Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 15

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 15 Alan Bondjátar sig sekan íAstralíu Perth. Reuter. ALAN BOND, hinn kunni fram- kvæmdamaður sem situr í fang- elsi, hefur játað sig sekan af tveim- ur ákæruatriðum um óheiðarleika í sambandi við milljarðs d.ollara fyrirtækjasvindl, hið mesta í sögu Astralíu. Bond afplánar þriggja ára fang- elsisdóm fýrir svik í sambandi við málverk eftir franskan impres- sjónista og á yfir höfði sér allt að fímm ára fangelsi fyrir hvort ákæruatriði. Bond viðurkenndi fyrir hæsta- rétti Vestur-Ástralíu að hafa ekki komið heiðarlega fram 1988 og 1989 og reynt að svindla þegar hann útbjó ótryggt lán upp á einn milljarð Ástralíudala handa bág- stöddu fyrirtæki sínu Bond Corp frá fyrirtækinu Bell Resources. Bond játaði þegar sækjendur í málinu samþykktu að fella niður fimm önnur ákæruatriði í sam- bandi við Bell Resources svikin, sem fylgdu í kjölfar þess að Bond Corp tók við stjórn Bell Group um mitt ár 1988. Bond hafði lýst sig saklausan af öllum ákæruatriðum og átti að mæta fyrir rétt í apríl. Hann verð- ur næst kallaður fyrir 3. febrúar. Bond var dæmdur í þriggja ára fangelsi í ágúst fyrir málverka- svindlið. Hann var einnig dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 1992 fyrir að fá vin sinn til að taka þátt í björgun banka í Vestur-Ástralíu og leyna um leið 26 milljóna dollara þóknun sem fyrirtæki hans fékk. Hann sat inni í nokkra mánuði og var sýknaður í nýjum réttarhöldum. Bond var kjörinn Ástralíumaður ársins þegar hann sigraði í kapp- siglingunni um Ameríkubikarinn 1983. Auður hans var áætlaður 350 milljónir Ástralíudala í lok síðasta áratugar áður en fyrirtæki hans Bond Corporation Holdings Ltd beið skipbrot vegna skulda upp á 600 millijónir Ástralíudala. Hann var lýstur gjaldþrota í apríl í fyrra. Stórveldi það er Bond drottnaði áður yfir náði til fyrirtækja í námuvinnslu, fasteignum, fjöl- miðlum og ölgerð. Alan Bond Glœsileg kristallsglös úrvali BUÐIN ’lunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fceröu gjöfina - VW hyggst biðja GM afsökunar Frankfurt. Reuter. FERDINAND PIECH, stjórnar- formaður Volkswagens, mun til- kynna General Motors í vikunni að hann „harmi“ að fyrrverandi háttsettur starfsmaður Volkswag- ens skuli vera sakaður um að hafa stolið leyndarmálum frá GM þegar hann fór þaðan til VW að sögn þýzka blaðsins Die Welt. Oljóst er hvað Piech muni segja GM og þýzka dótturfyrirtækinu Adam Opel AG eða hvernig yfir- lýsingunni verði komið á framfæri. Walter Leisler Kiep úr stjórn VW lét í ljós von um friðsamlegt samkomulag við GM í blaðinu Bild am Sonntag og kvað „raunhæfa möguleika" á því að það mætti takast. Áhrif á sambúð þjóðanna Kiep kvað nýjar kröfur GM „óviðunandi með öllu“ og sagði að hvorugur aðili hefði hag af máláferlum, sem gætu tekið 3-4 ár og valdið sambúð Þjóðveija og Bandaríkjamanna óbætanlegu tjóni, því að hvort fyrirtæki um sig væri þjóðartákn. Yfirmaður Mercedes, Helmut Werner, sagði að deila VW og GM væri þegar farin að koma niður á trvíhliða samskiptum þjóðanna og valda þýzkum iðnaði tjóni. Hann kvað góðar horfur væru á því að Piech gæti „skýrt ástand- ið“ og lét í ljós von um fleiri fundi yfirmanna VW og GM um málið. -----♦ ♦ ♦----- Fleiri án atvinnu í Þýzkalandi } Niirnberg. Reuter. ‘ ATVINNULEYSI í Þýzkalandi í nóvember hefur ekki verið meira síðan landið var sameinað og bati er ekki í augsýn að sögn stjórn- valda. Þjóðveijum án atvinnu fjölgaði um 50.000 í 4.1 milljón, eða í 10,7% úr 10,6%, í október. Aukningin kemur ekki á óvart, en er meiri en margir hagfræðing- ar höfðu spáð. Hagvöxtur 2,4% Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi jókst í 2,4% miðað við sama tíma í fyrra, en búizt er við að hann minnki á síðasta ársfjórðungi. Forstöðumaður þýzku vinnu- málaskrifstofunnar, Bernhard Jagoda, sagði að hagvöxturinn yrði að vera 2,5-3% til að um- skipti gætu átt sér stað á vinnu- markaði. Vinsælasti vetrarfrístaður ungs fólks í Evrópu Hvergi ódýrara að lifa Meðalhiti í janúar 20°C Urinn r0ll< a veturna 4 4 m ÚIVAL UTSÝN uin Kanarí - 11 dagar Bjóðum nokkur viðbótarsæti í aukaferð 4. janúar Verð frá 55.900 m.v. tvo í íbúð með einu svefnherbergi Innifalið í verði: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli erlendis og allir skattar. Mögulegt er að framlengja um eina viku. Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: simi 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.