Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hannes vann Karpov á netinu SKAK Á a 1 n e t i n u HRAÐSKÁKKEPPNI 5 mínútna skák, föstudaginn 6. des- ember Hannes Hlífar Stefánsson vann glæsilegan sigur á Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeistara, í hraðskák. KARPOV tengdist Internet- skákklúbbnum á chess.net.5000 til að tefla hraðskákir og fyrsti and- stæðingur hans þar var Hannes -Hlífar Stefánsson, sem er á samn- ingi um að tefla í þessum klúbbi. Hannes gerði sér lítið fyrir og hrein- lega saltaði Karpov, sem e.t.v. er ekki eins vanur þessari nýju tækni og okkar maður. Hannes fórnaði manni á kóngsstöðu Karpovs strax í fimmtánda leik fyrir hættuleg sóknarfæri. Þrátt fyrir annálaða vamartækni FIDE-heimsmeistar- ans í hraðskák, fékk hann ekki við neitt ráðið og varð að lúta í lægra haldi. Tímamörkin voru aðeins fimm mínútur á skákina en auk þess bættust við þtjár sekúndur fyrir hvern leik. Það er ekki á hverjum degi sem Islendingur vinnur heims- meistara, jafnvel ekki í hraðskák og við skulum líta á viðureignina: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Anatólí Karpov Enski leikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3. g3 - Bb4 4. Bg2 - 0-0 5. e4 — d6 6. Rge2 —Rc6 7. h3 - a6 8. 0-0 - Bc5 9. d3 - h6 10. Kh2 - Rd4 11. f4 - Bd7 12. f5 - b5 13. Be3 - c6 14. Dd2 - Db6?! SJÁ STÖÐUMYND. 15. Bxh6! - gxh6 16. Dxh6 - Dd8 17. g4 - Rc2?! 18. g5 - Be3 19. Hf4!! - Bxf4+ 20. Rxf4 - Re8 21. Rh5 f6 Úrslitin eru ráðin. 21. — Rxal mætti jafnvel svara með 22. f6! — Rc2 23. Rg7 og svartur er varnarlaus. 22. Dg6+ - Kh8 23. Dh6+ - Kg8 24. Hgl - Hf7 25. Bf3 - Db6 26. gxf6+ — Dxgl+ 27. Kxgl — Rd4 28. Bg4 - Hb8 29. b3 - Hb7 30. Dg6+ - Kf8 31. Kf2 - Bc8 32. Re2 — Rxe2 33. Kxe2 — bxc4 34. dxc4 — a5 35. Rg7 — Rxf6 36. Re6+ - Ke7 37. Rg5 - Hf8 38. Rh7 - Rxh7 39. Dxh7+ - Hf7 40. Dg6 - Bd7 41. Bh5 og Karpov gafst upp. Þetta er nýr Internet-skákklúb- bur og Hannes Hlífar og fleiri stór- meistarar eru þar tengdir inn til skiptis og tefla við þá sem vilja. Aðgangur er ókeypis, a.m.k. sem stendur, og ættu þeir sem tefla á netinu ekki að láta þetta framhjá sér fara. Heimasíðan er http://www.chess.net og telnetið er chess.net 5000. Ætlunin er að fá Karpov vikulega til að tefla. Þá verður hægt að fylgjast þar beint með stórmótinu í Las Palmas sem nú er að byija. Hannes Hlíf- ar gefur áhugasömum þessar leiðbeiningar: „Þeir sem eru með sli- ics23 geta farið beint inn á serverinn með að klikka með músinni á Chessnet, en gallinn er sá að Timeseal virkar ekki. Best er því að fara á heimasíðu Chess.net og sækja forritið Roboman 1.5V sem er með Acculock sem er sama og Timeseal í sliics." Hefði ein- hver skilið þetta tungumál fyrir svona þremur árum? Vonandi taka málræktarmenn við sér. Helgarskákmót TR Tveir ungir og efnilegir skák- menn urðu jafnir og efstir á mótinu sem fram fór um helgina. Þeir Arn- ar E. Gunnarsson og Jón Viktor Gunnarsson hlutu báðir sex vinn- inga, en hinn fyrrnefndi var úr- skurðaður sigurvegari á stigum. 1. Arnar E. Gunnarsson 6 v. (25,5 stig) 2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. (25,0 stig) 3. Sævar Bjarnason 5 'h v. 4. Halldór Pálsson 5 v. 5. -9. Amgrímur Gunnhallsson, Stefán Kristjánsson, Bergsteinn Ein- arsson, Sigurður Páll Steindórsson og Sverrir Sigurðsson 4 'h v. 10.—11. Kristján Örn Elíasson og Helgi Hauksson 4 v. 12.—13. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Ómar Þór Omarsson 3 ‘A v. o.s.frv. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson Hellir keppti við Dani á netinu Hellir og næststerkasta skákfé- lag Dana, Skolernes Skakklub í Árósum kepptu á laugardaginn á Internet. Danirnir mörðu nauman sigur, 8 'A—7 ’/z. Þeir sigruðu örugg- lega 5 ‘A—2 'A í fyrri umferðinni, en þá styrkti Hellir lið sitt og vann 5—3 sem dugði þó ekki til. A fyrsta borði fyrir Dani tefldi stórmeistar- inn Peter Heine Nielsen. Ingvar Ásmundsson vann hann í annarri skákinni en tapaði hinni. Guðmundur Arasonar mótið Mótið hefst föstudaginn 13. des- ember í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Það er nú orðið fullskipað. Mikill áhugi var á þátt- töku og komust færri að en vildu. Skráðir til leiks eru 20 íslendingar og 10 erlendir skákmenn frá sex löndum. Það verða níu alþjóðlegir meistarar á meðal keppenda, svo upprennandi skákmönnum íslensk- um gefst frábært tækifæri til að krækja sér í áfanga að þeim titli. Ein stúlka er á meðal keppenda, Susanne Berg, frá Svíþjóð, en hún er FIDE-meistari kvenna. Aðalstyrktaraðili mótsins er Guð- mundur Árason, fyrrverandi forseti Skáksambands Islands. Dómari verður Gunnar Björnsson, en hann var útnefndur alþjóðlegur skákdóm- Hannes Hlífar ari á þingi FIDE í Jerevan í haust. Honum til aðstoðar eins og í fyrra verður Guðmundur Sverrir Jónsson. Þátttakendalistinn er þannig: Raetsky, Rússlandi AM 2.455 Dunnington, Englandi AM 2.450 Tumer, Engtandi AM 2.425 Martin, Englandi AM 2.425 Kristensen, Danmörku AM 2.420 Blees, Hollandi AM 2.415 Carlier, Hollandi AM 2.380 Engquist, Svíþjóð AM 2.375 Jón Garðar Viðarsson 2.360 Sævar Bjamason AM 2.285 Guðmundur Gíslason 2.280 Björgvin Víglundsson 2.280 Bragi Halldórsson 2.270 Jón Viktor Gunnarsson 2.250 Áskell Örn Kárason 2.245 Arnar E. Gunnarsson 2.225 Einar Hjalti Jensson 2.225 Kristj ánEðvarðsson 2.200 Heimir Ásgeirsson 2.185 Bergsteinn Einarsson 2.175 Torfi Leósson 2.170 Bragi Þorfmnsson 2.155 Burden, Bandarfkjunum 2.125 Berg, Svíþjóð 2.100 Jóhann H. Ragnarsson 2.100 Einar K. Einarsson 2.100 Björn Þorfinnsson 2.065 Þorvarður F. Ólafsson (1.905) Stefán Kristjánsson (1.850) Davíð Kjartansson (1.785) Margeir Pétursson i Pípulagningamaður eða maður vanur pípulögnum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1366 og 567 6547. Sölumaður óskast Starfið felst í söfnun auglýsinga í nýjan aug- lýsingamiðil og þátttöku fyrirtækja í því verk- efni. Áhugasamir sendi upplýsingar á afgreiðslu Mbl., merktar: „Þ - 4425“, fyrir 13. des. Kokkur óskast á íslenskan veitingastað sem opnar í Svíþjóð í mars ’97. Umsókn ásamt meðmælum sendist í síðasta lagi 16. des. til Café Glasdlásaren, Torn- byvágen 1, 582 73 Linköping. Upplýsingar í síma 0046 13121554. Verksmiðjustarf Iðnfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða röskan og áhugasaman starfsmann til starfa í framleiðsludeild. Um er að ræða fjölbreytt starf við fram- leiðslu. Lyftarapróf æskilegt. Mjög góð vinnuaðstaða. Laun eftir samkomulagi. Umsóknum, sem tilgreini aldur og fyrri störf, og annað, sem máli skiptir, skal skila til Mbl. fyrir 17. desember, merktum: „FR - 7441“. Laxveiðiá Óskum eftir að taka á leigu laxveiðiá. Hafið samband við Dag Jónsson í síma 555 4351 eða Júlíus Einarsson í síma 894 1724 á kvöldin (fax 568 6656). NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 13. desember 1996 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Austurvegur 21, Seyðisfirði, þingl. eig. Garðar Rúnar Sigurgeirsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Austurvegur 30, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Arnbjörg Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Árný Sveinsdóttirog Bóthildur Sveinsdóttir, gerðar- beiðendur Llfeyrissjóðurverslunarmanna og sýslumaðurinn á Seyðis- firði. Borgir, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Hafnargata 36-38, Seyðisfirði, þingl. eig. þb. Vélsmiðju Seyðisfjarðar Baldvin Hafste, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Hafnargata 48, e.h. lóðarleiguréttindi e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Einar Hólm Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðis- firði. Hjaltastaðir I, Hjaltastaðaþinghá, þingl. eig. Ríkissjóður Islands, gerð- arbeiðandi Samvinnusjóður íslands. Koltröð 14, Egilsstöðum, þing. eig. Höskuldur Marinósson, gerðar- beiðendur Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Ránargata 17, 925 fm lóð og húsið Glaumbær, Seyðisfirði, þingl. eig. þrotabú Hafsíldar hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðis- firði. Árstígur 3, Seyðisfirði, þingl. eig. Hörður Hilmarssn, gerðarþeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Útgarður 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson, gerðarbeið- andi Islandsbanki hf. 5. desember 1996. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. tfrannÞln&iti - kjarni málsins! UIAGSÚF □ Edda 5996121019 III 2 I.O.O.F. Rb.1 = 14612107 -Jv. □ Hlín 5996121019IV/V 1 Frl. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Jólasamvera á vegum systra- félagsins í kvöld kl. 20.30. Allar konur eru velkomnar. FERDAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 11. des. kl. 20.30. Kvöldvaka Havaii/ítölsk tónlist Á þessari samkomu í stóra saln- um, Mörkinni 6, verður bryddað upp á nýstárlegum dagskráratr- iðum. Þetta verður kvöldvaka með léttum suðrænum blæ, til- valin upplyfting í skammdeginu. I upphafi munu þau Laufey Sig- urðardóttir, fiðluleikari, og Páll Eyjólfsson, gítasrleikari, flytja Ijúfa ítalska tónlist, en út er að koma hljómdiskur með leik þeirra. Þau eru bæði tónlistar- menn í Reykjavík og hafa víða komið fram á Islandi og erlend- is. Að því loknu mun Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, sýna myndir og segja frá Hawaii - náttúruparadís í miðju Kyrra- hafi. Aðgangur aðeins 500 kr. (kaffi og meölæti innifalið). Allir velkomir, félagar sem aðrir. Samkoman í Mörkinni 6 (miðju) hefst kl. 20.30. Nýja Hengilsritið verður til sölu á félagsverði kr. 1.500. Ferðafélag íslands. AD KFUK, Holtavegi 28 Jólafundur í Áskirkju Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson sér um jólahelgistund í kirkj- unni. Söngur og fleira með kaff- inu í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. Allar konur velkomnar. 'ú Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Aðventudagskrá Sjálfeflis Áfram höldum við með aðventu- dagskrá Sjálfeflis í desember. Fimmtudagur 12. des. verður Þórunn Helgadóttir, stjörnuspekingur, með fyrirlest- ur um mismun kynjanna, hugsun og atferli, ólíkar þarfir og hvern- ig við bregðumst ólíkt við áreit- um. Aðg. kr. 800. Sunnudagur 15. des. Hugleiðslukvöld í anda jólaork- unnar. Kristin Þorsteinsdóttir leiðir. Þriðjudagur 17. des. kemur Carl Möller ásamt söng- konunni Örnu Þorsteins. Þau munu leika og skemmta með jóla- og dægurlögum. Boðið verður upp á óáfengt jólaöl og piparkökur. Aðg. kr. 450. Sunnudagur 22. des. Hugleiðslukvöld, síðasta hug- leiðslukvöld fyrir jól. Hugleitt verður i anda jólaorkunnar. Kristín Þorsteinsdóttir leiðir. Lára Stefánsdótttir, listdans- ari, kemur til okkar og dansar fyrir okkur í lok kvöldsins. Állir velkomnir. Nánari uppl. á skrifst. milli kl. 9 og 12, simi 554 1107.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.