Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 11

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 11 ast í kjölfar einhverrar sýkingar en hún sé ekki eina frumorsök sjúkdómsins. „Þessi kenning sem haldið er fram í The Times er ekki ný og byggir á því að þunglyndi, sem hefur í för með sér breytingar á boðefnum í heila, hafi áhrif á starfsemi ónæmis- kerfisins. Þau áhrif geti stuðlað að hálfgerðu sýk- ingarástandi í lík- amanum. Þetta er ekki sannað,“ segir hann. Sverrir segir að í þeim miklu rann- sóknum sem hafi farið fram á sí- þreytuheilkennum hafi engin ein nið- urstaða orðið til og ekkert sannað. Hann segir að uppi séu tilgátur og raunar hafi verið sýnt fram á að maðurinn geti búið við veirur í frumum sínum sem valdi ákveðnum ein- kennum sem hvorki batna né versna. Þetta sé ekki sambærilegt við hæggenga veirusjúk- dóma sem leiða smám saman til dauða. Hann segir að sá hópur sjúklinga með Akureyrarveikina sem náði sér aldrei hafi verið rannsakaður, meðal annars með sál- fræðilegum prófum. Þeir hafi ekki verið öðru- vísi en annað fólk að upplagi. „Sama á við síþreytusjúklinga, en spurningin er hvað ná- kvæmlega - eitt eða fleira - htjáir þá.“ Öðruvísi svefnmynstur Helgi Kristbjarnarson, sérfræðingur í geð- lækningum og taugalífeðlisfræði, telur hina klassísku skilgreiningu á síþreytu geta mjög vel átt rætur í vírussjúkdómi eða sjálfsofnæ- missjúkdómi. „Þessi einkenni eru mjög sam- bærileg við ýmsa aðra sjúkdóma sem við vitum að eru af líkamlegum toga eins og t.d. drómasýki. Það sem er mjög at- hyglisvert við sjúklinga með sí- þreytueinkenni er að þeir eru nær allir með svefn- truflanir, en þær eru öðruvísi en svefntruflanir í þunglyndissjúk- dómum. Síþreytu- sjúklingar eru með mikla alfavirkni í ritinu, þ.e. ákveðna tíðni á heilariti sem táknar hálfgert vökuástand í svefni, þeir hreyfa sig mikið og vakna oft upp á nóttunni. Af einu svefn- riti er hægt að fara nærri um _að viðkomandi sé haldinn síþreytusjúkdómi. Eg held að það sé ákafiega mikil einföldun að segja að þetta 'sé aðallega af geðrænum orsökum. Það er kunnáttuleysi að tala þannig.“ Helgi bendir á að sjúkdómurinn hafi geng- ið undir mörgum nöfnum s.s. neurastenia, hysteria o.fl. en nú gegni öðru máli eftir að menn fóru að sjá sjúkdómseinkenni eins og breytingar á svefnmynstri. „Áður en þessar brejdingar fóru að koma fram sáu menn bara sjúkling sem kvartaði um þreytu og þá var auðvelt að segja að það væri vegna and- legs álags, en þegar maður sér sérhæfðar mælanlegar breytingar fer maður að hugsa meira um líkamlegan sjúkdóm." Helgi Kristbjarnarson Hvað er síþreyta? SIÞRE YTUS JUKDOMUR er töluvert frá- brugðinn venjulegri þreytu, sem kemur til dæmis af mikilli vinnu og álagi. Menn geta einnig verið sífellt þreyttir af ýmsum orsökum, s.s. illkynja sjúkdómum, þung- lyndi, sjúkdómum sem raska hormóna- jafnvægi, gigtar- og MS-sjúkdómum, blóð- leysi og af fjöldamörgum öðrum orsökum. Sé hægt að lækna sjúkdóminn læknast þreytan sjálfkrafa. Sjúkdómsgreiningin síþreyta telst hins vegar vera, ef sjúklingur er hijáður af yfirþyrmandi þreytu í sex mánuði, sem versnar við líkamlega eða andlega áreynslu, og þar sem engin viðundandi læknisfræðileg skýring finnst. Ástandið getur breyst frá degi til dags. Einkenni eru fjölmörg Einkenni sjúkdómsins eru yfirleitt nokkur af eftirfarandi lýsingum en þurfa ekki endilega að koma öll á sama tíma: vöðvaverkir, aukin svefnþörf, svefntruf- lanir, minnisleysi, einbeitingarskortur, erfiðleikar með að innbyrða mikið magn upplýsinga í einu, fælni, kvíði, þunglyndi, ákveðnir punktar á likamanum eru aum- ir, hitaslæðingur, höfuðverkur, við- kvæmni fyrir hita og kulda, órólegur rist- ill, ljósfælni, munn- og augnþurrkur. Sömu einkenni hijá þá sem eru með vefja- gigt og telja sífellt fleiri læknar að hér sé um sama sjúkdóm að ræða. Orsök síþreytu er ekki kunn þrátt fyrir miklar rannsóknir, en margar tilgátur eru uppi. Þar sem orsökin er ekki kunn er erfitt að veita lækningu, en langflestir síþreytusjúklingar læknast (af sjálfum sér) á nokkrum árum. Sverrir Bergmann taugasérfræðingur hefur gert úttekt á Akureyrarveikinni sem talin er vera sí- þreyta eða svipaður sjúkdómur. Hann segir að 15% sjúklinga hafi læknast, 65% séu nærri því eins og þeir voru en 15-20% hafi aldrei læknast. Reikna má því með svipuðum tölum hjá öðrum síþreytusjúkl- ingum. Hvað skal gera? Meðferð við síþreytu miðar að því að bæta ástand sjúklings. Læknar eru flestir sammála um að fyrst og fremst þurfi að bæta svefn og í því skyni eru stundum gefin þunglyndislyf, þrátt fyrir að sjúkl- ingur sé ekki greindur með þunglyndi. Hæfileg líkamsþjálfun er talin nauðsynleg en sjúklingur verður að finna út hvað hæfir hveijum og einum. Miða skal þó að því að auka þol hægt og sígandi. Fólki er ráðlagt að þjálfa einbeitingu og minni og þá fyrst og fremst með því að reyna á þá þætti, t.d. með lestri, að setja 10-15 hluti undir dúk og reyna að muna sem flesta þeirra og fleira í þeim dúr. Læknar eru einnig sammála um að til bóta sé að sjúklingur geri sér grein fyrir að þetta sé ástand sem muni í langflestum tilvikum lagast, þó að það taki nokkur ár. Menn verði að haga lífi sínu í samræmi við það á meðan. Frekari upplýsingar Gigtarfélag íslands býður til sölu bækl- inga um vefjagigt, Geðverndarfélag Is- lands hefur gefið út þemahefti um sí- þreytu. Á alnetinu er að finna ógrynni af slóðum sem gefa upplýsingar um sí- þreytu. Dr. Paul Cheney var annar tveggja lækna í Nevada sem gerði viðvart um síþreytufaraldur þar á miðjum níunda áratugnum. Slóð hans er: http://www.fnmedcenter.com/ccis/, slóð háskólans sem dr. Buchwald starfar við er: http:_//weber.u.washing- ton.edu dedra/aacfsl.html, slóð styrktar- félags sjúklinga er http://www.cfids.org/cfids/. Helgi segir að ekki dugi að gefa svefnlyf vegna þess að þau bæta ekki svefn heldur auka þann tíma sem fólk er sofandi. „Það sem við gerum er að rannsaka þetta fólk og athuga hvort einhveijir augljósir svefnsjúk- dóm'ir eins og vöðvakippir í svefni, öndunar- truflanir eða truflanir í vöðvaslökun í draum- svefni geti verið orsök. Þegar búið er að finna einhveija slíka orsakaþætti er stundum hægt að bæta líðan fólks með lyfjum. Ekki er til nein allsheijarlækning við alvarlegri síþreytu en það er hægt að komast áleiðis. Ekki er heldur gefið að hægt sé að lækna svefntrufl- anir síþreytusjúklinga, en alltaf er ástæða til að kanna hvort viðkomandi sé með iæknan- legan sjúkdóm vegna svefntruflana." Nafnið hamlar rannsóknum Dr. Árni Geirsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, telur engar nýjar kenning- ar koma fram í The Times. Hann bendir á að íslendingar hafi ekki vanist því að tala um ME eða heilabólgur en Bretar hafi haldið í þetta heiti. Hann er þeirrar skoðunar að þessi nafngift rugli fólk í rýminu. „Síþreyta hefur verið kölluð ýmsum nöfnum sem hefur komið í veg fyrir að menn hafi getað rannsak- að sjúkdóminn af fullum krafti.“ Árni segir að mjög umdeilt sé hvort sjúk- dómurinn sé rakinn til andlegs ástands eða líkamlegra sjúkdóma. „Það eru ýmsar kenn- ingar á lofti og engin einhlít skýring á þessu ástandi. Menn vita ekki hvað veldur sjúk- dómnum eða kemur honum af stað. í 50% tilvika eru ýmis væg andleg ein- kenni eins og dep- urð eða kvíði en það þýðir alls ekki að sjúkdómurinn eigi uppruna sinn í geðveilu eða _ein- hveiju slíku. Ýmis önnur einkenni eru meira áberandi.“ Hann segir að langflestir séu farnir að hallast að því að veijagigt og síþreyta sé sami sjúkdómurinn. Fleiri en menn héldu Tíðni sjúkdómsins er ekki ljós, en að sögn þeirra lækna sem Morgunblaðið ræddi við virðist hún vera mun algengari en menn gerðu sér grein fyrir. Norskar rannsóknir hafa sýnt fram á að 10% kvenna á aldrinum 20-50 ára eru með vefjagigt, sem er náskylt ef ekki sama og síþreyta. Samkvæmt því gætu 500-600 íslenskar konur á þessum aldri verið með sjúkdóminn. Erlendum rannsókn- um ber ekki saman um tíðni. Sums staðar er því haldið fram að 1-10% hvers þjóðfélags sé haldið sjúkdómnum, en aðrar benda til að algengi sé 2-4% meðal almennings og þá einkum meðal kvenna. Ekki er vitað hvers vegna sjúkdómurinn finnst síður meðal karla og barna, en þess má geta að langflestir gigtarsjúkdómar leggjast einnig í miklum meirihluta á konur. Hvað er framundan? Eins og fram hefur komið af svörum ís- lensku læknanna er til aragrúi af tilgátum og kenningum en flest er ósannað. Stöðugar rannsóknir hafa verið stundaðar á undanförn- um áratug einkum eftir að menn viðurkenndu um að hér væri um sjúkdóm að ræða. En hvað er þá helst framundan? Sverrir Berg- mann segir að prófessor Dedra Buchwald, einn virtasti rannsakandi í Bandaríkjunum, hafi beðið sig að gera úttekt á síþreytu hér á landi. „Það hefur aldrei verið gert nema þessi ákveðna úttekt sem ég gerði á Akur- eyrarveikinni," segir hann. „Hún vill fá frek- ari úttekt á Akureyrarveikinni og eins að reyna að átta sig á nýgengi og algengi þessa fyrirbrigðis." Ernir Snorrason, Árni Geirsson og Kári Stefánsson, sérfræðingur í taugalækningum en hann starfar í Bandaríkjunum, hafa ný- lega skrifað grein í bandaríska tímaritið Jour- nal of Chronic Fatigue Syndrome. Þar er sett fram sú tilgáta að boðefnaskortur verði í kjölfar bólgusjúkdóma eða sýkinga þannig að ákveðin boðefni brotni hraðar niður í heila og í vöðva- og taugamótum á síþreytusjúkl- ingum. Ernir segir æ fleiri lækna vera sam- mála þessari eða svipaðri kenningu og nefn- ir meðal annars að honum hafi borist niður- stöður rannsóknar frá Skotlandi sem stað- festi þetta. „Ég hef þá trú að eftir fimm ár verði búið að fá botn í þennan sjúkdóm," segir hann. Júlíus Valsson segir að lítið hafi komið fram á undanförnum árum sem hægt sé að vinna eftir utan tilgátu Ernis. Hann segir kostinn við hana vera þá að hún sé einföld og auðskýranleg, auk þess sem hægt er að beita ákveðnu lyfi reynist hún rétt. Hann segir að meðal annars sé verið að hefja rann- sókn á ýmsum einkennum vefjagigtar svo sem þreytu, svefntruflunum, verkjum og blóðþrýstingi. Ráðstefna um síþreytu Þess má geta að um miðjan október héldu bandarísku samtökin The American Assoc- iation for Chronic Fatigue Syndrome (sam- tök lækna og vísindamanna sem sinna nær eingöngu rannsóknum á síþreytu og ónæmissjúkdómum) ráðstefnu í San Franc- isco þar sem sérfræðingar lögðu fram nýj- ustu rannsóknir sínar. Engin byltingarkennd hugmynd kom þar fram, en þó lagði læknir starfandi í Bandaríkjunum, dr. Robert Suha- dolnik, fram niðurstöður lítillar rannsóknar um að nýtt ensím hefði fundist hjá síþreytu- sjúklingum sem finnst ekki hjá öðrum. Verð- ur rannsókninni haldið áfram. Einnig var rætt um nýjar blóðþrýstingsrannsóknir, en talið er að um 30% síþreytusjúklinga séu með lágan blóðþrýsting. Á ráðstefnunni komu fram kenningar um að síþreytu megi tengja ýmiss konar efnaóþoli, svo sem út- blæstri bíla, sígarettureyk og ýmsum efnum. Þá má geta þess að í breska fréttaþættinum Hér og nú kom fram fyrir nokkrum dögum að prófessor Behan við Glasgowháskóla hefur sýnt fram á að tengsl séu á milli skor- dýraeiturs og síþreytu. Munu niðurstöður þeirrar rannsóknar verða birtar í læknatíma- riti í desember. Mínnið bregst í miðri setningri EDDA Magnúsdóttir er 52 ára. Hún var greind með vefjagigt fyrir tveimur árum og var sagt að eina ráðið væri að fara vel með sig. „Ég veit það núna að geri ég meira í dag en í gær kemur það niður á morgundegin- um. Hjá mér hefur til dæmis ekki gengið upp að fara í létta leikfimi eða sund eins og ráðlagt er því að ég hef enga orku fram yfir vinnuna. Hún er mér það mikils virði að ég vil ekki draga úr henni,“ segir Edda. Hún hefur fengið mikinn stuðning hjá Ijölskyldu sinni og vinnuveitendum gegnum árin ólíkt mörgum öðrum. Hún kveðst ekki hafa séð um húsverkin svo árum skipti og allra síst nú síð- ustu 2-3 árin. Minnisleysi hefur hijáð hana lengi. „Maður er kannski í samræðum við fólk, er að segja frá einhvetju, en allt í einu er eins og lokað sé fyrir og maður man ekkert um hvað var verið að ræða,“ segir hún og tek- ur fram að þetta sé langóþægi- legasti fylgikvilli sjúkdómsins. Hún bætir þó við að henni finn- ist einnig leiðinlegt að geta ekki gert allt það sem hana langar til svo sem að pijóna og gera aðra handavinnu. Oftast getur hún lesið en þó kemur fyrir að hún er svo þreytt að hún skilur ekki hvað hún er að lesa, jafnvel fara stafirnir að dansa. Edda hefur lent einu sinni í geðlægð vegna sjúkdómsins. „Ég vann of mikið sem kom niður á hvíldartímanum, ég hlustaði ekki á líkamann en hélt rnínu striki þar til allt í einu að mér fannst veröldin vera að hrynja. Nú veit ég hins vegar hvar mörkin eru og reyni að fara eftir því,“ segir hún. Hún telur sig geta rakið sjúk- dóminn til barnæsku, en allt fram undir fullorðinsár átti hún við sí- endurteknar nýrnasýkingar eða hálsbólgu að stríða. Þegar hún fór að kvarta um verki í hrygg, baki og hálsi var skýringin vaxtarverk- ir. Löngu síðar voru henni gefin gigtarlyf en þau gerðu illt verra. Hún varð slappari, þreyttari og sljórri og fannst þau hafa mjög neikvæð áhrif á sveppasýkingu, sem hún var farin að finna fyrir. Hún segist hafa versnað mikið eftir að hafa fengið flensu í fyrsta sinn 1975 en það hafi þó ekkert verið samanborið við líðanina eft- ir hálshnykk 1994 þegar hún lenti í árekstri. Hún segist ekki sátt við að örorkumat sé ekki nema 5% eftir hálshnykkinn. „Ég get unnið frá klukkan 8-15 með því að eiga ekkert eðlilegt líf þess utan. Um leið og ég kem heim úr vinnu verð ég að leggja mig næstu 2-3 tíma og helst að geta sofnað," segir hún. Edda segir að það sem hafi hjálpað sér hvað mest í sambandi við sjúkdóminn sé stuðningur frá samtökum sjúklinga með vefjag- igt og síþreytu. í félaginu eru um 300 manns skráðir og hittist hópurinn fyrsta laugardag í hveijum mánuði kl. 12 í húsi Gigtarfélagsins. Einnig er starf- andi gönguhópur og félagið er með símatíma einu sinni í viku. „Það fara mörg símtöl bara í að segja fólki að einkennin sem það kvartar yfir þekkjum við sjálf af eigin reynslu. Við ráðleggjuin fólki einnig að fara til gigtar- læknis og fá greiningu hvort um vefjagigt eða síþreytu sé að ræða, því það er mjög mikið atriði að fá staðfestingu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.