Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á götum bæjarins ÓSKAR Árnason rakari. 1946. MorgunDiao./Asa.s MYNPLIST R á d h ú s R c y k j a v í k u r TEIKNINGAR Halldór Pétursson. Oj)ið kl. 10-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 9. október; aðg;uigur ókeypis. SKOPMYNDIR af hetjum dag- legrar tilveru, stjórnmála- og menn- ingarlífs hafa að líkindum fylgt myndlistinni frá fyrstu tíð, og áttu sennilega eitt sitt fyrsta blómaskeið í Englandi á 18. öld fyrir tilstilli Williams Hogarth og fleiri meistara. Það er sennilega á engan hallað ef því er haldið fram að Halldór Péturs- son (1916-77) hafi verið einn ást- sælasti listamaðurinn sem við ís- lendingar höfum eignast á þessu sviði, og myndir hans hafa margar hveijar orðið klassískar í vitund þjóðarinnar. Meðal verka hans á þessu sviði má nefna íjölda skemmtilegra bóka- skreytinga, umfjöllun um heims- meistaraeinvígið í skák, og síðast en ekki síst myndir af sérstæðu fólki sem setti svip á sína samtíð, bæði þekkta einstaklinga sem almúga- menn. Þessar myndir hafa lítið sést í seinni tíð, og því gefst nú kærkom- ið tækifæri til að rifja upp kynni við þær á þessari sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin hefur hlotið yfirskriftina „... Menn, sem settu svip á bæinn“, og er haldin í tilefni 80 ára afmælis listamannsins, sem lést langt fyrir aldur fram. Eins og nafnið ber með sér er um að ræða skopmyndir Hall- dórs af einstaklingum, sem voru áberandi í Reykjavík síns tíma. Við skoðun þeirra læðist ósjálfrátt að sá grunur, að menn hafi verið svip- meiri á árum áður og aðsópsmiklir á götu, en í seinni tíð hafi sérkenni þurrkast út í meðalmennsku - enda helst minnst á einstaklinga í fjölmiðl- um nú eftir því hvaða kaffihús og barir eru sóttir af hveijum. Það hefur verið eitt helsta ein- kenni persónumynda Halldórs með hversu einföldum dráttum hann gat skapað sérstæðar og ljóslifandi lýs- ingar af hveijum og einum sem hann teiknaði. Þessi einfaldleiki er áber- andi í myndunum hér; persónuein- kenni í vaxtarlagi, göngulagi, and- litsdráttum og öllu fasi eru nýtt til að gefa viðkomandi sterkan svip, sem er þó ætíð hlýlegur og jákvæður fremur en gagnrýninn eða fráhrind- andi. Þetta sést í hverri myndinni á fætur annarri, og nægir að benda á teikningarnar af Kjarval, Sigfúsi Daðasyni, Oddi sterka af Skaganum og Steini Steinarr sem dæmi þessa. Einnig er þessi sýning vel til þess fallin að minna á hversu snemma Halldór hafði fundið og fullkomnað þann stíl, sem honum hentaði. Elstu myndirnar hér eru frá 1939, en þá er listamaðurinn aðeins rúmlega tví- tugur; sú persónusköpun sem þar kemur fram er jafn fullmótuð og skörp og má sjá af myndum sem eru gerðar tæpum tveimur áratugum síðar. Flestar fyrirmyndirnar hafa verið gripnar á göngu um götur bæjarins, ýmist í miklum asa eða á hægu rölti; sumir standa þó líkt og utanveltu og fylgjast með mannlífinu. Þessi myndröð af áberandi fólki í Reykja- vík er þannig nokkur þverskurður af því sem gat borið fyrir augu veg- farenda á götum bæjarins um miðja öldina, áður en einstaklingurinn tók að hverfa í fjöldann og þar með missa persónueinkenni sín. Myndirnar eru í eigu Reykja- víkurborgar, og er það vel; hins vegar hefði að ósekju mátt gera betur við þær í uppsetningu og umbúnaði, sem er næsta fátæklegur í þetta skiptið. Er full ástæða til að hvetja til stærri og veigameiri sýningar á verkum Halldórs, þar sem fleiri þættir í listsköpun hans fengju notið sín; er ekki að efa að slíkt yfirlit kæmi mörgum, einkum af yngri kynslóð, skemmtilega á óvart. Eiríkur Þorláksson Finnagald- ur og Hriflinga í tilefni af sjötíu og fimm ára af- mæli Hermanns Pálssonar hafa nokkrir ættingjar ákveðið að gefa út bókina Finna- galdur og Hrifl- inga, ævintýri um norræna fræðimennsku, sem hann skráði sér til gamans á liðnum vetri, segir í fréttatil- kynningu sem Morgunblaðinu hef- ur borist. Fram kemur að í eftirmála bók- arinnar sé að finna ritgerðina Handan við Hriflingu sem fjalli um ævintýrið af ýmsum sjónarhólum. Bókin verður 140-150 blaðsíður að stærð og verður prentuð hjá Ásprent á Akureyri, en það er bókaútgáfan á Hofi sem gefur bókina út. Einnig segir: „Hugmyndin er að Finnagaldur og Hriflinga komi út rétt fyrir jólin og verði einungis seld áskrifendum og bókasöfnum en ekki til sölu í verslunum. Áskriftarverð með vsk. er kr. 2.250. Ef einhver eintök ganga ekki út, verða þau geymd í bókaút- gáfunni á Hofi. Bókin verður af- greidd til áskrifenda með gíróseðli eða á annan hátt. Fremst í bókinni verða skráð nöfn þeirra áskrifenda sem vilja láta skrá sig þar og geta þeir sem áhuga hafa og ekki hefur verið haft samband við leitað til Gísla Pálssonar, Hofí.“ hans og vinir Sjónþing Hafsteins og Birgis á bók UMRÆÐUR á Sjónþingum mynd- Hafsteins Aust- Andréssonar sem fram fóru í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í vor, eru nú komnar út á prenti. Áður hefur Gerðuberg gefíð út sams kon- ar kver um Braga Ásgeirsson og Ragnheiði Jóns- dóttur. Sjónþingum Gerðubergs er ætlað að veita persónulega inn- sýn í feril þekktra íslenskra sam- tímalistamanna með það fyrir augum að end- urskoða framlag þeirra og rifja upp farinn veg. A Sjónþingum gefst fólki kostur á að kynnast manninum á bakvið verkin, viðhorfum hans, áhrifavöldum og lífshlaupi. Jafn- framt því að sitja fyrir svörum tveggja spyrla og taka við fyrirspurn- um úr sal sýnir listamaðurinn lit- skyggnur af verkum sínum. Sjón- þingunum er fylgt úr hlaði með tveimur sýningum. Á fyrstu og ann- arri hæð Gerðubergs gefur að líta sýnishorn af ýmsu því sem listamað- urinn hefur fengist við í gegnum tíð- ina. Að Sjónþinginu loknu opnar svo sýning á nýjum verkum eftir hann í Sjónarhóli á Hverfísgötu 12. Þegar Sjónþing Hafsteins Aust- manns fór fram í maí sl. voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu I Lista- mannaskálanum við Austurvöll. Haf- steinn er talinn dæmigerður fulltrúi afstraktlistar og Birgir hugmynda- listarinnar. Hvert Sjónþing er gefíð út í hund- rað árituðum og tölusettum eintökum. listarmannanna manns og Birgis Hafsteinn Austmann Birgir Andrésson BÖKMENNTIR Náttúrufrædi ÍSFYGLA eftir Sigurð Ægisson. 158 bls. Grenj- aðarstaður. 1996. ÞESSI fuglabók séra Sigurðar Ægissonar kemur ekki í stað annarra slíkra en stendur þó prýðilega fyrir sínu. Höfundur er áhugamaður og skrifar fyrir áhugamenn. Þættirnir, sem eru allir svipaðir að lengd, eru gagnorðir en eigi að síður ítarlegir. Nokkuð er um endurtekningar. Kveð- ur höfundur þær til komnar með vit- und og vilja þar eð skoða verði hvem þátt sem sérstaka heild — út af fyrir sig. Auk þess að lýsa útliti fuglanna er þama getið um varplönd, fæðuval, útbreiðslu og fleira sem fuglavinir láta sig varða; ennfremur er greint frá sögnum og þjóðtrú sem fuglum tengist. Það auðveldar notkun bókar- innar að þáttunum er skipað í staf- rófsröð en ekki eftir skyldleika teg- Vandað fræðirit undanna eins og venjan hefur verið. Við íslendingar iifum svo mikið í og með nátt- úrunni að okkur er gjarnt að horfa framhjá fuglalífinu sem sjálf- sögðum hluta lífríkisins. Lestur bókar þessarar færir manni heim sann- inn um að einnig hið sjálfsagða getur verið merkilegt og skoðunar- vert. Náttúran er líka sífelldum breytingum undirorpin; þar er alltaf eitthvað nýtt á ferðinni. Nýjar tegundir hafa numið hér land eins og jaðrakan og stari. Þá berst hingað árlega fjöldi tegunda sem reyna að setjast hér að en tekst báglega eða ekki. Aðrar teg- undir hafa hopað og em orðnar næsta sjaldséðar svo sem haftyrðill, keldusvín og þórehani. Haftyrðillinn er raunar orðinn svo fágætur að ráðherraheimild þarf til að nálgast hann. Athyglisvert er hversu manngert um- hverfí hefur haft áhrif á fuglalífíð. Mávum og svartbak hefur t.d. stór- ijölgað með aukinni út- gerð og úrgangi frá fisk- vinnslu. Grágæsum hef- ur fjöigað með aukinni ræktun. Áðumefndur stari nýtir sér matarúrgang sem til fellur í borg og bæ og fjölgar sér svo sumum þykir nóg um. Varla að furða að hann »er af ýmsum talinn vera Séra Sigurður Ægisson orðinn liðflestur allra fugla í heimi,« að höfundur segir. Þar á móti hefur þrengt að fuglum sem aðlagast illa mannlegu umhverfi eða jafnvel fælast það. Steindepillinn er t.d. orðinn sjald- séðari en forðum, enda »styggur fugl og varkár« samkvæmt orðum höfund- ar. Texti séra Sigurðar Ægissonar er látlaus en þægilegur aflestrar. Heiti bókarinnar vekur þó vafasöm hug- myndatengsl. Hvergi skal í efa dreg- in umhyggja höfundar fyrir lífríkinu. En hann sparar sér að predika, vit- andi að raunveruleg náttúruvernd felst í góðri umgengni og skapandi starfí en ekki í ádeiluskeytum til ein- hverra óskilgreindra sjórnvalda sem aldrei má þó nefna. Svarthvítar teikningar Jóns Bald- urs Hlíðberg mega teljast bókarekraut fremur en stuðningsefni því litlausar myndir ná skammt til að lýsa íslensku fuglalífi. Hönnun og útlit er með ágætum. Og litprentaðar fyrirsagnir gefa bókinni viðhafnarsvip. Erlendur Jónsson Halldór kveður Tríó Reykjavíkur TONLIST llafnarborg KAMMERTÓNLIST Flytjendur Halldór Haraldsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran. Sunnudagur 29. september 1996. VEGNA anna sem skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík hefur Hall- dór tekið þá ákvörðun að hætta sem píanóleikari Tríós Reykjavíkur. Hall- dór er upphafsmaður að stofnun trí- ósins, hefur leikið með tríóinu nær því óslitið frá upphafí og því hlýtur þessi ákvörðun að hafa verið honum erfið. En enginn má við margnum og eitthvað verður stundum undan að láta. Ekki fer þó hjá því að mað- ur sakni Halldórs, hann hefur jú skapað leikstíl tríósins að miklu leyti, hann hefur verið eins konar festa í leik hópsins, það er einfaldlega hlut- verk píanistans að halda utan um hljóminn, nokkuð sem ekki öllum er gefið þar sem skapmiklir einleikarar eiga í hlut. En Halldór er ákaflega öruggur kammermúsikker, sem aldr- ei hefur bilað og stíl hefur hann og persónuleika sem lýsti í gegnum leik hópsins, stærð sem maður kemur til með að sakna. Vonandi setur Halldór þó píanóleik sinn ekki bak við lás og slá, til þess er hann of gáfaður og spennandi hljóðfæraleikari. Kannske er maður ekki alltaf fyllilega sammála honum um meðferð, en stíll og skoðanir hans, þegar hann situr við píanóið, eru byggð á gáfum og miklum „studer- ingurn" sem aldrei verða leiðigjamar, í mótsögn við marga þá sem við hljóð- færið sitja og ekkert hafa að segja. Efnisskrá tónleikanna í Hafnar- borg voru tvö Tríó, það fyrra Erki- hertogatríóið eftir L.v. Beethoven, sem hann tileinkaði fyrrverandi nem- anda sínum og síðar velgjörð- armanni. Heil sjö ár var sá nemandi Beethovens, sem bendir til að B. hafí verið sæmilegur kennari og átt fleira til í sálartetri sínu en skap- vonskuna, sem fræg var. Ekki er einfalt að fá sterkan heildarsvip á þetta langa Tríó og strax reynir fyrsti þátturinn verulega á flytjer.duma í næstum Schubertiskri lengd og endalausum fléttum. Tempóið var fallegt en dálítið varfæmislegt. Skertsóið er venjuleg Vínar-gletta og þar fannst mér vanta nokkuð á skarp- ar Vínar-klassískar útlínur. Annar þátturinn, Andante Cantabile, var mjög fallega spilaður og sorg og sökn- uður þáttarins fór ekki framhjá fjöl- mörgum áheyrendum tónleikanna, og attacca héldu þau áfram inn í loka- þáttinn og þótt ekki væri alltaf alveg hreint intonerað lýsti af þættinum. Síðara verk tónleikanna var Tríóið op. 67 nr. 2 eftir Schostakowitsch. Verk þessa höfundar virðast liggja vel fyrir skapheitum þremenningun- um og hér máttu þau taka á öllu sínu. Gjarnan má stilla verkinu upp sem einskonar prógram-músík, eins og kynning Gunnars á verkinu gaf til kynna og víst gæti fyrsti þátturinn boðað váleg tíðindi í sínum hörkulega ryðma og flasolett-tónum sellósins í upphafi og aftur síðar. Annar þáttur- inn villtur glæsileiki í sínum vand- meðfarna og flókna ryðma, og var að þessu sinni glæsilega fluttur, síð- an hinn stórbrotni Largo-kafli þar sem strokhljóðfærin tvö fléttast sam- an gegn hamrandi píanóinu eins og úr allt öðram heimi og var þessi þáttur einnig mjög sannfærandi fluttur. Síðasti þátturinn er ekkert annað en samansafn rússneskra dansa og þjóðlaga, þar sem hljóðfær- in keppa um hvern sverð-og kósakka- dansinn á fætur öðram, vinnubrögð sem ekki era sjaldgæf hjá meistara Schostakowitsch og hafa lítið með ógnartíma Stalíns-tímabilsins að gera. Heiður og þökk sé Halldóri fyrir vinnuna sem hann hefur lagt Tríói Reykjavíkur og fróðlegt verður að kynnast nýjum skipherra. Ragnar Björnsson. Tónlistarumsögn þessi er endurbirt þarsem mistök urðu við birtingu hennar í Morgun- blaðinu ígær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.