Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 10

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 10
10 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ sem ekki eru haldnir þunglyndi þar sem slík lyf bæti svefn. „Hvort síþreyta lagast vegna betri nætursvefns eða vegna áhrifa þunglynd- islyfjanna er óvitað,“ segir í skýrslunni. Álit íslenskra lækna Morgunblaðið leitaði til nokkurra sérfræð- inga sem fjallað hafa um síþreytu og sinnt hafa síþreytusjúklingum. „Þessi viðhorf eru gjörsamlega úrelt,“ sagði dr. Ernir Snorra- son, sérfræðingur í geðlækningum. „Þetta er líkamleg- ur sjúkdómur og á nákvæmlega ekk- ert skylt við þung- lyndi. Geðlæknar halda því fram að þarna leiði andleg- ar truflanir af sér líkamleg einkenni. Þetta er þvæla og stenst engan veg- inn, sbr. Akur- eyrarveikina, þar sem rúmlega 400 manns sýktust. Dr. Ernir Engin dæmi eru í Snorrason sögunni um að þunglyndi sé sjúk- dómur sem breiðist út í faraldur. Gallinn við þá geðlæknisfræði sem stunduð er í dag er sá að menn nota mjög óljós hugtök. Þung- lyndi er mjög óvísindalegt hugtak. Geðlækn- isfræðin hefur ruglað fólk í ríminu og það tekur tíma að vinda ofan af því. Sagt er að birtar hafi verið niðurstöður þessara rann- sókna en ég hef hvergi nokkurs staðar séð þær.“ Ernir segir að það kunni að hljóma ein- kennilega að orsökin fyrir þessum sjúkdómi sé meira og minna þekkt en hins vegar sé ekki vitað hvernig bólgur eða sýkingar valda þeim einkennum sem fylgja. Til útskýringar tekur hann dæmi af venjulegri hálsbólgu eða flensu, þar sem einkennin eru vöðvaverkir, sjúklingarnir verða þreyttir og sljóir og eiga erfitt með að einbeita sér í nokkra daga og verða jafnvel andlega þreyttir. Flestir jafna sig á nokkrum dögum, en hjá ákveðnum hópi manna halda einkennin áfram að hijá viðkomandi án annarra útskýringa löngu eft- ir að sjúklingur ætti að vera búinn að ná sér. „Sýkingin kemur af stað einhveiju krón- ísku ástandi á truflun í boðefnakerfi. Mis- munandi viðbrögð einstaklingsins vegna sýk- inga byggist sennilega á erfðum og sömuleið- is er ónæmiskerfið mismunandi vegna erfða,“ segir hann. Vefjagigt sama og síþreyta? Júlíus Valsson, sérfræðingur í gigtarsjúk- dómum, segir að skýringar bresku fagfélag- anna séu mikil einföldun á flóknum hlut. „Eg vil kalla vefjagigt og síþreytu sama fyrirbærið. Sí- þreyta er afleiðing ýmissa samverk- andi þátta og auð- vitað getur fólk fengið sí- þreytu/vefjagigt eftir andlegt álag ef það nær ekki að vinna sig út úr því. Hins vegar verður fólk oft leitt og kannski dapurt af að vera með lang- vinnan sjúkdóm sem það fær ekki lausn á og það er allt annar hlutur. Þeir læknar sem hafa meðhöndlað síþreytu- sjúklinga vita að þeir eru ekkert öðruvísi andlega gerðir en við hin.“ Júlíus segir að ekki sjáist neinar vefrænar skemmdir hjá vefjagigtarsjúklingum en margt sé hægt að gera fyrir þá. „Ýmis lyf hafa verið reynd en einstaklingsbundið er hvaða gagn þau gera. Einnig hafa menn beitt þolþjálfun sem sniðin er að þörfum hvers og eins. I flestum tilfellum leiðir aukið líkamsþol til minni verkja," segir hann. Hann segir að velta þurfí fyrir sér hvort erfðir þessa fólks séu á einhvern hátt frá- brugðnar öðrum. „Það gæti vel verið vegna þess að oft eru mæðgur með þessi einkenni og jafnvel þrír ættliðir. Hér er um einhveija truflun á grundvallarstarfsemi líkamans að ræða, sem gæti átt rætur að rekja til ákveð- ins skorts á boðefnum í taugakerfinu. Verið er að gera rannsókn hér á landi með lyf, Galanthamine, sem virkar einmitt á þetta kerfí og á þessi einkenni. Ég hef gefíð þetta lyf í vissum tilfellum en mánaðarskammtur- inn kostar 12.000 kr. og er ekki greiddur niður af Tryggingastofnun,“ segir Júlíus. Engar sannanir Sverrir Bergmann, sérfræðingur í tauga- lækningum, segir að síþreyta komi langoft- Júlíus Valsson þjáðist af sjúkdómseinkennum. Hildur Friðriksdóttir kannaði álit íslenskra lækna o g fann út að margir hallast að því að síþreyta og vefjagigt sé eitt og það sama. Hér á landi gætu á hverjum tíma, lauslega áætlað, 600-1.500 manns haft veruleg óþæg- indi vegna hans og mun fleiri lítilsháttar einkenni. HÓPUR breskra lækna frá ýmsum fagfélögum hefur að beiðni breska landlæknisembættisins sett sam- an skýrslu úr niðurstöðum rúm- lega 20 mismunandi rannsókna um hinn óskilgreinda sjúkdóm, síþreytu. Bretar hafa talað um ME (myalgic encephalomyelitis) í tengslum við síþreytu sem bendir til heila- bólgu og gefur til kynna að stöðug sýking eða bólga sé á ferðinni. Er niðurstaða lækn- anna að ekki beri að nota þetta heiti heldur sé réttara að nota Cronic fatigue syndrome (CFS) eða síþreytu. í skýrslunni kemur fram að óljóst sé hvort aðalþáttur síþreytu sé af andlegum toga eða líkamlegum eða hvorttveggja og þá í hve miklum mæli. Benda skýrsluhöfundar á að í rannsóknunum komi fram að helmingur sí- þreytusjúklinga hafi einkenni þunglyndis, fjórðungur önnur sálræn einkenni, en hjá '/< séu engin augljós andleg tengsl. Sambland sjúkdóma Dr. Robert Kendell, forseti fagfélags geð- lækna (The Royal College of Pshychiatrists) sagði á fréttamannafundi í London í byijun október aií allir sem væru haldnir síþreytu yrðu að gera sér grein fyrir að aðgreining á milli líkamlegs og andlegs sjúkdóms væri blekking. Einkennamynstrið væri á „gráu svæði“ milli líkamlegra og andlegra stöðva. Sagði hann þessa niðurstöðu geta leitt til harðra deilna meðal lækna sem og annarra. Hefur enda komið til harðrar orrahríðar milli dr. Thomas Stuttaford dálkahöfundar The Times sem skrifar um læknisfræðileg mál- efni og Esther Rantzen þáttastjómanda á BBCl. Hún á 18 ára dóttur sem haldin er síþreytu og talin er vera afleiðing vírussýk- ingar í hálsi. Bæði töldu þau sig hafa fundið ýmislegt í skýrslunni sem styddi fyrri skoðan- ir þeirra. í grein eftir dr. Stuttaford sem birtist í The Times sama dag og fréttin um niðurstöður rannsóknanna, segir hann að samkvæmt óformlegri könnun BBC hafi 75% breskra lækna verið sammála kenningu sinni sem er samhljóða skýrslunni. Skýrsluhöfundar ræða sérstaklega um svefnmynstur síþreytusjúklinga og taka fram að mögulegt sé að skortur á góðri nætur- hvíld ásamt lífsstíl fólks með síþreytu geti valdið þeim andlegu breytingum sem fundist hafa. Telja þeir koma til greina að gefa þung- lyndislyf með róandi efnum jafnvel hjá þeim Síþreyttur o g síþreyta er ekkí það sama Ekki eru ýkja mörg ár síðan síþreyta var talin ímyndun þrátt fyrir að fjöldi fólks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.