Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hart slegist um gullin Framkvæmd í lakara lagi HESTAR llarAarból viö Bcrlin ALÞJÓÐLEGA SKEIÐ- MEISTARAMÓTIÐ Hið árlega alþjóðlega skeiðmeistara- mót var haldið á búgarðinum Harð- arbóli í nágrenni Berlínar í Þýska- landi dagana 26. til 29. september sl. Keppt var í A-flokki gæðinga, slaktaumatölti, 150 og 250 metra skeiði, skeiðmeistarakeppni á þess- um vegalengdum báðum, gæðinga- skeiði og 100 metra fljúgandi skeiði. SKEIÐMEISTARAMÓT þau sem haldin hafa verið fram að þessu hafa verið með ýmsu móti hvað framkvæmd varðar en hestakostur að öllu jöfnu góður og keppnin oft- ast æsispennandi. A Harðarbóli voru saman komnir ágætir hestar og kappsfullir knapar sem lögðu allt í sölurnar til að ná sem bestum árangri. 300 metra hringvellir að koma Gæðingakeppnin fór fram á beinni braut eins og tíðkast hefur á þessum mótum. Sá er þetta skrif- ar hef-ur margsinnis lýst þeirri skoð- un sinni að þetta fyrirkomulag sé hundleiðinlegt fyrir áhorfendur og ekki hvað síst þegar áhorfendur þurfa að standa nánast fast upp við brautina eins og þarna var. Hlutskipti dómaranna var hið sama -etida má segja að dómar séu lítt traustvekjandi í sumum tilfella við slíkar aðstæður. Heyra mátti að víða á meginlandinu sé áhugi fyrir að stækka hringvelli upp í 300 metra eins og notaðir eru hérlendis í gæðingakeppni og má því ætla að hægt verði að flytja gæðinga- keppnina af beinni braut. Góður árangur Störtal hrossanna að gera það gott á mótum ytra í sumar og verður spennandi að sjá hvoit honum tekst að bianda sér í baráttuna um sæti í Þýska landslið- inu á næsta ári. Næstu tvö, þau Uli Reber Þýskalandi og Ladina Sigurbjörnsdóttir frá Sviss, deildu einnig með sér næstu tveimur sæt- um, Uli á Þræði frá Hvítárholti en Ladina á Þorra frá Meðalfelli. I gæðingaskeiðinu var keppnin hörð milli Uli Reber og Jóhanns R. Skúlasonar sem búsettur er í Danmörku. Eftir forkeppnina var Jóhann með naumt forskot en missti það niður í úrslitum fyrir tóman klaufaskap eins og hann orðaði það sjálfur. En svona er nú keppnin, ekkert má klikka í barátt- unni á toppnum. Uli var á Vini frá Brautartungu en Jóhann á Redda frá Lykkegarden. Annars voru ís- lendingar fyrirferðarmiklir í þessari grein þótt ekki ynnist þar sigur, Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ANNAÐ árið í röð sigrar Jóhann G. Jóhannesson í slaktaumatölti á sama hestinum Blængi frá Störtal. skeiðmeistarakeppnin fór fram. í 150 metrunum sigldi Angantýr á Stóra Jarpi í fyrsta spretti lygnan sjó, vann fyrstu þrjá sprettina og var þá búinn að tryggja sér sigurinn og er það í þriðja sinn sem hann leikur þann leik á skeiðmeistara- móti og alltaf með sama hestinn; Stóra-Jarp. Hjónaslagur í 250 metrunum Ekki var þetta eins auðvelt hjá Hinriki sem hafði þó sigur fyrir rest í 250 metra skeiðmeistara- keppninni. Var það helst kona hans Hulda Gústafsdóttir sem var að narta í hann. Skiidu þau jöfn að stigum með ellefu stig. Hinrik vann reyndar fyrstu tvo sprettina og virt- ist allt ætla fara á sama veg og í 150 metrunum en í þriðja spretti varð Hinrik þriðji en Hulda varð önnur og hafði verið það líka í öðr- um spretti og munaði fimm stigum og Hinrik fór síðasta sprettinn á hesti konu sinnar, Víði frá Brim- nesi, en Hulda var á hesti Hinriks, Eitli. Munaði fimm stigum á þeim fyrir sprettinn og varð Hulda að sigra í síðasta spretti meðan stykki upp hjá Hinriki eða hann yrði síðast- ur. Þetta gekk eftir og voru þau jöfn að stigum, bæði með 11 stig. Þá réð besti tími úrslitum og honum hafði Hinrik náð í fyrsta spretti á Eitli, 22,7. Skeiðmeistarakeppnin getur boð- HJÓNIN Hulda og Hinrik voru í harðri keppni þar sem frúin sótti á með hverjum spretti og urðu þau jöfn að lokum. Hinrik fékk þó sigurinn þar sem hann hafði náð betri tíma. Marion Kounafa mótsstjóri afhendir verðlaunin. ÞEIR hafa marga hildina háð á skeiðmeistaramótum Jóhann G. sem hér situr Ægi frá Störtal og Angantýr Þórðarson sem situr Stóra-Jarp frá Akureyri. Angantýr hafði sigur í 150 metra skeið- meistarakeppninni og er það í þriðja sinn sem hann hreppir titilinn. LOKKA frá Störtal og Jóhann G. Jóhannesson sigruðu í A-flokki gæðinga, voru efst eftir for- keppni og sigruðu í úrslitunum. HERBERT Ölason og Sputnik frá Hóli sigruðu í samanlögðum stigum þótt ekki hlytu þeir sigur í einstakri grein. ULI Reber sigraði í gæðingaskeiði en hér situr hann Þráð frá Hvítárholti í úrslitum slaktaumtatöltsins. MÖKKUR frá Varmalæk kom vel út hjá Reyni Aðalsteinssyni í forkeppninni. Svo vikið sé að keppninni sjálfri þá stóð glæsihryssan Lokka frá t Störtal efst eftir bæði forkeppni og úrslit. Knapi var Jóhann G. Jóhann- esson. Þessi hryssa stóð sem kunn- ugt er efst í kynbótadómi á síðasta . heimsmeistaramóti. í forkeppni hlaut Lokka góðar einkunnir fyrir allar gangtegundir, besta þó fyrir skeið. Úrslitakeppnin var nokkuð söguleg því mótsstjórn flýtti henni um eina klukkustund og var það afar illa kynnt. Höfðu sumir þeirra sem þar áttu að mæta með hest ekki hugmynd um þetta og mátti ‘ litlu muna að Angantýr Þórðarson j sem keppti á Breka missti af keppn- ; inni af þessum sökum. Kom hann ■ of seint en fékk að ríða tvær um- ferðir á tölti til að ná keppinautun- um og fór svo að lokum að hann í vann sig upp í annað sæti. Reynir | Aðalsteinsson var með góða sýn- ■ ingu á Mekki frá Varmalæk í for- í "^Veppninni í annað sætið en í úrslit- um var hann felldur niður fyrir fjór- takt í skeiðinu og urðu þeir að gera sér fimmta sætið að góðu. Miklar sviptingar urðu í úrslitunum og voru aðeins tveir hestar í sama sæti að loknum úrslitum og þeir höfðu verið í að lokinni forkeppni. Mökkur góður hjá Reyni Jóhann G. var einnig í sigursæti í slaktaumatölti á Blængi frá Stör- tal en hrossin frá Störtal komu mjög vel út á þessu móti. Verður jn efa fróðlegt að fylgjast með ræktuninni þar á næstu árum. Reynir og Mökkur voru í fyrsta sæti að lokinni forkeppni. Var Reynir þar með feikna góða sýningu við góðar undirtektir áhorfenda. Deildu þeir Mökkur og Reynir öðru sætinu með Daniel Berres Þýska- landi á Mátti frá Króki að loknum flrslitum. Daniel þessi hefur verið voru fimmtán af tuttugu í úrslitum. Fyrirkomulagið á gæðingaskeiðinu var með ágætum. Allir keppendur fóru einn sprett en síðan fengu 22, áttu að vera 20, að fara seinni sprettinn. Væri vel athugandi að taka upp þetta fyrirkomulag hér á landi á stærri mótum þar sem mik- il þátttaka er í greininni. Myndi slíkt flýta mjög fyrir framkvæmd dagskrár. Þriðji meistarasigur Týra í 150 metra skeiði sigraði Lothar Schenzel Þýskalandi á Gammi frá Krithóli á 14 sekúndum en hann náði þessum tíma í fyrsta spretti og síðan ekki söguna meir því klár- inn lá ekki hina þijá. Virðist vera þar eitthvert styttingsvandamál á ferðinni. Lothar gaf eftir sæti sitt í skeiðmeistarakeppninni en fjórir fremstu höfðu réttinn. Kom því Jói G. inn í staðinn á Ægi frá Störtal. Hinrik sigraði í 250 metrunum á Eitli frá Akureyri á 22,4 sekúndum en Irene Reber, kona Uli Reber, var skammt undan á hryssunni Lögg frá Bakka á 22,5. Þótt veður liafi sloppið nokkuð vel mótsdagana gerði dálitlar vind- hviður á sunnudeginum og dró það nokkuð úr stemmningunni þegar ið upp á mikla spennu og skemmti- lega keppni fyrir áhorfendur. Gamla góða stemmningin sem oft hefur ríkt í þessari grein náðist aldrei almennilega upp og vann þar saman frekar óhagstætt veður meðan á keppninni stóð og eins léleg aðstaða fyrir áhorfendur. Góðir tímar en slök framkvæmd Þótt vissulega sé alltaf gaman að fylgjast með skeiðmeistaramót- um er ekki hægt að horfa framhjá því að mót þetta var í lakari kantin- um bæði hvað varðar aðstöðu og sér í lagi framkvæmd. Áðurnefnd breyting á dagskrá þegar úrslitum í A-flokki var flýtt flokkast nánast undir hneyksli því eftir keppnina kom eins til tveggja tíma hlé og var ekki að sjá neina þörf hefði verið á að gera þetta. Keppendur kvörtuðu mjög undan háu verðlagi á öllu sem viðkom þátttöku í keppn- inni, há skráningagjöld, leiga á að- stöðu fyrir hrossin og fóður var afar dýrt svo eitthvað sé nefnt. Var talið að þetta hefði fælt marga frá þátttöku en hún var mun lakari en almennt hefur verið á þessum mót- um þegar þau eru haldin í Þýska- landi. Vallaraðstaða var það sem viðunandi mátti kallast. Skeiðbraut- in gaf góða tíma og ekki var annað að sjá en hringvöllurinn væri í góðu lagi. Á Harðarbóli er verið að byggja upp gamalt og niðurnítt býli í gamla Austur-Þýskalandi og lofar uppbyggingin góðu, það sem komið er, en líklega hefði farið bet- ur á því að halda mót sem þetta einu til tveimur árum seinna en gert var. Um frekari úrslit á mótinu vísast til þriðjudagsblaðs Morgun- blaðsins en þar birtust heildarúrslit mótsins. Valdimar Kristinssori
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.