Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 43 NÝTT PRJÓNANÁMSKEH) AÐ PRJÓNA LOPAPEYSU Á HRINGPRJÓN SKREF FYRIR SKREF Námskeiðið er í þrjú skipti, 13. nóvember, 20. nóvember og 27. nóvember, kl. 20-23. Á námskeiðinu læra þátttakendur eftirfarandi: • Að prjóna lopapeysu. Leiðbeinandi Ragna Þórhallsdóttir handavinnukennari. • Að raða saman litum. Leiðbeinandi Védís Jónsdóttir hönnuður. • Að lesa prjónauppskriftir. Leiðbeinandi Guðríður Ásgeirsdóttir. Þátttakendur fá afslátt af efninu í peysuna sem prjónuð er. /<tN?Vx Námskeiðsgjald er kr. 1000. Upplýsingar og skráning í íslenskum heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3, Reykjavík, eða í síma 551 1785 og 551 1784. í's o7 FÓLK í FRÉTTUM Glerlistanámskei5 Jónas Bragi, glerlistamaður heldur námskeið, annars vegar í steindu gleri og hihs vegar í glerbræðslu. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. Michael Collins á * Irlandi ► LEIKARINN Liam Neeson leikur aðalhlutverkið í myndinni „Michael Collins“ sem var frum- sýnd á írlandi í vikunni. Myndin er byggð á ævi uppreisnarmanns- ins Michael Collins sem leiddi íra til sjálfstæðis árið 1922. „Myndin er sögulega mjög rétt og ná- kvæm,“ sagði Neeson, en afi hans og amma muna vel eftir Collins og Ijúka lofsorði á hann. Hér sést leikarinn ávarpa gesti í móttöku sem efnt var til í tilefni af frum- sýningunni. Á bakvið hann er stórt plakat af honum sjálfum í hlutverki hans í myndinni. Grænland í brennidepli á Rás 1 Áhugamenn um Grænland eru hvattir til að kynna sér dagskrárliði Rásar 1 í nóvember: 11. nóv. Hádegisleikrit: Lesið í snjóinn, útvarpsleikgerð cftir samnefndri skáldsögu Peters Heegs. 13. nóv. Alþýðutónlist: Sigríður Stephensen kynnir grænlenska alþýðutónlist í tónlistarþættinum Til allra átta. 16. nóv. Kulusuk og grænlensk heimilí: Kynning á mannlífi og ferðamannastöðum í þætti Steinunnar Harðardóttur, Út um græna grundu. 18. nóv. DægurtÓnlÍSt: Svanhildur Jakobsdóttir kynnir grænlenska dægurtónlist í þættinum Stefhumót. 24. nóv. Þar sem ísbirnir guða á gluggann: Þáttur frá Grænlandi í umsjá Maríu Kristjánsdóttur. © Rás 1 Morgunblaðið/Jón Svavarsson KFI-menn í hljóðveri ►. KÖRFUKNATTLEIKSMENN á Isafirði, bæði leikmann KFÍ og stjórnarmenn, mættu í Hljóðver- ið Hljóðaklett á laugardaginn til þess að hljóðrita baráttulag KFÍ. Lagið heitir „Áfram KFÍ“ og er eftir ísfirðinginn Rafn Jónsson, sem stjórnaði jafnframt upptöku. Textinn er eftir Kristján Hreins- son og aðalsöngvari er Reynir Guðmundsson, söngvari hljóm- sveitarinnar Saga Class á Hótel Sögu. Að sögn Rafns er hér um fjörugt rokk og ról lag að ræða sem ætti að koma fólki í stuð fyrir leiki félagsins. Á myndinni lengst til vinstri má sjá Rafn Jónsson og drengurinn með gít- arinn er sonur hans, Ragnar. Aðrir eru frá vinstri: Baldur Jón- asson, Finnur Þórðarson, Þórður Jensson, Andrew Vallejo, Reynir Guðmundsson, Guðjón Þorsteins- son, Guðni Guðnason, Ingimar Guðmundsson og Derik Bryant. Léttasta umgjörð í heimi! 2,7 grömm!! Anna Sigurðardóttir þoifímimeistari veiur aðeins það besta íyrir sjónina, HOYA háskerpugier og AIR RIM, léttustu umgjörð í heimi, 2,7 grömm. Mánudaginn 11. nóv. frá kl. 13:00-18:00 veitir „Anna og útilitið4 ráðgjöf við val á umgjörðum í verslun nna F. Gunnarsdóltir okkar í Mjódd. lir Titanium 2,7 ttrimvm Saðeins bjáokkur GL€RfiUGNRV€RLSUNIN í MJÓDD GL€RRUGNRV€RSLUN K€FLfiV(HUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.