Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.11.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 Fleiri félagsmiðstöðvar eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur Eftir hina hörmulegu atburði þegar 15 ára gömul stúlka varð fyrir hrottalegri og tilefnislausri líkamsárás í byijun október í miðbæ Reykjavíkur og nú síðast þegar ungri stúlku var nauðgað í Kópavogi hefur almenningur vaknað af værum blundi og kom- ist til meðvitundar um þann heim sem æsku lands er gert að hrær- ast í. Börnin í fyrirrúmi Lögreglan og borgaryfirvöld hafa tekið höndum saman til að reyna að ráða bót á þessu. Meðal annars með því að auka gæslu og fylgja betur eftir reglum um úti- vistartíma barna og unglinga. En betur má ef duga skal. Forráða- menn barna og'unglinga ásamt bæjaryfirvöldum í nágrannasveit- arfélögum Reykjavíkur verða einnig að leggja sitt að mörkum. Þetta er vandamál sem snertir okkur öll, því hvort sem við eigum börn eða barnabörn á þessum aldri þá eru börnin það dýrmætasta sem þjóðfélagið á. Velferð þeirra og menntun á að sitja í fyrirrúmi því er nauðsynlegt að allir leggist á eitt til að leita úrlausna í þessu máli. Félagsmiðstöðvar Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að börn og unglingar eru félagsverur. Þau vilja eyða frítíma sínum í samvist- um við vini, kunningja og aðra á svipuðum aldri. Ég tel það eitt brýnasta verkefni borgar- og bæj- aryfirvalda í samráði við skólayfir- völd, foreldra og ekki síst ungling- ana sjálfa að koma á fót félagsmið- stöðvum sem víðast. Ekki er nægj- anlegt að huga bara að börnum á grunnskólaaldri og því væri æski- legast að hafa tvennskonar félags- miðstöðvar, aðra í tengslum við skóla fyrir grunnskólanemendur en hina sjálfstæða fyrir unglinga sem eru eldri en 15-16 ára. „Gætu forstöðumenn félagsmiðstöðvanna unnið meira í samvinnu við foreldrafélögin í skólum.“ Samvinna A nokkrum stöðum hefur verið komið upp félagsaðstöðu fyrir unglingana en nauðsynlegt er að ijölga þeim til muna svo að sem flestir geti notið þeirra. Til að halda rekstri stöðvanna sem ódýr- ustum gætu forstöðumenn félags- miðstöðvanna unnið meira í sam- vinnu við foreldrafélögin í skólum. Félögin gætu ásamt forráðamönn- Sigurrós Þorgrímsdóttir um bama og unglinga m.a. skipu- lagt og tekið að sér að hafa eftirlit í félagsmiðstöðvunum. Ég er viss um að aðstandendur þeirra mundu með glöðu geði taka að sér slíkt verkefni ef farið væri fram á það. Til að ná sem best til unglinganna er rétt að þau sæju að mestu sjálf um rekstur staðanna í samvinnu við forstöðumenn stöðvanna. Það væri því í þeirra verkahring að sjá um dagskrá, hvort sem það væri að útvega hljómsveitir fyrir dans- leiki eða hljómleika, sjá um tónlist á diskótekum, halda spilakvöld eða keppni í ræðulist, dansi o.fl. Einn- ig væru þau sjálf dyraverðir og hefðu eftirlit á staðnum þar sem þess væri gætt að hvorki væri reykt né neytt áfengis. Nú verða bæjaryfirvöld og for- eldrar í Kópavogi að taka höndum saman og gera átak í því að bæta þær félagslegu aðstæður sem börn og unglingar okkar búa við. Höfundur er stjórnmálafræðingur, í framboði tii prófkjörs fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Áskorun til Kópavogsbúa V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! eftir Hafstein J. Reykjalín Nú, laugardaginn 13. nóvem- ber, fer fram í Kópavogi prófkjör þar sem Kópavogsbúum gefst kostur á því að velja sér átta menn af lista sjálfstæðismanna fyrir næstu bæjarstjórnarkosning- ar nú í vor. Fyrir þá sem ekki vita og eða eru lítt pólitískir en vilja bæjarfé- lagi sínu vel, þá hafa sjálfstæðis- menn ásamt framsóknarmönnum stjórnað bænum síðasta kjörtíma- bil. Hver sá sem fylgst hefur með uppbyggingu þeirri og fram- kvæmdum sem átt hafa sér stað á þessum tíma komast ekki hjá því að sjá og viðurkenna að stór- kostleg umbreyting hefur átt sér stað. Þúsundir íbúa bjuggu við það 'CZOOOj Naustsins Okkar rómaða jólahlaðborð verður aö nýju hlaðið jólakrásum frá og meö 26. nóvember í hádeginu og á kvöldin. Ragnar Bjarnason á sinn þátt í aö skapa notalega jólastemmningu! JiÓissic) eÁÁiaf /óíaíiíabSorbinu — panlib timaníepa! 'Jiorðapanianir eru / sima 17759 Veitingahúsíá Naust — ■í/tedfss' sneJ -J á/ ófremdarástand í áratugi t.d. að hafa ófrágengnar götur og hafa þurft að stikia milli drullupolla til að komast að heiman og heim. Þessu fólki var lofað úrbótum ár eftir ár en aldrei gerðist neitt. Dugleysi og vanmáttur stjórn- enda bæjarins þá var með óiíkind- um. Gæfa okkar Kópavogsbúa var þó ekki langt undan. Fyrir síðasta prófkjör fékkst til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn nýr og bráð- skarpur maður úr atvinnulífinu og eftirsóttur til ýmissa þjóðfélags- starfa þar sem taka hefur þurft á málum. Maðurinn er dr. Gunnar Ingi Birgisson verkfræðingur. Sjálf- stæðismenn, undir forystu hans, lofuðu Kópavogsbúum fyrir síð- ustu kosningar stórátaki í gatna-, holræsa- og umhverfismálum ásamt uppbyggingu barnaheimila og félagsmála. Hver sá Kópavogsbúi sem vill með opnum hug kynna sér og/eða abba um Kópavog í dag, sér hve /el hefur tekist og með ólíkindum ivað öll fyrirheit og loforð hafa itaðist. Þeir sem þekkja Gunnar I. „„Bæjarfélagið og hagsmunir þess eru og verða að vera númer 1. Velferð þess er efst á mínum lista. Þar er verið að útdeila pening- um bæjarbúa og þeir þurfa að nýtast eins vel og kostur er og allt bruðl með það fé þoli ég ekki.““ Birgisson vita að hann er ekki í framapoti sjálfs sín vegna, heldur eins og hann segir: „Bæjarfélagið og hagsmunir þess eru og verða að vera númer 1. Velferð þess er efst á mínum lista. Þar er verið að útdeila peningum bæjarbúa og þeir þurfa áð nýtast eins vel og kostur er og allt bruðl með það fé þoli ég ekki.“ Þessa staðreynd geta allir sem vilja kynnt sér af eigin raun. Svona forystumann er nauðsynlegt að hafa og styðja við bakið á þegar Hafsteinn J. Reykjalín hann leitar til okkar um stuðning í 1. sætið í prófkjörinu laugardag- inn 13. nóvember. Það er okkar hagur Kópa- vogsbúa sjálfra fyrst og fremst. Stuðlum að áframhaldandi upp- byggingu og forystu hans. Gunnar í 1. sæti. Höfundur er vélfræðingur og forstjóri. xmvtnu/ Sími 685522 Hreyfill allra landsmanna Forysta í fimmtíu ár Þökkum iöng og góð viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.