Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1.047 notaðir fólksbílar fluttir inn í ár Innflutningur- inn nær fjórfalt meiri en í fyrra VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Hallur SALTFISKVERKSMIÐJAN La Bacaladera í borginni Irún í Baskahéruðum Spánar. Sala spænsku saltfiskverksmiðjunnar La Bacaladera til norska fyrirtækisins Troms Fisk SIF reynir að fá kaup- samninginn ógiltan LÖGMENN á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, SIF, reyna nú að fá ógiltan fyrir dómstól- um á Spáni kaupsamning sem gerður var á milli norska fyrirtækisins Troms Fisk og seljenda spænsku saltfiskverksmiðjunnar La Baealad- era í borginni Irún í Baskahéruðum Spánar. Aður en Troms Fisk keypti verksmiðjuna nú í haust hafði SIF undirritað samning um kaup á verk- smiðjunni og stóð til að SÍF tæki við rekstri hennar 1. september síðastlið- inn. Troms Fisk tók hins vegar við rekstri verksmiðjunnar um það leyti og er fulltrúi seljenda hennar orðinn sölustjóri hjá fyrirtækinu. Róbert Agnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið að erfítt væri að segja til um það hvemig gengi að fá kaupsamninginn ógiltan, en talið væri að það gæti tekið 4-6 mánuði að fá niðurstöðu í málinu. Hann sagði að samkvæmt öllum eðlilegum rétt- arfarsreglum væri ljóst að SÍF væri með gögn þess efnis að norski kaup- andinn hafi ekki verið í góðri trú þegar hann gerði kaupin. „Að sjálfsögðu er spænski seljand- inn það klárlega ekki því hann er að selja þarna í annað sinn sömu eignina. Að öllu jöfnu ættum við því að hafa vinninginn í þessu máli, en það er ekkert nema tíminn sem sker úr um það. Við erum ekki dómarar í þessu máli,“ sagði Róbert. Hann sagði samninginn sem SÍF undirritaði um kaupin á La Baealad- era vera fullgildan kaupsamning. „í rauninni var einungis verið að uppfylla ákvæði samningsins um skoðun á ýmsum atriðum sem þurfti TOR Krane, sem nú er fram- kvæmdastjóri La Bacaladera, í stærsta vinnslusal verk- smiðjunnar. að skoða til að áætla virði fyrirtækis- ins og hvað ætti að borga mikið fyr- ir það. Menn voru komnir nokkuð langt á veg með það og voru á und- an áætlun þegar þetta dundi yfir,“ sagði Róbert. Yfirlýsingar að vænta á næstu vikum Hvorki fulltrúar seljenda La Bac- aladera né Troms Fisk vildu tjá sig um þátt SÍF í kaupum á La Bacalad- era þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti verksmiðjuna á dögun- um. Santiago Fuertes, fulltrúi Fuert- es-fjölskyldunnar sem stofnaði La Bacaladera, starfar nú sem sölustjóri fyrirtækisins, en framkvæmdastjóri þess er Tor Krane frá Troms Fisk. Hann sagði að yfirlýsinga frá þeim um málið gæti verið að vænta á næstu vikum. „Við munum tjá okkur um þetta þegar við höfum tíma til þess. Helsta markmið okkar er að reka verksmiðj- una, en hér er í mörg hom að líta. Þetta er ný verksmiðja og við erum að kynnast starfsfólkinu," sagði Tor Krane. Áherslan á tilbúna rétti Um 40 manns starfa hjá La Bac- aladera og sagði Tor Krane að í þess- ari viku yrði starfsfólki fjölgað um helming og byrjað að vinna á tví- skiptum vöktum. La Bacaladera hef- ur selt mikið af framleiðslunni til Frakklands auk Spánar, og nýlega hófst hjá fyrirtækinu mikil fram- leiðsla á þurrkuðum fiski. Helsti markaðurinn fyrir þurrkaðan físk er í Portúgal og munu um 70% fram- leiðslunnar fara þangað en afgang- urinn til Afríku og S-Ameríku. La Bacaladera er með 33 mismun- andi framleiðsluvörur úr saltfiski sem seldar eru undir vöruheitinu Don Salado, og þar er m.a. niðursuðu- verksmiðja þar sem framleiddir eru fimm mismunandi fískréttir. Að sögn Tor Krane eru uppi áætlanir um að hefja í auknum mæli framleiðslu á tilbúnum fiskréttum í neytenda- pakkningum þar sem framtíðin væri fólgin í því að framleiða vöru sem bæði væri bragðgóð og fljótieg í matreiðslu. ALLS voru fluttir inn 1.047 notaðir fólksbílar fyrstu níu mánuði ársins, skv. bráðabirgðatölum Bifreiðaskoð- unar íslands hf. Á sama tímabili í fyrra voru fluttir inn 292 bílar og hefur þessi innflutningur því nær fjórfaldast á milli ára. Notaðir fólksbílar eru nú um 14% af heildarinnflutningi fólksbíla, en fyrstu níu mánuðina voru fluttir inn 6.413 nýir fólksbílar eða um fjórð- ungi fleiri en í fyrra. Hallgrímur Gunnarsson, formaður Bílgreinasambandsins og forstjóri Ræsis hf., segir að nokkrar ástæður séu fyrir þessari aukningu. „Efna- hagsástandið í þjóðfélaginu hefur verið að batna þannig að fleiri hafa verið að kaupa bæði nýja og notaða bíla en áður. Gjaldastefna ríkisins hefur verið þannig undanfarin ár að hlutfallslega hærri gjöld leggjast á stærri bíla en þá minni þó það hafi aðeins verið lagfært. Þetta hefur skapað uppsafnaða þörf, sérstaklega fyrir stærri bíla sem menn hafa ver- ið að uppfylla vegna breytta efna- hagsforsendna. Reikningur viðmiðun Þá urðu breytingar á reglum um innflutning notaðra bíla eftir að GATT-samningurinn tók gildi á miðju síðasta ári. Hann fól í sér að nota verður reikning sem viðmiðun við álagningu gjalda í stað verðlista- verðs. Yfirvöld voru hins vegar ekki búin undir þessa breytingu og því skapaðist ákveðið tómarúm. Þau áttu í erfiðleikum með að rengja reikninga þeirra sem stóðu í braski og voru jafnvel að fara á svig við lög og regl- ur. Núna hafa tollayfírvöld komið sér upp erlendum verðviðmiðunum sem hægf er að nota til að bera saman við reikninga." Til viðbótar nefndi Hallgrímur að töluvert hefði verið flutt inn af tjóna- bílum af mönnum sem vildu skapa sér atvinnu við viðgerðir á þeim. Skort hefði á eftirlit með þessum innflutningi þannig að engar trygg- ingar hefðu verið fyrir því að eðlilega væri staðið að viðgerðum. „Núna er búið að setja þetta í fast kerfi þann- ig að bíllinn fer í skoðun hjá fag- manni ef tollurinn sér minnstu vís- bendingar um tjón eða þörf fyrir við- gerðir. Bíllinn er síðan merktur í tollskránni þannig að tryggt sé að skilað verði gjöldum eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Þetta kerfi er búið að vera í gangi frá því nú í haust. Ég sé fyrir mér að um leið og mismunur á innflutningsgjöldum stærri og minni bíla hverfur muni nýir bílar í stærri og eftirsóttari flokkunum koma eðlilega inn á mark- aðinn. Þeir verða síðan á markaðnum fyrir notaða bíla nokkrum árum seinna. Ef þetta gengur eftir verður svindlið það lítið að það skiptir engu máli fyrir heildina og á þennan hátt verður tryggt að frelsi ríki í innflutn- ingi á bílum. Aðalatriðið er það að allir sem flytja inn bíla lúti sömu leikreglum." Hallgrímur kvaðst aðspurður ekki hafa staðfestar upplýsingar um að t.d. Merceded Benz-bílar sem Ræsir hefur umboð fyrir hefðu verið fluttir inn á óeðlilega lágu verði, heldur hefðu einungis heyrst sögur um slíkt. „Tilfínning mín er sú að meirihluti af notuðum Benz-bílum sé fluttur inn á eðlilegum forsendum. Menn flytja ekki inn bíla nema fá þá á tiltölulega góðu verði.“ Morgunblaðið/Kristinn Prentsýning hefst í dag SÝNINGIN Prentmessa 96 verður opnuð I dag í Laugardalshöll en þar er til sýnis ýmis búnaður sem tengist prentiðnaði og margmiðl- un. Rúmlega þrjátíu aðilar taka þátt í sýningunni, en meðal þeirra má nefna prentsmiðjur og tölvu- fyrirtæki. Hjörtur Guönason, fram- kvæmdastjóri Prenttæknistofnun- ar segir að margmiðlun og tölvur setji svip sinn á sýninguna, enda hafi verksvið útgáfu- og prentiðn- aðar víkkað mjög mikið á undan- förnum árum. Sýningin verður opin frá klukk- an 17-22 í dag, en í gær voru menn í óða önn að undirbúa hana. Laugardag og sunnudag er sýn- ingin opin frá klukkan 10-18 hvorn dag en henni lýkur á sunnu- dag. Samvinnuháskólinn H. valdi B.T. tölmir Pentium 133 K-' • • I £££ "Samvinnuháskólinn leggur áherslu á raunhæfa verkefnavinnslu I tengslum við atvinnulifið. Traustur og öfiugur tölvubúnaður gegnir lykilhlutverki i skólastarfinu." "Við völdum Peacock Pentium frá BT tölvum við endumýjun á tölvukerfi okkar." Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuháskólans Intel Triton móðurborð 133 Intel Pentium örgjörvi 256kb Pipeline burst cache 16 mb EDO innra minni 15" lággeisla SVGA skjár 1280 mb Quantum haröur diskur 3.5" Disklingadrif Diamond Stealth 1mb skjákort Windows '95 lyklaborö 3 hnappa Dexxa mús 16 bita BTC hljóðkort 8 hraöa Acer geisladrif 12 watta Juster hátalarar Leikur fylgir af tilboðsborð 136.900.- Http://www.mmedja.is/bttolvur BlSlöluur Grensásvegur 3,108 Reykjavi Simi: 5885900, Fax : 5885905 Netfang : bttolvur@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.