Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 33 Lokatónleikar TONLIST Borgarlcikhúsið LOKATÓNLEIKAR NOR- RÆNU TÓNLISTARDAG- ANNA Caput hópurinn flutti verk eftir Klas Torstensson, Magnus Lindberg Niels Marthinsen og Cecilie Ore. Stjóm- andi: Christian Eggen. Einleikari: Guðni Franzson. Upplesari: Amar Jónsson. Þriðjudagurinn 1. október, 1996. „MÁL er að linni og gott það sem gert var“, segir einhvers stað- ar og sl. þriðjudagskvöld lauk Norrænu tónlistardögunum með tónleikum í Borgarleikhúsinu. Mikið mæddi á íslenskum flytjend- um og skipuleggjendum mótsins, sem stóðu sig vel þegar á heildina er litið. Talsvert hefur verið rætt um hvort rétt sé að hlaða saman á stuttum tíma svo mörgum nútí- matónverkum og einnig, hvort það úrval, sem dómnefndir i hveiju landi hafa valið, gefi í raun alrétta mynd af tónsköpum á Norðurlönd- unum. Það vill segja, að hugsan- legt sé að dómnefndar- stýringin sé fordæmandi í vali sínu og haldi virkni tónlistardaganna mjög til samræmis við þá skólastefnu, sem ríkir á Norðurlöndunum, sé í raun sérlega „akade- mísk“ í vali sínu. Það er nú svo, að undir heitinu „nútí- matónlist" telja margir að rúmist ákveðnir fordómar, bæði með og á móti einhverju, sem menn oftast vita lítið um. Er nafnið nútímatónl- ist einkennandi fyrir einhvern stíl eða er það einfaldlega öll tónlist, sem samin er á okkar tímum? Það sem velst til flutnings virð- ist oftast taka mið af því sem nýtískulegast er og felur slíkt val í sér ákveðna hættu einangrunar gagnvart hlustendum. Þá kemur upp sú spurning, hvort listsköpun eigi að miðast við óljóst greinan- legar þarfir hlustenda og ef svo er ekki, hvers vegna þá að halda tónleika, þar sem kallað er til hins almenna hlustanda með auglýs- ingum.I keppninni um hlustendur hefur „nútímatónlistin“ beðið lægri hlut gegn gamalli og viður- kenndri tónlist og þá ekki síður skemmtitónlistinni og má vera, að hlustendur hafi einfaldlega engan áhuga á tilraunum, vilji fá eitthvað bitastæðara sér til yndis og ánægju. Er listin „spekúlasjón“ eða ekki? Þá hefur sú spurning orðið æ áleitnari, hvort það er val hlust- enda, sem er aðal dómar- inn eða hreinlega, að vandamálið sé falið í gerð nútímatónlistarinn- ar. M.ö.o., að tilraunir og sérhyggja skapenda sé orsökin fyrir fálæti margra og einnig, að efnisinnihald flestra verkanna snerti ekki við því sem manninn varðar og ekki síður, að í tilraunaleiknum hafi menn gleymt lífinu. Tónlist þeirra sé því að nokkru dæmigerð fyrir þá firr- ingu, sem tröllríður samfélagi manna, nokkuð sem allir nema sérkennilegir siðapostular leiða hjá sér, enn sem komið er. Vandamál- ið er hvort tilraun sé nægilegt list- rænt markmið og hvað vinnst þó hún heppnist. Er listin „spekula- sjón“ eða tengist hún einhveijum mannlegum þáttum, sem erfitt er að henda reiður á. Það er hægt að skilgreina tilraunina en enginn veit neitt hvar skal leita listarinnar eða hver finnur hana, því ýmsir vegvísar og leiðbeinandi tákn og akademískar skýringar geta á stundum orsakað ótrúlega glám- skyggni, um hvað sé gott eða slæmt. Gagnrýni leysir ekki þennan vanda en hún hefst hjá tónskáld- inu, sem hefur þegar staðlað hug- myndir sínar, er marka útlínur verka hans. Gagnrýnin heldur svo áfram hjá hlustendum og þá fyrst er smíði höfundar lokið, þegar verkið er leikið á tónleikum. Hvort sem menn vilja beygja sig fyrir hlustendum eða ekki, standa hlust- endur að lokagerð verksins, með því að hlýða því og í móttöku þeirra gagnast ekki kenningar eða forrituð fræði, því það er sjálf lifun verksins sem þá gildir, hvað merki- legt sem tónskáldið hefur ætlað sér með gerð þess. Þau nútíma- verk, sem reynst hafa endingargóð og þar er af stóru safni að taka, njóta mikilla vinsælda og eru met- in af innri gildum sínum, þ.e., að í tónlistinni sjálfri búa þau mögn skáldskapar, er tala með einhveij- um hætti til hlustenda. Það er sem sagt val hlustenda sem endanlega ræður lífslengd tónverks og fram hjá þeirri staðreynd kemst enginn, nema að fundin verði leið til að flytja tónverk án þess að hlustend- ur komi þar nærri. Það sem ef til vill bjargar þessu er sú staðreynd, að hlustandinn er ekki einn hópur, heldur margskiptur eftir menntun, þörfum og áhuga. Athyglisverðustu verkin um mannleg umsvif Það er sérkennilegt, að þau verk sem helst hafa vakið athygli á Norrænu tónlistardögunum, fást við mannleg umsvif eins og t.d. Sól ég sá, eftir Karin Rehnqu- ist, og á iokatónleikunum er það verkið Dagbókarlok, eftir Klas Torstensson, sem er byggt á dag- bókarleifum Andrée, þess sem stóð fyrir loftbelgjaleiðangri til Norðurpólsins árið 1897. Verkið er tvískipt, fyrst langur hljóm- sveitarkafli og þá leskafli með tónlistarsamleik. Arnar Jónsson las úr dagbókinni, sem endar á slitróttum setningum, því veðrun bókarinnar hafði gert hana að mestu ólæsilega. Flutn- ingur hans var áhrifa- mikill og tónverkið í heild túlkaði mjög sterkt örlög leiðangursmanna, hvernig lífsþróttur þeirra hefur fjarað út, til að hvíla faldir í hvítri auðninni í nærri fjörutíu ár, en búðir þeirra fundust ekki fyrr en 1930. Annað verkið á þessum tónleik- um var stutt og gott verk, eftir Magnus Lindberg, sem hann nefn- ir Away. Þetta stutta og klára verk var með því besta sem undir- ritaður heyrði á Norrænu tónlist- ardögunum, bæði hvað varðar notkun hljóðfæra og tónvefnaðinn í heild. Næsta verk var Chimes at Midnight, eftir Niels Marthins- en, viðamikið og þétt unnið tón- verk, sem þó var helst til langdreg- ið. Þéttleiki verksins var mestur í upphafi, þar sem heyra mátti mörg tónstef í gangi en endaði á þriggja radda kóral, leiknum af trompett, horni og básúnu. Síðasta verk Norrænu tónlistar- daganna, Futurum Exactum, fyrir rafmagnaða strengi, eftir Cesilie Ore, var í rauninni eins konar „plat“. Það var flutt af norskri sinfóníuhljómsveit af segulbandi en „mæmað“ af hljómsveitar- mönnum á sviðinu, sem var mest allan tímann myrkvað. Þetta birtir í raun sérkennilegt alvöruleysi og mætti túlka á sama hátt og krakk- ar gera oftlega í gríni og segja þá: „allt í ganni, manni“. Þá má og hugsa sér þetta sem eins konar framtíðarspá og þá fer gamanið að kárna, ef þetta er framtíðin. Verkið er byggt upp af tvenns konar gerðum af tremólum, boga- og fingratremólum og miklum styrkleikaandstæðum. Þetta ein- falda verk var mjög vel flutt af norsku sinfóníuhljóm- sveitinni, en það eina sem oft er krafist í túlk- un „nútímatónlistar" er einmitt skörp ná- kvæmni. Caput hópurinn stóð fyrir þessum tónleikum en stjórnandi var Christ- ian Eggen. Lék hann á als oddi og lagði sig meira að segja á gólf- ið, þ.e. á grúfu, sem endanlega lausn í spáverki Cecilie Ore. Flutn- ingurinn í heild var góður en með hljómsveitinni lék Guðni Franzson einleik á klarinett og eins og fyrr segir, las Arnar Jónsson úr dag- bókarsiitrum Andrée. Jón Ásgeirsson í keppninni um hlustend- ur hefur „nútímatón- listin" beðið lægri hlut Það er sem sagt val hlust- enda sem end- anlega ræður lífslengd tónverks Hið íslenska kvikmynda- fræðafélag stofnað NÝTT félag, Hið íslenska kvik- myndafræðafélag, hefur verið stofnað og er tekið til starfa. Til- gangur félagsins er að vinna að framgangi rannsókna og fræði- mennsku um öll svið kvikmynda- gerðar. Félagið hefur jafnframt að markmiði að efla kvikmynda- t.engda menntun innan skólakerf- isins. Einnig mun félagið leitast við að fræða almenning um gildi kvikmyndarinnar. Félagið hefur þegar staðið fyrir einum fyrirlestri, dr. Jay Ruby, prófessor í mannfræði, kom til landsins í byrjun ágúst sl. og fjall- aði m.a. um viðteknar hugmyndir um gerð heimildarinynda í fyrir- STJÓRN Hins íslenska kvikmyndafræðafélags: Ólafur H. Torfa- son, Kormákur Bragason, Böðvar Bjarki Pétursson, Anna Svein- bjarnardóttir og Oddný Sen. lestri sem hann hélt í Norræna húsinu. í sljórn Hins islenska kvik- inyndafræðafélags sitja: Kormák- ur Bragason kvikmyndafræðing- ur, Oddný Sen kvikmyndafræð- ingur, Ólafur H. Torfason kvik- myndagagnrýnandi, Böðvar Bjarki Pétursson forstöðumaður Kvikmyndasafns Islands og Anna Sveinbjarnardóttir kvikmynda- fræðingur sem er formaður. Sig- uijón Baldur Hafsteinsson mann- fræðingur er varamaður í sljórn. Skriftarsýning og tónleikar á vestfjörðum HELGINA 5. og 6. október mun Torfi Jónsson vera með sýningu á listritun í húsakynnum Kambs hf. á Flateyri. Sýningin er haldin á vegum Minningarsjóðs Flateyrar. Á sýningunni eru margar letur- gerðir. Sýningardagana muhu Leikfélag Flateyrar og Tónlistar- skólinn vera með fjölbreytta dag- skrá. Ennfremur munu Sigrún V. Gestsdóttir og Jónína Gísladóttir flytja nokkur sönglög. Allur ágóði af þessum listviðburðum rennur til minningarsjóðsins, sem verður not- aður er til að gera skrúðgarð á Flateyri. Sýningin verður opin kl. 16-21 báða dagana. Dagskráin hefst kl. TORFI, Sigrún og Jónína verða með skriftarsýningu og tónleika á Vestfjörðum um helgina. 16.30 á laugarag og kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Tónleikar í Safnaðarheimil- inu í Bolungarvík Sunnudaginn 6. október munu Sigrún V. Gestsdóttir, söngkona og Jónína Gísladóttir, píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimiiinu í Bolungaivík kl. 16. Á efnisskránni eru meðal annars þijú sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem hann samdi fyrir sýningu Þjóðleikhússins „Á Pétri Gaut“. Einnig flytja þær verk eftir Sigursvein D. Kristinsson, Karl Ó. Runólfsson og Jórunni Við- ar. Af erlendum lögum flytja þær verk eftir Brahms, Schubert, Fauré og nokkra negrasálma HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. CRAM HF-462 Aóur 6,0.990 Nú > > 56.980 GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1342 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar meö frysti: KF-120 550 x601 x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550 x601 x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186 + 33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595 x601x1342 168 + 62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550 x601 x 715 77 39.990 FS-133 550 x601 x 865 119 46.990 FS-175 550x601x1065 160 52.990 FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 800 x695x 850 234 42.980 HF-348 1100 x695x 850 340 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tæklð án aukakosnaðar. ^onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.