Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 12

Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ullariðnaðurinn hefur rétt úr kútnum í kjölfar hagræðingar í rekstri KOSTNAÐUR við rekstur Foldu hefur lækkað um 40 milljónir milli áranna 1992 og 1993 en á liðnu ári var ráðist í endurskipulagn- ingu fyrirtækisins sem skilað hef- ur þessum árangri. Hagræðing í rekstri er ekki að fullu komin fram þannig að búast má við að rekstr- arkostnaður lækki enn. Fyrirtæk- ið er að rétta úr kútnum eftir stór áföll sem yfir dundu á fyrstu miss- erum í rekstri og sjá forráðamenn þess fram á að tækifæri í iðngrein- inni eru fyrir hendi. Baldvin Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Foldu sagði, að ráðist hefði verið á alla rekstrarliði til að lækka kostnað en endurskipulagn- ing hefði m.a. falist í verulegri fækkun á mannskap. Starfsfólki var fækkað um 30-40, hönnunar- deild sem flutt norður frá Reykja- vík, öll starfsemi fyrirtækisins flutt Könnun vegna kosninga Fjórðung-- ur er enn óákveðinn FJÓRÐUNGUR kjósenda á Akur- eyri er hefur ekki ákveðið hvaða stjómmálaflokk þeir ætla að kjósa í sveitarstjómarkosningunum og um 10% ætla ekki á kjörstað. Þetta er m.a. niðurstaða skoðanakönn- unar sem félagsfræðideild Mennta- skólans á Akureyri gerði fyrir Dag. Fylgi flokkanna miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni er þannig að Alþýðubandalag fengi 21,1% at- kvæða og tvo menn í bæjarstjórn, Alþýðuflokkur 7,7% og engan mann kjörinn, Framsöknarflokkur 40,2% og 5 menn kjöma og Sjálfstæðis: flokkur 31,3% og 4 menn kjöma. í bæjarstjóm sitja nú tveir fulltrúar Alþýðubandalags, einn frá Alþýðu- flokki, fjórir frá Framsóknarflokki og ijórir frá Sjálfstæðisflokki. Við síðustu kosningar buðu Kvennalisti og Þjóðarflokkur fram á Akureyri en ekki nú en þessir flokk- ar fengu um 10% atkvæða og virð- ist fylgi þeirra deilast á Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk ef marka má skoðanakönnunina. Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur höfða mest til ungs fólks en Framsóknarflokkur hefur áber- andi mest fýlgi eldra fólks. Ungt fólk og konur em í meira mæli í hópi óákveðinna. Könnunin var gerð í lok apríl og tóku 390 manns af 557 manna úr- taki þátt í henni. Ný tækifæri blasa við Foldu í eitt hús en var áður í nokkmm húsum á Gleráreyrum, meiri hag- kvæmni náðist í hráefnisinnkaupum og þá hefur nýting hráefnis batnað til muna sem Baldvin sagði að starfsfólk ætti allan heiður af. Veltan eykst Velta Foldu jókst úr 310 milljón- um í 318 millj. milli ára. Á árinu 1992 var 49 millj. kr. tap á rekstrin- um en fyrirtækið er nú gert upp með 2 millj. kr. tapi. Vaxtakostnað- ur hefur hækkað milli ára en áhrif gengisbreytinga á liðnu ári komu vel út fyrir Foldu sem átti útistand- andi skuldir í erlendri mynt og eins seldi fyrirtækið mikið til Japans en yenið styrktist á árinu. „Við finnum enn fyrir samdrætti meðal okkar stærstu viðskiptavina, en gerum okkur góðar vonir um að ná nýjum viðskiptasamböndum og hefur verið lögð nokkur vinna í það að endurnýja viðskiptavinahóp- inn. Sú þrönga staða sem við höfum verið í gefur okkur hins vegar ekki mikið svigrúm til að vinna á nýjum mörkuðum en við erum vongóð um að ná nýjum og spennandi aðilum í viðskipti," sagði Baldvin. Nýjar vélar eru á óskalistanum en að sögn Baldvins er hráefnis- kostnaður fyrirtækisins um 100 milljónir króna á ári og með nýrri vélum værí hægt að ná fram um 20% spamaði í hráefniskaupum. „Það eru tækifæri í þessari iðn- grein og við sjáum fram á bjartari tíma. Við þurftum tíma til að vinna okkur út úr vandamálum sem tengdust gjaldþroti fyrirrennara okkar, Álafossi, og þá urðum við fyrir miklu áfalli þegar stór kaup- andi í Rússlandi sveik gerða samn- inga. Það var mikil blóðtaka fyrir fyrirtækið og við töpuðum gífurleg- um íjármunum. Það hefur verið á brattann að sækja en við höfum lifað þessi áföll af og sjáum ýmis batamerki á lofti,“ sagði Baldvin. Bænnn býður ílyfturnar BESTA tímabili skíðamanna til margra ára lýkur um komandi helgi með því að bæjarbúum og gestum gefst kostur á að nýta sér lyftur sér að kostnaðarlausu, en bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti þetta á fundi á þriðjudag. Fyrirhugað var að loka skíða- svæðinu um síðustu helgi en ívar staðarhaldari Sigmundsson í Hlíðarfjalli sagði, að sennilega hefði gripið bæjarfulltrúa kosn- ingaskjálfti og væri vonandi að skíðaunnendur nýttu sér þetta síðasta tækifæri að komast á skíði. Veitingasalan verður ekki opin þar sem starfsfólk er hætt störfum og þá er verið að skipta um burðarvír í stólalyftu þannig að hún verður Iokuð en allar aðrar Iyftur verða í gangi. Burð- arvírinn, sem verið er að skipta um, kostar um 2 miHj. króna en sá sem fyrir var í lyftunni hefði orðið 25 ára gamall i lok ársins. j,Það gekk vel í vetur,“ sagði Ivar, „það hefur ekki gengið eins vel hér í mörg ár.“ Seld voru 17.500 dagskort í lyftur og tæp- lega 500 árskort sem er umtals- verð aukning frá fyrri árum, sem þýðir meiri innkomu í kassann. Þau eru Styðjum ► Munið gíróseðlana á okkar vegum. við bakið á þeim. Rauði kross íslands Rauöarárstíg 18,105 Reykjavík, slmi 91-626722 Einingar- félagar yf- ir 4.000 í fyrsta sinn FÉLAGSMÖNNUM í Verka- lýðsfélaginu Einingu fjölgaði á milli ára og eru nú í fyrsta skipti yfir 4.000 aðalfélagar skráðir í félagið. Einingar fé- lagar eru nákvæmlega 4.015 og aukafélagar 756. Flestir aðalfélaganna eru í Akur- eyrardeild eða tæplega 3.100 manns, þá eru yfir 400 manns í Dalvíkurdeildinni, 265 í Ól- afsfjarðardeildinni, 112 i Grenivíkurdeild og um 100 í Hríseyjardeild en í Bílstjóra- deild Einingar eru 56 félags- menn. Verkalýðsfélagið Ein- ing er þriðja stærsta félagið innan Alþýðusambands Is- lands. Aðalfundur félagsins var haldinn í fyrrakvöld var var Björn Snæbjörnsson end- urkjörinn formaður þess. 19 tilboð í hitaveitu NÍTJÁN tilboð bárust í lögn ríflega 10 kílómetra langrar aðveituæðar fyrir heitt vatn frá Laugalandi á Þelamörk til Akureyrar. í tilboðinu felst fullnaðarfrágangur lagnar og lands. Kostnaðaráætlun Hita- veitu Akureyrar hljóðaði uþp á 27,8 milljónir og voru 12 tilboðanna undir áætluninni. Friðrik Ólafsson bauð lang- lægst í verkið eða rúmar 15,2 milljónir króna eða tæplega 55% af áætluðum kostnaði. Hæstu tilboðin voru upp á tæplega 45 milljónir króna. Bæjakeppni í karaoke KARAOKEKEPPNI kaup- staðanna fer fram í skemmti- staðnum 1929 föstudags- kvöldið 6. maí en þar verður valinn fulltrúi Akureyrar í keppnina. Úrslit fara fram í Reykjavík í næsta mánuði. Skemmtistaðurinn 1929 hefur verið opnaður á ný og verður í fullum rekstri í sumar. Vor- tónleikar VORTÓNLEIKAR eldri nem- enda Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. maí, kl. 20.30. Þar verður sungið, leikið á píanó, fiðlu, lágfiðlu, selló, gítar, óbó og slagverk. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.