Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.11.1996, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 270. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tsjetsjnía Jeltsín skipar hernum burt Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti fyrirskipaði óvænt í gær rússneska hernum að ljúka brottflutningi hersveita frá Tsjetsjníu. Talið var að ákvörðun forsetans yrði til að liðka verulega fyrir því, að árangur næðist í viðræð- um Víktors Tsjernomýrdins, forsætisráðherra, og Aslans Maskhadovs, leiðtoga tsejtsj- enskra uppreisnarmanna, sem hefjast áttu í Moskvu síðdegis í gær. í tilskipun Jeltsíns sagði, að brottflutningi rússneskra sveita frá Tsjetsjníu skyldi lokið til þess „að stuðla að sáttum í samfélaginu, tryggja framgang friðarsamkomulag og ljúka afvopnun tsjetsj- enska lýðveldisins". í kjölfar friðarsamkomu- lags 31. ágúst sl; hvarf meiri- hluti rússneskra hersveita frá Tsjetsjníu en þar eru þó enn tvö herfylki, 101. stórfylki innanríkisráðuneytisins og 205. stórfylki landhersins. Ekki var tekið fram fyrir hvaða tíma brottflutningur- inn skuli eiga sér stað, en Jakov Fírsov, talsmaður svæðisstjórnar hersins í Norður-Kákasus, sagði að miðað væri við að sveitirnar yrðu á burt fyrir kosningarn- ar i Tsjetsjníu 27. janúar nk. Samkomulag um uppbyggingu Talið var í gær, að Tsjern- omýrdín og Maskhadov næðu samkomulagi í Moskvu um helgina um uppbyggingu í Tsjetsjníu. Hermt var, að árangur hefði náðst íviðræð- um þeirra um önnur atriði en pólitíska framtíð héraðs- ins. Aðskilnaðarsinnar vilja fullt sjálfstæði en Moskvu- stjórnin freistar þess að halda héraðinu innan ríkja- sambandsins. Morgunblaðið/Ásdís SUNDNAMSKEIÐ17 STIGA FROSTI BÖRN úr Grandaskóla í Reykjavík stunda sundnám af áhuga í utanhússlauginni í vesturbænum þrátt fyrir hörkugadd. Þannig var 7 stiga frost þegar þau lærðu bringusundstökin nú í vikunni. Þing Hvíta-Rússlands reynir á ný að setja Lúkashenko af Minsk. Reuter. MÁLAMIÐLUN í stjórnlagadeilu þings og forseta Hvíta-Rússlands, sem Viktor Tsjernomýrdín, forsæt- isráðherra Rússlands, kom í kring, varð að engu í gær, er Alexander Lúkashenko forseti lýsti því yfir í sjónvarpi, að hann hefði sagt sig frá sínum hluta samkomulagsins. Þá sendi þingið nýja kröfu til stjórnlagadómstólsins, þar sem þess var krafist, að forsetinn yrði settur af. Málarekstur af því tagi var stöðvaður á föstudag þegar sættir virtust í höfn milli þingsins og_ forsetans. 1 sjónvarpsávarpinu útilokaði Lúkashenko að taka þátt í frekari tilraunum til að ná sáttum í deil- unni um þjóðaratkvæðið. Eru lyktir málsins verulegt áfall fyrir rússnesk stjórnvöld, sem miðlað höfðu mál- um. Málamiðlun tókst að morgni föstudags eftir að Tsjernomýrdín hafði stýrt næturlöngum maraþon- fundi Lúkashenkos og leiðtoga þingsins. Samkvæmt henni féllst forsetinn á, að þjóðaratkvæði um að kjörtímabil lians verði framlengt og völdin aukin yrði ekki bindandi, heldur einungis ráðgefandi varð- andi ritun nýrrar stjórnarskrár, sem deiluaðilar komu sér saman um, að yrði skrifuð á næstu þremur mánuð- um. Þingforsetarnir samþykktu fyrir sitt leyti, að falla frá hótunum að setja forsetann af. Gennadí Karp- enko, varaforseti þingsins, sagðist ekki hafa séð ávarp Lúkashenko en kvaðst ekki óttást hótanir hans, því fyrir lægi úrskurður stjórnlaga- dómstólsins um að þjóðaratkvæðið skyldi aðeins ráðgefandi. Fjórar tilraunir voru gerðar til að fá þingið til að leggja blessun sína yfir málamiðlunarsamkomu- lagið og ekkert gekk þó Lúkash- enko kæmi tvisvar í þinghúsið til að ávarpa þingið. Krafðist hann þess, að tveir þriðju þingmanna samþykktu samkomulagið, en í til- raununum fjórum hlaut það aldrei einfaldan meirihluta atkvæða. Þótti þingmönnum samkomulagið forset- anum mjög í hag. Deilan líkist að mörgu leyti stjórnmálakreppunni í Rússlandi 1993 sem endaði með blóðbaði er Boris Jeltsín forseti lét brjóta á bak aftur vopnaða uppreisn andstæð- inga á þingi. ■ Upplausn í landinu/12 OFBELDiSMÁL HEIMILIN VERÐA AÐ TAKA SIG Á 10 LESIÐI ERFÐAEFNIÐ Draumur 24 hvers manns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.