Morgunblaðið - 05.05.1994, Side 48

Morgunblaðið - 05.05.1994, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK FOLK Rolling Stones Gömlu kemp- urnar ætla I tónleikaferð til Bandaríkjanna og Evrópu ►MICK Jagger og félag- ar í Rolling Stones eru ekki dauðir öllum æðum, þrátt fyrir að vera komn- ir á sextugsaldur. 1. ág- úst hefja þeir tónleika- ferð um Bandaríkin, en 30 ár eru liðin síðan fyrsta slíka ferð þeirra var farin. Til Evrópu og Asíu ætla þeir '95. Hljómsveitina skipa Mick Jagger, Keith Richards, Ron Wood, Charlie Watts og Darryl Jo- , nes sem kom í stað ; Bills Wymans. Miðaverð á tón- | leikana verður á bil- inu 1.800-3.600 kr.í síðustu tónleikaferð I sinni árið 1989 höfðu Ffélgarnir til samans 'rúma tvo milljarða upp úr krafsinu. Jagger var spurður hvort ferðin væri farin vegna pening- i anna en hann kom með ' aðra spurningu á móti: Hvað með allan bjórinn og stúlkurnar sem standa í fremstu röð? Nýja platan þeirra, „Voodoo Lounge“ kemur út í júlí og hafa þeir sam- ið við nýja útgefendur, Virgin Records. Hafa þeir valið tónleikaferð sinni sama nafn. MICK Jagger og félagar hans í Rolling Stones hefja tónleikaferð í ágúst. Gömul ást blossar á ný ► LEIKKONAN Liza Minelli og Desi Arnaz^ sem áttu í stormasömu ástarsambandi fyrir rúmum tuttugu árum, hafa nú endurnýjað kynnin að því er fréttir herma. Desi er giftur en það virðist ekki koma í veg fyrir að þau Liza hittist æ oftar. Einkum hafa þau sést saman á frumsýn ingum, en þau láta sér sýningarnar ekki nægja, því eftir þær hafa þau farið saman á uppáhaldsveitinga- stað Lizu þar sem þau hafa setið fram eftir kvöldi. NORÐLENSKAR dísir brosa sínu breiðasta. Þær heita Pálína Sigurðardóttir, Hildur Símonardóttir, Guðný Sif og Kristín Oladóttir. Minelli og Amaz sjást æ oftar saman. Liza Desi Þannig litu þau Liza og Desi út fyrir tutt- ugu árum. Á ANNAN tug vélsleðaöku- manna hlutu gullverðlaun fyr- ir sigur í vél- sleðamóti, sem haldið var í Hlíðarfjalli fyrir helgi. Heima- menn höfðu ástæðu til að gleðjast, því norðlenskir öku- menn fengu flestöll verðlaun mótsins. Var það ekki í fyrsta skipti í þessari erfiðu íþrótt. Á laugardagskvöldið var síðan haldið mikið hóf í Sjallanum, þar sem verðlaunin voru afhent, auk þes sem tískuvöruverslanirnar Contact og Ynja stóðu fyrir tískusýningu með norðlenskum fyrir- sætum. Verðlaunahöfum fannst ekki ónýtt að fá koss frá fyrirsætunum Aldísi og Óddu, sem sýndu fatnað frá Contact. Yfir höfuð ríkti mik- il ánægja með norðlensku fyrirsætumar. Þá vöktu undirfötin frá Ynju einnig lukku hjá vél- sleðamönnunum, en karlmenn voru í miklum meirihluta á verðlaunaafhendingunni. NORÐANMENN gerðu sér glaðan dag í Sjal- lanum á laugardagskvöldið. Mannfagnaður Fjör í Sjallanum Blöndal Morgunblaðið/Björn LEIKHÓPURINN Perlan ásamt Sigríði Eyþórsdóttur leikstjóra þegar þau voru að leggja í hann sl. mánudag. Leikhópurinn Perlan sýnir í Brassel LEIKHÓPURINN Perlan hélt til Brussel síðastliðinn mánudag þar sem félagarnir taka þátt í alþjóðlegri listahátíð fatlaðra. Sýnir hópurinn leikritið Mídas konung í leikstjórn Sigríðar Eyþórsdóttur, sem jafn- Búningarnir eru viðamiklir, að sögn Sigríðar, og af þeim sökum voru þátttakendur í vandræðum með að koma þeim fyrir í ferðatösk- um. Þetta er í annað sinn sem Perlan tekur þátt í alþjóðlegri listahátíð, en árið 1989 fór hópurinn til Washington, þar sem 55 lönd tóku þátt í hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.