Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Útför móður minnar, ömmu okkar og fóstru, SIGRÍÐAR GUÐMUNSDÓTTUR fró Akri í Vestmannaeyjum, Sótheimum 23, verður frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Theodóra Sigurðardóttir, Sigríður Steinunn Stephensen, Eiríkur Stephensen, Sigurður Sverrir Stephensen. Guðbjörg Beck og fjölskylda, Elin Eyvindsdóttir og fjölskylda. t Hjartkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, JÓN SVEINSSON, Hraunbæ 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 15. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Hanna K. Guðlaugsdóttir, Stella Ragnheiður Sveinsdóttir, Hallgrímur Sveinsson, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Björg Sveinsdóttir, Ragnar Haraldsson, Pálmi Sveinsson, Alfa Malmquist. t Elskuleg móðursystir mín, systir okkar og mágkona, ANNA BENEDIKTSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést á heimili sínu þann 28. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands og Sigurðar Björnssonar læknis. Móeiður Gunnlaugsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir, Albert Finnbogason, Friðmey Benediktsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sólveig Benediktsdóttir, Ragnheiður Benediktsdóttir, Halldóra Benediktsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, JÓHANNA BJARNADÓTTIR, áðurtil heimilis að Skúlagötu 64, lést í Skjóli, þann 31. október siðastlið- inn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. ÞÖkkum auðsýnda samúð. Kjartan Steinólfsson, Sigri'ður Erla Þorláksdóttir, Þórdís Gisladóttir, Guðrún Gisladóttir, Eyþór Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir veitta samúð við andlát og útför, GUÐRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR, Hringbraut 70, Keflavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja. Björn Jóhannsson, Hrönn Sigmundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Roy Ólafsson, barnabörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR K. STEFÁNSSONAR, frá Hóli, Stöðvarfirði, Espigerði 4. Guð blessi ykkur öll. Maggý J. Ársælsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Elín Jóna Þórsdóttir, Hannes Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir. JÓN KRISTJÁNSSON + Jón Kristjáns- son fæddist í Þernuvík, _ Ogur- hreppi, N-ís. 14. febrúar 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján B. Jónsson, f. 2. september 1877, d. 2. október 1944, og Elísabet María Hermannsdóttir, f. 9. apríl 1876, d. 9. febrúar 1953. Systkini Jóns voru Björn, Krist- ín, Kristján og Hermann Björn sem öll eru látin og Sigríður sem nú býr í hárri elli á Hlíf, Torfnesi á ísafirði. Jón kvæntist 18. mars 1944 Þóru Þórðardóttur, f. 17. mars 1923, dóttur Þórðar Guðmunds- sonar og konu hans, Magneu Þorláksdóttur, bæði ættuð úr Skagafirði. Börn Jóns og Þóru eru: 1) Hildur, f. 1. ágúst 1946, gift Þór Siguijónssyni og þeirra börn eru: Kristín Ásta, maki Hörður Valgeirsson og eiga þau tvö börn. Siguijón Örn, maki Laufey Bjarnadóttir. Ása, maki Ágúst Þór Gylfason og eiga þau tvö börn. Og Cam- illa Þóra er í foreldrahúsum. 2) Guðrún Elísabet, f. 8. maí 1950, gift Valgerði Marteins- dóttur. Barn Guð- rúnar er Sigríður Björk Sævarsdótt- ir, hennar maki er Sigurður Örn Þor- leifsson og eiga þau þijú börn. En Sig- ríður bjó í uppvexti sinum hjá afa og ömmu, sem barn þeirra hjóna. Jón stundaði nám við Héraðsskólann i Reykjanesi og eftir það nám og lokapróf í hús- gagnabólstrun við Iðnskólann á Isafirði 1945. Meistararéttindi í iðn sinni 1950. Hann starfaði við húsgagnabólstrun á ísafirði frá 1941-1947. Síðan bólstrari hjá Húsgagnaverslun Reykja- víkur 1947-1965 að hann stofn- aði eigið bólsturfyrirtæki sem hann rak allt til árs 1990. Með iðn sinni starfaði hann við næt- urvörslu hjá Sjónvarpinu. Fé- lagsmál lét hann til sín taka og var virkur þátttakandi hjá Kiw- anishreyfingunni og Odd- fellow-reglunni í áratugi. Jón Kristjánsson verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fyrir allmörgum árum var ég kynntur fyrir manni, ekki hávöxn- um en beinum í baki. Hann var silf- urgrár í vöngum með kurteist and- lit og yfirbragð. Eftir það handtak varð okkur vel til vina og hittumst gjarnan. - Maðurinn var Jón Krist- jánsson, en móðir hans Elísabet og Sveina amma mín voru systur. Nú er Jón frændi farinn heim. Aðeins standa eftir minningar frá samverustundum, hjá bólstraranum á verkstæði hans þar sem blástiftin röðuðust lipurlega í yfirdekkinguna og frá heimili hans og Þóru, svo og mannamótum. Jón var gott að umgangast, svo prúður var hann í allri framgöngu. Hjá honum átti ég greiðan aðgang að allskonar kímni, sögum og vísum sem stundum kom fyrir að einmitt vantaði á góðum stundum og glöddu þá fleiri en mig. Hann var þannig, gat miðlað öðrum einlæglega. Gott er að vera í návist slíkra manna. Hann starfaði alltaf við iðn sína og með henni hafði hann nætur- vörslu fyrir Sjónvarpið seinni ár. Fyrir nokkrum árum veiktist hann og lá rúmfastur eftir það. Með þessum línum þökkum við Bryndís samverustundirnar og sendum Þóru, Hildi og Guðrúnu, tengdabörnum, Siggu og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðm. Ó. Hermannsson. Elsku hjartans afi okkar hefur nú skilið við okkur eftir löng og erfið veikindi. Eftir er stórt skarð sem ekki verður fyllt. Hjá okkur hefur hann skilið eftir perlur minn- inga sem gott er að hugsa til nú þegar sorgin sækir að. Afi var heið- arlegur, góður maður sem gott var að leita ásjár hjá enda voru ráð hans vandlega ígrunduð og gott veganesti sem reynst hefur okkur vel í lífinu. Við vorum mikið í kring- um afa og var fátt eins spennandi, þegar við vorum yngri, en að heim- sækja afa á verkstæðið og fá að leika bólstrara. Verkin voru þó held- ur lítilfjörleg miðað við vinnu fag- mannsins sem var annálaður fyrir fallegt og vandað handbragð. Afi 2 1 3 1 3 (DaCía 6ara ÉCómaóúð/ Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl. 10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 3 I 3 t Bróðir okkar, JÓN SIGMAR RICHARDSSON andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóv. sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. nóv- ember kl. 13.30. Richard L. Richardsson, Sigurður Richardsson. sparaði þó aldrei við okkur hrósyrð- in og sagði okkur ávallt að við værum gott efni í bólstrara. Það var gott að koma á fallegt heimili afa og ömmu þar sem allt snerist um bamabömin. Ótal stund- ir áttum við heima hjá þeim sem vom svo notalegar að erfitt er að lýsa. Ljúft var klappið hans afa á kollinn á okkur og vingjarnleg hvatning hans. Við munum öll búa að kærleik og góðmennsku afa og vitum að þótt hann sé farinn yfir móðuna miklu verður hann ávallt meðai okkar. Við eigum okkar ynd- islega ömmu sem við biðjum góðan Guð að styrkja í sorginni. Almáttugi faðir, taktu á móti ástkæmm afa okkar og varðveittu. Kristín, Sigurjón, Ása og Camilla. Elsku afi minn, nú þegar þú ert farinn þá hugsa ég um allar stund- irnar er við áttum saman og þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann, en aðeins fáar sem settar eru á blað. Sagan segir að ég hafi verið viku gömul þegar þið amma tókuð mér opnum örmum og hafið alla tíð síð- an verið mér sem bestu foreldrar og gott betur. Það em ófá skiptin sem ég fór með afa í vinnuna og alltaf gaf hann sér tíma til að svara fullt af spumingum og búa til heilu sófa- settin fyrir dúkkurnar mínar. Mín fyrsta útilega var með afa og ömmu til Þingvalla ’74, þá var farið með græna tjaldið, en það var botnlaust og reimað að framan, þannig að köngulær áttu greiða leið inn til okkar. Einhvem veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að ef ég svæfi uppí hjá afa þá mundu þær ekki þora að koma nálægt mér, alla- vega sofnaði ég, þess fullviss að afi mundi passa uppá köngulærnar. Það voru margar venjur sem við afi höfðum, t.d. svæfði hann mig oftast, þá fékk ég að lúra við hlið- ina á honum og hélt hann í höndina á mér og fórum við svo með bænirn- ar saman. En oft var erfitt að sofna þegar afi fór á fundi, þá beið hans oft að svæfa mig þegar hann kom heim. Þetta var bara svo notalegt ef afí gerði það. Það var afi sem fór með mig á slysavarðstofuna þegar ég datt, á spítalann þegar ég fékk botnlanga- kastið og þegar ég átti von á mínu öðru bami á fæðingardeildina, ákveðinn í því að vera hjá mér allan tímann, en við vorum send aftur heim. En svona var hann afí minn alltaf reiðubúinn að gera allt það sem á þurfti að halda og ég veit að þá sögu hafa allir af honum að segja sem til hans þekktu. Ég fór nokkrar ferðir vestur á firði með afa og ömmu og í einni þeirra sýndi hann mér stoltur rústimar sem stóðu eft- ir af Garðstaðagrundum og sagði mér frá því hvemig hlutimir hefðu verið þegar hann var ungur. Afi var ótrúlega laginn í hönd- unum og var öll hans vinna óað- finnanlega leyst af hendi, hvort sem það var við að bólstra sófasett, veggi eða eitthvað annað, alltaf gat hann komið með úrlausnir fyrir fólk sem til hans leitaði. Það bólsturverk sem ég held að afi hafi verið stolt- astur af var skákborð sem hann bólstraði vegna einvígis Fishers og Spasskís, og þær eru nú margar dýnurnar sem afi bjó til fyrir barna- börnin og langafabörnin, því eins og hann sagði þá verða þau að hafa gott undirlag undir sér. Ég vona að ég geti miðlað áfram til minna barna öllu því góða og fallega sem hann miðlaði til mín. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, afi minn, fara með bæn eins og við fórum með hana og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, elsku hjartans afí minn. Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Guð gefi þér góða nótt, góða nótt og dreymi þig vel, elsku afi minn. Sigríður Björk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.