Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 5
B 5 T oni gamli kom til mín eins oghimnasending TONA, gamlan bónda, sem er orðinn óvinnufær og gengur við hækjur, leikur Jón Sigurbjörnsson, en Toni gamli á sér aldeilis stoð í raunveruleikanum eins og allar hinar persónurnar í Bíódögum. Jón segist hafa orðið sjötugur í nóvember sl. og kominn á eftirlaun hjá Leikfélagi Reykjavíkur. „En svo kom Toni eins og himnasending til mín því nú fæ ég tækifæri til að halda mér við í faginu. Ég þurfti lítið að hugsa mig um áður en ég ákvað að slá til. Friðrik Þór kom til mín með mynd af karlinum og leist mér strax vel á hann,“ segir Jón. - Hvað hefurðu annars fyrir stafni fyrir utan að leika í kvikmynd? „Ég bý með hestunum mínum á býli mínu, Helga- stöðum I, sem er neðsti bær í Biskupstungum. Ég hef átt þessa jörð í 24 ár, en aldrei búið þar árið um kring fýrr en síðasta ár. Ég flutti alfarið austur í sveit S fyrravor. Ég er samt enginn bóndi. Ég á þessi hross, annað ekki, en mér lfður firna vel í sveit- inni. Ég reiknaði aldrei með að ég færi að vera í sveitinni árið um kring. Þetta kom einhvem veginn af sjálfu sér. Ég fékk ekki það út úr leikhúsinu sem ég alla tíð hafði gert. Þetta var farið að þoma svolít- ið upp í kringum mig og verkefnin, sem buðust, vom ekki þess eðlis að ég hefði áhuga á að dvelja yfir þeim. Síðan ég flutti í sveitina hef ég ekki komið í leikhús." - Hvað ertu með marga hesta? „Það má aldrei spyija hestamenn svona spum- inga, en ég get sagt þér eitt, þeir eru of margir eins og hestar em á landsvísu." - Þekkirðu þá ekki orðið alla hestamenn í Skaga- firði? „Jú, það má segja það, svona meira og minna. Ég hef hugsað mér að heimsækja vin minn, Svein Guðmundsson hrossaræktanda, þegar ég fæ frídag frá leiklistinni. Ég hef notið góðs af mörgum skag- fírskum stóðhestinum." - Hvemig skynjarðu Tona gamla? „Þetta er notalegur sveitamaður, fyrmm bóndi á Spái ekkert í að verða frægur það verður að koma í ljós „ÉG HEF aldrei verið í sveit, eh líst bara íjómandi vel á mig hér. Ég er líka alveg íaus við kvíða enda þekktur fyrir það í skól- anum mínum að vera ófeiminn,“ segir Orv- ar Jens Arnarsson, sem leikur Tómas, aðal- hutverkið í Bíódögum. Örvar Jens er sonur hjónanna Rögnu Bjarkar Þor- valdardóttur og Arnars Jenssonar og er hann næst- yngstur fjögurra systkina. Örvar er í Öldutúnsskóla og segist æfa fótbolta með FH. „Ég hef líka mikinn áhuga á körfubolta og held bæði með Chicago Bulls og Phoenix Suns. Á veturna er ég öllum stundum uppi í fjalli á skíðum. Og svo fínnst mér rosalega gaman að veiða.“ Hvemig strákur er Tómas? „Ég veit nú ekki hvað skal segja. Hann er svona venjulegur strákur, eins og flestir aðrir strákar í Reykjavík." - Ertu búinn að læra allt það sem þú átt að segja í myndinni? „Já, alla vega það sem ég á að segja í sveitinni. Ég las handritið vel heima og svo vom haldnar æfíng- ar fyrir sunnan áður en við lögðum af stað. Æfingarn- ar voru teknar upp á litla myndavél og fannst mér ég fá góða æfíngu út úr því.“ - Hvemig datt þér í hug að sækja um hlutverkið? „Mömmu minni datt það í hug. Það kom maður til okkar í skólann í vetur að leita að strák í hlutverk í aðra mynd, Emil og Skunda. Hann pikkaði mig út og þá vaknaði strax áhugi hjá mér, en það var ann- ar sem fékk hlutverkið." MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Félagarnir Toni og Tómas á leið til veiða í Höfðaá Höfða. Síðan kemur strákur í sveitina og þeir tveir verða mjög samrýndir. Mér líst mjög vel á Örvar. Það eru ekki allir sem gætu skilað slíku hlutverki." Jón nam leiklist í New York 1947-48 og segist nú eiga 44 ára leikafmæli. Þó hann hafí lengst af starfað í leikhúsi hefur hann komið nálægt nokkmm kvikmyndum. „Mér fínnst kvikmyndaleikur að sumu leyti skemmtilegri. Mér þykir feiknalega gaman að vera úti við, mun skemmtilegra en vera lokaður inni í gluggalausu leikhúsi." - Attu þér uppáhaldshlutverk? „Ég veit ekki hvað skal segja. Ef við tölum um kvikmyndir, þá em þessir tveir karlar sem ég lék í „Landi og sonum“ og „Magnúsi" dálítið spes kar- akterar." Fyrir utan hestamennskuna er Jón nú söngkenn- ari við Tónlistarskóla Rangæinga. „Ég var plataður út í söngkennslu í fýrrahaust. Ég hélt að ég fengi ekkert út úr slíku starfí, en það kom fljótlega á daginn að ég hef mikla ánægju af þessari aukavinnu minni.“ - Heldurðu áfram að leika? „Ég held áfram að leika á meðan mér bjóðast al- mennileg verk. Ef ekki, þá er ég alfarið sestur að í sveitinni." ■ Örvar Jens og Guðrún Ásmundsdóttir í gervum sínum sem Tómas og Bríet fyrir utan gamla bæinn á meðan Ari kvikmyndatökumaður gerir vélarnar klárar - Hvað fannst þér um þær fréttir að hafa fengið hlutverkið í Bíódögum? „Mér fannst það bara nokkuð gott.“ - Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór, kannski leikari? „Ég hef ekkert spáð í það. Það kemur bara í ljós.“ - Heldurðu að þú verðir frægur þegar farið verð- ur að sýna myndina? „Það er mjög erfítt að spá um það. Mér er alveg sama hvort ég verð það eða ekki. Það er allt í lagi ef ég verð frægur, en ég held að mér fínnist betra að verða ekki frægur.“ - Af hveiju? „Ég nenni ekki að fara í fleiri svona viðtöl.“ ■ Þurra húð má bæta mikið með næringu ÞURR HÚÐ getur verið tvenns konar, raka þurr eða fitu þurr. Ef húðin er fitu þurr, vantar hana einnig raka, því að fitan virkar sem einangrun og hindrar þannig rakann frá því að komast upp á yfirborðið. Einstaklingar með þurra húð fá oft á tilfinninguna að húðin sé strekkt á andlitið og stundum ein- kennist þurr húð af grófleiká. Hægt er að gefa henni næringu með kremum, möskum, nuddi ofl. Með réttri meðhöndlun minnkum við lík- ur á myndun hárfínna lína í húð- inni og hjálpum húðinni að komast í eðlilegra ástand. Við meðhöndlun verður í fyrsta lagi að byija á að nota hreinsimjólk fyrir þurra húð. Henni er ekki nudd- að á, þar sem hún á ekki að fara djúpt inn í húðina, heldur er henni strokið lauslega yfír andlitið með hringlaga hreyfíngum upp í mót. Því næst er það mesta hreinsað af með rakri bómull. Að lokum er andlitsvatni án alkohóls hellt í raka bómull og mjólkin hreinsuð af. Með því að hreinsa húðina dag- lega á þennan hátt fjarlægjum við dauðu húðfrumurnar af yfirborði húðarinnar og hjálpum henni að endumýja sig hraðar. Næst er gott að þerra andlitið með þurrku áður en djúphreinsikrem er borið á. Þeg- ar það er borið á er lögð áhersla á feitari svæði, enni, höku og nef, sé einnig um að ræða viðkvæm svæði þar sem grunnt er í háræðar, ber að forðast þau. Með djúphreinsi- kremi hreinsum við dauðu húðfrum- urnar enn frekar í burtu, örvum blóðrásina og mýkjum upp húðvegi. Djúphreinsikrem fýrir þurra húð er ágætt að nota í mánuð. Síðan er gott að bera rakamaska á andlit- ið. Hann er djúpvirkari og nærir betur en krem. Nota skal raka- maska fyrir þurra húð a.m.k einu sinni í viku. Rakamaska má yfir- leitt nota 2svar til 3svar í viku og er hann látinn bíða á andlitinu í 10-15 mínútur í senn. Önnur djúpvirk hjálparmeðöl fyr- ir húðina eru lífræn úrefni. Ágætt er að taka kúra með lífrænu úrefn- unum á nokkurra mánaða fresti. Þetta eru dropar, sem settir eru ann- að hvort undir maskann eða dag- eða næt- urkrem. Ágætt er að klappa líf- rænu úrefnin inn í húðina. Að síðustu er dag- eða næturkremið borið á. Nota skal krem fyr- ir þurra húð til að mýkja hana og hindra rakatap. Andlitsbað á snyrtistofu er mjög gott á eins til 2ja mánaða fresti, því að í and- litsbaðinu fellst nudd í 20-30 mín- útur og við það eykst fituframleiðsl- an innan frá og hjálpar húðinni að komast í eðlilegra ástand. ■ Halldóra M. Steingrímsdóttir. Höfundur er snyrtifræðingur. Meö því aö hreinsa húðina daglega f jar- lægjum vió dauóu húó- frumurnar af yfirborði húð- arinnar og hjúlpum henni að endurnýja sig hraðar Eru nærsýnir betur gefnir en aðrir? FYRIR um einni öld fóru vísindamenn að velta fyrir sér hvort samhengi væri milli nærsýni og gáfna. Hvort nærsýnir væru yfír- leitt betur gefnir en þeir sem hafa arnarsjón, eru fjarsýnir eða hafa sjónskekkju. Rannsókn á sam- henginu þarna á milli var gerð á 150 þúsund ísraelskum hermönn- um og er greint frá niðurstöðum í nýlegu tölublaðiði læknarits- ins Executive Health report. Reyndust niðurstöður í samræmi við fyrri rannsékrj- á þessu sviði. Rúmlega þrisvar sinnum fleiri menn með greindarvísitöluna 128 vora nærsýnir en menn með greindar- vísitöluna 80 eða þar fyrir neðan. Þó sýnt hafi verið fram á samhengi milli nær- sýni og góðrar greindar, eru ástæður þess ekki ennkunnar. Dr. Mordechai Rosner og dr. Michael Belkin sem gerðu rannsóknina sögðu að ástæðan fyrir því að hermenn urðu fyrir valinu, væri að í hernum væru menn úr öllum stéttum og herinn væri því eins og þverskurður þjóðfélagsins. I rannsókn þeirra kom einnig í ljós að tengsl eru milli skólagöngu . og nærsýni. Meira en tvisvar sinn- um fleiri langskólagengnir menn eru nærsýnir en þeir sem hafa stutta skólagöngu að baki. Miðað var við að stutt skólaganga væri 8 ár eða minna en þeir sem höfðu verið í skóla í 12 ár eða lengur voru taldir í hópi langskólageng- inna. ■ BT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.