Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSLYSIÐ VIÐ BORGARIMES Morgunblaðið/Sveinn Haukur Pétursson SJÓNARVOTTAR óðu út að flakinu. Sjór náði þeim í miðja kálfa við flakið. Björgunarmenn komu svo að á gúmbátum. Virtist missa mót- or í klifinu GUÐBRANDUR Reynisson lög- reglumaður horfði á flugslysið út um glugga lögreglustöðvarinnar í bænum. „Hann hafði flogið lágt og var að klífa þegar hann virtist hafa misst mótor í klifinu og skall nið- ur,“ sagði Guðbrandur sem giskaði á að vélin hefði verið I 2-300 feta hæð þegar hún missti flugið. Guðbrandur var einn á lögreglu- stöðinni þegar þetta var, en gerði félögum sínum viðvart, klæddi sig síðan í flotgalla og óð út að flakinu og var kominn út að flakinu eftir nokkrar mínútur. Hann sagði að mikil umferð hefði verið eftir þjóðveginuni yfir brúna þegar slysið varð en umferðin hefði stöðvast langa leið I báðar áttir og mikið fjölmenni hefði fylgst með björgunarstarfinu. Tveir fórust með flug- vél að fjölda ásjáandi TVEIR menn, Magnús Helgason, 50 ára, og Jóhann Pétur Jónsson, 50 ára, fór- ust þegar eins hreyfils fjög- urra sæta Cessna-flugvél, TF-EGE, skall til jarðar við Borgames um klukkan 17.25 á sunnudag. Fjöldi manna varð vitni að slysinu. Nokkrir sjónarvottanna óðu út að flakinu, þar sem það kom niður í hnédjúpt vatn yfir sandrifi um 150 metrum frá byggðinni í Borgarnesi og um 500 metrum frá Borgarfjarðarbrú. Mennim- ir, sem voru tveir í vélinni, voru látnir þegar að var komið. Orsakir slyssins eru til rann- sóknar hjá flugslysanefnd. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur ekkert komið fram sem bendir til vélarbilunar. í sam- Magnús Helgason tölum Morgunblaðsins við sjónar- votta kom fram, að vélin hefði nokkrum sinnum flogið lágt yflr Borgarnes og tekið dýfur yfir Borgarfirði áður en eitthvað virtist fara úrskeiðis er vélin var í beygju á leið úr einni dýf- unni. Við það hafi hún virst missa mótor og svo skollið til jarðar. Mennirnir sem létust hétu: Magnús Helgason, 50 ára, fæddur 13. júní 1944. Hann var til heimilis á Háa- leitisbraut 133 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tvö böm. Jóhann Pétur Jónsson, 50 ára, fædd- ur 7. janúar 1944, til heimil- is í Hraunbæ 162 1 Reykja- vík. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og tvö börn. Þeir voru báðir varðstjórar í Slökkviliði Reykjavíkur og höfðu starfað þar saman síðan 1968. Magnús, sem var flugmaður vélarinnar, starfaði einnig sem ökukennari og rak ökuskóla í Reykjavík. Jóhann Pétur Jónsson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar kom á staðinn með flugslysanefnd og hífði síðan flak TF-EGE á þurrt um 2 klst. eftir slysið. 26 björgunarsveitar- menn á slysstaðnum Heyrði dynkinn GUÐMUNDUR Finnur Guðmunds- son, björgunarsveitarmaður í Borg- amesi, sá til flugs TF—EGE, þar sem hún flaug lágt yfir húsum I bænum. Síðan heyrði hann dynkinn þegar hún skall í sjóinn, ræsti strax út félaga sína í björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi og var meðal fyrstu manna út að flakinu. „Það var að byija að falla að og vatnið náði mönnum sums staðar upp á læri,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið á sunnudagskvöld. „Það kom strax í Ijós að það var ekkert lífsmark með mönnunum." Um 20 mínútum eftir slysið voru 26 björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Bátar voru settir á flot og farið á þeim á slysstaðinn. Flug- slysanefnd kom á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti við slysstaðinn um klukkan 18.50 ogtók við rannsókn slyssins ásamt lögregl- unni í Borgarnesi. Þyrlan flutti flak vélarinnar að fyllingu við Borgarfjarðabrúna, þar sem hún var tekin á bílpall og ekið til Reykjavíkur. Aðgerðum björgun- arsveitarmanna á staðnum var lokið um klukkan 19.30. Morgunblaðið/Sveirir LILJA Ingvadóttir, Fjóla Ingvadóttir og Ása Helga Halldórsdótt- ir. Lijja og Ása fyígdust með flugslysinu, en Fjóla var á leið út á svalir þegar hún heyrði vélina skella í sjóinn. Morgunblaðið/Sverrir ÁSGEIR Sæmundsson, formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi, Guðmundur Finnur Guðmundsson, Ragnar Andrés- son og Unnsteinn Þorsteinsson voru í hópi 26 björgunarsveitar- manna sem unnu við björgun á slysstaðnum. Sjonarvottar að flugslysinu Var eins og flugvélin næði ekki að lyfta sér úr dýfunni MÆÐGURNAR Ása Helga Hall- dórsdóttir og Lilja Ingvadóttir sátu á svölunum heima hjá sér við Beru- götu í Borgarnesi þegar þær tóku eftir TF-EGE, sem flaug nokkrum sinnum yfír Borgarnes, mjög lágt að því er þeim virtist. Flugi vélar- innar fylgdi talsverður hávaði og bar hana við miðjar hlíðar Hafnar- fjalls. „Það var eins og hann væri að leika sér eða sýna einhveijar list- ir,“ sagði Lilja. „Vélin tók dýfur upp og niður og flaug í sveig. Eftir eina dýfuna sveigði hún upp á við og að nýju í beygju. Þá var eins og hún næði ekki að lyfta sér. Eft- ir það hún skall niður. Það heyrðist rosalegur hvellur." Fjóla, systir Lilju, hafði verið inn- andyra en sagðist hafa komið út á svalir um svipað leyti og vélin skall til jarðar. Lágflug hennar hafði vakið athygli Fjólu og var hún á leið út á svalir til að fylgjast með vélinni þegar hún heyrði hvellinn. „Ég hélt fyrst að hún hefði lent á götunni," sagði Lilja, „ég gat varla trúað að þetta hefði gerst." Mæðg- umar eru sammála um að strax og þær sáu hvernig vélin kom niður hafí þeiin orðið ljóst að þeir sem í henni voru hefðu slasast mikið eða beðið bana. Vélin kom niður í hnédjúpt vatn á sandrifi, í á að giska 100-150 m fjarlægð frá húsunum við Berugötu. Fjölmargir íbúanna sátu á svölum sínum og einhveijir þeirra fylgdust með vélinni úr kíki. Börn voru að leik við götuna. Fjölda fólks dreif strax að og tveir menn úr nálægurn húsum óðu strax út að flakinu. A leiðinni tók vatnið þeim í bijóst þar sem dýpst var en þar sem vélin kom niður var grynnra. Mægðurnar telja að um 5 mín- útum síðar hafi lögreglumaður í flotgalla komið að flakinu og eftir um 20 mínútur hafí gúmbát verið róið að flakinu. Þá hafí margt fólk safnast fyrir á götunni og fylgst með björgunarmönnum og segja þær, að fljótlega hafi fólk séð af látbragði björgunarmannanna og því hve lítill asi var á þeim, að þeir sem í vélinni voru væru látnir. I I I > I I > I i > i > > í > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.