Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/11-9/11. ►Jóm Baldvin Hannibalsson fráfarandi formaður Al- þýðuflokksins lagði áherslu á samstarf og sam- stöðu jafnaðarmanna gegn sérhagsmunum í setningar- ræðu á 48. fiokksþingi Al- þýðufiokksins. Hann gagn- rýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega. Kosið var milli Sighvats Björgvinssonar og Guðmundar Árna Stefáns- sonar í stöðu formanns flokksins síðdegis í gær. ►Óvenjumiklir kuldar hafa verið á landinu, einkum norðaustanlands og mældist 26 gráðu frost við Mývatn aðfaranótt mánudags. Það er mesta frost sem mælst hefur hérlendis frá 1949, en þá mældist 27 stiga frost í Möðrudal. ►Mannréttindanefnd Evr- ópu hefur samþykkt að taka til efnislegrar meðferðar kæru Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns á hendur íslenska ríkinu. Sig- urður telur tjáningarf relsi sitt hafa verið skert með áminningu sem stjórn Lög- mannafélagsins veitti hon- um og Hæstiréttur staðfesti. ►Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands íslands, sagði á þingi sam- bandsins á miðvikudag að nauðsynlegt væri að taka á óheftu framsali veiðiheim- ilda og að allur fiskur tl sölu innanlands yrði að fara á fiskmarkaði, ef takast ætti að ná samkomulgi um kjör sjómanna. Hringvegur rofinn í hlaupi MIKIÐ tjón varð á vegum og brúar- mannvirkjum við Skeiðarársand þegar Skeiðará hljóp á þriðjudag, hlaup sem var meira og óx hraðar en menn hafa áður þekkt og hjaðnaði svo hraðar og var lokið á fimmtudag. Tæplega 400 metra brú yfir Gígjukvísl hvarf í vatnsflauminn sem braust fram úr Grímsvötnum og bar með sér sand, aur og stóra ísjaka. 170 m kafli brotn- aði úr brúnni yfir Skeiðará og brúin yfir Sæluhúsakvísl er stórskemmd. Varnargarðar við fljótið eru einnig skemmdir og a.m.k. 7 km af þjóðveg- inum yfir sandinn þarf að leggja að nýju. Þá urðu skemmdir á raflínum Landsvirkjunar og ljósleiðarastreng Pósts og síma. Tjón er metið á um það bil 1 milljarð króna og ber Viðlaga- trygging stóran hluta þess. Eftir hlaupið varð stutt sprengigos í eldstöð- inni á Vatnajökii á ný. Viðgerð á vegin- um yfir Skeiðarársand hófst á föstu- dag. 2 ár tekur að byggja varanlegar brýr að nýju en stefnt er að því að koma á bráðabirgðavegasambandi inn- an skamms. Þar sem hringvegurinn er rofinn þarf nú að aka tvöfalt lengri leið en ella milli Reykjavíkur og Horna- fiarðar. Bjargað úr gúmbáti TVEGGJA manna áhöfn var bjargað úr gúmbáti eftir að Björninn BA 85, fimm tonna skelbátur frá Patreksfírði, fórst skammt vestur af Blakksnesi á föstudagskvöld. Skipbrotsmennirnir voru blautir en heilir á húfi þegar Brim- nes BA kom að þeim eftir að hafa séð neyðarblys á lofti. Orsakir skipstapsins eru ókunnar en flakið var dregið mar- andi í kafi inn til Patreksfjarðar. Bill Clinton endur- kjörinn forseti BILL Clinton var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningunum á þriðjudag en repú- blikanar héldu meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Þetta er í fyrsta sinn í 52 ár sem demókrati er endurkjörihn forseti landsins. Clinton fékk 49,2% atkvæð- anna og 379 kjör- menn en Bob Dole, forsetaefni repú- blikana, 40,8% og 159 kjörmenn. Ross Perot, forsetaefni Umbóta- flokksins, fékk um 9% fylgi og engan kjörmann. Kjörsóknin var tæp 50% og sú minnsta í sögu kosninganna. Úrslitin í þingkosningunum marka tímamót þar sem þetta er í fyrsta sinn í 68 ár að repúblikanar ná meirihluta í tvennum kosningum í röð. Þegar þeir tryggðu sér hann í kosningunum 1994 var það í fyrsta sinn í 40 ár. Búist er við allmiklum breytingum á stjórn Clintons, sem tilkynnti á fimmtudag að Warren Christopher utanríkisráðherra hefði ákveðið að segja af sér. Hjartaskurðaðgerð Jeltsíns tókst vel BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gekkst undir sjö klukkustunda hjarta- skurðaðgerð í Moskvu á þriðjudag og tókst hún mjög vel, að sögn lækna hans. Forsetinn steig í fæturna í fyrsta sinn eftir upp- skurðinn á fimmtu- dag og læknarnir telja að hann verði farinn af sjúkrahús- inu eftir tvær eða þrjár vikur. Jeltsín tók stöðugum framförum og kom það læknunum á óvart hversu skjótt hann virtist ætla að ná sér. Boris Jeltsín ► MARGIR flóttamenn frá Rúanda hafa dáið úr þorsta í austurhluta Zaire, að sögn embættismanna Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. 1,2 milljónir flóttamanna eru á svæðinu og deilt er um hvernig koma eigi í veg fyr- ir hungursneyð. Frakkar og Spánveijar vilja að sent verði alþjóðlegt herlið til landsins en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn á fundi ráðherra Evrópusam- bandsins og í Bandaríkjun- um. ► FORSETI Pakistans, Farooq Leghari, vék Benaz- ir Bhutto úr embætti for- sætisráðherra á mánudag og hún kvaðst ætla að leita til æðstu dómstóla landsins til að fá ákvörðuninni hnekkt. Þingið var leyst upp og kosningar boðaðar á þriðjudag. ► KJÓSENDUR í Rúmeníu og Búlgaríu höfnuðu vinstrimönnum, arftökum gömlu kommúnistaflokk- anna, í kosningum um síð- ustu helgi. í Búlgaríu var Petar Stoyanov kjörinn for- seti og hann vann öruggan sigur á Ivan Marazov, for- setaefni sósialista. í Rúmeníu bar bandalag stjórnarandstöðuflokka sigurorð af flokki Ions Ili- escus forseta í þingkosn- ingum. Iliescu náði ekki endurkjöri í forsetakosn- ingunum og kosið verður milli hans og frambjóðanda stjórnarandstæðinga 17. nóvember. Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarn- ir náðu samkomulagi um stjórnarsamstarf og banda- lag gegn Iliescu í siðari umferð kosninganna. FRÉTTiR Þorsteinn Pálsson um grein Emmu Bonino í raun viðurkenning á óheflaðri framkomu ESB „MÉR finnst nú furðulegt að hún skuli bregðast við með þessum hætti, því í raun er hún að viður- kenna óheflaða framkomu ESB í síldveiðunum," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, að- spurður um viðbrögð við uramæl- um Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn ESB, í grein í Morgunblað- inu í gær. í greininni svaraði Bonino gagn- rýni íslenskra ráðherra á framferði skipa ESB í Síldarsmugunni og sagði fráleitt að gagnrýna ESB fyrir ábyrgðarlausa hegðun, ekki síst þegar slíkar ásakanir komi af munni fulltrúa ríkis, „sem er frægt fyrir óheflaða framkomu bæði nyrst í Norðaustur-Atlantshafi og á Norðvestur-Atlantshafinu“. „Að því er varðar veiðar okkar á Flæmska hattinum erum við ný- búnir að tilkynna veiðistjórnun okk- ar á því svæði og sú gagnrýni fell- ur því dauð og ómerk niður. Það liggur fyrir að við höfum verið til- búnir til þess að semja um veiði- stjómun í Barentshafi og ég held að þeir sem til þekkja geri sér grein fyrir að eins og staðan er í þeim viðræðum í dag þá strandar það á Norðmönnum en ekki Islendingum að þeim samningum sé lokið.“ Söguleg dreifing Um þá staðhæfíngu Emmu Bon- ino að síldin hafi aldrei komið í það miklu magni í lögsögu íslands að réttlætt geti óhóflegar kvóta- kröfur íslendinga, sagði Þorsteinn Pálsson að þær dreifingarskýrslur sem fyrir liggja sýni sögulega dreifingu síldarstofnsins fyrr á tímum og núna. „Þannig að það er ekkert undan dregið í þeim skýrslum. Staðreynd- in er sú að þetta var fiskistofn sem var að þó nokkrum hluta inni á því svæði sem nú er íslensk fisk- veiðilögsaga. Stofninn hrundi, kannski mest fyrir veiðar Norð- manna og Rússa á smásíld. Nú er hann að koma upp aftur og hefur verið að leita hingað vestur á bóg- inn. Stofninn hefur ekki komið í neinum mæli inn í íslenska lög- sögu, það er rétt, og samningarnir sem strandríkin gerðu sín á milli taka þannig bæði mið af hinni gömlu hegðan síldarinnar og nú- verandi dreifingu og gera ráð fyrir því að hlutfallið verði endurskoðað með tilliti til þess hvernig hún dreifi ■; sér í framtíðinni. Evrópusambandið átti hins veg- ar aldrei þátt í veiðum úr stofninum á sínum tíma. Síldin hefur aldrei verið innan lögsögu Evrópusam- bandsríkja þannig að kröfur þeirra eru ekki reistar með neinni skír- | skotun í sögulegan rétt eins og okkar kröfur augljóslega eru,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Fagna að hún hafi sett sig inn í málin „Ef Emma Bonino á við að það sé óheflað að reyna að veija grund- vallarrétt íslendinga til fiskveiða og verndun auðlinda okkar þá þyk- ir mér miður að hún skuli líta þann- ig á málin. Hins vegar fagna ég því að hún hafi sett sig inn í þessi mál og vilji taka á þeim með ábyrg- um hætti. Ef þessi ummæli hafa orðið til þess þá er það af hinu góða,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra þegar ummæli Emmu Bon- ino voru borin undir hann. Andlát LUDWIG H. Siemsen, stórkaup- maður og fyrrv. aðalræðismaður Austurríkis á íslandi, lést í Land- spítalanum 8. nóvember síðastlið- inn. Hann fæddist í Liibeck, Þýskalandi, 4. júní 1920, sonur Árna Siemsen, stórkaupmanns og aðalræðismanns íslands í Lúbeck, og konu hans, Elísabetar Siemsen, f. Hartwig. Seinni kona Árna er Liselott Siemsen, búsett í Lubeck. Ludwig lauk stúdentsprófi frá Johanneum zu Lúbeck 1939 og verslunarprófi frá Industrie- und Handelskammer í Hamborg 1941. Hann stundaði verslunarstörf í Þýskalandi 1941-46 en var stór- kaupmaður í Reykjavík frá 1948. Ludwig var aðalræðismaður Austurríkis á íslandi 1966-96 og í stjórn félagsins Germaníu 1955-83, þar af formaður 1978-83 og heiðursfélagi frá 1987. Árin 1991-95 var hann for- maður Félags kjörræðismanna en heiðursfélagi þess varð hann 1996. Ludwig var sæmdur heiðursmerkj- um fyrir störf sín í þágu Þýska- lands og Austurríkis. Eftirlifandi eiginkona Ludwigs er Sigríður Siemsen. Þau eignuð- ust fimm börn, þar af lifa fjögur föður sinn. Morgunblaðið/Ami Sæberg IÐNAÐARMENN vinna nú hörðum höndum að stækkun Kringl- unnar sem opnuð verður á fimmtudag. Kringlan stækkar á fimmtudag FRAMKVÆMDIR við stækkun Kringlunnar eru á lokastigi og verður nýi hlutinn, sem áður hét Borgarkringlan, opnaður nk. fimmtudag. Mikið frost undan- famar tvær vikur hefur valdið byggingaraðila erfiðleikum við frágang utan dyra. Ekki er þó gert ráð fyrir að það leiði til þess að fresta verði opnun hússins. í nýja hluta Kringlunnar verða 25 fyrirtæki með starfsemi. Þar verða verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Opið verður milli eldri og nýrri hluta Kringlunnar og bílastæði húsanna verða einnig tengd. Byggingu kvikmyndahúss er ekki lokið, en stefnt er að því aðopna það á milli jóla og nýárs. í tilefni opnunarinnar verða til- boð í verslunum Kringlunnar á fimmtudag og næstu daga. LUDWIG H. SIEM- SEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.