Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 Dagbók Iwl ?áskóla xJSx' íslands DAGBÓK Háskóla íslands 11. til 16. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Mánudagurinn 11. nóvember: Þorleifur Einarsson prófessor í jarðfræði flytur erindi kl. 17 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar á Hjarð- arhaga 2-6 sem nefnist „Umhverfis- áhrif mannvirkjagerðar“. Þriðjudagurinn 12. nóvember: Guðrún Skúladóttir flytur fyrirlest- ur á námskeiði um fituefnaskipti á þriðju hæð í Læknagarði kl. 16.15 og nefnist það „Myndun fjölómett- aðra fitusýra, skortur á lífsnauðsyn- legum fitusýrum“. Auk þess flytur Ingibjörg Harðardóttir erindi sem hún nefnir „Fituboðefni (prostagland- ín, leukotríen, thromboxan)". Inga B. Ámadóttir flytur fyrirlest- ur f málstofu í tannlæknisfræði kl. 17.15 í fyrirlestrasal tannlæknadeild- ar í Læknagarði og nefnist hann „Tannáta á grunnflötum". Þór Vilhjálmsson dómari við Mann- réttindadómstólinn í Strassborg flyt- ur fyrirlestur kl. 12.00 í stofu 102 í Lögbergi og nefnist hann „Mannrétt- indadómstóll á tímamótum.“ Þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag 12.-14. nóv. kl. 14-16 og á Degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóv. kl. 14-17 verða nokkur eigin- . handarrit Jónasar Hallgrímssonar sýnd á handritasýningu Ámastofnun- ar í Ámagarði. Miðvikudagurinn 13. nóvember: Háskólatónleikar verða í Norræna húsinu kl. 12.30. Jón Aðalsteinn Þor- geirsson klarinettuleikari og Brjánn Ingason fagottleikari. Dagskrá: Són- ata fyrir klarinett og fagott eftir Francis Poulenc og Duo fyrir klari- nett og fagott eftir Ludwig van Beet- hoven. Aðgangur 400 kr., ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteinis. „Háskólinn á vit nýrrar aldar“ - -er efni opins umræðufundar í Nor- ræna húsinu á vegum Hollvinasam- taka Háskóla íslands sem hefst kl. 16.15. Gylfi Magnússon heldur fyrirlestur í málstofu í hagfræði á kennarastofu viðskipta- og hagfræðideildar á þriðju hæð í Odda kl. 16 sem hann nefnir „Byggðaþróun og byggðastefna". Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir flyt- ur fyrirlestur á vegum rannsókna- stofu í kvennafræðum ki. 17.15 í stofu 101 í Odda sem hún nefnir „Hvað segja konur um Krist? Fyrir- lestur um kenningamar um Krist og gagnrýni kvenna". Föstudagurinn 15. nóvember: Ólafur Amalds líffræðingur frá RALA flytur fyrirlestur í stofu G-6 á Grensásvegi 12 kl. 12.20 og nefn- ist hann „Jarðvegsrof og mat á beiti- landi". Málstofa í viðskiptafræði er haldin í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu kl. 13-16.30 og þar verða frummælend- ur og efni Gunnar Baldvinsson, VÍS, „Eignastýring og rekstur lífeyris- sjóðs"; Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþingi, „Virk stýring innlends hlutabréfasafns", og Hreinn Jakobs- son, Þróunarfélagi íslands, „Áhættufjármögnun og eignastýr- ing“. Auk þess munu nemendur í við- skiptafræði kynna lokaverkefni. Laugardagurinn 16. nóvember: Laugardaginn 16. nóv. kl. 14.15 í stofu 101 í Lögbergi verða flutt tvö erindi á vegum Ámastofnunar um Jónas og kvæði hans. Það fyrra flyt- ur Ólafur Halldórsson: „Kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar í eiginhandarriti“; en það síðara Sveinn Yngvi Egilsson: „Hvers konar kvæði orti Jónas Hall- grímsson?" Handritasýning Árnastofnunar í Ámagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fímmtudögum frá kl. 14 til 16 frá 1. október 1996 til 15. maí 1997. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 11.-16. nóvember: 11.-12. nóv. kl. 8.15-16. Að ná árangri í samningum. Samningatækni fyrir þá sem eru að kaupa eða selja. Kennari Alistair MacLennan iðnaðar- félagsfræðingur. Hann hefur stundað kennslu m.a. í háskólum og ráðgjöf í Bretlandi og viðar í Evrópu. M.a. fyr- ir A.P. Möller í Danmörku, Mars í Fimmtudagurinn 14. nóvember: Reykiavíkurborg ttp://www.rvk.is/ LANCOME *&> TÍAíM Tefðu tímann með Primordiale. Kaupauki; Glæsileg ferðasnyrtitaska fylgir hverju 50 ml kremi og Fluide. LANCÖME verslanir MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR Bretlandi, Eimskip hér á landi o.fl. 11., 14. og 18. nóv. kl. 9-12. Vef- smíðar 1 - Hönnun og notendavið- mót. Kennari Gunnar Grímsson vef- meistari hjá this.is og IO - InterOrgan 11.-12. nóv. kl. 16-19. Peninga- og gengismál. Kennari Yngvi Órn Kristinsson, Seðlabanka íslands. 11., 12. og 13. nóv. kl. 16-19.30. Skattaréttur - fræðileg og hagnýt atriði. Kennarar Ingvar J. Rögnvalds- son skrifstofustj., Kristín Norðfjörð skrifstofustj. og Kristján Gunnar Valdimarsson skrifstofustj., öll hjá Skattstjóranum í Rvk. 11. og 14. nóv. kl. 17-20. Flutn- ingur máls og framkoma í ræðustóli. Kennari Margrét Pálsdóttir málfræð- ingur. 12. -13. nóv. kl. 8.30-12.30. Bein markaðssetning. Kennari Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri Framtfð- arsýnar ehf., og Sverrir V. Hauksson, verkefnisstjóri hjá Markhúsinu ehf. 12., 13., 19. og 20. nóv. kl. 13-16. Tölfræðileg gæðastjómun II - stýri- rit og sýnatökur. Kennari Guðmundur R. Jónsson dósent í véla- og iðnaðar- verkfræðiskor. 12., 14. og 19. nóv. kl. 16-20. Notkun Excel 5.0 við fjármálastjóm. Kennarar Páll Jensson prófessor HÍ og Guðmundur Ólafsson kennari HÍ. 12.-14. nóv. kl. 16-19. Umhverf- ismál frá sjónarhóli refsi- og skaða- bótaréttar. Kennarar eru lögfræðing- amir Guðný Bjömsdóttir hdl., Ingi- mar Sigurðsson skrifstofustjóri í umhverfísráðuneyti og Ragnheiður Bragadóttir dósent HI. Þri. 12. nóv.-2. jan. kl. 20-22 (4x). Er sjálfsblekking forsenda lífs- hamingjunnar? Leikskáldið Henrik Ibsen og Villiöndin - í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Kennarar eru leikhús- fræðingarnir Jón Viðar Jónsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri. 14. nóv. kl. 13-16. Nýjar kröfur um framsetningu ársreikninga og upp- lýsingaskyldu í þeim. Kennari Alex- ander G. Eðvarðsson löggiltur endur- skoðandi, KPMG Endurskoðun hf. 14. nóv. kl. 13-18. Hópvinnukerfí - „Groupware". Ný aðferð til að auðvelda samstarf innan fyrirtækja og yfirsýn stjórnenda. Kennarar Ólaf- ur Daðason framkvæmdastjóri hjá Hugviti hf. og Jóhann P. Malmquist prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Islands ásamt gestafyrirlesurum sem hafa reynslu af notkun hópvinnu- kGrfa 15. nóv. kl. 9-16 og 16. nóv. kl. 9- 13. Ofvirkni barna og unglinga. Orsakir, greining og meðferð. Kenn- arar Páll Magnússon, sálfræðingur á Bama- og unglingageðdeild Lsp, og fagfólk frá Barna- og unglingageð- deild Lsp og Dalbrautarskóla. Haldið á Akureyri 16. nóv. kl. 10- 17. Einelti; orsakir - einkenni - viðbrögð. Kennari Brynjólfur G. Brynjólfsson sálfræðingur. Skráning á námskeiðin er hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands í síma 525 4923 eða fax 525 4080. HÓ HÓ SÆMUNDUR STEFÁNSSON + Sæmundur fæddist að Völl- um í Svarfaðardal 16. ágúst 1905 Hann lést á Land spítalanum 1. nóv ember síðastliðinn Sæmundur var son ur hjónanna séra Stefáns Baldvins Kristinssonar og Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Sæmundur var tvígiftur, fyrri kona hans var Svanhild- ur Þorsteinsdóttir, f. 17.11. 1905, d. 25.12. 1966, synir þeirra: Þorsteinn, stjarn- fræðingur, kvæntur Guðnýju Sigrúnu Hjaltadóttur, sér- mennt. starfskr. á leikskóla, Stefán Sæmundsson, flugmað- ur, í sambýli með Þórdisi Göfug sái er ávallt ung undir silfurhærum. (Stgr. Thorst.) Iigne roset HÚSGAGNA-, LJÓSA- OG GJAFAVÖRU- SYNING Björnsdóttur snyrtifræðingi. Síðari kona Sæ- mundar er Ulla Bettý Knútsdóttir (f. Knudsen), f. 15.8. 1940. Börn þeirra: Sæmundur Sæ- mundsson, tölvun- arfræðingur, kvæntur Margréti Völu Kristjánsdótt- ur, lögfræðingi, Unnur Stefánsdótt- ir, hárgreiðslu- meistari, gift Sveini Þór Stefánssyni, viðskiptafræðingi, og Geir Sæ- mundsson, rafmagnstækni- fræðingur, kvæntur Ernu Torfadóttur kennara. Barna- börnin eru 13. Utför Sæmundar var gerð frá Hríseyjarkirkju 9. nóvember. Þessar ljóðlínur leita á huga minn þegar ég minnist Sæmundar Stef- ánssonar sem nú hefur lokið vegferð sinni meðal vina og vandamanna og lotið þeim örlögum sem öllum eru búin. Þó aldur færðist yfir Sæmund var hann í raun ávallt ungur og hrók- ur alls fagnaðar, enda kunni hann frá mörgu að segja eins og honum einum var lágið. Lengi mun ég minn- ast veislunnar í Ystabæ í tilefni 90 ára afmælis Sæmundar. Allt hjálpað- ist þar að til að gera þessa samkomu minnisstæða, glaðvært fjölmenni, frábærar veitingar og guðdómlegt umhverfi ásamt sólskini sem ávallt fylgdi afmælisdegi hans. Ævistarf Sæmundar var marg- brotið, lengst af rak hann stórt verslunarfyrirtæki af dugnaði og framsýni, en hann var einnig hug- sjónamaður á öðrum sviðum. Hann var landsþekkur sportveiðimaður og beitti flugustöng sinni af ótrúlegri leikni sem laxinn átti erfitt með að sniðganga. Veiðigleðin vék þó fyrir hjálpsemi hans við óvana veiðimenn en greiðvikni var honum eðlislæg þar sem í öðru. Sæmundur var frá- bitinn allri rányrkju og hafði for- göngu um stofnun stangaveiðifé- laga sem nýttu ámar afyskynsemi og bættu lífríki þeirra. Árið 1959 festi Sæmundur kaup á jörðinni Ystabæ í Hrísey og skömmu síðar einnig jörðina Miðbæ, en lönd þess- ara jarða liggja saman og spanna um helming eyjarinnar norðanvert. Ættmenn hans höfðu lengi búið á Ystabæ, en báðar voru jarðirnar komnar i evði. snauðar af öllum Mörkinni 3, s. 588 0640 Opid laugardag Kl. 10-17 og sunnudag Kl. 14-17 húsakosti, gróður illa farinn sökum ofbeitar og uppblástur hafinn á há- eynni. Sæmundur þekkti vel til Hríseyjar frá sínum yngri árum því hann fæddist og ólst upp á Völlum í Svarf- aðardal. Hann var sonur sókn- arprestsins þar, séra Stefáns Krist- inssonar. Séra Stefán var ekki ein- ungis sóknarprestur, hann var einn- ig ötull bóndi og þau hjón þekkt fyrir mannkosti sína. Sæmundur bar sterkar taugar til fæðingarsveitar sinnar og kom oft að Völlum og í Yallarkirkju, en í henni vígðist hann Úllu, seinni konu sinni. Það urði mikil tímamót í lífi Sæ- mundar þegar hann kvæntist Úllu og þau hjón hófu framkvæmdir á Ystabæ af þeim dugnaði sem þeim báðum var gefín. Þau alfriðuðu landareign sína og hófu ræktun lands og hlúðu að varpi fugla, eink- um æðarkollu. Allir fuglar voru vemdaðir um varptímann nema vargfuglar, þeir voru friðlausir með öllu. Árangur friðunarinnar lét ekki standa á sér og í dag er kríu- og ijúpnavarp í landi þeirra með því stærsta í Evrópu. Æðarvarp var nánast ekkert í byijun en með tjarn- argerð, gæslu og umönnun hefur það aukist frá ári til árs og telur nú þúsundir fugla. Annað aðaláhugamál Sæmundar var skógrækt, en vísir menn töldu landið ekki heppilegt til slíkrar ræktunar, en þau hjón hafa afsann- að það og í dag prýðir landið mynd- arlegur tijágróður margra tegunda. Til að hefta uppblástur gróðursettu þau lúpínu sem fyrirbyggt hefur jarðvegsfok og gerir nú nokkuð víð- reist um þau svæði+ar sem jarðveg- ur er snauðastur. Úlla og Sæmund- ur hafa hagað sér líkt og farfuglarn- ir, þau fluttu til Hríseyjar á vorin þegar æðarfuglinn nálgast varp- stöðvar sínar og aftur til Reykjavík- ur er haustaði. í áranna rás hafa þau hjón byggt stórt og vandað hús með öllum þægindum og kemur það sér vel því segja má að Ystibær sé nú í þjóð- braut og gestrisni hjá þeim tak- markalaus. Kynni mín af Sæmundi hófust þegar hann gekk að eiga stjúpdóttur mína, Úllu. Þau kynni leiddu fljótt til einlægrar vináttu og virðingar minnar á hugsjónum hans, fram- kvæmdasemi og mannlegum sam- skiptum. Sérstaklega dáðist ég af stórhug hans og dugnaði við að framfylgja hugmyndum sínum, stórum og smáum. Gleggsta dæmi þess er sá unaðs- reitur sem skapaður var í landi Ysta- bæjar, en til þess að slíkt geti gerst þarf hugur og hönd að vera sam- stillt og á það hefur ekkert skort hjá Sæmundi og Úllu. Það er sjónarsviptir af því að nú sér maður ekki lengur Sæmund okk- ar ganga stoltan og hnarreistan um land sitt í Hrísey, gætandi að gróðri og iðandi fuglalífi. Á þeirri göngu leit hann einnig til hafs, síns kæra Svarfaðardals og Sólai-fjalla. Með hrærðum huga og þakklæti minnist i « i i i í í í í í i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.