Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVIISIIM M3AUGL YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir tveimur hjúkrunarfræðingum til fastra starfa sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi, á kvöld- og morgunvaktir. í boði er gott húsnæði og góð launakjör. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í vs. 95-12329 og hs. 95-12920. Frá menntamálaráðuneytinu Skólameistari Laus er til umsóknar staða skólameistara Framhaldsskólans á Laugum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 1. júní nk. Menntamálaráðuneytið. - „Módel“ -fyrirsætur Virt umboðsskrifstofa í London hefur beðið Módelsamtökin um að útvega „módel" til starfa í London og Japan. Kjörið tækifæri. Aðeins traustar og áhugasamar stúlkur koma til greina. Módelsamtökin, Unnur Arngrímsdóttir, sími 643340 í dag milli kl. 17 og 19. „Au pair“ strax Þýsk fjölskylda óskar eftir íslenskri „au pair“ stúlku sem fyrst. Verður að hafa bílpróf og vera orðin 19 ára. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 76212. Garðabær Fóstra/sta rf smaðu r með uppóldismenntun eða reynslu óskast sem fyrst á leikskólann Bæjarból. Upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma 656470. Fósturskóla íslands Kennara vantar í eftirtaldar greinar skólaárið 1994-1995: 1) Kennara í uppeldisfræði og heimspeki með börnum vantar til kennslu í samþætt- um uppeldisgreinum. Heil staða. 2) Kennara í hagnýtri uppeldisfræði og verknámsleiðsögn í dreifðu og sveigjan- legu fóstrunámi. Stundakennsla. Afleysingar í eftirtaldar greinar: 1. Hagnýt uppeldisfræði og verknámsleið- sögn skólaárið 1994-1995. Hálf staða. Umsóknarfrestur er til 28. maí. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, sími 813866. Sölumaður Stór verslun í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann í framtíðarstarf. Aðeins kemur til greina vanur sölumaður, sem hefur góða framkomu og er þjónustulipur. Eiginhandarumsókn, ásamt meðmælum, sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Björt framtíð - 4172“. Hveragerðisbær Félagsmálastjóri Hveragerðisbær óskar eftir að ráða félags- málastjóra frá og með 1. júní nk. Félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar hefur umsjón með allri félagslegri þjónustu og starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hveragerðis. Félagsmálastjóri hefur umsjón með félags- legum íbúðum auk þess sem hann hefur stjórnunarskyldur á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Leitað er eftir einstaklingi með menntun á sviði félagsráðgjafar og/eða starfsreynslu á skyldu sviði. Lögð er áhersla á, að félags- málastjóri hafi einnig reynslu á sviði stjórnun- ar og geti tekið þátt í stefnumarkandi verk- efnum undir umsjón bæjarstjórnar og bæjar- stjóra. Umsóknir sendist bæjarskrifstofum í Hvera- gerði, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði, sími 98-34000 fyrir 20. maí nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri og skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar. Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hallgrímur Guðmundsson. RAÐAUGIYSINGAR Frá yfirkjörstjórn sameiginlegs sveitarfélags Barða- strandarhrepps, Rauðasandshrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga 1994 var lögð fram 4. maí 1994 og mun liggja frammi á skrifstofum Patrekshrepps og Bíldudalshrepps, og hjá oddvitum Barða- strandarhrepps og Rauðasandshrepps til kjördags. Kærufrestur til sveitarstjórna og oddvita rennur út þann 14. maí 1994 kl. 12.00 á hádegi og skulu kærur berast til viðkomandi sveitarstjórna og oddvita. Yfirkjörstjórn. Sölvi Sölvason, Guðmundur Sævar Guðjónsson, Valur S. Thoroddsen. Aðalfundur Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu miðvikudaginn 11. maí kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 3. maí 1994. Stjórn Dagsbrúnar. Kiwf Jlmiwi Kópavogsbúar Kvennalistinn hefur opinn fund í kvöld, fimmtudaginn 5. maí, kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Hvaða erindi á Kvennalistinn í bæjarstjórn? Kynning á helstu stefnumálum. Kvennalistinn í Kópavogi. Aðalfundur Aðalfundur Almenns lífeyrissjóðs iðnaðar- manna verður haldinn á skrifstofu sjóðsins, Skipholti 50C, Reykjavík, miðvikudaginn 18. maí 1994 kl. 16.00. - Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á reglugerð lífeyrissjóðsins. Stjórn Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna. Einsetinn skóli - allra hagur Opinn fundur í Gerðubergi fimmtudaginn 5. maí nk. kl. 20.30. Einsetning grunnskóla í Reykjavík. Hvernig verður framkvæmdin og hvert verður inntak skólastarfsins? Frummælendur: Árni Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. SAMFOK, Samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur. Aðalsafnaðarfundur Hólabrekkusafnaðar verður haldinn eftir guðsþjónustu nk. sunnudag kl. 11.00. Fundarefni: Aðalfundarstörf. Önnur mál. Safnaðarnefnd. Aðalfundur Almenna bókafélagsins hf. verður haldinn á skrifstofu félagsins á Ný- býlavegi 16, Kópavogi, miðvikudaginn 18. maí 1994 kl. 12.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. KAUPMANNASAMTOK ÍSLANDS Fundur um skattamál í dag, fimmtudaginn 5. maí, gangast Kaup- mannasamtök íslands fyrir hádegisverðar- fundi á Hótel Sögu, Skála, 2. hæð, kl. 12.00, um sérstakt eftirlitsátak ríkisskattstjóra á síðasta ári. Frummælendur verða: Tryggvi Jónsson, endurskoðandi, Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, Leifur ísleifsson, kaupmaður, og Skúli Jóhannesson, kaupmaður. Þess hefur verið óskað að fjármálaráðherra eða fulltrúi hans mæti til fundarins. Kaupmannasamtök íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.