Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Krístján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, á aðalfundi bankans í gær Sameining við Búnaðarbanka skilaði mikilli hagræðingu Morgunblaðið/Kristinn FRÁ aðalfundi íslandsbanka. Á myndinni eru f.v. þeir Haraldur Sumarliðason, Einar Sveinsson, Guðmundur H. Garðarsson og Valur Valsson. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, telur að bankinn eigi að leita eftir að kaupa Búnaðarbankann ásamt fleiri áhugasömum aðilum. Auðveldlega megi sýna fram á að rekstrarleg sameining íslandsbanka og Búnað- arbanka muni skila mikilli hagræð- ingu og þannig myndi skapast mun jafnari samkeppni því sameinaðir væru þeir svipaðir að stærð og Landsbankinn. Þetta kom fram á aðalfundi íslandsbanka í gær. Kristján kom víða við í ræðu sinni en vék sérstaklega að hlut ríkisins á fjármagnsmarkaðnum gegnum eignarhald á bönkum og fjárfestingarlánasjóðum. „Ætla má að ríkið annist eða stjórni yfir 80% af þessum markaði. Á þessum markaði er íslandsbanki eina al- menningshlutafélagið. Það er orðið brýnt pólitískt viðfangsefni að marka stefnu til framtíðar um það hvort ríkið hafi yfirleitt nokkru hlutverki að gegna á þessum mark- aði. Þar sem samkeppni ríkir ætti ríkisrekstur að vera óþarfur." Mikið kappsmál að samkeppnisstaða verði jöfnuð „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð gaf hún yfirlýsingu um að hún myndi beita sér fyrir því að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög og að marka framtíðar- stefnu varðandi fjárfestingarlána- sjóðina. íslensk stjórnvöld tilkynntu jafnframt Eftirlitsstofnun EFTA á síðasta ári að ríkisstjórnin stefndi að því að breyta ríkisviðskiptabönk- unum í hlutafélög með lagasetn- ingu í vor og með gildistöku í árs- lok. Þessar yfirlýsingar voru gefnar sem svar ríkisstjórnarinnar við at- hugasemdum Eftirlitsstofnunar- innar um ábyrgð ríkisins á starf- semi ríkisviðskiptabanka. í ljósi þessara yfirlýsinga er óskiljanlegur sá dráttur sem orðið hefur á fram- kvæmd þessa máls. Nú virðist lík- legt að frumvarp þessa efnis muni ekki verða afgreitt af Alþingi fyrr en í fyrsta lagi undir lok þessa árs og óvíst um hvenær það kæmi til framkvæmda. Það er mikið hags- munamál íslandsbanka að sam- keppnisstaðan verði jöfnuð, meðal annars með því að breyta ríkisvið- skiptabönkum í hlutafélög. En það er líka hagsmunamál rík- isbankanna að fá þessi mál hreint sem fyrst. Síðast en ekki síst er það hagsmunamál íslenskra skatt- greiðenda að endi sé bundinn á það ástand, að ríkissjóður sé í tak- markalausri ábyrgð vegna starf- semi banka sem eiga í samkeppni á fjármálamarkaði við innlenda og erlenda banka. Ég hvet stjórnvöld til að taka nú af skarið og marka þessum málum framtíðarstefnu. í þeim efnum kemur að sjálfsögðu ekkert annað til greina en að ríkið dragi sig verulega, ef ekki öllu leyti, út af fjármagnsmarkaðnum." Sameining ríkisbanka raskaði samkeppnisstöðunni Kristján vék síðan að þeirri hug- mynd Björgvins Vilmundarsonar, bankastjóra Landsbankans, að sameina beri ríkisviðskiptabankana í einn banka. „En athygli vekur að á þetta er bent þá fyrst þegar áform eru uppi um hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og á þann hátt að taka af þeim ýmis forréttindi og ótakmarkaða ábyrgð ríkissjóðs á öllum skuldbindingum þeirra. En tillaga um sameiningu ríkis- bankanna er ekki gallalaus. í fyrsta lagi má benda á að slík sameining myndi leiða til töluverðrar röskunar á samkeppnisstöðunni. Fækkun banka þarf í sjálfu sér ekki að leiða til minni samkeppni séu keppinaut- ar svipaðir að styrk. En svo yrði ekki. Hinn sameinaði ríkisbanki hefði yfirburðastöðu með um 60% af markaðnum á móti Islandsbanka og sparisjóðunum. Hugsanlega teldist það vera markaðsráðandi staða samkvæmt skilgreiningu samkeppnislaga og þar með gæti samkeppnisráð þurft að hafa af- skipti af slíkri sameiningu. I öðru lagi yrði sameinaður ríkis- banki svo stór miðað við hluta- bréfamarkaðinn á íslandi, með um það bil 10 milljarða króna eigið fé, að afar erfitt yrði fyrir ríkið að selja hann. Afleiðingin kynni því að vera sú að sameining ríkisbank- anna myndi tefja um ófyrirsjáan- lega framtíð fyrir því að ríkið los- aði sig úr bankarekstri. Sé hins vegar áhugi hjá stjórn- völdum á rekstrarhagræði banka- kerfisins og jafnframt að draga úr þátttöku og eignaraðild ríkisins, þá eru fleiri kostir til. Auðveldlega má sýna fram á að rekstrarleg samein- ing íslandsbanka og Búnaðarbanka skilar mikilli hagræðingu. Því eigum við að Jeita leiða til að það geti gerst. Ég tel því að íslandsbanki eigi að lýsa sig fúsan til að kaupa Búnaðarbankann ásamt fleiri áhugasömum aðilum. Það getur gerst með beinum greiðslum, svo og með hlutafé sem ríkið getur selt þegar því þykir henta. Ekki verður fram hjá því litið að við höfum mikla reynslu af sameiningu banka. Loks myndi sameining Búnaðarbanka og íslandsbanka skapa mun jafnari samkeppni, því sameinaðir væru þeir svipaðir að stærð og Lands- bankinn". Hann undirstrikaði hins vegar að vangaveltur af þessu tagi hefðu litla þýðingu eins og staðan væri og vís- aði þar til yfirlýsinga ráðherra. Unnið að nýrri stefnumótun Kristján greindi ennfremur frá því að núna væri unnið að umfangs- mikilli endurskoðun á stefnumótun íslandsbanka til lengri tíma. Þar yrðu í bakgrunni miklar breytingar á starfsumhverfi bankans. Nefndi hann þar sérstaklega að hömlum hefði verið létt af fjármagnsflutn- ingi til og frá íslandi, hagvöxtur hefði aukist á ný sem gæfi sóknar- færi og harðnandi samkeppni við innlenda og erlenda aðila. Síðast en ekki síst væri að eiga sér stað tæknibylting í bankaviðskiptum í öllum heiminum. miðvikudaginn 27. mars 1 996 kl. 08.00 - 09.30, f Sunnusal Hótels Sögu OPINBERINNKAUP OG ÚTBODSMÁL Um þessar mundir er á vegum fjármálaráðuneytisins verið að endurskoða reglur um opinber innkaup og útboðsmál. Af því tilefni efnir Verslunarráð Islands til morgunverðar- fundar næstkomandi miðvikudag, þar sem fjallað verður um fyrirkomulag opinberra innkaupa, gildandi reglur á því sviði og fyrírhugaðar breytingar á þeim. Framsöguræður um fundarefnið Þórhallur Arason, formaður stjórnar opinberra innkaupa Skarphéðinn B. Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu Birgir Ármannsson, Verslunarráði Islands Við pallborðið auk frummælenda Árríi Árnason, Árvík hf. Bjarni H. Frímannsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf. Orn Andrésson, EJS, Einari J. Skúlassyni hf. Fundarstjóri Friðþjófur O. Johnson, Ó. Johnson & Kaaber Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 600.- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08:00 - 16:00) eða í bréfasíma 568 6564 VERSLUNARRAÐ ISLANDS Samþykktaðgreiða 6,5% arð SAMÞYKKT var að greiða 6,5% arð til hluthafa á aðalfundi íslandsbanka í gær. Vegna þess hve hlutafé er stór hluti eigin fjár bankans er þessi arðgreiðsla með því hæsta sem þekkist á hlutabréfamarkaðnum, sé miðað við markaðsvirði bréfanna. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, vakti athygli fundar- manna á því að 6,5% arður samsvar- aði 4,7% raunarði, þ.e. arði af mark- aðsvirði bréfanna og að um 75% af hagnaði bankans rynni nú til hluthafanna. Eðlilegt væri að gera ráð fyrir því að arðgreiðslan gæti haldið áfram að aukast. Allir bankaráðsmenn íslands- banka svo og varamenn þeirra voru endurkjörnir á fundinum. í ráðinu sitja nú þeir Einar Sveinsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Haraldur Sumarliðason, Kristján Ragnars- son, Magnús Geirsson, Orri Vigfús- son og Orn Friðriksson. Samtök iðnaðaríns mótmæla harðlega tillögum ríkisstjórnar- innar um breytingar á vörugjaldi Ganga þvert á tíllögur sem sátt ríkti um SAMTÖK iðnaðarins hafa mótmælt harðlega tillögum ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á vörugjaldi, sem þau telja að gangi þvert gegn þeim tillögum sem unnar hafa verið af starfshópi fjármálaráðuneytisins og sátt hafi náðst um við hagsmuna- aðila 13 mars sl. Skora samtökin jafnframt á ríkisstjórnina og Al- þingi að hverfa frá þessum hug- myndum og framkvæma þess í stað þær tillögur sem samkomulag hafí náðst um. Hefur öllum ráðherrum og þingmönnum verið sent bréf þessa efnis. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að samtökin séu einna helst óánægð með þá leið sem ríkisstjórn- in hefur valið til þess að fjármagná þessar breytingar. Verið sé að flytja um 800 milljóna króna lækk- un á neyslusköttum yfir á launa- kostnað fyrirtækjanna og hús- næðiskostnað almennings. Þetta sé þvert á þá þróun sem átt hafi sér stað erlendis. Þá sé ótalinn seinni hluti aðgerðanna sem feli í sér um 350 milljónir í aukinni skattheimtu á fyrirtækin þegar tryggingagjald- ið verði jafnað milli atvinnugreina um næstu áramót. Sveinn segir að Samtök iðnaðar- ins hafí álitið að samkomulag hefði náðst um ákveðnar lágmarksbreyt- ingar á vörugjaldskerfínu, sem áætlað var að kostuðu um 800 millj- ónir króna. Fella hafi átt niður vörugjald af ýmsum vörutegundum á borð við byggingarefni og lækka skattheimtu á öðrum vörum eins og sælgæti, drykkjar- og matvör- um. Þessar breytingar hafi síðan átt að fjármagna með hækkun virð- isaukaskatts úr 24,5% í 25%. Það sé hins vegar ljóst að þessar tillögur ríkisstjórnarinnar verði ekki til þess að einfalda vörugjald- skerfið. „Ef við skoðum tillögur ríkisstjórnarinnar þá þýða þær að í stað 7 vörugjaldsþrepa verða þau 17, þ.e. 4 verðþrep og 13 magn- þrep. Þá gengu þær tillögur sem lagðar voru fram í byrjun febrúar nokkuð lengra. Þar var m.a. gert ráð fyrir því að samræma skatt- lagningu alls þess sem er ætt með því að færa öll matvælin niður í neðra þrep virðisaukaskattskerfis- ins.“ Boðið til veislu í svartri atvinnustarf semi Að sögn Sveins gerðu tillögur starfshópsins ráð fyrir því að sam- hliða því að endurgreiðslum á virðis- aukaskatti af vinnu við viðhald og viðgerðir á íbúðarhúsnæði yrði hætt, yrði jafnframt hætt að leggja vöru- gjald á byggingarefni og gera breyt- ingar á tekjuskatti. „Þessum tillögum virðist hins veg- ar hafa verið kollvarpað á ríkisstjóm- arfundi 19. mars sl. Þar er ákveðið að fara ekki út í þessar breytingar á virðisaukaskattskerfinú, fara ekki í það að sameina þessi tvö skatt- kerfi. Heldur átti að taka endur- greiðslumar á virðisaukaskatti til iðnaðarmanna út, en gera engar breytingar á vörugjaldi á byggingar- efni eða tekjuskatti á móti. Við töld- um hins vegar alveg nauðsynlegt að þetta færi saman.“ Sveinn segir að með þessum tillög- um sé verið að efna til veislu í svartri atvinnustarfsemi, þar sem hún muni stóraukast í kjölfarið. Þar hefði frem- ur verið þörf á því að sporna við en ýta undir þessa starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.