Morgunblaðið - 10.11.1996, Side 52

Morgunblaðið - 10.11.1996, Side 52
MORCUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands íslands Sóknarfæri í styttri vinmitíma GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, seg’ir að það séu fleiri leiðir til þess að auka ka’up- mátt en flatar launahækkanir sem komi jafnt á öll laun. í stórum drátt- um sé það langur vinnutími sem skilji á milli kjara hér og í nágranna- löndunum og hluti af því viðfangs- efni sem sé framundan í kjarasamn- ingunum sé að færa þann kaupmátt sem fáist með yfirvinnu yfir á dag- vinnutímabilið. Þannig kunni að vera sóknarfæri í styttingu vinnutíma. „Mér sýnist að það muni mjög víða verða sú krafa uppi að menn reyni í fullri alvöru að tryggja að vinnutími styttist hér, að það dragi úr yfirvinnu og dagvinnugrunnurinn hækki að minnsta kosti sem því nemur, enda er skikkanlegur vinnutími einn af mikilvægustu þáttunum í kjörum fólks. Styttri vinnutími tryggir fólki tíma til að sinna börnum og heimili og í raun til þess_ að lifa eðlilegu lífi,“ segir forseti ASÍ. Grétar segir einnig að verkalýðs- hreyfingin ljái ekki máls á samning- um úti í fyrirtækjunum nema hún og fulltrúar hennar hafi aðkomu að þeim samningum. Að öðrum kosti hafi þeir ekki trú á að þessi aðferð skili árangri. „Ég ætla ekki að halda því fram hér og nú að Vinnuveitenda- sambandið hafni þessari afstöðu okk- ar. Við eigum eftir að setjast yfir málið og ræða það og ég vona að framsetning Vinnuveitendasambands- ins verði ásættanleg þegar á reynir." ■ Kaupmátturinn/16-18 V erkamönnum hjá Samskipum gert að greiða í Samvinnulífeyrissjóðinn „Gömul arfleifð sem á ekki að eiga sér stað“ STJÓRN verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur gert athugasemd- ir við það að Samskip hafa fært starfsmenn sína einhliða í Sam- vinnulífeyrissjóðinn þegar þeir koma 01 starfa hjá fyrirtækinu. Þetta sé gert þrátt fyrir að starfsmennirnir hafi verið í Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar og síðan lífeyris- sjóðnum Framsýn, sem stofnaður var með samruna fimm lífeyrissjóða um síðustu áramót. ^ Að sögn Halldórs Björnssonar, for- manns Dagsbrúnar, telur stjórn fé- lagsins þetta ekki samræmast samn- ingum frá 1969, þegar lífeyrissjóðirn- ir voru stofnaðir, en í ákvæði í samn- ingnum segir að þeir lífeyrissjóðir sem þá störfuðu á vegum einstakra fyrirtækja starfi áfram með meðlim- um stéttarfélaga í þeim starfsgrein- úm, sem lífeyrissjóðir þessir þá tóku til, með sama hætti og verið hafði. „Þetta var hugsað sem eitthvað er myndi síðan deyja út eða hætta. Það var kannski ekki amast við Sambandsfyrirtækjunum á meðan þau voru og hétu, en nú hafa þau öll hætt. Þetta hefur haldið áfram á þennan hátt, og þá teljum við að það sé verið að útvatna þetta meira en efni standa 01,“ sagði Halldór. Hann sagði að Dagsbrún hefði verið að reyna að sameina alla fé- lagsmenn sína í Framsýn, og það hefði gengið ágætlega undanfarið. Eðlilegt þætti að starfsmenn Sam- skipa væru í þessum stóra sjóði, sem byði upp á ekki síðri réttindi en Samvinnulífeyrissjóðurinn. „Okkur finnst þetta vera eins og einhver gömul arfleið og eigi ekki að eiga sér stað,“ sagði Halldór. „Við teljum þetta vera komið út fyrir þennan samvinnuramma sem var hérna áður fyrr. Sambandið er í sjálfu sér ekki lengur tii, og eftir að það breyttist þá teljum við að þessir menn eigi að vera í þeim lífeyrissjóði sem við erum með.“ Halldór sagði að óskir hefðu borist frá starfsmönnum hjá Sam- skipum um að þeir yrðu færðir yfir í Framsýn en það hefði ekki feng- ist. Stjórn Dagsbrúnar sendi stjórn Framsýnar bréf á föstudag þar sem þess er farið á leit að mál þetta verði tekið 01 skoðunar, en Halldór sagði að það hefði verið til umfjöll- unar upp á síðkastið. Hann sagði að athugasemdir hefðu fyrst og fremst borist frá starfsmönnum Samskipa, en grunur léki á að sami háttur væri viðhafður hjá Olíufélag- inu hf. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson BJÖRNINN BA 85 marar í hálfu kafi þar sem Brimnesið BA 800 dregur bátinn á eftir sér áleiðis inn til hafnar I Patreks- firði en taug milli bátanna slitnaði þrisvar á leiðinni. Morgunblaðið/Ari Hafliðason BJÖRGUNARBÁTUR úr Birninum tekinn í land á Patreksfirði á föstudagskvöld. Á neðri myndinni eru skipbrotsmennirnir Felix Haraldsson og Magnús Jón Áskelsson. Óljóst um orsakir sjóslyssins ENN er óljóst hvers vegna Bjöminn BA 85 frá Patreksfirði fylltist af sjó á föstudag. Báturinn var á línuveið- um um tuttugu sjómílur vestur af Blakknesi. Tveir menn voru um borð og björguðust þeir báðir. Fulltrúar Rannsóknamefndar sjóslysa vom væntanlegir til Patreksijarðar með flugi í gær til að kanna tildrög slyssins. Hafsteinn Garðarsson, skipstjóri á togaranum Klakki frá Grundar- firði, sem bjargaði mönnunum, hefur það eftir skipverjum á Birninum að þeir hafi rétt verið lagðir af stað heim úr róðri þegar báturinn fór á hliðina. Þeim hafi tekist að koma út björgunarbát en lent í sjónum um tíma því þeir blotnuðu töluvert. Brimnesið BA 800 tók flakið í tog á föstudagskvöld og kom til hafnar á Patreksfirði um klukkan hálfþijú í gær. Að sögn Jóhannesar Héðinsson- ar skipstjóra á Brimnesinu slitnaði taug milli bátanna þrívegis á leiðinni. Morgunblaðið/Ari Hafliðason Irland Kókaíns leitað í * skipi Is- lendings ÍSLENSKUR skipstjóri á sjö- tugsaldri situr í gæsluvarð- hajdi í bænum Castletownbere á írlandi ásamt þremur öðrum úr áhöfn skipsins Tia, sem skráð er í Panama. Leit frá því á miðvikudag írskir lögreglumenn hafa frá því á miðvikudag gert umfangsmikla ieit í skipinu að fíkniefnum en grunur leik- ur á að það hafi flutt kókaín frá Suður-Ameríku. Sú leit hafði ekki borið árangur í gær. F. O’Donovan, varðstjóri í lögreglunni í Castletownbere, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að írskir löggæslu- menn hefðu farið um borð í skipið eftir að hafa fengið upp- lýsingar um að það væri að ; koma frá Suður-Ameríku og flytti hugsanlega fíkniefni. Áhöfnin hefði ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um hvaðan skipið væri að koma og því hefði það verið fært til hafnar og leit hafin. „Þetta er seinlegt verkefni, skipið er 169 feta (56 m) langt,“ sagði O’Donovan. Upplýsingar um hvaða aðil- ar eigi skipið liggja ekki fyrir en O’Donovan segir það skráð í Panama. Reykholt Snorra- göng að hruni komin FORNMINJAR í Reykholti hafa eyðilagst og er lítið um þær hirt að sögn staðarhaldar- ans, séra Geirs Waage. Þjóð- minjasafnið hyggst laga göngin við Snorralaug næsta sumar, að sögn þjóðminjavarðar. Talið er að göngin hafi legið frá Snorralaug inn í kjallara bæjar Snorra Sturlusonar á fyrrihluta 13. aldar. Göngin voru grafin upp á um tveggja metra kafla á fjórða áratugn- um. Þau eru nú að hruni kom- in og troðningar hafa myndast umhverfis laugina vegna ágangs ferðamanna. Séra Geir Waage segist hafa talað fyrir daufum eyrum um lagfæringar og frekari uppgröft í þessu helsta höfuðbóli Vesturlands. I skýrslu sem Guðmundur Ólafsson fomleifafræðingur vann síðastliðið sumar þar vestra segir m.a. að ástand forn- minjanna sé svo slæmt að það sé Þjóðminjasafni og Reykholts- stað til vansa. Ekki verði hjá því komist að grípa til aðgerða. ■ Öfugum megin/20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.