Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILBOGIMA GNÚSSON + Vilbogi Magn- ússon fæddist ~ 22. apríl 1922 á Stokkseyri. Hann lést í Borgarspítal- anum 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru María Gísladóttir og Magnús Jónasson. Þau voru ættuð úr Arnessýslu. Þar ólst Vilbogi upp með móður sinni, sem stundaði sveitastörf á ýms- um bæjum í sýsl- unni. Núlifandi hálfsystkini Vilboga eru Ingibjörg Helga- dóttir, Pétur Guðmundsson og Oskar Magnússon. I æsku dvaldist Vilbogi um tíma á heimili Jóns Þorvarðarsonar og Vigdísar Helgadóttur á Ragnheiðarstöðum í Flóa og leit hann ávallt á börn þeirra sem sín systkini. Vilbogi fór að vinna fyrir sér um ferm- ingaraldur. Hann vann öll al- menn verkamannastörf til sjós og lands. Lengst af vann hann sem vörubifreiðarstjóri, en síð- ustu 12 árin vann hann hjá j*. embætti Lögreglustjórans í VILLI afi er dáinn. Villi afi, sem alltaf var til staðar þegar ég þurfti á að halda og fylgdist með því sem á daga mína hefur drifið í 15 ár. Það var Villi afi, sem fór með mig upp á slysadeild þegar ég fór þang- að í fyrsta skipti, það var Villi afi, sem huggaði mig þegar ég datt af hjólinu mínu þegar ég var Reykjavík, fyrst á bifreiðaverkstæði og síðan sem að- stoðarhúsvörður á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Arið 1950 kvæntist Vilbogi Sigur- björgu Rósu Vig- gósdóttur, f. 17. ágúst 1925, frá Siglufirði. Heimili þeirra var alla tíð í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, sem öll eru búsett í Reykjavík. Þau eru Eðvarð Viggó, f. 11. október ’50, kvæntur Sesselju Gísla- dóttur, börn þeirra eru Gísli Páll, Sigurbjörg Rósa og Reyn- ir Örn; María, f. 26. mars ’52, gift Einari Kr. Friðrikssyni, börn þeirra eru Vilbogi Magn- ús, Friðrik Sigurður og Kristín Helga; Jóhann Guðbrandur, f. 13. júní ’54, kvæntur Þórdisi Gunnarsdóttur, dóttir þeirra er Erna Bjargey; og Guðlaug, f. 8. október ’58, sonur hennar er Hafliði Jónsson. Útför Vil- boga fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag að læra að hjóla og það var Villi afi sem leyfði mér að prófa að keyra bíl í fyrsta sinn. Það var svo skrítið, það þurfti aldrei að biðja hann um aðstoð, það var alltaf eins og hann fyndi það á sér þegar ég þurfti á hjálp hans að halda. Og það hefur verið ýmislegt sem við höfum brallað saman. Það var ekki svo sjaldan sem við lágum saman á gólfinu og lékum okkur að kubbum eða bílum. Flest aðfangadagskvöld í mínu minni höfum við afi látið okkur hverfa til þess að fara í kubbaleik en nú verða aðfanga- dagskvöldin aldrei söm og áður. I hvert sinn þegar hann kom í heimsókn byijaði hann alltaf á því að spyija hvað ég væri nú búinn að gera nýtt úr kubbunum mínum síðan síðast. Svo þurfti að skoða, spjalla, betrumbæta og lagfæra. Afi vildi fylgjast með öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Því var það alveg nauðsynlegt að segja honum nákvæma ferðasögu í hvert sinn sem ég fór í ferðalag, hvort sem það var með skólanum, mömmu eða nú síðast með ung- lingadeild Björgunarsveitarinnar Ingólfs. Því var það alltaf föst regla þegar ég kom heim úr ferðalagi að byija á því að hringja í afa. Og það var einmitt á sýningu sem Björgunarsveitin Ingólfur hélt sem við afi vorum saman í síðasta sinn, daginn áður en hann dó. Þá fylgd- ist hann með þegar ég tók þátt í sýningunni og ég veit að það gladdi hann mjög mikið og mér fannst líka gott að vita af honum. Þegar mamma mín og systkini hennar voru lítil þurfti afi að vinna mjög mikið og gat því ekki verið með sínum bömum eins mikið og hann hefði örugglega viljað. Mamma hefur því oft sagt að hann hafi getað sinnt mér meira en öll- um sínum börnum til samans. Og það var mikið lán. Afi var verka- maður alla tíð og stoltur af því. Hann taldi ekki eitt starf merki- ' GUÐRÍÐUR M. PÉTURSDÓTTIR + Guðríður M. Pétursdóttir fæddist í Hafnar- firði 25. maí 1923. Hún lést 19. ágúst 1994 í Borgarspítal- anum. Móðir henn- ar var Guðmunda Eggertsdóttir, f. 1. febrúar 1902, d. 16. október 1989. For- eldrar hennar voru Eggert Gíslason og Guðríður Arnadótt- ir. Þau voru útvegs- bændur í Kothúsum í Garði. Faðir Guð- ríðar var Vigfús Pétur As- mundsson, f. 21. janúar 1900, d. 1. maí 1967, sjómaður og verkamaður. Foreldrar hans voru Ásmundur Björnsson og Katrín Markúsdóttir, þau bjuggu á Húsavík. Guðmunda og Vigfús Pétur bjuggu í Höfn í Garði. Guðríður ólst þar upp ásamt yngri bróður sínum, Kristjáni Karli, f. 16. október 1931, d. 11. maí 1979. Hún gift- ist 1947 Gunnari Oskarssyni, f. 17. september 1927, d. 1. nóvember 1981, deildarstjóra r og söngvara. Fyrir átti hún soninn Davíð Eyrbekk, f. 13. maí 1943, slökkvi- liðsmann á Kefla- víkurflugvelli. Hann ólst upp hjá foreldrum hennar. Guðríður og Gunn- ar eignuðust tvo syni, Gunnar Örn, f. 2. desember 1946, mýndlistarmann, og Þórð Steinar, f. 23. janúar 1948, hæstaréttarlög- mann. Hann ólst upp hjá fósturfor- eldrum, hjónunum Bjarnfríði _ Sig- uijónsdóttur og Ágústi Ólafs- syni rafvirkjameistara í Reykjavík. Guðríður og Gunn- ar slitu samvistir. Seinni maður Guðríðar var Geoff Meekosha, verslunarmaður, f. 5. desember 1924 í Englandi, d. 30. apríl 1983, Þau eignuðust soninn Pétur, f. 9. október 1957. Hann er hleðslustjóri hjá Flugleiðum. Guðríður og Geoff bjuggu um árabil í Englandi. Guðríður starfaði m.a. við verslunar- störf. Barnabörn hennar eru 13 og barnabarnabörnin 10. Útför hennar fer fram frá Út- skálakirkju í Garði í dag. ELSKULEG tengdamóðir mín er látin eftir erfið veikindi. Ég ætla ekki að skrifa um ævi hennar, heldur kveðja hana með fáeinum orðum. Ég rifja. upp í huga mínum þegar ég hitti hana í fyrsta skipti árið 1977. Ég var feimin og vandræða- leg, en hún heilsaði mér og varð strax þægileg í viðmóti. Strax varð gott samband á milli okkar og feimnin hvarf fljótlega og alitaf síð- an höfum við getað talað mikið saman og stundum án orða, við vissum oft hvað hin var að hugsa. Það kom tímabil í lífi mínu þegar mér leið oft illa. Þegar Gugga hringdi í mig þá vissi hún strax hvernig mér leið og sagði þá eitt- hvað gott, eitthvað hughreystandi. Alltaf leið mér betur á eftir. Er ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Andleg málefni varð okkur oft tíðrætt um. í þeim málum var Gugga fróð um margt, auk þess sem hún sjálf hafði gott innsæi. Fólk kom til hennar til að fá kraft. Þegar hún greindist með krabba- mein fyrir rúmlega níu árum, varð hún strax mjög meðvituð um sjúk- dóminn og mikilvægi andlegs og líkamlegs jafnvægis gagnvart hon- um. Hún ræddi oft um það hvernig hún hreinsaði huga og líkama. Hún las mikið um þessi málefni og fræddi mig um margt. Aldrei fann ég fyrir biturleika eða vorkunn vegna veikindanna heldur var hún' ákveðin í að fá lífsfyllingu út úr hverjum degi og aðlagaði sig að ástandi sínu á hveijum tíma. Gugga sagði mér að sér fyndist haustið daprasti tími ársins þegar allt færi að fölna og deyja. Hún kvaddi okkur áður en sá tími kom. í bókinni Yoga heimspeki, sem hún hélt mikið upp á, segir að maðurinn hafi alltaf lifað og muni alltaf lifa. Að það sem við köllum dauða, sé eins og að sofna um kvöld til þess eins að vakna aftur að morgni. Að dauðinn sé aðeins skammvinnur missir meðvitundar. Að lífið haldi sífellt áfram og mark- mið þess sé þroski, vöxtur og fram- þróun. Þessu trúði Gugga og kveð ég hana með þessum orðum. Blessuð sé minning hennar. Þórdís. Okkur systurnar langar með ör- fáum orðum að kveðja elskulega ömmu okkar hinstu kveðju. Við vilj- um þakka henni fyrir þær mörgu og góðu stundir sem við áttum hjá henni yfir kaffi og hjónabandsælu. Við fráfall ömmu Guggu, eins og við kölluðum hana, þessarar ljúfu og glaðlyndu konu, koma fram margar góðar minningar þar sem léttlyndi og bjartsýni var ávallt í fyrirrúmi. Svo ekki sé minnst á þann frið og ró sem ávallt ríkti á Vandaðar ú tfa ra rsk reytinga r. Kransar, krossat; kistuskreytingar. Sími: 6812 2 2 legra en annað, bara ef því va_r sinnt af samviskusemi og alúð. Á síldarárunum var hann til sjós og þá kom hann meðal annars að landi á Siglufirði. Það var þá sem hann kynntist Rósu ömmu og hann sagði alltaf að þá hefði verið sín fengsæl- asta vertíð og um það get ég verið sammála honum. Árið 1950 giftu afi og amma sig og síðan hafa þau verið mjög samrýnd og varla mátt hvort af öðru sjá. Ég átti því láni að fagna að vera mikið hjá ömmu og afa og það var alltaf jafngott að koma í Njörvasundið. Við mamma fórum oftast í mat til þeirra á sunnudög- um og afi sagði alltaf að hann hefði varla lyst á sunnudagsmatn- um nema við borðuðum með þeim. Eftir matinn fórum við oft í bíltúr í nágrenni Reykjavíkur. Afi og amma höfðu líka afskaplega gam- an af því að ferðast um iandið og ég fékk oft að fara með þeim. Þetta eru ferðalög sem seint munu gleymast, því þá voru þau nú al- deilis í essinu sínu. Eftir að afi veiktist í lok júlí var honum bannað að keyra bíl og það átti hann mjög erfitt með að sætta sig við. Hann var alveg ákveðinn í því að gera allt til að jafna sig sem fyrst eftir þau veikindi svo hann þyrfti ekki að vera eins og fangi í búri, eins og hann sagði sjálfur. Því kom það eins og reiðar- slag þegar hann fékk annað hjarta- áfall sem var honum ofviða. Sem betur fer þurfti hann ekki að þjást mikið, því hann sagði alltaf að hann vildi ekki ættingjum sínum svo slæmt að þurfa að hugsa um sig í veikindum því hann yrði ör- ugglega „leiðinlegt gamalmenni“. Elsku Rósa amma, þó Villi afi sé dáinn lifa ininningarnar um hann. Góðu stundirnar með afa heimili hennar og fylgdi henni hvert sem hún fór. Amma Gugga sá allt- af það bjarta þrátt fyrir margar erfiðar stundir í lífínu, ekki síst í erfiðum veikindum sínum, sem að lokum höfðu betur þrátt fyrir mikla baráttu hennar, lífsvilja og dugnað. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og minningin um glaða, fallega og einlæga ömmu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kolbrún, Ester og Magnea. voru margar og þeim gleymum við aldrei. Og þó afi sé dáinn er ör- uggt að ferðum mínum í Njörva- sundið fækkar ekki því ég veit að það verður alltaf jafngott að koma til þín. Hafliði. Elsku afi minn er dáinn. Þessi orð reika um í huganum á mér en þau eru bara svo óraunveruleg. Afi var alltaf svo hress og ég man eiginlega aldrei eftir að hafa séð hann veikan. Afi var góður maður og það var alltaf gaman að tala við hann. Við afi áttum nokkur sameiginleg áhugamál og eitt af þeim var söng- urinn. En það var annað sem okkur afa fannst gaman að spjalla um og þá sérstaklega þegar við vorum uppi í sumarbústað, og það voru trén okkar. Afi var svo duglegur að gróður- setja tré uppi í sumarbústað og venjulega hafði ég engan áhuga á trjám, en þegar ég talaði um þau við afa var það bara gaman. Fyrir nokkrum árum komu svo amma og afi upp í sumarbústað eins og oft áður. En í þetta skipti voru þau með fullt af litlum reyni- tijám með sér. Þessi tré voru svo gróðursett víðs vegar um sumarbú- staðalandið. En það var eitt tré sem var miklu minna en öll hin. Það var svo lítið að þegar við höfðum lokið við að gróðursetja það, þá sást það varla. Við vorum alls ekki viss um að þetta tré myndi lifa, en áður en amma og afi fóru þá sagði afi mér að passa þetta tré sérstaklega vel, vökva það og reyta grasið í kringum það svo það myndi ekki kafna. Með þessum orðum gerðum við afi þetta litla reynitré að trénu okkar. í langan tíma á eftir fór ég allt- af með einn vatnsbrúsa og hellti á tréð í hvert skipti sem ég kom upp í sumarbústað og enn þann dag í dag geng ég stundum að þessu tré og kíki á það. Það er ennþá pínulít- ið þó það hafi stækkað mikið síðan við gróðursettum það. En ég veit að þetta tré á eftir að stækka mikið í viðbót og verða fallegasta tréð á öllu sumarbústaðalandinu. Og þó að afi sé ekki lengur hér þá verður þetta tré alltaf tréð okk- ar og ég mun alltaf hugsa vel um það. Ég veit að þessi orð segja ekki mikið um það hvernig hann afi var, en þetta er bara smábrot af öllum þeim frábæru minningum sem ég á með afa. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Og amma mín, ég veit að Guð styrkir þig í þessari erfiðu sorg, en mundu það líka að okkur þykir öllum vænt um þig. Erna Bjargey Jóhannsdóttir. LEGSTEINAR H6LLUHRRUNI 14, HRFNRRFIRÐI, SlMI 91-652707 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið eí'ni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BjS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-7.6677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.