fimm fyrstu mánuð- um þessa árs féll sala á japönskum bílum í Bandaríkjunum um 3% miðað við í fyrra, úr 30% í 27%. Svipað er uppi á tengingnum í Bretlandi. Rover- verksmiðjurnar aug- lýstu 15. júní sl. 30 daga skilafrest á nýj- um bílum verksmiðjunnar ef kaup- endum mislíkaði af einhveijum ástæðum framleiðslan. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum, en tengsl Rover við Honda, sem á 20% í breska fyrirtækinu, hefur gjör- breytt viðhorfum til markaðarins. Alþjóðaframlelösla Bíleigendur eiga af skiljanlegum ástæðum æ erfiðara með að vita af hvaða þjóðerni bíllinn þeirra er. Mitsubishi og Volvo hafa gert sam- starfssamning um framleiðslu bíla í Hollandi, Volvo er að hluta til í eigu Renault sem er í ríkiseign, Frontera, fjórhjóladrifinn bíll sem General Motors selur undir merki Opel eða Vauxhall er framleiddur í Bretlandi í samstarfi við Isuzu-verksmiðjurn- ar, og einn af keppinautum hans, Ford Maverick, er framleiddur af Nissan í Barcelona. ■ Heimild: The Economist. Stærstu bílaframleiðslulönd heims 1990-1992 (milljónir bila) 10 12 14 ÞYSKALAND KKLAND 50 milljón ökutæki framleidd árið 1992 ÝMISLEGT fróðlegt má lesa út úr Automative News Market Data Book, fylgiriti bandaríska bílablaðsins Automative News. Þar kemur fram að framleidd vorn tæp 50 milljón ökutæki (fólksbílar, f lutningabílar, vinnuvélar og vélhjól), á síðasta ári og hefurframleiðslan aldrei verið meiri, að árinu 1990 undanskildu, en þá voru framleidd 50,3 milljónir ökutækja. Japanir voru langafkastamestu ökutækjaframleiðendumir í heiminum í fyrra með 12,5,milljónir ökutækja, en næstir komu Bandaríkja menn með 9,8 milljónir. Athyglisvert er að framleiðslan dróst saman I Japan á milli ára um 1,3 milljónir ökutækja, en jókst í Bandaríkjunum um tæpa eina milljón. Bandaríkjamenn eru hins vegar langt frá afkastameti sínu sem þeir settu 1985 er þeir framleiddu 11,6 milljónir ökutækja. Þriðju mestu ökutækjaframleið endur í heimi voru Þjóðverjar sem framleiddu í fyrra tæpar 5,2 milljónir ökutækja. Spáð meiri notkun á díselolíu SHELL olíufélagið í Þýskalandi hefur látið gera könnun á fram- tíðarnotkun á eldsneyti þar í landi. Samkvæmt henni mun notkun díseloliu aukast um helm- ing fram til ársins 2020. Því er spáð að mun meira verði notað af díselolíu í framtíðinni en bensíni, eða 40 milljónir tonna af díselolíu á móti 26 milljónum tonna af bensíni árið 2020. Fyrirsjáanleg aukning í díselolíunotkun helgast helst af þeirri spá að umferð vöru- bíla muni aukast gríðarlega, en þeir ganga flestir fyrir díselolíu. Auk þess er því spáð að díselvélar verði í auknum mæli notaðar í einkabíla. Nú ganga 14% einkabíla fyrir díselolíu en spáð er að hlutfall- ið verði orðið 20% árið 2020. Skoda með VW-vél SKODA-bílar verða búnir vélum smíðuðum af VW-verksmiðjun- um innan ekki mjög langs tíma, og er reiknað með að þýskar vélar verði í ’94 árgerðinni sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fram til þessa hafa Skodar verið með 54 hestafla vélar sem smíðaðar hafa verið í Tékkóslóvakíu, nú Tékklandi. Nýju vélarnar verða bæði dísel- og bensínvélar. Sam- starf VW og Skoda sem fyrst sá stað í ’93 árgerðunum hafa leitt til mun meiri gæða í Skoda-bílunum og örvað söluna mjög í Evrópu. Rúblugrínið ZIL ÞEGAR lóðsa þurfti helstu ráðamenn kommúnista í Sovétríkjunum sálugu um götur borga og bæja þótti vitaskuld algjör óhæfa að notast við framleiðslu vestrænna kapítalista og þess vegna urðu topparnir þar eystra allir af þeirri ánægju að aka um í Rolls Royce eða Mercedes-Benz límósínum, hvað þá amerískum dollaragrínum. En þess í stað smíðuðu Rússar árið 1978 átta strokka eðalvagn í gömlu ZIL-bílaverksmiðjunum í Moskvu sem þótti furðu líkur Ford Lincoln. Renault strætisvagn sem brennir vetni Margir eru reyndar einnig á þeirri skoðun að vélin í ZIL-límósín- unni sé eftirlíking af stóru átta strokka vélunum sem Ford fram- leiddi á þessum tíma. Ford Lincoln er enn fr'amleiddur en er breyttur og orðinn léttari í samræmi við breytta tíma og almennan orku- sparnað. Lincolninn vegur nú 1 tonn. Ligachov ZIL er skammstöfun fyrir Zavod Imeni Ligachova en nafn sitt dregur verksmiðjan af verkfræðingi nokkr- um sem hét Ligachov. Verksmiðj- umar voru stofnaðar fyrir byltingu bolsevika 1917 og hafa þær staðið af sér allar efnahagslegar ágjafir sem fylgdu hruni Sovétríkjanna. í verksmiðjunum vinna yfir eitt hundrað þúsund manns við að fram- leiða alls kyns tegundir vöru- og sendibíla auk límósínanna. Um margra ára skeið hafa þar auk þess ýmiss konar heimilistæki verið framleidd, eins og t.a.m. sjálfvirkar kaffikönnur, ísskápar og örbylgju- ofnar. ■ 3,3 tonn ZIL er líka enn framleiddur en þó aðeins í litlum mæli. Hann vegur 3,3 tonn, er 6,4 metrar að lengd og tveir metrar á breidd og beygj- uradíusinn er heilir 16 metrar. í bílnum eru sæti fyrir sjö manns. Hann er með átta strokka, 7,7 lítra vél, 315 hestöfl og með þriggja þrepa sjálfskiptingu og þykir fjöðr- un hans afar góð. Nú eru hins veg- ar breyttir tímar í Rússlandi og þar geta auðmenn valið um Rolls Royce og Mercedes-Benz límósínur, en þá vakna upp spurningar um verð og gæði. Frá verksmiðjunni kostar ZIL 220 þúsund bandaríkjadali, eða um 15,8 milljónir ÍSK. RENAULT V.I. hefur framleitt strætisvagna sem knúnir eru vetni fyrir ástralskan markað. Vagnarnir voru kynntir á ráð- stefnu í Sydney um almenningsvagnasamgöngur sem þar var haldin í maímánuði. Vagnarnir eru settir saman í Ástralíu og eru eins og fyrr seg- ir knúnir vélum sem brenna vetni og eru smíðaðar af Renault. Þeir eru notaðir til fólksflutninga í borgunum Perth og Canberra. Renault V.I. hefur um margra ára skeið haft starfsemi í Ástral- íu í gegnum dótturfyrirtæki sitt Mack Trucks Australia, sem ann- ast samsetningu á fólks- og vöru- flutningabifreiðum í Brisbane og markaðsetur í Ástralíu. Tankar á þakinu Vagnarnir, PR 100-2 og PR 180-2, þykja á allan hátt þægi- legir í akstri. PR 100-2 er með 253 hestafla vél og sjálfskiptur, ABS hemlalæsivörn og fleira. Eldsneytistankarnir, átta 120 lítra tankar, eru á þaki vagn- anna. Renault V.I. og Mack Trucks Australia vinna einnig að rannsóknum á annars konar öku- tækjum sem ganga fyrir óhefð- bundnu eldsneyti. Sex PR 100 vagnar hafa t.a.m. verið í notkun undanfarna fjóra mánuði, en þeir ganga fyrir svonefndu dísohóli, sem er eldsneytisblanda sem inniheldur 85% díselolíu og 15% eþanól. ■ vetnisstrætisvagn á götum Perth í Ástralíu. ZIL-límósína í Moskvu. Vörubíll frá ZIL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.