Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 2 7 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HÓPUR arkitekta á vegum ' húsverndarnefndar Reykjavíkur hefur gert tillögur um nýja húsverndarstefnu borgarinnar. Samkvæmt tillög- unum, sem kynntar voru á mál- þingi í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi, verða mun fleiri hús í gömlu bæjarhlutunum friðuð en nú er, auk þess sem heillegar götumyndir skulu friðaðar, heildarsvipur tiltek- inna hverfa og „byggðamynst- ur“ annarra. í grein í Morgunblaðinu kem- ur fram að með verndun af þessu tagi sé leitazt við „að tryggja heildarsamræmi og list- rænt yfirbragð borgarinnar, jafnframt því sem rækt sé lögð við vandaða byggingarlist sem hafi gildi fyrir komandi kyn- slóðir.“ Tillögur af þessu tagi eru mjög af hinu góða. Það er sjálf- sagt og eðlilegt að varðveita þann mikilvæga menningararf, sem fólginn er í gömlum húsum. Skilningur á því hefur vaxið á undanförnum árum. Hins vegar eru ýmis vandkvæði á fram- kvæmd slíkrar stefnu. Þau má sjá í hnotskurn í deilu bygging- arnefndar Reykjavíkur og um- hverfisráðuneytisins um hvort leyfa beri að rífa tvo gamla steinbæi, sem vissulega hafa Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. mikið varðveizlugildi, en eig- endur þeirra telja sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að gera þá íbúðarhæfa. í skipulagsmálum gamla miðbæjarins togast nefnilega margs konar hagsmunir á. í fyrsta lagi eru það verndunar- sjónarmiðin, sem áður er lýst og hljóta að hafa forgang. Það eru vissulega almannahags- munir að gömul byggingarlist sé varðveitt og henni sómi sýnd- ur. Miðborgin er andlit Reykja- víkur út á við, auk þess sem svipur hennar og ástand er mik- ilvægur þáttur í þeirri ímynd, sem Reykvíkingar sjálfir hafa af borginni sinni. í öðru lagi eru einkahags- munir eigenda gamalla húsa. Ekki hafa allir metnað eða fjár- muni til að halda merkum hús- um við eða gera þau upp í upp- runalegri mynd. Það er ekki óeðlilegt að Reykjavíkurborg styrki menn til slíkra hluta eða kaupi af þeim eignir þeirra, sé henni í mun að vernda húsin. Það væri ekki úr vegi að þau yrðu síðan endurseld öðrum, sem áhuga hafa á að nýta þau til íbúðar eða fyrir atvinnustarf- semi, í stað þess að rífa þau. Mörg fordæmi eru fyrir slíku erlendis. í þriðja lagi verður að taka tillit til þarfa atvinnu- og menn- ingarlífs í eldri borgarhverfum, ekki sízt í Kvosinni svokölluðu. Segja má að skipulagsslysin í Kvosinni séu orðin svo mörg, að erfitt sé orðið að bæta fyrir þau og skapa miðborginni að- laðandi heildarsvip, sem gæti aukið aðdráttarafl hennar í augum almennings. Viðleitni í þá átt hlýtur þó að verða haldið áfram. Nauðsynleg uppbygging má ekki verða á kostnað gam- alla menningarverðmæta. í því sambandi er nauðsyn- legt að einstakar ákvarðanir einkennist af meiri yfirsýn, en raun hefur á orðið. í Kvosinni hafa verið byggð ný hús hér og þar, við Lækjargötu, Hafn- arstræti, Aðalstræti og Austur- stræti. En jafnframt hefur nokkur áherzla verið lögð á varðveizlu gamalla húsa bæði við Bankastræti og Lækjargötu og eins í Grjótaþorpinu. Hins vegar virðast engin tengsl vera á milli þessara ákvarðana. Á Lækjargatan að einkennast af nýbyggingum, eins og ætla mætti af sumum þeirra húsa, sem þar hafa risið síðustu árin eða er ætlunin að varðveita gömlu húsin, sem standa þar enn? Hver verður framtíð Aðal- strætis? Þar hafa nú þegar ver- ið byggð þrjú stór hús. Hvað gerist með gömlu húsin í Aust- urstræti? Svo virðist sem heild- arstefnu hafa skort í langan tíma, ekki bara síðustu ár. Hef- ur borgarstjórn Reykjavíkur kannski aldrei gert upp við sig hvers konar byggð á að vera í Kvosinni? - En hvað sem því líður. Allt kostar þetta fjármuni. Búast má við að þegar borgarstjórn Reykjavíkur tekur til við að útfæra hina nýju húsverndar- stefnu, verði eitt helzta álita- málið hversu miklu af fé skatt- greiðenda skuli veija til að bæta yfirbragð gamla miðbæj- arins. HUSVERND OG HAGSMUNIR í LUNDÚNUM RAKST ég á sjón- varpsþátt í BBC sem fjallaði um frum- manninn og mér þótti heldur eftirminnileg- ur, enda vandaður einsog mikið af efninu í þeirri ágætu sjónvarpsstöð. í þættinum var þess getið að vísindamenn eru ekki á einu máli um hvort neander- dalsmaðurinn hvarf með öllu eða rann saman við cro-magnon-mann- inn, eða hreinaveiðarann. Neander- dalsmaðurinn varð semsagt undir í baráttunni um umhverfi sitt. Af hveiju? Helzt er talið að ástæðan sé sú að hann kunni ekki að tala og kynslóðirnar gátu því ekki varð- veitt arfleifð sína. Ómmurnar og afarnir gátu ekki talað við barna- börnin og arfleifðin rann úr greipum þessara hálfmenna. Það var ekki hægt að koma arfleifðinni á fram- færi við næstu kynslóðir. Öll reynsla varð að engu með nýjum kynslóð- um. Tungan réð úrslitum. Tungu- laus arfleifð er einkenni dýraríkis- ins, en ekki mannheima. Neander- dalsmenn voru því af undirtegund mannsins, en þeir lifðu í Evrópu, Norður-Afríku og hluta af Asíu á tveimur síðustu jökulskeiðum, fyrir 200-35 þúsund árum. Leifar þeirra fundust fyrst 1856 í Neanderthal við Diisseldorf, en þar er óvenjulegt umhverfí og undurfagurt. Ég hef verið þar í þrumum og eldingum og það var harla eftirminnilegt að upplifa þessi heimkynni neander- dalsmanna með þessum náttúruöfl- um sem minntu á Þór og aðra guði i. ásatrúarmanna. Elztu þekktu nútímamennirnir voru cro-magnon-menn og er talið að þeir hafi átt sér tungumál og því getað varðveitt arfleifð sína. Þeir komu til Evrópu um miðbik síðasta jökulskeiðs og voru líklega upprunnir í Asíu. Þeir komu fram á sjónarsviðið um 5.000 árum áður en neanderdalsmaðurinn hvarf úr sög- unni og fundust leifar þeirra fýrst 1868 í Cro-Magnon í Frakklandi. Þeir hafa borið svipmót nútíma- manna, voru hærri en neanderdals- menn og líklega á stærð við nútíma- menn. Hellamálverk þeirra hafa fundizt í Frakklandi og á Spáni og bera vott um listfengi þeirra. Þeir tjáðu sig semsagt einnig í mynd- máli. Neanderdalsmenn höfðu 1300- 1600 cm3 heilabú, gerðu betri áhöld en áður þekktust og greftruðu framliðna i hellisgólfum sínum. En þeir áttu enga tungu. Það réð úrslit- um. Alexander Jóhannesson, kennari okkar í háskóla, varpaði fram þeirri umdeildu hugmynd, ef ég man rétt, að frummaðurinn hefði myndað hljóð í upphafi með því að laga tal- færin eftir umhverfinu. Hver veit? Einn helzti málvísindamaður okkar tíma, Chomsky, telur aðvísu að ein- hveijir frumenn hafí byijað að tala fyrir 250 þús. árum einsog banda- ríski vísindamaðurinn David Darl- ing bendir á í stórmerkri bók sinni Soul Search, sem fjallar um þessi efni; sjálfið, líf og dauða. Eða öllu heldur líf eftir dauða. Frummenn hafa þá væntanlega notað ýmisskonar hljóð, tákn eða bendingar til að tjá sig í upphafí (E.O. Wilson og C. J. Lumsden: Promethean Fire). Nútímamaðurinn tók við af cro- magnon-manninum. Tungan var skæðasta vopn hans til að lifa af; Verða örlög hans hlutskipti okkar? þetta margflókna og óviðjafnanlega tæki sem gerði hann að kórónu sköpunarverksins. Með tungunni hefur maðurinn varðveitt arfleifð sína. Reynsla hans og hugsun kom- ast til skila. Ein kynslóð hefur lært af annarri. Nútímamaðurinn býr þannig að ómetanlegum fjársjóði. Mættum við ekki hafa þetta í huga þegar við tölum um varð- veizlu tungu okkar og arfleifðar? Þegar við erum að býsnast yfír því hvort einhver hreintungustefna hafi áhrif á afstöðu ungs fólks til ar- fleifðar okkar eða ekki, hvaða máli skiptir það? Það sem skiptir öllu máli er sú staðreynd að tungan er það verkfæri sem við getum smíðað með íslenzka framtíð. Án hennar verður einhver allt önnur framtíð; kannski framtíð einhverrar óþjóðar sem hverfur inní alþjóðahafið eins- og dropi í stórfljót. Án hennar verð- ur saga okkar i samræmi við þá tungulausu og arfleifðarlausu ne- anderdalsmenn sem upplifðu þrum- urnar og eldingarnar í dalnum fræga við Dusseldorf. HELGI spjall EITT helzta ÚR- lausnarefni okkar nú um stundir er lagfæring á lögum um fiskveiði- stjórnun og þá með þeim hætti að þau full- nægi réttlætishug- myndum okkar eins og ráðgert er með skýrri yfirlýsingu um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar, enda langmikilvægasta auðlind hennar og raun- ar undirstaða íslenzks sjálfstæðis og þess velferðarríkis sem við viljum treysta og varðveita. Þegar lögin voru sett héldu margir að endanlegu takmarki væri náð, en það hefur ekki reynzt svo í raun. Kerf- ið hefur, að flestra dómi, kallað á við- skipti sem margir hafa nefnt kvótabrask, enda fráleitt að svo langt sé vikið frá grundvallaratriði laganna um eignarrétt- inn, að unnt hafi verið að framselja þessa sameign eins og um eign einstakra aðila hafí verið að ræða. Þannig hafa menn jafn- vel getað lagt skipum og grætt á kvóta- sölu, þeir hafa getað selt það sem aðrir eiga, þ.e. þjóðin, veðsett það og jafnvel erft. Og svo hefur raunar virzt að þessi viðskipti séu löghelguð með dómum. Menn eru farnir að tala um kvótaeign sína eins og grundvallaratriði íslenzkrar löggjafar skipti engu máli og hægt sé að fara með auðlindina eins og hveijum og einum hent- ar. Það var ekki markmiðið með lögunum um fiskveiðistjórnun. Þau áttu að vísu að vera einskonar hvati þess að þeir einstakl- ingar sem bezt eru í stakk búnir til að stunda útgerð fengju til þess tækifæri án þess gengið væri á rétt þeirra sem auðlind- ina eiga samkvæmt lögum. En aðalmark- miðið var að sjálfsögðu verndun fiskstofn- anna og hefur nokkrum árangri verið náð í þeim efnum. ÚTGERÐAR- MENN hafa þurft að kaupa veiðirétt- indi dýrum dómum, en þó ekki af eig- endum þessa rétt- ar, heldur aðiljum sem hafa „eignazt“ kvóta vegna galla í kerfinu. En þessir aðiljar eiga ekki það sem þeir hafa verið að selja. Af þeim sökum er kvótasala sið- laus samkvæmt öllum skilningi okkar á réttlæti, þótt hún sé ekki andstæð íslenzk- um lögum eins og þau blasa nú við. Ýmsir fræðimenn í hagfræðilegum efn- um hafa fjallað um kvótakerfið án þess að þetta réttlætisviðhorf hvarfli nokkurn tíma að þeim og engu líkara en sumir þeirra telji að nægilegt sé að færa þessi viðskipti til bókar til þess að þau séu boð- leg siðfræði og réttlætanleg gagnvart lög- um. Bókhaldið ákveði eignarréttinn!! Þá er einatt reynt að réttlæta kvótasöluna með skírskotunum og samanburði við það sem er ósambærilegt, jafnvel ijúpna- og gæsaveiðar á jörðum sem bændur hafa átt frá ómunatíð, hvað sem hver segir, enda skal landið með lögum byggt. Og lögin segja að auðlindin sé sameign þjóðar- innar. Það er kjarni málsins, umbúðalaus og án samanburðar við það sem er ósam- bærilegt. Því verður ekki haggað, nema með nýrri lagasetningu. Framsalið er eitt viðkvæmasta atriðið, þegar kvótinn er til umræðu. Það kom ekki sízt í ljós í nýliðnum umræðum á Alþingi, enda sá þáttur þessa máls sem helzt hefur kallað á gagnrýni og samfélag- ið sættir sig sízt við. Af þeim sökum verð- ur sú krafa æ háværari að greitt sé fyrir framsal kvóta og hann einungis viður- kenndur sem leigukvóti en geti alls ekki orðið nokkurs manns eign, einstakra aðila eða útgerða. Fyrir þessa leigu eigi að greiða eins og annan afnotarétt, t.a.m. laxveiðar, en þá að sjálfsögðu réttum eig- anda, sem er samkvæmt íslenzkum lögum þjóðin sjálf. Einfaldara getur það nú ekki verið þótt sýknt og heilagt sé reynt að fela þetta grundvallaratriði laganna um kvóta og aflamark með allskyns umbúðum, jafnvel reynt að vefja ranglætið inn í „vís- indalegt" hugmyndamynstur sem allt fer Skiptir rétt- lætið engu? REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. nóvember á skjön við meginkjarna laganna um fisk- veiðistjórnun og sameignina. Og þá einnig réttlætið. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Kristján Pálsson, lýsir þessu kerfí svo í grein hér í blaðinu sl. þriðjudag, Reykja- víkurbréfí svarað: „Hvað varðar fyrsta atr- iðið þá er það þekkt og útgerðarmenn hafa kvartað yfír því í mín eyru, að kvótahafar selji kvótann sinn ár eftir ár án þess nokk- urn tíma að þurfa sjálfír að senda eigin skip eftir þeim afla. Þeir eru sumir hveijir í annarri vinnu eða lifa í vellystingum á sólarströndum fyrir leiguna af aflahlut- deildinni sem þjóðin hefur úthlutað þeim. Það eru aðrir útgerðarmenn og sjómenn eins og t.d. á Reykjanesi sem veiða þennan kvóta og með loftfimleikum kemst kvóta- eigandinn hjá því að veiða 50% kvótans annað hvert ár eins og lögin um stjórn físk- veiða gera ráð fyrir. Þetta er ólíðandi og verður að breyta með strangari ákvæðum í lögum. Annað atriðið er afieiðing af því fyrsta, þeir sem sitja á aflaheimildunum krefjast einfaldlega hæsta mögulega verðs og skiptir þá engu hvort útgerðin er í stakk búin til að mæta því verði eða ekki. Aðferð- in hefur því verið sú að sjómennirnir hafa verið „neyddir" til að greiða hluta launa sinna til kvótakaupa svo þeir fái vinnu.“ Og enn: „Hvað varðar síðasta atriðið þá er ljóst að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar heimilaði að aflahlutdeildina mætti færa sem eign útgerðar og var það gert til að mæta slæmri eiginfjárstöðu Sambandsfyr- irtækja svo þau fengju úthlutun úr Stein- grímssjóðunum. Erfðarétturinn var þar með tryggður við skipti á fyrirtækjum og verður ekki breytt öðruvísi en með því að kaupa upp allar aflaheimildirnar. Ekki mæli ég með sliku en vara við frekari fest- ingu með því að heimila veðsetningu afla- heimilda. Að tryggja í stjórnarskránni eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins er einnig nauðsynlegt svo enginn freistist til að fjarlægja sama ákvæði úr lögunum um stjórn fískveiða." Eitthvað er nú farið að molna úr kvóta- stíflu Sjálfstæðisflokksins. Hvað skyldi hún halda lengi eins og farið er að hækka í Grímsvötnum almenningsálitsins?! mmmmmmmm það getur Ranglætið Og réttlætið landi anno 1996 að gera þessa alkunnu fyndni Islandsklukkunnar um dönsk stjórnvöld fyrr á öldum að einkunnarorðum sínum: Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti!! Meðan ranglætinu er fullnægt með þeim hætti sem gengur og gerist með kvótaframsali nú verða þessi einkunnarorð nýlendustefnunnar einskon- ar fleinn í þjóðarkvikunni og að því mun koma, að samfélagið rís upp gegn ranglæt- inu og eigendur heimta umbun fyrir afnot af eigninni. Þetta er sá veruleiki sem við blasir. Ritstjórar Morgunblaðsins gerðu sér æ betri grein fyrir þessu eftir setningu kvóta- laganna 1984 og þrátt fyrir stuðning blaðs- ins við meginatriði laganna um fiskveiði- stjórnun urðu fyrrnefndir þættir því meira áhyggjuefni sem reynslan leiddi vankant- ana betur í ljós. Ritstjórn blaðsins ræddi þessi atriði á fundum sínum og að því kom að hún setti þann fyrirvara fyrir stuðningi sínum við meginatriði laganna að fram- sali kvóta fylgdi afnotagjald, nú kallað veiðileyfagjald, sem rynni til samfélagsins alls - og þá ekki sízt til að minna á hveij- ir eru eigendur auðlindarinnar. Kvótabrask væri óheimilt en afnotaréttur bundinn leigugjaldi og væru menn þá samkvæmt siðlegum viðskiptaháttum í fullum rétti, ef þeir vildu framselja þessi áunnu réttindi sem þeir hefðu greitt fyrir og greiðslan fallið til hinna raunverulegu eigenda. Um þetta var full samstaða með ritstjór- um blaðsins allt frá því blaðið tók þessa afstöðu til veiðileyfagjalds og fór að boða réttlætishugtakið á 9. áratugnum. En þá var m.a. sagt hér í blaðinu; t.a.m. í helgi- spjalli: „Þá kæmi það sízt af öllu á óvart, þegar fískimiðin verða komin á hendur fárra útvaldra sem sleppa engu fyrr en í fulla hnefana, þótt almenningi yrði ná- kvæmlega sama hvort miðin yrðu grótta- kvörn þeirra eða útlendinga. Og þá fyrst sættust menn á að EB-mönnum yrði leyft að nýta þessa friðhelgu auðlind. Það yrði eftir öðru að fólk sætti sig fremur við útlent auðvald en innlent. Ranglæti kallar aldrei á réttiæti, heldur röng viðbrög. Og meira ranglæti. Áb^rgð kvótamanna gæti því orðið meiri en þeir væru menn til að axla. Réttlæti þeirra gæti orðið af svipuðum toga og lýst er í Islandsklukkunni.“ Og ennfremur: „... aðrir en eigendur eiga ekki að geta ráðskazt með auðlindina eins og nú er... Aðalatriðið er ekki, hvern- ig veitt er, heldur hvort réttlæti sé full- nægt... Eignarrétturinn er friðhelgur og það bijótast engir inn í eigur annarra nema forhertir sósíalistar sem telja ríkisvaldið einskonar heilagan anda eins og Hegel.. Ríkið getur ekki freistað manna til yfir- gangs og lögverndað ráðstöfunarrétt fárra aðila yfir eign okkar allra. Það jaðrar við að svipta fólk þegnrétti... Og ekkert er eðlilegra en byggðirnar taki höndum sam- an og eignist veiðileyfi með eðlilegum hætti og án haturs og illinda. Við þurfum öðru fremur á sátt og samstarfí að halda. Kvótakerfið hefur haft illdeilur í för með sér. Byggðarlögin eru full af tortryggni, en eðlilegt væri að þeim gæfist tækifæri til að byggja þar upp blómlega búsetu- kjarna sem arðvænlegt er. Það væri í anda sjálfstæðisstefnunnar... Kvótakerfið er eins og marxismi, óréttlátt í eðli sínu, þótt tilgangurinn sé kannski ekki svo slæmur. En hann er farinn að helga meðal- ið. Kvótakerfið blæs á grundvallarhug- mynd sjálfstæðisstefnunnar um eign handa öllum. Og óskiljanlegt hvaðan svo- kölluðum vinstri sinnum í öðrum flokkum kemur sá hugsjónahiti að lífsnauðsynlegt sé að mynda eign handa fáum, þvert ofan í landslög. Þegar við fengum 200 mílna fiskveiðilögsögu 1976, með sameiginlegu átaki allra íslendinga, var aukið við eign hvers og eins, en ekki fárra út- valdra ... Séu fiskimiðin 400-500 milljarða virði eins og sumir ætla, væri hlutur hvers og eins í auðlindinni ekki undir 2 milljónum króna og síhækkandi fiskverð eykur verð- gildi hennar stöðugt...“ Og ennfremur: „En nú á að snúa öllu við. Nú á að leggja fiskimiðin, sameigin- lega eign íslenzku þjóðarinnar samkvæmt lögum, útgjaldalaust í hendur örfárra manna sem hafa haft skip á hendinni. En þjóðin er þessu andstæð eins og könnun Félagsvísindastofnunar og Gallup hafa sýnt svo eftirminnilega. Hún leggur áherzlu á sameign (95,2%) og vill fá greitt í sameiginlegan sjóð fyrir afnot af fiskimið- unum (66,8%). Fólkið, hvar í flokki sem er, vill einnig tryggja byggðakvóta þar sem hagkvæmt er að reka útgerð og sjálfsagt að stuðla að því. En athyglisverðast er þó að fólk hafnar þeim siðferðisbresti að út- gerðarmenn geti selt físk sem þeir eiga ekki öðrum fremur, eða þann veiðikvóta sem þeim hefur verið úthlutaður án endur- gjalds (allt að 86,9%), enda grundvallarat- riði þessa máls að eignarréttur sé virtur eins og lög gera ráð fyrir. Veiðitæknileg atriði leysa menn í samræmi við reynslu og hagkvæmni og þá væntanlega eins og siðmenntað fólk en ekki villimenn; og án þess að rugla saman óskyldum málum, t.a.m. laxveiði í ám sem bændur eiga og hafa átt í þúsund ár, og veiðum í sameigin- legri auðlind á hafinu ... Kvótakerfið hefur ekki ýtt undir auðsöfnun almennings, held- ur eignatilfærslu til fárra, þótt sístækk- andi hlutafélög eins og Grandi auki bjart- sýni. Marxistar sögðu alltaf, og segja víst enn, að kenningin sé ágæt en framkvæmd- in röng. Það segja sumir kvótamenn einn- ig. En þeir verða þá að lagfæra kerfið með sannfærandi hætti... Fiskimiðin eru eins og aðrar sameiginlegar auðlindir þjóð- arinnar. Ein slík auðlind er orkan. Þess vegna er það heldur fáránlegt þegar eig- í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Golli endurnir sitja ekki allir við sama borð og greiða jafnhátt orkuverð hvar sem þeir búa. Þannig eiga menn einnig sama rétt til fiskimiðanna hvað sem búsetu líður, og auðvitað ættu allir að greiða sama verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóð- arinnar ... Fátt er íhugunarverðara nú um stundir en sú tilhneiging að færa mikið vald á fárra hendur og safna auði undir fámennisstjórnir. Það varð okkur dýrkeypt reynsla á sturlungaöld þegar fé og mikil völd féllu fáum en fyrirferðarmiklum og þó umfram allt óvægnum höfðingjnm í skaut sem glutruðu niður frelsinu í hendur Noregskonungi þegar metnaður brazt í milli þeirra ... Líklega er hægt að láta kól- umbusaregg kvótakerfísins standa upp á endann og gera áætlun um réttláta fram- tíðarskipan fískimiðanna, svo að útgerðar- félög eflist af áhuga almennings, þ.e. eig- endanna. Við lagfæringu þarf að taka til- lit til ólaganna undanfarið og veita útgerð- inni nægilegan aðlögunartíma til að sætta sig við sanngjarnan kostnað af nýtingu miðanna. En afnotagjöld af þeim eiga að vera skapleg og í samræmi við getu og rekstur fyrirtækjanna. Þó er höfuðatriðið að miðin séu ekki bókfærð eign eins né neins eins og skattayfirvöld hafa krafízt, heldur í umsjón þeirra sem eigendurnir treysta bezt fyrir góðri nýtingu og hag- kvæmum rekstri. Það verður farsælasta lausnin ... En frumkvæðið að þjóðarsátt um auðlindina verður að koma frá þorgeir- um ljósvetningagoðum þessa mikilvægasta atvinnurekstrar landsmanna, enda er það ekki í stíl arftaka og erfíngja athafnaskáld- anna að gera tilkall til þess sem aðrir eiga.“ Afstaða Morgnn- blaðsins REYNT HEFUR verið að halda fram þeirri firru - og nú síðast í grein eftir fyrrum formann Álþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson - að Jón Baldvin Hannibalsson sé einskonar höfundur físk- veiðistefnu Morgunblaðsins - og þá helzt í samstarfi eða í samráði við annan rit- stjóra blaðsins!! Slík fírra er að vísu ekki svaraverð en þó ekki úr vegi að geta þess hér, að Svavar hefur ekki verið einn um þennan áróður, heldur hefur verið gripið til hans á öðrum vettvangi einnig. „Fyrir- tækja-sósíalistinn“, eins og Jakob F. Ás- geirsson komst að orði í ágætri grein hér í blaðinu nýlega, í formannsstóli LÍÚ, Kristján Ragnarsson, hefur ekki sízt látið hvína í tálknunum án þess að ritstjórar Morgunblaðsins kippi sér upp við það, enda á engan hátt ámæljsvert að formenn í félögum reyni að ávinna sér traust samfé- laga sinna og vinnuveitenda og vinna þannig fyrir kaupinu sínu. Morgunblaðið sækir ekki stefnu sína, hvorki í þessu máli né öðrum, til Jóns Baldvins Hannibalssonar né annarra for- ystumanna á vettvangi stjómmálanna. Stefna blaðsins er mörkuð af ritstjórum þess í sameiningu - og um hana ríkir festa og eindrægni. Morgunblaðið hefur aldrei þurft að sækja réttlætiskennd sína til stjórnmálaforingja sem eiga allt sitt undir atkvæðasveiflum. En almenningsálitið er valtastur vina eins og stjómmálamenn fá oft að finna fyrir. Réttlætið sækir blað allra landsmanna í eigin styrk og þá sam- stöðu sem einkennir vinnubrögð á ritstjórn þess. NÚ ÞEGAR AL- þjóðakommúnism- inn hefur hrunið og lýðræðisríkjum stafar ekki sérstök hætta af honum er það eitt helzta hlut- verk okkar að rækta lýðræðishefðina. Morgunblaðið hefur áfram haft það í fyrir- rúmi og svo mun ávallt verða. Réttindi þegnanna era ein helzta forsenda þessarar hefðar, réttur þeirra og velferð. Og þá ekki sízt sá þáttur hefðarinnar sem gerir kröfur til þess að hver og einn njóti þess réttlætis sem þessi hefð býður uppá. í þessu réttlæti felst m.a. jafn réttur þegn- anna til auðlindarinnar. Það er andstætt lögum að einhveijir fáir útvaldir geti skammtað sjálfum sér réttlæti umfram aðra. Einn helzti höfundur kvótastefnunn- ar, Halldór Ásgrímsson, virðist nú vera farinn að átta sig á því. Fyrir lögum era allir jafnir og jafn réttháir. Af þeim sökum hlýtur það að vera skylda Morgunblaðsins að beijast fyrir þessu réttlæti, hvort sem er á sjó eða landi. Raunar færi bezt á því, að þessu ágreiningsmáli yrði skotið til þjóðarinnar sjálfrar. Hún tæki ákvörðun um fyrirkomulag þessara mála í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Takmörkuð gæði era eftir- sóknarverð verðmæti. Og auðsöfnun í skjóli ranglætis getur aldrei orðið undir- staða þeirrar framtíðar sem við óskum þjóðinni til handa. Enginn mun líða til lengdar að ranglæti komi í réttlætis stað. Það er ekki sósíalismi, heldur grandvallar- þáttur þeirrar sjálfstæðisstefnu sem Morg- unblaðið hefur ævinlega boðað, bæði í baráttunni við heimskommúnismann og ekki síður nú eftir að hann hefur glatað ógnarmætti sínum. Lýðræði og réttlæti Morgunblaðið sækir ekki stefnu sína, hvorki í þessu máli né öðr- um, til Jóns Bald- vins Hannibals- sonar né annarra forystumanna á vettvangi stjórn- málanna. Stefna blaðsins er mörk- uð af ritstjórum þess í sameiningu - og um hana rík- ir festa og ein- drægni. M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.