Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dole skor- ar á Perot að fara ekki fram Yorba Linda. Reuter. BOB Dole, leiðtogi meirihluta repú- blikana í öldungadeild Bandaríkja- þings og væntanlegt forsetaefni, skoraði á sunnudag á auðkýfmginn Ross Perot frá Texas að fara ekki í óháð framboð vegna þess að það myndi hjálpa Bill Clinton forseta að tryggja sér endur- kjör. Dole sagði að repúblikanar hefðu reynt að knýja fram fiest af stefnumálum Perots, en Clinton hefði staðið í vegi fyrir þeim. Hvatti hann Perot til að auð- velda repúblikönum að fella Clinton. Perot sagði hins vegar í samtali á sjónvarpsstöðinni C-Span að bæði demókratar og repúblikanar væru „fullkomlega óábyrgir“ og ættu sök á fjárlagasjálfheidunni. Perot hefur lagt mikla peninga í stofnun nýs stjórnmálaafls, Umbótaflokksins. Flokkurinn hyggst tefla fram for- setaefni og Perot kveðst ekki munu skorast undan verði hann valinn. Dole var á kosningaferð í Kaliforn- íu, þar sem forkosningar verða haldn- ar í dag um leið og í Nevada og Washington. Honum er spáð örugg- um sigri, sem mun tryggja honum tilnefningu repúblikana til forseta- framboðs, en Pat Buchanan sjón- varpsmaður kvaðst ekki mundu draga sig í hlé þótt hann tapaði illa. Buchanan hyggst nýta sér stuðn- inginn í forkosningunum til að tryggja að ýmis mál, sem hann berst fyrir, verði á stefnuskrá repúblikana í haust og útilokar ekki sérframboð verði hann og stuðningsmenn hans hunsaðir á landsfundi flokksins í San Diego í ágúst. Dole hélt meðal annars kosninga- fund í Yorba Linda í Kaliforníu, þar sem forsetabókasafn Richards M. Nixons heitins er til húsa, um helg- ina og sagði að forsetinn fyrrverandi hefði verið of hófsamur í skoðunum til að geta tryggt sér tilnefningu repúblikana á okkar dögum. Nixon gerði Dole að flokksformanni árið 1971. Dole flutti minningarræðu þegar Nixon var borinn til grafar árið 1994 og brast þá í grát. Hverjir standa að baki Íljúmzhínov, forseta FIDE? Dularfullur auðjöfur og einræðisherra í Kalmykíu, sem spáir því að Saddam Hussein fái friðarverðlaun Nóbels KÍRSAN Íljúmzhínov, forseti FIDE, (t.h.) ásamt Florencio Campomanes, fráfarandi forseta. KÍRSAN Íljúmzhínov minnir um margt á Robert heitinn Maxwell þótt þeir séu ekkert líkir í sjón. Eins og blaðakóngurinn Maxwell skýtur hann upp kollinum á hinum ólíklegustu stöðum, stundum með stórmennum á borð við Dalai Lama eða Jóhannes Pál II. páfa og stund- um með mönnum á borð við Sadd- am Hussein, forseta íraks. íljúmz- hínov er rússneskur kaupsýslu- maður, aðeins 33 ára að aldri, og með einhveijum dularfullum hætti er hann orðinn stórauðugur mað- ur, jafnvel á vestræna vísu. Hann er líka forseti FIDE, Alþjóðaskák- sambandsins. Íljúmzhínov hneykslaði marga í skákheiminum fyrr í þessum mán- uði þegar hann lagði til, að heims- meistaraeinvígið milli þeirra Ana- tolís Karpovs og Gata Kamskys, sem er aðeins 21 árs gamall, færi fram í Bagdad í írak. Myndi Sadd- am Hussein setja mótið, leika fyrsta leiknum og reiða fram verð- launaféð, tvær milljónir dollara, 132 millj. ísl. kr. Oft hefur pólitíkin blandast inn í baráttu skákmannanna, einkum á tímum kalda stríðsins, og íljúmz- hínov hefur nú tekist að koma henni þar inn á nýjan leik. í við- tali, sem blaðamaður The Daily Telegraph átti við hann uppi á 18. hæð í skrifstofubyggingu hans í Moskvu fyrir skemmstu, vísaði hann á bug óánægju vestrænna ríkja með Saddam Hussein sem gestgjafa í væntanlegu heims- meistaraeinvígi. Bandaríkjunum stillt upp við vegg „Saddam er bara eins og hver annar forseti, til dæmis eins og Yasser Arafat, og þess verður ekki langt að bíða, að hann verði sæmd- ur friðarverðlaunum Nóbels,“ sagði Íljúmzhínov. Hann kvaðst ekki óttast hótanir Bandaríkja- manna um að meina Kamskí þátt- töku f einvíginu. „Það er ekkert í ályktunum Sameinuðu þjóðanna, sem bannar íþrótta- eða menningarleg sam- skipti við írak. Þar er aðeins kveð- ið á um efnahagslegar refsiaðgerð- ir. Með þessari ákvörðun hef ég stillt Bandaríkjunum upp við vegg,“ sagði Íljúmzhínov. Hann segir, að Bagdad hafi orð- ið fyrir valinu vegna þess, að Sadd- am hafi boðið mest fé. Þessi röksemdafærsla íljúmz- hínovs hefur mælst vel fyrir í Rúss- landi og honum hefur vissulega tekist að vekja athygli á einvígi þeirra Karpovs og Kamskys. Fyrir aðeins mánuði var aldrei á það minnst. I skákheiminum er það þó fyrst og fremst ein spurning, sem mepn vilja fá svar við: Fyrir hvetja er Íljúmzhínov að vinna og hvernig hefur hann náð jafn langt og raun ber vitni? Rekinn úr skóla Kírsan Íljúmzhínov er Kalmyki, af mongólsku þjóðarbroti, sem lifir aðallega á hjarðmennsku við Kasp- íahaf. Eru Kalmykar búddatrúar og eina þjóðin í Evrópu, sem játar þá trú. Hefur alltaf staðið mikill styr um hann og hann var meðal annars á sínum tíma rekinn úr skóla í Moskvu fyrir verðandi starfsmenn sovésku utanríksþjón- ustunnar. Var honum gefið ýmis- legt að sök, til dæmis „brask, eitur- lyfjaneysla, vændisrekstur og njósnir í þágu Afgana". Eftir að Sovétríkin hrundu tók Íljúmzhínov upp samstarf við Jap- ani um alls konar viðskipti, allt frá bílum til veitingastaða. Síðan var hann kosinn á þing og 1993 var hann kjörinn fyrsti forseti sjálf- stjórnarlýðveldisins Kalmykíu. Íljúmzhínov var endurkjörinn forseti á síðasta ári til sjö ára og var enda einn í framboði. Fyrir kosningarnar var hann ekkert að skera utan af loforðunum. Hann lofaði til dæmis hveijum einasta Qárhirði farsíma og hét að breyta hinni dapurlegu höfuðborg, Elístu, í nýtt Las Vegas með alþjóðlegum flugvelli. Iljúmzhínov gleymdi heldur ekki vini sínum Saddam því að honum hefur hann gefíð 10 ekrur lands í Elístu og á það að vera hans eign „um aldur og eilífð“. Hagar hann sér í flestu eins og gömlu, mong- ólsku höfðingjarnir, khanamir, og gerir það, sem honum dettur í hug hveiju sinni. Þegar að því kom að velja nýrri olíuhreinsunarstöð stað lét hann ömmu sína gamla og blinda ráða staðsetningunni með því að benda með pijóni á kort. Málgögn stjórnar- andstöðu bönnuð Ríkisstjórn Íljúmzhínovs er aðal- lega skipuð gömlum skóla- og bekkjarbræðrum hans og hann er mikill aðdáandi tónlistarmannsins Michaels Jacksons, reyndi einu sinni að bjóða honum í mat þegar hann var á ferð í Moskvu. Á Íljúmzhínov em líka aðrar hliðar og öllu skuggalegri. Hann Iíður ekki andstöðu við sig I einu eða neinu og málgögn stjórnarand- stöðunnar í Kalmykíu hafa verið bönnuð. Íljúmzhínov á frama sinn að þakka peningunum og hann hefur líka látið peningana tala innan FIDE. Hans fyrsta verk sem for- seti sambandsins var að gefa Bobby Fischer 100.000 dollara, 6,6 millj. kr., og ljúka þannig málaferlum um brot gegn höfundarrétti, sem hann hefur staðið í. Var það vegna heimildariausrar útkomu bókar eft- ir Fischer í Sovétríkjunum. Íljúmzhínov er nú þegar búinn að tryggja, að Ólympíuskákmótið 1998 verður haldið í höfuðborg Kalmykíu, Elístu, þótt þar sé að- eins að finna eitt mjög hrörlegt hótel. Segir hann, að það skipti engu máli því hann muni neyða rússnesk stjórnvöld til að byggja nýtt. Fáir efast um, að valið á Bagdad hafi fallið í góðan jarðveg hjá rússneskum ráðamönnum. Það hefur ekki aðeins valdið gremju í Bandaríkjunum, heldur mælst ágætlega fyrir í sumum arabaríkj- um. Og það er ekki víst, að Vestur- lönd _séu búin að bíta úr nálinni með Íljúmzhínov því að hann seg- ist nú ekki útiloka, að næsta heimsmeistaraeinvígi verði undir handaijaðri erkiklerkanna í Teher- an í íran. Heimild: The Daily Telegraph. Frakkar vilja evrópsk- an félagsmálapakka París. Reuter. RÍKISSTJÓRN hægrimanna i Frakklandi hyggst leggja fyrir leið- togafund Evrópusambandsins, sem haldinn verður í Tórínó í lok mánað- arins, tillögur um stóraukið Evrópu- samstarf í' félags- og atvinnumál- um. Tillögurnar fela meðal annars í sér víðtæka samræmingu atvinnu- réttinda og félagslegra réttinda inn- an Evrópusambandsins. Tilgangur- inn er að vinna hugi og hjörtu al- mennings í ríkjum ESB. Atvinnusköpun for gangsverkef ni Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, boðaði á laugardag skýrslu, sem send yrði til ríkisstjórna annarra aðildarríkja ESB í þessari viku. Juppé sagði að í skýrslunni yrði lögð áherzla á að ríkjaráðstefna ESB, sem hefst í næstu viku, tæki á málum, sem vörðuðu daglegt líf hins venjulega Evrópubúa, þar á meðal atvinnuleysi, öryggismálum, málefnum innflytjenda og samskipt- um á vinnumarkaði. „Atvinnusköpun verður að vera *★★★*. EVRÓPA^ forgangsverkefni hjá ESB og ég ítreka að ég er reiðubúinn að skoða allar áþreifanlegar og jákvæðar uppástungur í atvinnumálum," sagði Juppé á fundi í flokki Gaull- ista, RPR. Forsætisráðherrann sagðist myndu gera tillögur um að nýta byggða- og félagsmálasjóði Evrópusambandsins betur í þágu atvinnusköpunar. Juppé sagði að skýrslan í heild myndi kveða á um „frumlegt verk- efni í félagsmálum", sem stefnt væri gegn bandarískri ofur-fijáls- hyggju og óheftum markaðsöflum. „Launþegar hafa réttindi og hlut- verk Frakklands í Evrópu er að minna á það,“ sagði forsætisráð- herrann. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, ritaði í gær grein í blað vinstrimanna, Libération og hvatti leiðtoga annarra ESB-ríkja til að taka þátt í að skapa „evrópska fyr- irmynd í félagsmálum“, sem myndi vinna hugi og hjörtu venjulegra borgara að nýju og sporna gegn atvinnuleysisvandanum. Samræma á vinnumála- og velfer ðarlöggj öf Chirac segir að samræma eigi vinnumála- og velferðarlöggjöf að- ildarríkja ESB, en slíku er t.d. brezka stjórnin algerlega mótfallin. Hann lagði jafnframt áherzlu á hlutverk efnahags- og myntbanda- lags (EMU) við atvinnusköpun og ítrekaði að Frakkland myndi upp- fylla skilyrði til þátttöku í EMU á réttum tíma. Chirac segir að Evrópusamband- ið verði að beita sér meira gegn atvinnuleysi en verið hafi. Hann kallar 6.500 milljarða króna fjárlög ESB „gífurlegt verkfæri í atvinnu- málum“ og leggur til að útgjöld sambandsins verði endurskoðuð. Reuter Evró til reynslu VIÐSKIPTAVINUR í verslun í París heldur á hinni nýju mynt Evrópusambandsins, evró. Um 16.000 evró, hvert þeirra tæp- lega hundrað króna virði, verða notuð til reynslu ásamt frankan- um næstu tvær vikurnar til að gefa almenningi forsmekkinn að nýju Evrópumyntinni. Stefnt er að því að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) taki gildi árið 1999. Fyrstu þrjú árin mun evró að- eins verða notað í viðskiptum banka og fyrirtækja. Á árinu 2002 mun almenningur fá mynt- ina í hendur og núverandi mynt þeirra aðildarríkja, sem taka munu þátt í bandalaginu, mun falla úr gildi á miðju ári 2002. Útlit myntarinnar á myndinni er ekki „opinbert11. Enn á eftir að ákveða útlit evró-myntar og seðla og hefur framkvæmda- sljórn ESB efnt til samkeppni í því skyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.