Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 51
M MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 51 MINNINGAR FRIÐRIK ÁGÚSTSSON + Friðrik Ág-ústs- son var fæddur í Reykjavík 24. júlí 1924. Hann andað- ist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst S. Guð- mundsson skósmið- ur, f. 1891, d. 1962, og kona hans Mai- entína Guðlaug Krisljánsdóttir, f. 1891, d. 1972. Fyrri kona Frið- riks var Guðrún Scheving Jóns- dóttir, f. 1919, d. 1990. Börn þeirra voru Ágúst Friðriksson, hárskurðarmeistari í Reykja- vík, kvæntur Dagmar Kaldal, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, snyrtifræðingur í Reykjavík, og Erla Friðriksdóttir, hjúkrunarkona í Reykjavík. Seinni kona Friðriks var Herdís Gunnlaugs- dóttir, útibússtjóri hjá Landsbanka ís- lands á AJkureyri. Sonur þeirra er Gunnlaugur Frið- riksson. Friðrik lærði prentiðn I Rík- isprentsmiðjunni Gutenberg og starf- aði þar til ársins 1961. Prentmeistari og yfirverkstjóri í Plastprent hf. 1961-1971. Verkstjóri í plast- pokagerð Plasteinangrunar hf. á Akureyri 1971-1986. Útför Friðriks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallinn er frá Friðrik Ágústsson prentari 72 ára að aldri. Við fráfall gamals vinar rifjast upp ýmis sam- skipti og atvik frá fyrri árum og allt fram á þetta ár. Þegar ég hóf nám í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg var óhjákvæmilegt að taka eftir snagg- aralegum og kvikum manni við stóru prentvélina út við götugluggann. Þetta var Friðrik Ágústsson. Með okkur tókust góð kynni, sem haldist hafa hátt í hálfa öld. Friðrik var ein- staklega duglegur og atorkusamur. Kom það vel fram í félagsmálum. Hann var í fararbroddi í starfsmanna- félaginu. Alltaf var sami krafturinn hvort sem var framkvæmd skemmti- ferða á sumrin eða vinagleði á gaml- ársdag í prentsmiðjunni. Þegar Hið íslenska prentarafélag ákvað að reisa orlofsheimili á jörð sinni í Miðdal í Laugardalshreppi, fyrst allra verkalýðsfélaga, var Frið- rik góður haukur í horni við ýmsar framkvæmdir fyrstu árin og síðar var hann skipaður í orlofsheimilis- nefndina og vann enn ötullega þar til hann flutti norður. Mér er minnisstætt, þegar Friðrik tókst að fá forstjórann í Gutenberg til að gefa stóru flaggstöngina, sem verið hafði á prentsmiðjuhúsinu. Það var ánægjulegt að vinna með Friðrik við að skrapa, laga og mála stöng- ina, sem síðan var sett upp við orlofs- heimnilið sem gjöf frá starfsmanna- félagi Gutenberg og er stöngin enn uppistandandi. I sumarhúsahverfínu í Miðdal reisti Friðrik ásamt fyrri konu sinni lítið sumarhús, sem þau kölluðu „Sæluna". Sem við mátti búast valdist Frið- rik til stjómarstarfa í félagi sumar- húsaeigenda, Miðdalsfélaginu. Árið 1970, síðasta árið áður en Friðrik flutti búferlum til Akureyrar, stóð Miðdalsfélagið fyrir mestu sam- gönguframförum, sem fram að þeim tíma höfðu orðið á sumarhúsasvæð- inu í Miðdal. Við stjórnarmenn, ég, Hreinn Pálsson og Sæmundur Árna- son, með Friðrik sem formann, létum gera nýjan veg ásamt brú, en áður var svæðið án tengsla við þjóðveg- inn. Við smíðuðum brúna og var Haukur, bóndinn okkar í Miðdal, mikil hjálparhella. í svona atgangi naut Friðrik sín vel. Friðrik átti við mikla vanheilsu að stríða mörg síðustu árin. Þessu tók hann af slíkri karlmennsku að eftir var tekið. Sárþjáður og farinn að kröftum var hann að dytta að Sælunni sinni, en gat að vonum ekki gert allt sem hans stóri hugur stóð tii. Það hefur verið þessum mikla dugnaðarþjarki þung raun. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu og börnunum hans samúðarkveðjur við þessi tímamót. Minning góðs drengs lifir. Jón Otti Jónsson. í dag er til moldar borinn mágur minn Friðrik Ágústsson. Kynni okkar Friðriks urðu strax allnáin þegar ég kom í fjölskylduna. Hann var glettinn, skemmtilegur og léttur í lund. Hann var félagslyndur og athafnasamur og hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig. Margs er að minnast og koma ýmis atvik upp í hugann eins og fertugsafmælið í „Sælunni", sumar- bústaðnum sem honum var svo hjartfólginn. í Laugardalnum undi hann sér best og notaði hvert tæki- færi til að dveljast þar. Oft komum við í „Sæluna" til Friðriks og Guðrúnar fyrri konu hans sem nú er látin. Fljótlega eftir að Friðrik flutti til Akureyrar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Herdísi Gunnlaugs- dóttur. Þau komu sér upp annarri „Sælu“ í Bárðardal og sóttum við þau þangað heim. Eftirminnileg er máltíðin með silungnum sem dugði fyrir níu manns og tóku þó allir hressilega til matar síns og skáluðu síðan vel fyrir máltíðinni. Þau hjónin komu oft við á heimili okkar Rögnu á ferð sinni suður og voru þá oftar en ekki á leið i Laug- ardalinn, nú síðast hinn 24. ágúst sl., þá á leið á opnun ljósmyndasýn- ingar í tilefni af aldarafmæli Jóns Kaldals. Þegar Friðrik var 72 ára nú í sumar var systkinum og mökum boðið til veislu og enn og aftur í „Sæluna". Nú er komið að leiðarlokum, kæri vinur. Ég kveð þig með söknuði. Hjartans þökk fyrir samveruna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. (V. Briem.) Fyrir hönd okkar Rögnu og dætr- anna votta ég eftirlifandi eiginkonu, börnum, barnabömum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Arsæil Þorsteinsson. Það voru sorgartíðindi sem okkur bræðrunum bárust að morgni 27. september, að afi á Akureyri væri dáinn. Minningarnar streymdu upp í huga okkar. Afi Friðrik bjó á Akur- eyri frá 1970. Þrátt fyrir fjarlægðina hafði hann oft samband og spjallaði þá um heima og geima á gamansam- an hátt. Afi á Akureyri kom eins oft og hann gat hingað suður og dvaldi þá langtímum á þeim stað sem honum var kærastur, það er í sumarhúsinu sínu „Sælunni" í landi prentara við Laugarvatn. Sá bústaður var svo sannarlega „Sælan“ hans afa. Þrátt fyrir veikindi í seinni tíð hélt hann ótrauður áfram að aka hingað suður til að komast í „Sæluna" sína. Fréttimar af afa voru oft og tíðum frekar ótrúverðugar og allt að því erfitt að halda í við þær, því aðra vikuna var hann á spítala en þá næstu var hann á leiðinni suður í „Sæluna" sína góðu. Það má með sanni segja að þarna fór kraftmikill maður. I huga okkar mun minningin lifa um baráttumann með létta lund og hlýtt fas. Við vitum að þú hefur það gott í þeirri Sælu sem nú stend- ur þér opin. Friðrik, Ómar og Anton Ágústssynir. GUÐBJORG KRISTJÁNSDÓTTIR + Guðbjörg Kristjánsdóttir fæddist á Hjalla í Ölfusi 31. janúar 1897. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Eg- ilsson bóndi á Hjalla og kona hans Guðrún Ei- ríksdóttir. Sonur Guðbjarg- ar er Guðmundur Ellert Erlendsson, fv. reiðhjólasmiður í Reykja- vík, f. 11. júlí 1920, kvæntur Þuríði Skarphéðinsdóttur, f. 12. apríl 1919, frá Krókum í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. Börn Guðmundar Ellerts og Þuríðar eru Kristín Guðrún, lyfjafræð- ingur í Reykjavík, og Skarphéðinn Kristján, viðskipta- fræðingur í Reykja- vík, bæði fædd 27. júní 1953. Kristín Guðrún er gift Ed- vard G. Guðnasyni verkfræðingi, f. 29. október 1953 og eiga þau þijú börn: Berglindi Hrönn, f. 2. nóvember 1982, Sólveigu Dögg, f. 13. júní 1984, og Guðna Ellert, f. 3. apríl 1987. Skarphéðinn Kristján er ókvæntur og barnlaus. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er ekki auðvelt að ímynda sér hvemig heimur nútímans lítur út í augum þeirra sem em fæddir fyrir heilli öld. Guðbjörg var ein af þessum síungu öldungum og fylgd- ist af áhuga með því sem gerðist í þjóðlífínu. Hún hafði skoðanir á málunum og lét þær í ljós umbúða- laust. Mér er í fersku minni, þegar ég hitti Guðbjörgu fyrst á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna. Hún settist hjá mér við eldhúsborð- ið og innan skamms var okkur orð- ið vel til vina. Hún var opinská og hreinskilin um sínar skoðanir á umræðuefninu, þannig að ungi pilt- urinn átti stundum í vanda með að rökstyðja sínar. Guðbjörg hafði flust ung til Reykjavíkur með foreldrum sínum og unnið fyrir sér hörðum höndum langa starfsævi. Síðustu starfsárin vann hún hjá Hampiðjunni og naut þess velvilja vinnuveitenda sinna að fá að halda áfram vinnu í nokk- ur ár eftir sjötugt, enda heilsan þá í góðu lagi. Hún skildi vel sjónar- mið þeirra sem þurfa að hafa fyrir hlutunum. Það var stundum þörf áminning fyrir okkur yngra fólkið að hlusta á hana ræða um þau mál. Hún vissi líka hvað það var að hafa ekki of mikið umleikis. Það var oftar en ekki gaukað að blönku námsfólkinu og seinna bama- barnabörnunum ýmsu sem kom í góðar þarfir. Ekki þannig að Guð- björg bærist á, heldur var það ánægjan af að gefa og að láta aðra njóta þess sem hún átti, sem réð ferðinni. | Guðbjörg var félagslynd og tók virkan þátt í félagsstarfi í Furu- gerði 1, þar sem hún bjó síðustu tuttugu árin. Hún naut þar góðrar hjálpar starfsfólksins, m.a. við að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi^- þar, eftir að sjónin og heyrnin fóru að bila. Guðbjörg hafði farið í utan- landsferð til Hollands og Þýska- lands á þeim árum, sem landinn fór almennt ekki til útlanda. Þess- arar ferðar minntist hún stundum með ánægju, enda hafði eftirtektin verið meiri en hjá mörgum, sem farið hafa fleiri ferðir og verið betur að sér í tungumálum. Þó heilsan væri góð fram á síð- ustu ár, voru árin orðin mörg og sjónin og heyrnin farin að gefa sig. Það var þó fjarri Guðbjörgu að kvarta. Síðasta sjúkralegan var stutt, en hvíldin henni kærkomin. Hennar verður sárt saknað hér á heimilinu. Megi Guð blessa minn- ingu Guðbjargar Kristjánsdóttur. Edvard G. Guðnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þér eina! Hlv Siemens þvottavél! Aðeins 53.900 kr. sw- Við bjóðum á næstu vikum þessar tvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suöuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. • Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600-1000 sn./min. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál f belg og tromlu. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snæfellsbær: Blómsturvellir Grundarf jörður: Guöni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúö ísaf jörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Reyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvitt Vík í Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.