Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Júlíus FRÁ slysstað við Lindarsmára í Kópavogi í gær. Þingflokkarnir fjölluðu um drög að fjárlagafrumvarpinu Hærri skólagjöld mæta andstöðu ÞINGFLOKKAR ríkisstjórnarflokkanna fjölluðu um útgjaldahlið fjárlaga- frumvarpsins á fundum í gær og fengu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins umboð þingflokksins til að ganga frá útgjaldahlið frumvarpsins á ríkis- stjómarfundi í dag. Á þingflokksfundi Alþýðuflokksins voru menn bæri- lega sáttir við frumvarpsdrögin þegar á heildina er litið en gerðar voru athugasemdir við einstaka þætti þess. Gert er ráð fyrir að fjarlagahall- inn verði innan við níu milljarðar króna á næsta ári. A Rauði kross Islands A Uttekt á lögum um stöðu flóttamanna RAUÐI kross íslands er að láta gera úttekt á íslenskum lögum og reglum, samþykktum og alþjóða- samningum, sem íslendingar hafa gerst aðilar að, um stöðu flótta- manna á íslandi. Úttektin er unnin af nemendum lagadeildar HI undir stjórn dr. Magnúar K. Hannessonar og á að liggja fyrir í byijun næsta mánaðar. Kristján Sturluson, skrifstofu- stjóri innanlandsdeildar Rauða kross íslands, segir að ekki sé verið að gera úttekt á stöðu fióttamanna hér á landi, enda viti starfsmenn Rauða krossins talsvert um hana, heldur á öllum lögum og reglum, samþykkt- um og alþjóðasamningum, sem ís- lendingar hafi gerst aðilar að og varða stöðu flóttamanna. Að sögn Kristjáns er úttektin gerð að beiðni flóttamannanefndar RKÍ. Hún verður lögð fyrir nefndina sem mun taka afstöðu til þess hvemig hún verður notuð. Finnist glufur í lögum eða gallar gerir Krist- ján ráð fyrir áð þrýst verði á stjórn- völd að lagfæra slíkt. {frumvarpsdrögunum var meðal annars að finna hugmyndir um hækkun skólagjalda í framhalds- skólum og á háskólastigi um sam- tals 150 milljónir króna, um 110 milljónir í framhaldsskólunum og um 40 milljónir á háskólastigi. Þessar hugmyndir mættu mikilli andstöðu í þingflokkunum, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefðu þær geta þýtt að skólagöld í framhaldsskólum hækkuðu úr að meðaltali um 3.500 krónum í allt að tíu þúsund krónur á ári. Þá mættu hugmyndir um eignateng- ingu bóta Tryggingastofnunar einnig mikilli andstöðu á þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Tilvísanakerfið skoðað Samkvæmt frumvapsdrögunum er gert ráð fyrir hagræðingu á ýmsum sviðum til að ná fram spamaði og að gætt verði ýtrasta sparnaðar á öllum sviðum. Fram- kvæmdum verður frestað þar sem það er mögulegt. í heilbrigðisráðu- neytinu verður farið yfir tilvísana- kerfið og reynt að ná fram spam- aði á sérfræðingakostnaði. Alvarlegt vinnuslys TVÍTUGUR maður hlaut alvarlega höfuðáverka í vinnuslysi í Kópavogi síðdegis í gær. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans og lá þar þungt haldinn í gærkvöldi. Maðurinn var að vinna á vinnupalli við nýbyggingu við Lindasmára 41 þegar pallurinn féll og maðurinn með honum. Samkvæmt upplýsing- um frá Vinnueftirliti ríkisins féll maðurinn, sem var með hjálm, tæpa þijá metra. Hann var meðvitundar- laus þegar að var komið. Vinnueft- iriitið rannsakar nú tildrög slyssins. --------♦ ♦ ♦--- Alþýðubandalagið Verkalýðs- mennvilja stofna félag NOKKRIR alþýðubandalagsmenn innan verkalýðshreyfingarinnar hafa, ásamt fleiri félögum í flokkn- um, ræðst við að undanförnu um stofnun nýs stjórnmálafélags innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ef af stofnun félagsins verður mun það sækja um aðild að kjör- dæmisráði flokksins í Reykjavík til ♦að hafa áhrif á hvernig staðið verð- ur að framboðsmálum í borginni fyrir komandi alþingiskosningar, skv. heimildum Morgunblaðsins. Þeir sem unnið hafa að undirbún- ingnum eru sagðir þreyttir á væring- um milli ABR og Birtingar. Viðmæl- andi úr þeirra röðum sagði undirbún- inginn á byijunarreit og óvíst hvort - af stofnun yrði. Aðmíráls- fiðrildi í Eyjum TVÖ aðmírálsfiðrildi hafa fundist í Vestmannaeyjum. Þau hafa 5-6 sentimetra vænghaf og eru mjög litfögur. Að sögn Kristjáns Egilssonar, forstöðu- manns Náttúrugripasafns Vest- mannaeyja, eru aðmírálsfiðrildi nokkuð algengir flækingar og mikil flökkufiðrildi og man hann eftir þeim i Vestmanna- eyjum áður. Mest af þeim mun hafa komið árið 1947 og þá var talið að þau hefðu borist alla leið frá Marokkó eða Spáni. Kristján segir að frá Norður- Afríku leggi urmull af stað á hverju sumri ogfljúgi norður Morgunblaðið/Sigurgeir um alla Evrópu og út á Atlants- haf. Þar setjast þau á skip og koma hingað eða berast með hlýjum vindum. Kristján segir að þegar vart verði við aðmír- álsfiðrildi sé hugsanlegt að ein- hver fjöldi hafi boristtil lands- ins en mest verði þó vart við þau eitt og eitt. Kristján segir að fiðrildinmuni ekki lifa nema nokkra daga hér og aðeins meðan hlýtt er. Um Ieið og kólni drepist þau. Stelpurnar sem náðu fiðrildinu í gær heita (f.v.): Guðný Gunnlaugsdóttir, Guðlaug Arnþrúður Guðmunds- dóttir og Erla Ásmundsdóttir. Vatnsflaumur í V estfjarðagöngum 350 miUjóna aukakostnaður VEGAGERÐ ríkisins hefur sótt um 350 milljóna króna aukafjárveit- ingu vegna kostnaðarauka við Vestfjarðagöng á þessu og síðasta ári. Að sögn Björns Harðarsonar, staðarverkfræðings Vegagerðar rík- isins, er kostnaðurinn að langmestu leyti til kominn vegna vatnsflaums- ins í göngunum og tafanna sem hafa orðið á verkinu vegna hans. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar, aðstoðarvegamálastjóra, hafa framkvæmdir við Vestfjarðagöng staðist áætlanir mjög vel. Unnið sé eftir tveggja ára gamalli vegaáætl- un og þegar hún hafi verið gerð hafi hið mikla vatnsrennsli í göngunum ekki verið komið til. Það hafi komið upp á miðju síðasta ári og síðan sé ljóst að kostnaðarauki vegna þess verði um 350 milljónir króna. „Þetta hefur að öðru leyti staðist mjög vel áætlanir en það má gera ráð fyrir því að þetta vatns- rennsli geri það að verkum að heild- arkostnaðurinn verði 10-15% hærri en gert var ráð fyrir í upphafi sem þýðir að heildarkostnaður við göng- in getur orðið 3,9 milljarðar,“ segir Jón. Bjöm Harðarson segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir ákveðnu frárennsliskerfi í öll göngin fyrir grunnvatn en þetta vatnsmagn kalli á alveg sérstaka lögn frá þeim stað þar sem mesta vatnið kemur inn, hjá fossinum svokallaða, og út úr göngunum sem eru um þrír kíló- metrar. Þriðja lögnin er svo neyslu- vatnslögn fyrir ísafjarðarbæ en bærinn greiðir að mestu kostnað við hana, að sögn Bjöms. Lánþegum LÍN fer fjölgandi FLEIRI hafa þegið lán hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna námsárið 1993-94 en árið á undan en lánþegum sjóðsins fækkaði jafnt og þétt árin 1990—93. Samkvæmt út- reikningum Gunnars Karlsson- ar hjá LÍN voru lánþegar 3.937 á námsárinu 1993-94 saman- borið við 3.639 á sama tíma í fyrra. 2.123 þeirra leggja stund á nám við Háskóla Islands en 1.814 sækja skóla erlendis. 5.314 námsmenn fengu greiðslu úr sjóðnum námsárið 1990-91. Að sögn Gunnars hefur nú verið skráð hjá sjóðnum 6.421 umsókn en þær voru 6.179 á sama tíma í fyrra. Árið 1992 höfðu 4.624 umsóknir verið skráðar á þessum tíma árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.