Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 37 I I ) ) i \ I I J > I 5 J i i 4 Egils, dó árið 1980 svo hann hefur verið ekkjumaður um fimmtán ára skeið. Hún hafði stutt hann og styrkt í hans erfiða starfi í nær hálfa öld, fætt honum sex mann- vænleg böm og búið honum fagurt og hlýlegt heimili, var mjög dugleg húsmóðir og natin við börnin. Frá- fall hennar var honum því geysilegt áfall. „Bömin og barnabömin okkar hafa hjálpað mikið til að lífga upp á heimilið og gleðja mig eftir að ég missti Ástu mína,“ hefur Egill stundum svarað mér þegar ég hef vorkennt honum að búa einn. Það er margs að minnast frá okkar löngu ævi og mörgu samvist- um. Eitt var það að við Egill tókum upp á því ásamt nokkrum öðmm bekkjarfélögum úr Menntaskólan- um að hittast einu sinni á ári ásamt eiginkonum í byrjun þorra á heimil- um okkar til skiptis og halda kvöld- fagnað með góðum veitingum, kvik- myndasýningu frá síðasta fundi og dansi á eftir. Þar voru margar ræður fluttar. Gestgjafinn sá hveiju sinni um að skrifa ræðurnar, helstu viðburði og að líma inn myndir, sem teknar höfðu verið um kvöldið, í hina fögm fundargerðabók okkar. Hana geymi ég enn ásamt kvikmyndaspólunum. Tillaga 'Egils var sú að hvort- tveggja yrði afhent Þjóðskjala- safni íslands til varðveislu. Fund- irnir urðu alls 29. Sá fyrsti var haldinn á heimili mínu árið 1951 og sá síðasti hjá Þormóði árið 1981. Á þessum 30 árum féll aðeins einn fundur niður árið 1952, vegna veikinda. Við höfðum mikla ánægju af þessum gleðifundum og síðar af bókinni og einnig af því að horfa á kvikmyndirnar sem teknar vom. Það er óhætt að segja að móttök- ur og allar veitingar voru höfðing- legar á heimili þeirra Ástu og Eg- ils. Húsfrúin hafði alveg sérstakan hæfileika til að hafa allt vistlegt og framúrskarandi gott sem fram var reitt. Ekki spillti heldur hversu glaðvær og glæsileg hún var sjálf. Á þessum fundum vorum við lengst af fjórir ásamt eiginkonum: Ásta og Egill, Sigurrós Torfadóttir og séra Þorsteinn Björnsson, Lára Jónasdóttir og Þormóður Ögmunds- son bankalögmaður og við Þórdís Todda Guðmundsdóttir eiginkona mín. Af þessu fólki eru nú aðeins frú Lára og við Þórdís enn á lífi. Við hjónin söknum Egils Sigur- geirssonar vinar okkar mikið og sendum öllum aðstandendum hans innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum Agli guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans. Erlingur Þorsteinsson. Mig langar að minnast Egils Sig- urgeirssonar sem ég starfaði hjá til fjölda ára. Þegar ég hóf störf hjá honum þá sýndi hann mikla tillits- semi og þolinmæði gagnvart van- kunnáttu minni. Oft var mikið að gera og þétt setinn bekkurinn en öllum tók hann á móti með ljúf- mennsku og hjálpsemi og reyndi að leysa hvers manns vanda. Hann hafði ríka réttlætiskennd og aldrei fór hann í manngreinarálit. Það var því ekki að ástæðulausu að á hann hlóðust margs konar trúnaðarstörf. En þrátt fyrir mikið annríki og lang- an vinnudag þá var hann alltaf glaðsinna og hamingjusamur. Egill var listelskur maður og var tíður gestur á málverkasýningum og listmunauppboðum og bar heim- ili þeirra hjóna listfengi þeirra fag- urt vitni. Einnig unni hann góðum kveðskap og hafði við hvert tæki- færi ljóð eða spakmæli á takteinum enda með afbrigðum víðlesinn og fróður. Þá veitti það honum gleði að sjá ERFIDRYKKJUR MINNIIMGAR afkomendur sína vaxa og komast til manns og fylgdist hann með þeim af áhuga og stolti. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að starfa hjá slíkum mannkosta- manni. Blessuð sé minning hans. Sigrún Cortes. í dag er afi okkar, Egill Sigur- geirsson, til hvílu borinn. Það eru rúm fimmtán ár síðan amma, Ásta Dahlmann, yfirgaf þetta líf og nú verða eflaust fagnaðarfundir í öðru lífi. Okkur langar til þess að kveðja afa og minnast ömmu með nokkrum minningarbrotum frá árunum á Hringbrautinni þegar amma og afi voru bæði á meðal okkar. Á hveiju ári héldu þau jólaboð fyrir börnin sín sex og öll barnabörnin, sem urðu alls 19 talsins. Þá var nú oft líf í tuskunum þegar saman kom svo stór hópur barna. Hjá ömmu og afa var veisla í hverri viku því á sunnudögum bakaði amma og hafði standandi kaffi ef einhveijum dytti í hug að líta inn. Og oftast litu fleiri en færri inn. Á þennan hátt náðum við barnabörnin að kynnast hvert öðru vel. Á okkar yngri árum var afi oft upptekinn við störf sín sem hæsta- réttarlögmaður og kyrintumst við honum ekki að ráði fyrr en við vor- um komin á fullorðinsár. Afi var dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Oft hélt hann sig til hliðar í fjölskylduboðum, eins og honum fyndist hann vera fyrir. En þegar við nálguðumst hann að fyrra bragði komumst við að raun um að hann var stoltur af barnabörnum sínum og fýlgdist vel með hvernig gekk í námi og starfi. Hann var sérstaklega stoltur yfir því hversu mörg barnabarna sinna gengu menntaveginn. Afi hélt áfram að vinna við lög- fræðistörf löngu eftir að eftirlauna- aldri var náð. Þegar við spurðum hvað hann væri að fást við sagðist hann vera aðallega í því að gera upp dánarbú vina sinna. Æ, ég er orðinn svo óttalega gamall, svaraði hann þegar hann var spurður um heilsufarið. Hann var tilbúinn að kveðja, en eftir sitjum við og syrgj- um sem ekki náðum að kveðja hann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Með þessum örfáu línum viljum við kveðja afa Egil og ömmu Ástu og þakka þeim fyrir allar samveru- stundimar. Ásta, Viktor, Anna, Linda og Elísabet Urbancic. Kveðja frá Lögmannafélagi Islands Egill Sigurgeirsson var elsti lög- maður landsins. Hann fékk mál- flutningsleyfi fyrir Hæstarétti ís- lands í miðju seinna stríði, 22. júní 1942, og var sá 26. í röðinni til að öðlast slíkt leyfi. Nokkrum dögum eftir að Egill fékk hæstaréttarmál- flutningsleyfi eða 4. júlí 1942 tóku gildi fystu almennu lögin um mál- flytjendur nr. 61/1942. Með þeim lögum var lögmönnum gert skylt að hafa með sér félag. Málflutn- ingsmannafélag íslands var reynd- ar stofnað árið 1911, en tveimur árum eftir að nýju lögin tóku gildi, var nafni félagsins breytt í Lög- mannafélag íslands. Leiðir Egils og Lögmannafélagsins áttu eftir að liggja mikið saman næstu áratug- ina. Egill var fyrst kjörinn í stjóm félagsins árið 1939 og sat í stjórn til ársins 1943, aftur árin 1944- 1945 og síðan samfellt frá árinu 1947 til 1966. Egill vann mikið og gott starf fýrir félagið. Hann naut virðingar sem lögmaður. Lög- mannafélag íslands ákvað að veita Agli viðurkenningu fyrir störf hans í þágu félagsins og lögmannastétt- arinnar allrar með þvi að gera hann að heiðursfélaga félagsins árið 1986. Að Agli gengnum á félagið nú engan heiðursfélaga. Félagið hefur ekki verið gjöfult á slíkar nafnbætur í gegnum tíðina, sem segir best hversu vel metinn Egill var. Lögmannafélag íslands færir fjölskyldu Egils samúðarkveðjur. Þórunn Guðmundsdóttir, formaður LMFÍ. + Ástkær faðir minn, sonur okkar og bróðir, VILHJÁLMUR ARNARSON, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 23. mars sl. Margrét Björk Vilhjálmsdóttir, Örn Þór, Hrund Hansdóttir, Hanna Rún Þór, Hans Ragnar Þór. Bróðir okkar, + EIRÍKUR SVEINSSON, Reykholti, Biskupstungum, fyrrv. bóndi að er látinn. Miklaholti, Guðrún Sveinsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGUEIÐIR HÍTEL LOFTLEIMk Erfídrykkjur Glæsilegt kaífihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í simum 568 9000 og 588 3550 A GOÐU VERÐI L,5jtffthpTÍ TIL ALLT AÐ 36 MÁNABA Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (Gugga), Suðurgarði 18, Keflavík, áðurtil heimilis á Snorrabraut 33, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 24. mars. Guðríður Halldórsdóttir, Vilhjálmur Arngrímsson, Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir, Arngrimur Vilhjálmsson, Eva Lind Albertsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON fyrrv. háskólarektor og rikissáttasemjari, er látinn. Kristín H. Kristinsdóttir, Steinar Þór Guðlaugsson, Margrét Óskarsdóttir, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, Arndis Tómasdóttir, Styrmir Guðlaugsson, Thelma Hansen, Hrafn Steinarsson, Ása Steinarsdóttir, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Erna Rán Arndisardóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA TRYGGVADÓTTIR frá Víðikeri, sfðast til heimilis íFurugerði 1, Reykjavík, lést sunnudaginn 24. mars. Jón Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Gerður Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Hreinn Kristjánsson, Erna Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Kristjánsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Otto Bumberger, Axel Kvaran, Ósk Kvaran, Brynjar Kvaran, Ingibjörg Fjölnisdóttir, Svavar Kvaran, Hildur Halla Jónsdóttir, Axel A. Kvaran, Sandra Baldvinsdóttir, Ágúst Kvaran, Edda Jónasdóttir. LEGSTEINAR 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Eiginkona mín, dóttir mín, stjúpdóttir, systir okkar og mágkona, ÞÓRUNNKVARAN BUMBERGER, lést á heimili sínu í Hampton, Virginíu, 21. mars. Gronít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.