Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Pizza 67 selur hluta rekstrarins PIZZA 67 hefur selt Einari Ás- geirssyni, eiganda pizzustaða Hróa Hattar í Hafnarfirði og í Kópavogi, heimsendingaþjón- ustu sína í Reykjavík og veitinga- staðinn við Nethyl. Að sögn Ge- orgs Georgiou, eins eigenda Pizza 67, verður starfsemin áfram rekin undir sama nafni, og Pizza 67 mun eftir sem áður reka veitingastaðina við Tryggvagötu í Reykjavík og í Hafnarfirði, auk heimsendinga- þjónustu annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu en í Reykjavík. „Þetta er bara gert til að liðka um fyrir nýjum þáttum í starf- semi okkar fyrirtækis. Við höf- um byggt upp ímynd Pizza 67, og munum áfram verða mótandi í þvi starfi, sem hefur gengið eins og best verður á kosið,“ sagði Georg. Aðspurður sagði hann að ekki yrði neins konar samstarf á milli Pizza 67 í Hafn- arfirði og Hróa Hattar. „Þetta breytingar. Það verður áfram verða áfram tvö óskyld fyrir- sama merki, ímynd og gæði sem tæki, og ég á ekki von á að við- fylgir þeim rekstri Pizza 67 sem skiptavinir verði varir við neinar nú var seldur.“ Prentidnaður Prentstofa G. Ben og Edda í SAMBAND íslenskra samvinnufé- laga hefur selt 91,45% hlut sinn í Prentsmiðjunni Eddu hf. og verður félagið sameinað G. Ben. prent- stofu hf. í Kópavogi. Samingar um sameiningu fyrirtækjanna voru undirritaðir á föstudag og starfs- fólki þeirra beggja tilkynnt um hana á starfsmannafundum sama dag. Sameinaða félagið hefur fengið heitið G. Ben. - Edda prentstofa hf. og eru hluthafar 18 talsins. Stærsti hluthafinn er Jón Stein- grímsson, viðskiptafræðingur, en hann hefur jafnframt verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Markmiðið með sameiningu fyr- irtækjanna er að ná fram aukinni rekstrarhagkvæmni í þessum rekstri ásamt því að styrkja mark- aðsstöðu félaganna, að því er fram eina sæng kemur í frétt. Aukin hagkvæmni er fyrst og fremst talin skila sér í bættri nýtingu fastaíjármuna t.d. fasteigna og tækja, auk sparnaðar við skrifstofuhald og stjórnun. Þá er stefnt að því að ná sterkri stöðu á öllum meginhlutum prentmark- aðarins. Höfuðstöðvar nýja félagsins verða á Smiðjuvegi 3, Kópavogi. Hjá forverum þess störfuðu um 68 starfsmenn en fyrir liggur að um einhveija fækkun starfa verð- ur. Stjórn G. Ben. - Eddu prentstofu hf. skipa þeir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, formaður, Sverrir D. Hauksson, prentsmiðju- stjóri, Steingrímur Eiríksson, lög- maður, Svanbjörn Thoroddsen, rekstrarráðgjafi og Jón Stein- grímsson. SEIKOSHA SpeedJET200 Bleksprautu- prentari VerðaleK 25.900 i/isi. fra SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVlK ,—,,——. SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 Cll—»1—> Drjúgar tekjur af kvikmyndum og sjónvarpi hjá News í Ástralíu Sydney. Reuter. Methagnaður hjá Murdoch NEWS-jjölmiðlafynrtæki Ruperts Murdochs hefur tryggt sér sess í sögu ástralskra fyrirtækja með mesta nettóárshagnaði í sögu þeirra, 1.34 milljörðum ástralskra dollara. Dijúgar tekjur af kvikmyndum og sjónvarpi vógu þyngra á metun- um en samdráttur á blaðamarkaði vegna verðstríðs í Bretlandi þrátt fyrir aukna útbreiðslu æsifrétta- blaðsins The Sun. Tekjur News Corp eftir skatta fjárhagsárið 1993/94 jukust um 54.5% af 8.7% söluaukningu í 11.6 milljarða ástralskra dollara. A timabilinu hefur Murdoch beitt sér fyrir ásækinni stefnu til þess að gera fyrirtækið að sjón- varpsheimsveldi, en árangurinn hefur látið bíða á eftir sér. Ástr- alskur fjölmiðlafræðingur, Lac- hlan Drummond, segir að verð- stríð brezku blaðanna hafi orðið Murdoch dýrkeyptara en búizt hafi verið við. Hins vegar hagnað- ist Murdoch til dæmis á sölu á 34.5% hlut í The South China Morning Post í september 1993. Sterkastur í Bandaríkjunum Stöðvum Fox-sjónvarpsfyrir- tækis Murdochs í Bandaríkjunum fjölgaði um þriðjung í 184 úr 138 og þær ná tii 98% heimila í land- inu. Sjónvarpsdeildin mun enn bæta stöðu sína 1995 þegar hún mun njóta góðs af rétti, sem hún tryggði sér í desember fyrir 1.6 milljarða Bandaríkjadala til þess að sjónvarpa frá Bandaríkjakeppn- inni í ruðningi. Kvikmyndadeildin Twentieth Century Fox hefur grætt milljónir dala á myndinni Mrs Doubtfire. Rekstrartekjur af kvikmynda- og skemmtideild jukust um 166% í 141 milljón ástralska dollara. Norður-Ameríka var af skiljan- legum ástæðum ábatasamasta svæði Murdochs 1993/94. Brezkar tekjur minnkuðu um 26% í 297 miiljónir ástralskra doliara og tekj- ur í Ástralíu og á Kyrrhafi lækk- uðu um 33.9% í 22 milljónir ástral- skra dollara. Tekjur í Bandaríkjun- um jukust hins vegar um 11.8% í 1.1 milljarð ástralskra dollara. STAR TV á sléttu Gervihnattastöðin STAR TV í Hong Kong, sem Murdoch á 64% í, tapaði 20 milljónum Bandaríkja- dala 1993/94. en virðist ætla að koma slétt út 1994/95. Tekjur af sameignarfyrirtækj- um, þar á með BSkyB, sem News Corp á 50% hlut í, og flutninga- og flugfélaginu Ansett Transport Industries rúmlega tvöfölduðust í 394 milljónir ástralskra dollara. More tölw 486 DX, 40 MHz, 8Mb minni, 210 Mb diskur, VESA Local Bus, 14" SVGA skjár, lyklaborð og mns Verð frá 145.000,- ^BODEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 Digital sel- ur 8% hlut í Olivetti Innflutningur BRETIAND REYKIAVIK S 1 Aætlanaskip Eimskips sem lesta vörum í Immingham á fimmtudegi eru komin til Reykjavíkur á sunnudegi. Nánari upplýsingar um innflutning er að fá hjá innflutningsdeild Eimskips Sími: 91-69 72 40 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ Mílanó. Reuter. BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Digital hefur selt 8% hlut, sem það keypti í ítalska fyrirtækinu Olivetti fyrir tveimur árum til þess að styrkja tengsl við það. Olivetti segir að Digital hafi selt um 100 milljónir af hlutabréfum sínum í síðari hluta júlí og ágúst- byijun. Þetta sé liður í endurskipu- lagningu, sem miði að því að draga úr kostnaði og umsvifum. Hlutabréfin voru upphaflega keypt til þess að innsigla tækni- og viðskiptasamning, sem var und- irritaður 1992 og veitti Olivetti að- gang að sumri tækni Digital og skuldbatt ítalska fyrirtækið til þess að auka kaup sín á einkatölvum ítalska fyrirtækisins. í kauphöllinni í Mílanó hefur ver- ið á kreiki orðrómur um að Digital hafi staðið á bak við mikla sölu á hlutabréfum í Olivetti, sem hófst um 20. júlí. Vegna sölunnar lækk- uðu venjuleg hlutabréf í Olivetti um 20%, en verð þeirra hefur að mestu leyti færzt aftur í fyrra horf síðan sölunni lauk 17. ágúst. Methagnaður hjá Bang & Olufssen BEZTA rekstrarári danska sjón- varps- og hljómtækjaframleiðand- ans Bang & Olufsen lauk í maílok með nettóhagnaði upp á 90 milljón- ir danskra króna miðað við tap upp á 60 milljónir d. kr. í fyrra. Sala jókst um 13% í 2.40 millj- arða d.kr. úr 2.12 milljörðum d.kr. Stjórn fyrirtækisins ákvað að greiða arð í fyrsta skipti í fjögur ár,^ 10 d.kr. á hlutabréf. I bráðabirgðaskýrslu segir að afkoma fyrirtækisins hafi batnað þótt yfireitt sé lítill markaður fyrir hljómflutningstæki, sjónvörp og skyldan varning nú um stundir. Financial Times. Háttjen rýrði hag Toyota Tokyo. Reuter. STYRKUR jensins og lítil sala inn- anlands minnkuðu hagnað Toyota um 25% á síðasta rekstrarári fyrir- tækisins, sem lauk 30. júní Hagnaðurinn nemur 2.16 millj- örðum dollara af 82.4 milljarða dollara sölu, sem hefur minnkað um 9.7%. Hagnaður Toyota hefur rýrnað fjögur ár í röð. Minni sala 1993/94 er fyrsti samdrátturinn í sex ár. Aukinn hagn- aðurHonda Tokyo. Reuter. LÍFLEG sala í Bandaríkjunum stuðlaði að því að hagnaður Honnda-bifreiðaverksmiðjanna tvöfaldaðist á fyrsta fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, en traust staða jensins dró úr sölu- tekjum þess og sérfræðingar segja að Honda mun ekki ná heils árs hagnaðartakmarki. Hagnaður Honda fyrir skatta var 32.25 milljarðar jena (327.4 milljónir dollara) á þriggja mánaða tímabili til júníloka, 110.3% meiri en ári áður, af sölu að upphæð 973.10 milljarðar jena (9.88 millj- arðar dollara), sem er 5.8% aukn- ing. Sala bifreiða, aðallega af Acc- ord-gerð, jókst um 20.2% í Norður- Ameríku frá því ári áður í 214,000 á fyrsta fjórðungi. í Evrópu jókst salan um 18.9% í 44,000, en^í Japan dróst hún saman um 11.4% í 132,000. Hagnaður af Rover Honda seldi 20% hlut sinn í Rover í Bretlandi eignarhaldsfé- lagi Rovers fyrir 200 milljónir punda og keypti 20% hlut í Honda- fyrirtækinu í Bretlandi af eignar- haldsfélaginu fyrir 74 milljónir punda. Af 32.25 milljarða jena hagnaði Honda fyrir skatta á fyrsta fjórðungi voru 14.60 millj- arðar jena af sölu hlutabréfanna í Rover. I I » r t? » I » » I i » I » I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.