Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 42

Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 42
42 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Þorskstofnar í útrýmingar- hættu? Frá Árna Finnssyni: UNDIR fyrirsögninni „Þorsk- stofnar í útrýmingarhættu" greindi tímaritið Ægir, 11. tbl. nóvember 1995, frá „nýlegri skýrslu sem Norræna ráðherra- nefndin hefur látið gefa út og fjall- ar um ástand þorskstofna í Atl- antshafi. ... Um íslenska þorsk- stofninn segir í skýrslunni að hann sé í sögulegri lægð og áætluð veiði 1994 sé hin minnsta í nær 50 ár. í Norðursjó er ástandið ekki gott. Um nokkurra ára skeið hefur verið ráðlagt að draga úr veiðum um 30% en því hefur ekki verið sinnt. Lágmarksstærð möskva í vörpum er 85 mm. Um þorskstofna við Kanada og Grænland er lítið að segja annað en að þeir eru við algjört hrun vegna ofveiði og óhagstæðra skil- yrða í sjónum.“ Undantekningin sem sannar regluna um bágt ástand þorsk- stofna í Atlantshafi - bendir Ægir á - er stofninn í Barents- hafi, enda segir í skýrslunni að „veiði úr þessum stofni standi undir helmingi þorskveiðinnar á komandi árum“. Nýlega upplýsti fréttastofa sjónvarps að Alþjóðanáttúru- verndarsamtökin (IUCN), sem ís- land á aðild að, hafi sett þorsk í Norður-Atlantshafi á válista (vuln- erable) í samræmi við flokkunar- kerfi IUCN og beitt er hér á landi. Meðal annars geta dýrategundir lent á váiistanum ef fjöldi einstakl- inga tegundarinnar hefur minnkað um 20% á 10 árum eða æviskeiði þriggja kynslóða. Um er að ræða ábendingu um að grípa skuli til verndunaraðgerða. Þessa flokkun gagnrýndu ís- lensk stjórnvöld nýverið og bentu á að flokkunarkerfi IUCN taki ekki tillit til sérstakra aðstæðna eða sértækra aðgerða. Hér er vafalaust átt við þá aflareglu sem sett hefur verið fyrir úthlutun afla- heimilda fyrir þorsk, auk gífurlegs niðurskurðar í heildarkvóta nýliðin ár, að ógleymdum viðvörunum Hafrannsóknarstofnunnar um að endurnýjunargeta þorskstofnsins hér við land er skert vegna of- veiði. Þorskstofninn við ísland hefur verið í gjörgæslu undanfarin ár. Þar með hafa íslensk stjóm- völd að fullu svarað þeirri áskorun sem felst í válistun þorsks í Atl- antshafi. Miðað við þær upplýsingar sem málgagn LÍÚ veitti lesendum sín- um fyrir ári um skýrslu, sem unn- in er á ábyrgð íslenskra stjórn- valda, má spyrja hvað valdi gagn- rýni stjórnvalda á niðurstöðu IUCN. Er ekki full ástæða - mið- að við núverandi ástand og fyrri sögu - til að setja þorskstofna í Norður-Atlantshafi á válista? Og hafa íslensk stjórnvöld í raun ekki gert það? Þó þorskstofninn í Bar- entshafí hafi braggast til muna undanfarin ár, eru innan við 10 ár síðan sá stofn var nálægt hruni kominn og það olli íbúum Norður- Noregs umtalsverðum búsifjum. Orsök gagnrýni íslenskra stjórnvalda á flokkun IUCN má vafalaust rekja til ofsafenginnar hræðslu útgerðarmanna við öll samtök sem kenna sig við nátt- úruvernd. Þessir hagsmunaaðilar hlaupa hreinlega í baklás, sann- færðir um að náttúruverndarsinn- um gangi ekkert annað til en að banna þeim björgina. í stað þess að spyija hvernig íslendingar geti nýtt sér árangur í fiskveiðistjórn- un til að koma til móts við um- hverfisverndarsamtök og óskir almennings á helstu markaðs- svæðum fyrir íslenskan fisk reyta útgerðarmenn hár sitt yfir því hvernig koma megi í veg fyrir að slík samtök færi sér í nyt válistun þorsks til að krefjast strangra stjórnunar- og verndunaraðgerða. Aðgerða sem komi í veg fyrir að afla sé hent fyrir borð; aðgerðir sem komi í veg fyrir ofveiði og aðgerðir sem takmarka sóknar- getu flotans við það sem þorsk- stofninn þolir. Allt eru þetta aðgerðir sem ís- lenskir útgerðarmenn - að minnsta kosti í orði kveðnu - segj- ast vera hlynntir. Hvers vegna eru þeir þá svo hræddir við umhverfis- verndarsamtök? ÁRNI FINNSSON, Grandavegi 7, Reykjavík. Hvað skal segja? 73 Hvort skal fremur sagt að lýsa einhverju yfir eða lýsa yfir ein- hvetju? Svar: Hvorttveggja er rétt. Þarna er yfir atviksorð en ekki forsetning. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.