Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 4 7 AÐSENDAR GREIIMAR Opið bréf til Flugleiða Jógvan og séra Jón „ERTU búinn að kjósa?“ spurði fær- eyskur kunningi minn þegar ég kom til Þórs- hafnar snemma í júní sl. og bjóst til að dvelj- ast þar í tæpan mán- uð. „Nei, ég fer heim á kosningadaginn og á að verða kominn á góðum tíma,“ sagði ég. „Ætlarðu með Flugleiðum?" spurði hann. „Já.“ „Þá get- urðu nú bara gleymt kosningunum," sagði hann. „Það er aldrei hægt að treysta þeim hjá Flugieiðum. Þeir Höskuldur Þráinsson fljúga bara hingað og héðan þegar þeim dettur í hug. Það er ekkert að marka áætlunina hjá þeim.“ Ég verð nú að viðurkenna að Á meðan hafði ég veð- ur af kosningabarátt- unni fyrir forsetakosn- ingarnar hér heima og sýndist reyndar lengst af að atkvæði mitt myndi nú ekki breyta miklu til eða frá. En ég var samt staðráðinn í að kjósa, enda átti vélin að lenda í Reykja- vík um hálfsex síðdeg- is, laugardaginn 29. júní. Að kvöldi föstu- dagsins 28. júní segir íslenskur kunningi minn mér að hann hafi fluginu á laugardaginn vélin muni leggja af Það er aldrei hægt að treysta Flugleiðum, hef- ur Höskuldur Þráins- son eftir Færeyingum, þeir fljúga bara þegar þeim hentar. mér Iíkaði ekki vel að sitja undir þessum ummælum Færeyingsins og fór að reyna að bera í bætifláka fyrir Flugleiðir. Ég sagði að þetta væri nú áreiðanlega allt breytt núna. Það hefði að vísu sjálfsagt komið fyrir hér á árum áður að Flugleiðir, nú eða Flugfélagið og Loftleiðir, hefðu ekki alltaf flogið á réttum tíma en ég héldi að það væri nú allt að komast í gott lag. Ég hefði til dæmis oft flogið með þeim milli Islands og Bandaríkj- anna á undanförnum árum og það flug hefði yfirleitt alltaf verið á réttum tíma. „Já, Bandaríkjaflug- ið,“ sagði hann. „Það er allt annað mál. Þar er alvöru samkeppni og svoleiðis og stór markaður. Það gegnir allt öðru máli með okkur hér í Færeyjum. Flugleiðir líta á þetta flug hingað sem annars flokks flug. Við erum annars flokks farþegar og fáum annars flokks þjónustu." „Það getur nú varla verið," sagði ég og hugsaði með mér að þetta væri nú bara einhver minnimáttarkennd hjá Færeying- um. Auðvitað fengju þeir eins góða þjónustu hjá Flugleiðum og hver annar. Ég hugsaði svo ekki frekar um þetta en hélt áfram að sinna mínum störfum í Þórshöfn í góðu yfirlæti. 3V Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 og fjögur síðdegis. Þá hefði vélin komið frá Skotlandi og allir farþeg- ar hefðu verið drifnir inn í flugvall- arhúsið, en vélin í staðinn fyllt með færeyskum karlakórsmönnum sem Flugleiðir hefðu ákveðið að skjótast með til Hjaltlands og láta farþega í reglubundnu áætlunarflugi bara bíða á meðan! Þarna var skýringin sem sé kom- in - og nú rifjaðist upp hvað vinur minn Færeyingurinn hafði sagt nokkrum vikum áður: „Það er aldr- ei hægt að treysta þeim hjá Flug- leiðum. Þeir fljúga bara hingað og héðan þegar þeim dettur í hug. Það er ekkert að marka áætlunina hjá þeim ... Flugleiðir líta á þetta flug hingað sem annars flokks flug. Við erum annars flokks farþegar og fáum annars flokks þjónustu." Ekki þarf svo að orðlengja það að vélin kom seint og um síðir úr þessu karlakórsflugi til Hjaltlands, lagði af stað til íslands um 22.30 og við lentum á Reykjavíkurflug- velli um 23.30 að staðartíma, eins og það er kallað. Þar með var auð- vitað orðið of seint að kjósa. En mér þótti þó verra að verða að viðurkenna að Færeyingurinn vinur minn hafði haft á réttu að standa. Flugleiðir líta greinilega á Færeyja- flugið sem annars flokks flug og telja ekki ástæðu til að sinna því af alvöru og vandvirkni. Þess vegna hefur félagið það orð á sér í Þórs- höfn sem raun ber vitni. Nú stendur þannig á að ég gæti þurft að bregða mér fljótlega aftur til Færeyja. Þess vegna lang- ar mig að fá að vita hvort Flugleið- ir ætli að halda áfram að líta á Færeyjaflugið sem annars flokks flug eða hvort félagið muni reyna eftir megni að standa við auglýsta áætlun fyrir það flug, eins og um alvöruflug sé að ræða, og ekki senda flugmennina í einhverjar skoðunarferðir eða skemmtiferðir í miðju áætlunarflugi. Færeyingar eiga þess háttar framkomu ekki skilda. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. T frétt að muni seinka stað klukkan 20.10 en ekki 16.40 eins og áætlunin segi til um. Þetta hafi komið í útvarpinu, segir hann. Ég sagði að ég skildi nú ekki vel hvernig flugfélagið gæti vitað það daginn áður að fluginu myndi seinka. Til að leita frekari upplýs- inga hringdum við í viðeigandi upp- lýsinganúmer. Þar tjáði sjálfvirkur símsvari okkur að vélin kæmi frá íslandi milli 11 og 12 á laugardags- morgun, færi síðan til Skotlands, eins og hún mun jafnan hafa gert á laugardögum í sumar, og kæmi aftur til Færeyja um hálffjögur síð- degis, að mig minnir, líka sam- kvæmt áætlun. Síðan færi hún til íslands klukkan 20.10. Þetta þóttu okkur í meira lagi dularfullar upp- lýsingar því við gátum ekki ímynd- að okkur hvað vélin þyrfti að gera í Færeyjum í rúma fjóra klukku- tíma. Daginn eftir tókum við rútuna frá Þórshöfn miðað við þær upjt- lýsingar að vélin færi ekki til Is- lands fyrr en 20.10. Við komum á flugvöllinn um kl. 19.30 en þá var þar enga Flugleiðavél að sjá. Fólk- ið í afgreiðsiunni lét okkur fá ein- hverja miða til þess að við gætum fengið okkur hressingu á staðnum, en á upplýsingaskjá stóð að vélin ætti að fara til Islands klukkan 20.30. Ekki voru gefnar neinar skýringar á þessari seinkun. Við fengum okkur eitthvert snarl þarna á flugvellinum og nokkru seinna hafði brottfarartíma verið breytt í 21.30 á upplýsingaskján- um. Nú fór að verða tvísýnt um að við næðum að kjósa, en ég hafði nefnilega hitt fleiri þarna sem áttu það eftir. Um þetta leyti tók fólki í biðsaln- um að fjölga verulega og ég gaf mig á tal við samkennara minn úr Háskólanum sem nú birtist þar. Hann tjáði mér að hann hefði ekk- ert frétt af þessari seinkun og ver- ið kominn á flugvöllinn milli þijú ?.J5. OKTÓBel 6rfenm®tlS“ ©§ ivaxtatorg GHU að hætti Mjóddarbua Lifandi tónlist Tombóla L'd'íkíi^kí IIII Gabríel Kaupgarður Gliðsileg filboð @BÚNAÐARBANKINN Bmðholts ©BLOM Wdval VISA Axel Eiríksson ÍSLANDSBANKI ,, , Skobuoin ÉjR SPARISIOÐUR í Mjódd REYkJAVÍKUR OC NÁGRENNIS r\n IJOSMYNDARINN jflwl L-------LAnA,.LQNp Studioblóm (P)iwbltlrf GuU-Úrið Gullsmiðurínn ÍMjódd G T G GTG Endurskoðun ehf. ±MÚSÍK hljómplötuverslanlr U8 GL€RflUGNflV€RSLUNIN í MJÓDD LEIKBÆR BÓKABÚÐIN MJÓDD INNROMMUN OG HANNYRÐIR (^m/rtktofan ff SSSlyr«Mlí | Breiðholtsapótek Mjódd HARSGL s J ó D D 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.