Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR EIRÍKUR KRISTÓFERSSON + Eiríkur Kristófers- son, fyrrverandi skipherra, var fæddur 5. ágúst 1892 að Brekkuvelli í Vestur- Barðastrandarsýslu. Hann lést í Hafnarfirði 16. ágúst síðastliðinn. Eiríkur var sonur hjón- anna Kristófers Sturlu- sonar, bónda að Brekkuvelli, og konu hans, Margrétar Há- konardóttur. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1918 og starfaði sem stýrimað- ur til ársins 1926 að hann varð skipstjóri á varðskipum ríkisins, en af því starfi lét hann 1962. Þekktastur var hann í þorskastríðinu 1958-61 þegar íslend- ingar færðu fiskveiði- lögsöguna út í 12 mílur, en þá urðu mikil átök á miðun- um, enda sendu Bretar herskip sín hingað til verndar breskum togurum. Eiríkur Kristófers- son gegndi mörgnm trúnaðar- störfum og fékk fjölda viður- kenninga um ævina. Hann var einn af stofnendum Skipstjóra- félags íslands og var þar í stjórn um margra ára skeið, síðast sem varaformaður 1957-62. Hann var sæmdur fjölda viðurkenninga og heið- ursmerkja innlendra sem er- lendra, meðal annars stórridd- arakrossi fálkaorðunnar 1962 og bresku orðunni Commander of the British Empire 1963. ÞORSKASTRÍÐINU við Breta vegna útfærslunnar í 12 sjómflur var ekki lokið, þegar ég réðst sem viðvaningur til starfa á varðskipinu Óðni undir skipstjórn Eiríks Kristó- ferssonar. Óðinn kom til landsins í janúar 1960 og var þá flaggskip Landhelgisgæslunnar. Fyrir þann, sem aldrei hafði áður kynnst sjó- mennsku, var ómetanlegt að hefja störf á skipi, er laut stjórn Eiríks. Hann var þá þegar orðin þjóðhetja og af honum fór gæfuorð sem skip- herra. Árið 1962 náði hann sjötugs- aldri og þar með aldursmörkum opinbers starfsmanns. Þá hafði hann verið skipherra hjá Landhelg- isgæslunni síðan 1926 eða í 36 ár. Eftir þann langa starfsaldur hefur Eiríkur lifað í 32 ár, og þegar hann er kvaddur hinstu kveðju 102 ára gamall er hann orðinn goðsögn. Til framgöngu hans og starfa verð- ur jafnan vísað, þegar rætt er um hetjulega baráttu Islendinga yfir fiskimiðunum umhverfís landið. Eiríkur Kristófersson var níu ára 1901, þegar Danir sömdu við Breta um aðgang þeirra að fískimiðunum upp að þremur sjómílum við ísland og inn í firði og flóa. Honum rann til riija, þegar útlendu togararnir voru uppi í kálfgörðum, eins og það var orðað. Hann varð mikilvirkur þátttakandi í baráttunni fyrir yfir- ráðum íslendinga yfir fískimiðun- um við landið. Hann lifði að sjá erlenda togara á brott úr 200 mílna lögsögunni. Átökin við Breta vegna útfærsl- unnar í 12 sjómílur 1958 voru hörð. Kynntist ég þeim af eigin raun úti fyrir Austfjörðum og átti þess jafn- framt kost að vera í brúnni með Eiríki við slíkar aðstæður. Hann var fumlaus og ákveðinn. Tók skjótar ákvarðanir og gaf skýr fyr- irmæli. Eins er ógleymanlegt að hafa verið í brúnni, þegar hann rifjaði upp gamla tíma og sagði gamansögur. Væri ekkert sérstakt um að vera, lét Eiríkur gjarnan skipið reka, náði í skakrúlluna sína, setti á lunninguna og renndi fyrir fisk. Fylgdu síðan aðrir skipveijar fordæmi hans, hefðu þeir ekki skyldum að gegna. Eru þetta ekki síður eftirminnilegar stundir en Eiríkur Kristófersson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Una Eiríksdóttir og eignuðust þau þijú börn: Sturla, fæddur 22. október 1922, látinn, en eftirlifandi kona hans er Sigríður Aðal- steinsdóttir. Bergljót, fædd 1. ágúst 1924. Hún á eina dóttur, Jóhönnu Auði Jóhannesdóttur. Eiríkur, fæddur 22. júní 1927, kvæntur Jakobínu Sigurðar- dóttur. Hann á tvö börn, Krist- ínu og Sturlu. Seinni kona Ei- ríks Kristóferssonar var Hólm- fríður Gísladóttir. Útför Eiríks verður gerð á kostnað ríkisins frá Hallgrímskirkju í dag. gæslustörfin sjálf, því að oft var töluverður atgangur við veiðarnar. Deilunum um 12 mílurnar lauk með samningum eins og öðrum þorskastríðum við Breta. Þessi samningagerð hafði meðal annars þann aðdraganda, að samið var um sakaruppgjöf þeirra bresku togara, sem gerst höfðu brotlegir við ís- lensk lög. Var gengið frá þessum þætti vorið 1960 og snart ekki síst tilfínningar varðskipsmanna, sem höfðu af hugrekki sinnt löggæslu- skyldum sínum við hættulegar að- stæður og valdbeitingu herskipa. Stuðningur Eiríks Kristóferssonar við samninginn var þó eindreginn og afdráttarlaus. Sama dag og útvarpsumræður voru um samninginn við Breta á Alþingi, 2. mars 1961, birtist viðtal við Eirík í Morgunblaðinu um land- helgissamninginn undir fyrirsögn- inni: Stórkostlegur ávinningur - mikill sigur. Þar segir hann, að sér hafi aldrei komið til hugar, að sam- komulag við Breta yrði íslending- um svo hagstætt. Andstaða við það hljóti að vera af einhveijum annar- legum ástæðum. Um það ákvæði samkomulagsins að skjóta síðari ágreiningi við Breta í landhelgis- málum fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag segir Eiríkur meðal annars: „Mannkostir einstaklinga eru m.a. fólgnir í því, að þeir krefjast þess sama af sjálfum sér og þeir krefj- ast af öðrum. Skyldi ekki sama gilda um mannkosti þjóða?“ Viðtal- inu lýkur með þessum orðum frá Morgunblaðinu: „Og svo hélt hann áfram að reykja sína friðarpípu, staðráðinn í að verja hina nýju íslensku land- helgi af þeirri festu og gamansömu hlýju, sem hefur einkennt hann alla tíð, þennan trausta sjómann, sem hefur unnið sér virðingu, e'kki aðeins allrar íslensku þjóðarinnar fyrir vasklega framgöngu í barátt- unni við Andersen skipstjóra og eftirmenn hans, heldur einnig þeirra útlendinga sem til þekkja. Fáir hafa staðið eins vel á rétti ísjands og Eiríkur Kristófersson.“ Stuðningsmenn samninganna um 12 mílurnar 1961 töldu þá rétti- lega stórsigur í réttindabaráttu ís- lendinga. Hart var deilt um málið og fundu andstæðingarnir upp þetta sérkennilega slagorð: Samn- ingar eru svik! í umræðum um málið á Alþingi sést oftar en einu sinni vitnað til fyrrgreinds Morgun- blaðsviðtals við Eirík Kristófersson. Hann hikaði ekki við að segja hug sinn til hins viðkvæma máls, þótt honum væri ljóst, að það vekti hörð viðbrögð. Hann sýndi ábyrgð en talaði ekki eins og þeir, sem ýttu undir æsing og illindi. Enn erum við minnt á mikilvægi hagsmunagæslu á höfum úti. Gamli Óðinn, eins og hann er nú kallað- ur, hefur verið sendur fallbyssulaus til að aðstoða íslenska togara í Barentshafi. Ef sanngirni, var- kárni, festa og gamansöm hlýja Eiríks Kristóferssonar ríkir um borð í Óðni heldur hann enn einu sinni af stað í happaferð. Með þökk og virðingu er Eiríkur Kristófersson kvaddur, þegar hann heldur í siglingu sína yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning hans. Björn Bjarnason. Eiríkur skipherra Kristófersson er látinn. Eiríkur fæddist 1892 og var því 102 ára þegar hann lést. Það er löng ævi ekki síst ef haft er í huga að hann var 32 ár á eftirlaun- um eftir að starfsævi lauk. Eiríkur fór á sjóinn 14 ára gamall og gerði sjómennskuna að ævistarfi. Hann var á sjó i um hálfa öld, lengst af sem starfsmaður Landhelgisgæsl- unnar, þar af um 37 ár skipherra. Það þarf mikið þrek bæði andlegt og líkamlegt til þess að gegna slíkri stöðu, sérstaklega á árunum 1920-50 þegar siglingatæki voru ekki annað en kompás, handlóð og vegmælir. Það var ekki heiglum hent að sigla skipum við strendur íslands í vetrarveðrum og eiga þar að auki að hjálpa öðrum skipum undir slík- um kringumstæðum. Það veit eng- inn nema sá er reynt hefur, enda urðu flestir skipstjórar á þessum árum ekki aldnir. Að standa í op- inni brú í stórsjó og náttmyrkri og stara út í myrkrið og vita ekkert hvað er framundan. Það tekur á karlmennskuna enda gáfust margir upp á því og fóru í land. Eiríkur var mikill gæfumaður á sjónum. Bjargaði fjölda skipa og hjálpaði hundruðum sjómanna og eiga því margir honum mikið að þakka. Eiríkur var dulur maður á sjónum en þægilegur í umgengni. Byijendum líkaði vel hjá honum enda var hann góður leiðbeinandi og hafði frá mörgu að segja. Hann var ólatur að miðla öðrum af þekk- ingu sinni án allrar mikilmennsku. Frægastur varð hann þó er hann átti í deilum við Anderson þann bresk-norska skipherra sem fór fyr- ir breska flotanum í 12 mílna deil- unni og eru biblíutilvitnanir þeirra á milli landsfrægar en Anderson þessi var hálfgert dusilmenni. Annars báru breskir sjómenn mikla virðingu fyrir Eiríki og það ekki að ástæðuiausu. Hann bjargaði §ölda breskra skipa og sjómanna úr bráðum lífsháska ög einnig tók hann þá manna mest í landhelgi, þrátt fyrir það átti hann virðingu þeirra hvort sem hann bjargaði þeim frá bráðum bana eða lét setja þá í tukthús. Það kom honum oft að gagni þessi haeffleiki að geta talað menn til og ná trunaði þeirra. Vitanlega var Eiríkur ekki galla- laus frekar en aðrir dauðlegir menn. Eins og einn stýrimaður sagði: „Maður talar ekki illa um skipherr- áiili því hann er þjóðhetja.“ Eiríkur var tvíkvæntur og átti 3 börn með fyrri konunni, en hjónabönd hans entust ekki lengi og bjó hann einn síðustu 30 árin. Síðustu ár Eiríks voru honum að mörgu leyti ánægjuleg. Hann dvald- ist á Hrafnistu og miðlaði öðrum af sínum andlega styrk og var í nánu sambandi við lækna af öðrum heimi. Ég, ásamt mörgum öðrum göml- um skipsfélögum hans, hitti Eirík síðast þegar hann varð 100 ára. Ég gekk til hans og heilsaði honum, hann var farinn að missa sjón, en þekkti mig strax á röddinni, og segir við mig að nú fari þetta að styttast hjá sér. Nú fari hann að kveðja þennan heim og kvíði hann því ekki, þar sem hann viti heilmikið um hvað taki við. Á eftir mér heilsaði honum gamall skipsfélagi af vs. Þór og kynnti sig en karl sagðist ekki muna eftir honum. Þá sagði maður- inn: „Ég var vélstjóri hjá þér á Þór.“ Eiríkur sagðist ekki þekkja neina vélstjóra - en vitanlega þekkti hann manninn. Það er mikil gæfa sem fylgir mönnum sem hafa verið á sjó í hálfa öld og rúmlega það, og hafa aldrei misst mann af skipi sínu, né slasast alvarlega við skyldustörf, því oft þurfa þeir að tefla djarft sem stunda björgunarstörf hér á hafínu kringum landið. Fari hann í friði. Guðmundur Kjærnested. „Ætlarðu að skrifa um mig, góði? Þá þarftu að koma oft til mín og dvelja lengi hveiju sinni. Hér er margt og mikið að frétta, eins og séra Árni sagði við Þórberg. Ég er orðinn hundrað ára og get sagt þér tíðindi af þessum heimi - og öðrum, ekki er allt sem sýnist.“ Þannig brást Eiríkur skipherra Kristófersson við, þegar ég heim- sótti hann fyrsta sinni á Hrafnistu í Hafnarfirði hvítan og frostkaldan janúardag árið 1993. Eg hafði hlýtt á viðtal við hann í útvarpi nokkrum mánuðum fyrr og undrast fjör öld- ungsins og frásagnargleði. Eftir eindregna hvatningu tengdasonar míns, en skipherrann þjóðkunni hafði verið aufúsugestur á heimili hans, fór ég síðan á stúfana - for- vitinn skrásetjari í leit að góðum sögumanni, fullur ákafa og eftir- væntingar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Eiríkur reyndist ótrúlega ern miðað við háan aldur. Hann kunni flestum betur að segja frá atburðum úr lífi sínu og samtíð; hafði vald á mergj- uðu og hnitmiðuðu málfari; frásögn hans bjó jafnan yfir spennu og hrynjandi, myndrænum lýsingum manna og umhverfis og lifandi sam- tölum. Það var unun að sitja við hlið honum á Hrafnistu og hlusta á hann segja frá. Hvílík frásagnar- gáfa! Og hvílíkar sögur! * Lífssigling hans hafði svo sann- arlega verið ævintýri líkust. Snemma kom í ljós, að Eiríkur var kjarkmikill og sjálfbjarga. Hon- um var trúað fyrir því að fara einn í kaupstað, þótt hann væri varla orðinn baggafær og þyrfti að teyma hestana milli þúfna, svo að hann næði upp á klakkinn. Frú ein á Patreksfírði rétti honum stundum hjálparhönd, þegar hann var að burðast við að búa níðþunga mél- poka upp á hestana. Hún sagði frá því síðar að engan veginn hafí ver- ið auðvelt að þóknast Eiríki litla í þeim efnum. Fyrir hafi komið, þeg- ar hún hafði bundið fyrir hann baggana og þóttist gera vel, að strákur sneri upp á sig og sagði: „Það á ekki að gera þetta svona!“ Síðan leysti hann aha baggana upp aftur og batt þá eftir sínu eigin höfði. ■Fjórtán ára gamall gerist Eiríkur skútukarl, og þreytir eftir það fang- brögð við Ægi konung aíla sína löngu starfsævi. Ætlast var til í þá daga að strákar byrjuðu að vinna fyrir sér upp úr fermingunni, og aðeins var um tvennt að velja: að vistráða sig á einhvem bæ ellegar fara til sjós. Eiríkur kunni strax vel við sig á sjónum og fann ekki hið minnsta til sjóveiki. Eitt sumar reyndi hann að vinna í landi, en sú tilraun gafst ekki vel. „Ég þoldi illa lognmoll- una,“ sagði hann, „þar sem ekki barkar vör og fólk er náfölt í fram- an með mjúka og viðkvæma húð eins og barnsrass. Nei, þá var betra að vera á sjónum og láta gusta ærlega um sig.“ Eiríkur Kristófersson er tvímæla- laust í hópi merkustu sægarpa á þessari öld; í æviferli hans endur- speglast saga íslenskrar sjó- mennsku frá skútuöld til öflugra vélskipa. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum vorið 1918, var farmaður um skeið, og lenti þá í hinum furðulegustu ævintýrum, en vann síðan hjá Landhelgisgæslunni frá upphafi til ársins 1962, eða samtals þijátíu og fimm ár. Fyrir þau störf sín er hann kunnastur ekki síst í þorskastríðinu fyrsta, sem hófst 1. september 1958, þegar tólf mílna landhelgi við ísland gekk í gildi. Þá varð Eiríkur í einni svip- an þjóðhetja og sameiningartákn allra landsmanna fyrir vasklega framgöngu sína í ójafnri viðureign við breska sjóherinn, „svolítinn hetjuskap í bland við brellur og pretti“, eins og hann orðaði það sjálfur. Eiríkur ræddi oft um það við mig að baráttu vopnlausrar smáþjóðar fyrir efnahagslegu sjálfstæði sínu í herskáum heimi lyki í rauninni aldr- ei; þótt tennur breska Ijónsins væru ekki lengur beittar, mætti búast við öllu. Þetta sannaðist á dögunum, þegar deilan við Norðmenn hófst. Hver hefði trúað því að óreyndu að frændþjóð okkar fjölmenn og rík beindi að okkur byssukjöftum fyrir fáein bein úr sjó? í því sambandi rifjast upp að slysaskot hafa áður orðið okkur til góðs, eins og eftirfarandi frásögn Eiríks sýnir: „Þegar ég er stýrimað- ur á Gamla-Þór komum við ein- hveiju sinni að þýskum togara að veiðum austan við Ingólfshöfða, innan Tvískeija. Um leið og við nálgumst hann, taka skipveijarnir eftir okkur, hífa inn vörpuna af skyndingu og sigla burtu. Gamli- Þór var hæggengur, gekk ekki nema rúmar átta mílur, svo að okk- ur þótti sýnt að við myndum tapa af togaranum nema okkur tækist að stöðva hann áður en hann kæm- ist á fulla ferð. Fyrst skjótum við nokkrum púðurskotum að honum, en hann Iætur sér ekki segjast held- ur stefnir til hafs. Það dregur óðara í sundur með skipunum, svo að skipstjórinn, sem var Friðrik Ólafs- son, ákveður að skjóta kúlu fyrir framan togarann, én það hafði mér vitanlega aldrei verið gert fyrr. Við áætlum að fjarlægðin milli skipanna sé orðin fjögur þúsund metrar og stillum sigti byssunnar fyrir þá vegalengd. Að því búnu skjótum við. Við sjáum að togarinn nemur strax staðar og siglum upp að hlið hans. Þá blasir við okkur einkenni- leg sjón: Karlarnir standa allir í hnapp frammi á þilfarinu með hend- umar beint upp í loftið, eins og þeir séu að boða okkur skilyrðis- lausa uppgjöf. Þeir eru skelfingu lostnir á svipinn, aumingja menn- irnir, og hegðun þeirra kemur okk- ur mjög á óvart. Ánnað vekur undr-1 un okkar, og það er sívöl spýta sem stungið hafði verið í gat á miðri skipshliðinni rétt niður við sjóskorp- una. Þarna var skýringin komin á ótta þýsku áhafnarinnar. Fjarlægð- in milli skipanna reyndist hafa ver-1 ið orðin mun meiri en við hugðum, svo að kúlunni hafði slegið niður í í sjóinn, áður en hún var komin fram ■ fyrir skipið. Við það breytti hún um * stefnu, varð fyrir viðnámi af sjón- f um, fleytti kerlingar, þaut til hægri í stað þess að fara béint - og lenti í miðri síðu togarans. Og kúlan hafði ekki aðeins farið í gegnum byrðinginn, heldur þvert í gegnum kolaboxið fullt af kolum, gert gat : á stálskilrúm og síðan farið upp á ; gufuketilinn. Þar skrallaði hún eftir fláa ketilsins, lenti upp á þaki vélar- reisnarinnar, féll niður á gólfið í kyndaraplássinu, snerist þar í ótal hringi - og brotnaði. Kyndari var við starf sitt, þegar kúlan þaut inn á plássið, og allt ætlaði um koll að keyra af hávaða og skruðningum. Honum varð svo mikið um þetta að hann fékk taugaáfall og var lengi að ná sér. Við ætluðum okkur alls ekki að SJÁ BLS.31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.