Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MINNINGAR ■4- Guðmundur ■ Magnússon, húsasmíðameist- ari, var fæddur 13. júní 1916 í Hnífsdal. Hann lést 20. ágúst í Reykjavík. Hann var sonur Magn- úsar Hálfdanar- sonar, íshússljóra í Hnífsdal, og konu hans, Hall- dóru Þorsteins- dóttur. Kona Guð- . mundai' var Anna Steindórsdóttir jámsmiðs Jóhannessonar á Akureyri og konu hans, Sigur- bjargar Sigurbjarnardóttur. Þau Guðmundur og Anna eignuðust fimm börn: Asu, f. 10. ágúst 1942, maki Böðvar Hauksson, d. 1987; Gylfa, f. 6. ágúst 1943, maki Nína Kar- en Grétarsdóttir; Magnús, f. 20. nóv. 1947, maki Margrét Ingimarsdóttir; Anna Dóra, f. 5. des. 1952, maki Sigurður Ársælsson; og Sigurborg, f. 13. júní 1955, maki Björn Ing- varsson. Barnabörn eru tólf ^jvg barnabarnabörn tvö. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. ÞAÐ ERU um það bil 15 ár frá því að kynni hófust á milli okkar Guðmundar Magnússonar, húsa- smíðameistara. Upphafið var, að Ása dóttir hans og Böðvar sonur minn ákváðu að ganga hinn sama veg í lífinu. Þau gengu í hjóna- band og eignuðust einn son, Árnar $fey, f. 17. febrúar 1981, og er hann nú 13 ára. Arnar naut föður síns ekki lengi; Böðvar lést aðeins fertugur, árið 1987. Brátt myndaðist gott og náið samband á milli beggja fjölskyldn- anna, og átti kona Guðmundar, Anna Steindórsdóttir, svo og börn þeirra, ríkan þátt í að gera öll samskiptin sem ánægjulegust. Guðmundur var Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur í Hnífsdal, og átti sín æskuár þar. Þá flutti hann til Akureyrar, þar sem hann kynnt- ist konu sinni, og þar átti hann heima til ársins 1953, að þau fluttu til Reykjavík- ur, og þar hefur heimili þeirra verið síðan. Á Akureyri lærði Guðmundur húsa- smíði og frá þeim tíma hafa húsbyggingar verið hans lífsstarf, enda naut hann mikils trausts á þeim vettvangi. Hann var afburða teiknari, og sem dæmi um það má nefna að hann var farinn að teikna hús áður en hann lauk námi, og voru hús, teiknuð af honum, byggð bæði á Akureyri og í Reykjavík. Svein- björn Jónsson, alltaf kenndur við Ofnasmiðjuna, kynntist Guðmundi þegar á unga aldri og sá, að þar fór efnilegur maður á sviði bygg- ingarlistarinnar. Hann hvatti Guð- mund mjög til frekara náms á því sviði, og bauð honum sinn stuðn- ing. En þá kom stríðið, svo að öll áform um það urðu að víkja. Guð- mundur vann um langan tíma sem sjálfstæður verktaki og byggði sem slíkur m.a. mikið fyrir Póst og síma, bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Má þar nefna símstöðv- arhúsin á Húsavík, Patreksfirði og í Borgarnesi, og svo endur- varpsstöðina á Rjúpnahæð og sím- stöðvarhúsið að Múla við Suður- landsbraut í Reykjavík. Síðasta viðfangsefni hans á sviði húsbygg- inga var einbýlishús fyrir þau hjónin að Logafold 87 í Grafar- vogi. Er hann hófst handa við það verk, var hann nær sjötugu og lauk svo að mestu við frágang bílskúrsins og lóðarinnar, sem var mjög erfitt, nú á þessu ári, þá 78 ára gamall. Þau hjónin voru þó búin að njóta þess að búa í sínu fallega og afburða vel gerða húsi í 7 ár, er hann lést. Með okkur Guðmundi og ijöl- skyldum okkar tókst góð vinátta. Hann var maður traustur og vin- fastur, og ávallt léttur í lund, fróð- ur og skemmtilegur. Hin síðari ár tók heilsan að gefa sig nokkuð, en hann lét ekki undan fyrr en krabbameinið heltók hann og lauk sínu verki á skömmum tíma. Við Lára vottum Önnu, eftirlif- andi konu Guðmundar, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar inni- legustu samúð við fráfall þessa mæta manns. Haukur Eggertsson. Guðmundur Magnússon, afi okkar, er látinn. Það eina sem við getum verið viss um í þessu lífi er að einhvern tíma kemur að því að kveðja, nú er komið að því að fylgja ■ ástkærum afa okkar til hinstu hvílu, vitandi það að nú líð- ur honum vel. Okkur langar að þakka afa í Grafarvogi fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum og biðj- um guð að styrkja ömmu okkar sem og okkur öll, sem syrgjum hann. Hvíl í friði, elsku afi. Aldís Björk, Brynjar og Arnar Freyr. Fyrir um þremur vikum þegar ég heimsótti af á spítalann, þá töluðum við mest um flutningana. Afi og amma höfðu nýlega selt húsið sitt í Logafoldinni og ætluðu að flytja 20. ágúst. í þetta skipti fluttu þau ekki saman. Afi flutti á æðra tilverustig. Þegar ég svo fór frá afa, þá kyssti ég hann og kvaddi. Innst inni hafði ég það á tilfinningunni að þetta væri í síð- asta skipti sem ég sæi afa á lífi en trúði því ekki. Ég vonaði svo heitt og innilega að afi myndi hressast. Þegar ég fékk síðan fréttirnar að afi væri dáinn hellt- ust yfir mig ótal minningar. Flest- ar snerust þær um afa og ömmu Önnu. Sú minning sem er mér sterkust um afa er skrifstofan hans. Þar geymdi afi allar teikn- ingar, pappíra sem viðkomu smíð- um og alla þessa skrítnu penna sem skrifuðu ekki neitt. Nú veit ég betur, þetta voru teiknipennar. Afi var byggingameistari. Öll hans vinna og áhugamál snerust í kringum smíðarnar. Hann þurfti alltaf að vera að vinna við eitt- hvað. Ég man ekki það skipti sem ég kom í Logafoldina að afi hafi ekki verið í vinnusloppnum á verk- stæðinu í kjallaranum. Fyrir fjórum árum eignaðist ég hana Stefaníu Kristínu. Afa, sem hafði yndi af börnum, þótti svo gaman að fá hana í heimsókn. Þá fór afi með hana niður í sjónvarps- herbergi þar sem hann geymdi taflið sitt. Þar gátu þau setið dá- góða stund. Þegar áhuginn minnk- aði um stundarsakir á taflinu, fóru þau upp í eldhús til hennar ömmu, sem alltaf átti eitthvað með kaff- inu. Síðan var aftur farið að leika sér að taflmönnunum. Elsku afi, nú þegar ástvinir kveðja taka nýir við fyrir handan. Þar mun þér einnig líða vel. Þegar minn tími kemur þá vona ég að þú verðir meðal þeirra ástvina sem taka á móti mér. Vertu sæll að sinni. Anna Guðrún og Stefanía Kristín. Hann afi minn, Guðmundur Magnússon, er dáinn. Hann háði stutta en erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sama hvernig við reynum að undirbúa okkur þegar að kallinu kemur, alltaf er það reiðarslag. Eftir sitjum við sorgbit- in og dofin. Á stundu sem þessari er svo margs að minnast. Áfi var einstakur maður, heiðarlegur og trúr og vinnusamur og ekki síst fjölskyldumaður og bamgóður mjög. Afi var húsasmiður og mjög metnaðargjarn og vandvirkur sem slíkur og standa mörg mannvirki eftir hann um allt land. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp hjá afa og ömmu mín GUÐMUNDUR MAGNUSSON LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fáið myndalistann okkar. 720 B°rc|arfirSi eystra, sími 97-29977 ERFIDRYKKJUR P E R L A N •r---------------- sími 620200 Erfidrykkjur (ila*silet» kaílt- lilaðborð lalleííir sídir og ntjög góö þjónusta lípplýsingíU' ísínia22322 FLUGLEIÐIR HAFSTEINN HJARTARSON Hafsteinn Hjartarson var fæddur í Kaup- mannahöfn 5. sept- ember 1908. Hann andaðist í Borgar- spítalanum 20. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sig- uijónsdóttir, fædd í Reykjavík 5. des- ember 1889, og Hjörtur Árnason Fjeldsted, kaup- maður í Reykjavík, ættaður frá Hörgs- hóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Hafsteinn var tvígiftur. Fyrri kona hans hét Sigurlaug Guð- mundsdóttir frá Helgavatni í Þverárhlíð, dáin í Reykjavík 21. október 1943. Þeirra sonur er Tómas Reynir, prentari, fæddur í Reykjavík 10. nóvem- ber 1935 og býr hann í Pól- landi. Seinni kona Hafsteins er Jórunn Sigríður Sveinbjörns- dóttir frá Hnausum í Austur- ÁRIÐ 1942 gerðist ég lögreglu- þjónn í Reykjavík. Þá voru þrískipt- ar vaktir allan sólarhrmginn. Tutt- ugu nýliðar voru ráðnir þetta ár og skipt á vaktirnar, sem voru þá kenndar við varðstjórana. Ég lenti á vakt Pálma Jónssonar. Þarna vom saman komnir menn víðs veg- ar af landinu, hver öðrum myndar- legri. Þá var alltaf mikið sótt í að kom- ast í starfið og því úr mörgum að velja. Fljótlega eftir að ég kom á vaktina, veitti ég athygli háum og Húnavatnssýslu. Þeirra dætur eru Hilda, f. 17. júlí 1949, og Hjördís, f. 15. nóvember 1952. Foreldrar Hafsteins voru ekki gift og ólst hann upp hjá hjón- unum Rannveigu Gissurardóttur og Tómasi Klogh Pálssyni á Lind- argötu í Reykjavík. Sigríður, móðir Hafsteins, fluttist til Danmerkur og giftist 19. apríl 1912 dönskum manni, Andreas Jensen, og bjuggu þau í Kaupmannahöfn. Hann dó 1962 en Sigríður dó 1990, 101 árs gömul. Hafsteinn hafði mjög gott samband við móður sína og heimsóttu þau hjónin hana öðru hvoru til Kaupmannahafnar og einnig kom hún nokkrum sinnum til íslands. Utför Hafsteins fer fram frá Fossvogskapellu í dag. grönnum manni með dökkt hár og bjartan og hreinan andlitssvip. Þessi maður var Hafsteinn Hjartar- son. Þegar við kynntumst betur, kom í ljós að við vorum ættaðir úr sömu sýslu, Vestur-Húnavatns- sýslu. Ég er fæddur þar og uppalinn en faðir Hafsteins, Hjörtur Arnason (tók sér ættarnafnið Fjeldsted), var frá Hörgshóli, sonur Árna Árnason- ar bónda þar, sem var þekktur fé- lagsmálafrömuður og sveitarhöfð- ingi. Þessi sýslutengsl okkar hafa ef til vill orðið til þess að við gáfum okkur meira hvor að öðrum. Oft gat ég frætt hann um sýsluna okk- ar og frændfólk hans þar. Aftur á móti gat hann sagt mér svo margt um Reykjavík, því þar var ég alveg ókunnugur. Síðar áttum við eftir að tengjast fjölskylduböndum þegar Hafsteinn giftist Jórunni systur konu minnar. Eftir það var að sjálfsögðu áfram- haldandi vinskapur milli okkar heimila þótt við hættum að vinna saman hjá lögreglunni. Hafsteinn var bókhneigður og las mikið þegar tími gafst til enda mjög fróður um menn og málefni, en sérstaklega vel heima í sögu borg- arinnar. Hann sagði mér einnig margt frá sínum æskudögum, bæði í leikjum og störfum og fannst mér það nokkuð ólíkt minni æsku í sveit- inni. Eftir að Hafsteinn hætti vegna aldurs í lögreglunni gerðist hann gæslumaður hjá Stjórnarráðinu og vann þar þangað til hann varð 83 ára gamall. Oll störf vann hann af mikilli trúmennsku og var vel látinn af sínum yfirmönnum. Hafsteinn var góður heimilisfað- ir, sá vel fyrir öllu og voru þau hjón samhent að móta sitt fallega heim- ili í Stóragerði 10. Aldrei heyrði ég Hafstein hallmæla nokkrum manni og alltaf tók hann málstað þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það eru áreiðanlega margir, bæði starfsfélagar og samferðafólk, sem eiga góðar minningar um þennan mæta mann og óska honum góðrar heimkomu í landið eilífa. . Ég og fjölskylda mín sendum fyrstu ár, þar sem móðir mín bjó þá enn í foreldrahúsum. Mín fyrsta minning um afa er að sem lítið barn sofnaði ég við sussuhljóð í fangi hans. Það var líka svo gott að leiða hann því afi hafði svo stórar og traustar hendur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég rölti sjálf út í vinnu til afa. Við bjuggum þá í Vesturbænum og afi með með verkstæði í JL-hús- inu. Þegar hann kom heim í hádeg- inu, sem þá var siður, tók hann sér alltaf spil í hönd, lagði nokkra kapla, og hallaði sér síðan. Eins eru jólin mér mjög minnisstæð, þau voru svo hátíðleg. Þegar farið var á jólaball hjá Oddfellow, þar sem afi var félagi, var ég þá eins og alltaf mjög hreykin af honum. Ég fékk snemma það verkefni og þótti mikið til koma að bursta skóna hans þegar hann fór á stúkufund. Alltaf fékk stelpan hrós, þó sjálfsagt hafi verkið ekki verið fullkomið. Honum fannst mjög gaman þegar öll fjölskyldan kom saman, ekki síst ef tekið var í spil. Mér var kennt að spila mjög ungri og fékk oft að vera mótspil- ari afa. Margar voru góðu stundirnar í sumarbústaðnum sem afi byggði uppi á Vatnsenda og þegar ég bað um rólu var það auðfengið. Svona gæti ég haldið lengi áfram, svo margar eru minning- arnar um hann afa minn. Alltaf átti ég hauk í horni þegar hann var annars vegar. Dóttir mín var svo heppin að hafa „langa“ eins og hún kallaði hann sín fyrstu tvö ár. Nú smíðar „langi“ ekki lengur, nú er hann að „lúlla“. Skömmu áður en afi veiktist fannst honum nauðsynlegt að ná sér í gott efni og koma upp rólu fyrir þá litlu. Afi og amma voru að flytja í ann- að og minna húsnæði, en daginn sem áætlað var að flytja fór afi til annarra heimkynna. Það er mér huggun að hann er laus við þraut- ir og líður vel. Megi guð styrkja hana ömmu og okkur öll á þessari sorgarstund. Hafðu þakkir fyrir allt það sem þú varst okkur. Minningin um þig lifir. íris Laufey og Ása Lilja. konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. Dýrmundur Olafsson. Dauðinn kveður oft snögglega dyra hjá okkur mannanna börnum. Þótt dauðinn sé oft nálægur og vit- undin um að eitt sinn skal hver deyja, erum við sjaldnast viðbúin. Þegar slíkir atburðir gerast eru góðar minningar um hinn látna oft sú huggun sem við höllum okkur að. Ég var svo lánsöm að alast upp hjá afa mínum og ömmu og eru ófáar þær góðu stundir sem við áttum saman. Alltaf leysti afi úr öllu sem upp kom og var hann manna glæsilegastur. Hæglyndi var hans aðalsmerki. Fósturforeldrar hans voru Rann- veig Gissurardóttir og Tómas Klogh Pálsson. Ungur að aldri fór hann í fóstur til þeirra og reyndust þau honum með afbrigðum vel, hann elskaði þau af öllu hjarta. Ungur sótti hann vinnu og var alla tíð afskaplega duglegur til verks. Aldrei gafst hann upp þó að á móti blési. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þá hamingju að fá að eiga þær stundir með afa sem ég átti með honum síðustu æviárin hans. Guð gefi ömmu styrk til að komast yfir áfallið og ná jafnvægi til að geta notið samvista við afkom- endur sína og vini. Yil ég hér til- einka honum þetta ljóð. Þ6 að lokist lífsins hringur far þú sæll þá þú vilt tryggð og hlýja áfram syiigur í huga mér.svo milt, . minning þín verður víðar ég mun koma til þín síðar. Þín afastelpa, Sigurlaug Hrafnkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.