Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 11 FRÉTTIR Þingmenn Þjóðvaka hafa lagt fram frumvarp til breytinga á stjómarskránni Þriðjungur kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðis FORMAÐUR og varaformaður Þjóð- vaka, þær Jóhanna Sigurðardóttir og Svanfríður Jónasdóttir, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breyt- ingar á stjórnarskránni. Þingmenn- irnir leggja til að skylt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja lög- gjöf, krefjist þriðjungur kjósenda þess skriflega. I 26. grein stjórnarskrárinnar seg- ir m.a.: „Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til samþykkt- ar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Forysta Þjóðvaka leggur til að við 26. greinina verði bætt svohljóðandi ákvæði: „Sama á við ef forseta berst áskorun um það frá þriðjungi kosn- ingabærra manna í landinu.“ Lýðræðinu takmörk sett. í greinargerð með frumvarpinu segir að þótt oft hafi komið fram krafa um að auka rétt fólks til þjóð- aratkvæðagreiðslu hafi ekkert orðið úr því. Samkvæmt íslenzkri stjórn- skipun geti fólk einungis haft áhrif með atkvæði sínu í kosningum til þings og sveitarstjórna, svo og í for- setakosningum. „Telja verður að lýð- ræðinu séu þannig nokkur takmörk sett, ekki sízt þar sem samsteypu- stjórnir virðast mun algengari hér en t.d. annars staðar á Norðurlönd- um. Þannig veit fólk hér á landi sjaldnast hvaða ríkisstjómir það er að kjósa yfir sig með atkvæði sínu, auk þess sem auðveldara er fyrir samsteypustjórnir að semja sig frá loforðum og kosningastefnuskrám," segir í greinargerðinni. Þar segir jafnframt að með auknu alþjóðlegu samstarfi sé enn brýnna að fólk hafi möguleika á þjóðarat- kvæðagreiðslu, ekki sízt þar sem mik- ilvægir alþjóðlegir samningar geti haft úrslitaáhrif á framtíð þjóðarinnar. Forysta Þjóðvaka segir að forseti hafi aldrei knúið fram þjóðarat- kvæðagreiðslu og megi af fram- kvæmdinni ráða, að vald forsetans til að færa valdið frá þinginu til þjóð- arinnar sé í raun marklaust. Færa megi að því gild rök að frumvarp til laga um aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu sé einmitt mál, sem bera hefði átt undir þjóðina með þessum hætti. „Þegnar landsins geta átt réttmæta kröfu á því að fá að taka á þennan hátt þátt í ákvörð- un um mikilvæg atriði," segir í grein- argerðinni. „Því er nauðsynlegt að inn í stjórnarskrána verði tekið ákvæði sem veitir þeim þennan rétt án þess að til atbeina forseta lýðveld- isins þurfi að koma.“ Hugmynd Vilmundar í stjómar- fmmvarpi ÁGÚST Einarsson þingmaður Þjóð- vaka lýsti á Alþingi í síðustu viku stuðningi við ákvæði um vinnustaða- stéttarfélög í frumvarpi félagsmála- ráðherra um stéttarfélög og vinnu- deijur. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að á vinnustöðum með a.m.k. 250 starfsmenn sé heimilt að stofna stétt- arfélag, enda séu að lágmarki 8/4 þeirra félagsmenn. Ágúst sagði merkilegt að 16 árum eftir að Vilmundur Gylfason heitinn hefði flutt þetta mál innan þingsala væri það nú flutt aftur í stjórnar- frumvarpi. Hann sagði að með vinnustaðafé- lögum væri ekki verið að rústa neinu og hann væri sannfærður um að þau myndu leiða til betri kjara launa- fólks, þar sem m.a. væri hægt að nýta betri stöðu einstakra fyrirtækja. Einnig leiddi þetta til meira jafnrétt- is í launum því eins og fyrirtækja- samningar tíðkuðust nú væru þeir helst gerðir við þá sem betur mættu sín. Ágúst sagðist einnig vilja sjá fyrirtækin sjálf koma að samnings- gerðinni en ekki miðstýrt Garða- strætisvald eins og hann orðaði það. Ágúst mælti þó að öðru leyti gegn frumvarpi félagsmálaráðherra og hvatti félagsmálaráðherra til að draga það til baka og reyna að nýta tímann til að ná samstöðu um leik- reglur á vinnumarkaði. Samtök Lauga- vegs og ná- grennis stofnuð formlega UNDANFARIN ár hafa nokkrir sjálfboðaliðar úr hópi verslunareig- | enda við Laugaveg og Bankastræti I barist fyrir hagsmunum sínum og bryddað upp á ýmsum uppákomum á Laugaveginum og nágrenni hans. Tilgangurinn hefur verið sá að vekja athygli á þessu aðalverslunarhverfi borgarinnar og skapa notalega stemmningu í kringum verslunar- ferðir borgarbúa. Þessi athafnasemi hefur aukið umferð fólks niður Laugaveginn og skapað marga góða I verslunardaga. : Nú hefur verið ákveðið að stofna formleg samtök sem eiga að vinna ' að enn frekari uppbyggingu og hags- munamálum þessa elsta og stærsta verslunarsvæðis landsins. Stofnfund- ur Samtaka Laugavegs og nágrennis, . SLON, verður haldinn í Kornhlöðunni við Bankastræti jjriðjudaginn 26. mars nk. kl. 18.30.1 fréttatilkynningu frá undirbúningsaðilum segir að allir sem eiga fasteignir eða hafa þar með | höndum rekstur, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, séu hvattir til að mæta. Sameiginleg hagsmunamál í eru ijölmörg og mikilvægt að sem flestir taki þátt í stofnun samtakanna. Við gerðum miklar kröfur og Ármannsfell uppfyllti þær Hörður Felix Harðarson, 26 ára lögfræðingur, Guðrún Valdimarsdóttir, 25 ára skrifstofumaður og Daníel litli 4 ára, fluttu inn í Permaform íbúð frá Ármannsfelli þann 15. desember 1995 • Ibúð afhent fullbúin # Einbýli í fjölbýli - sérinngangur # Þvottahús í íbúð „Við höfðum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig okkar húsnæði ætti að vera. Við vorum orðin þreytt á fjölbýli og vildum fá íbúð með sérinngangi. Fjárfestingin varð að vera hagkvæm, húsið fallegt og frágangur snyrtilegur. Við vildum ennfremur traustan og öruggan frágang sem viðurkenndur væri af réttum aðilum. Ármannsfell stóðst þessar kröfur og meira til. Þótt við værum að kaupa tilbúið húsnæði gátum við ráðið öllu sem okkur fannst skipta máli. Við völdum okkur annað gólfefni, breyttum milliveggjum, völdum okkur innréttingar á bað og í eldhús og fataskáparnir voru einnig eftir okkar smekk en ekki annarra. Þegar við fluttum inn var tilfinningin góð. Þetta var okkar íbúð í hólf og gólf með lágmarks fyrirhöfn og á ákaflega hagstæðum kjörum." # Fjölbreytt útfærsla eftir eigin höfði Armannsfell hf. Funahöfða 19 - simi 587 3599 http://nm.is/armfall Opið sunnudaga frá kl. 12.00 til 15.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.