Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir ræða við Islandsflug og Flugfélag Norðurlands Innanlandsflug fé- lagsins endurskoðað FLUGLEIÐIR hafa að undanförnu átt í viðræðum við íslandsflug og Flugfélag Norðurlands um hugsan- legt samstarf um innanlandsflug, í framhaldi af því að innanlandsflug verður gefið fijálst að miklu leyti hérlendis næsta sumar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur meðal annars verið til umræðu að Flugleiðir hætti inn- anlandsflugi og Flugfélag Norður- lands taki það alfarið að sér. Taprekstur ástæða viðræðna Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða segir að mikinn hluta þessa árs hafí verið unnið innan fyrirtækis- ins að framtíðarstefnumótun fyrir innanlandsflug Flugleiða. „Við höf- um rætt við bæði íslandsflug og Flugfélag Norðurlands um samstarf af einhverju tagi og hvort möguleiki á því sé fyrir hendi. Þeirri könnun er ekki formlega lokið og viðræður enn í gangi, þannig að ekkert er fastákveðið,“ segir hann. „Við höfum skoðað ýmsar hug- myndir í þessu sambandi, meðal annars hvort við eigum að stunda innanlandsflug á eigin spýtur, hvort við eigum að fara í samstarf og hvernig samstarf og þá jafnvel rætt um að vinna með fleiru en einu flugfélagi." Flugleiðir eiga 35% hlut í Flugfé- lagi Norðurlands. Tapið á innan- landsflugi Flugleiða nam um 100 milljónum króna á seinasta ári og segir Sigurður menn telja unnt að ná betri árangri í flugi innanlands með samvinnu. „Þótt tapið hjá okkur hafi farið minnkandi er það ein meginástæð- an fyrir því að við höfum tekið upp þessar viðræður. Ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði tekin núna á vetrarmánuðum, sennilega snemma á næsta ári,“ segir hann. Lögreglan upprætti bruggverksmiðju Gambri geymdur í bamaherbergi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði í gærkvöldi starfsemi brugg- verksmiðju í íjölbýlishúsi við Gyðufell, eftir að ábendingar þar að lútandi höfðu borist. Skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi héldu lögreglumenn á staðinn og urðu snemmhendis varir við að bruggun væri í gangi, meðal annars vegna lykt- ar og hávaða í suðutækjum. Þeir héldu inn í íbúðina og kom þá meðal annars í ljós suðutæki í gangi í baðherbergi og 200 lítra tunna með gambra í geijun í barnaherbergi. Barnaverndaryfirvöld kölluð til Lagt var hald á gambrann, ríflega 30 lítra af landa og öll áhöld til framleiðslunnar. í íbúð- inni búa hjón á þrítugsaldri ásamt þriggja ára gömlu barni sem virðist, að sögn lögreglu, sofa í umræddu barnaherbergi. Vegna aðstæðna voru barna- verndaryfirvöld kölluð til. Málið telst upplýst samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en eftir er að taka skýrslu af brugg- urunum. Héraðsdómur Reykjavíkur Skip ekki vegur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavikur hefur sýknað mann sem ákærður var fyrir að vera með of þungan farm í flutningabíl sínum, á þeirri for- sendu á skip sé ekki vegur. Þá er jafnframt tekið fram í dómnum, að bryggja sé ekki heldur vegur. Vegaeftirlitsmaður og lögregla mældu þyngd flutningabíls, sem ekið var úr Breiðafjarðarferjunni Baldri í Stykkishólmi og reyndist hann of þungur. Bíllinn var að koma frá Patreksfirði, en ökumaðurinn benti á að hann hefði verið með tengivagn frá Patreksfirði að feijustaðnum á Bijánslæk. Ekki var pláss fyrir tengivagninn um borð í Baldri og flutti hann þá farminn úr tengivagn- inum yfír í farmrými bílsins og ók um borð í feijuna. Maðurinn sagði að hann hefði verið búinn að semja við farmflytj- ^anda í Ólafsvík um að taka við hluta farmsins í Stykkishólmi. Dómarinn, Pétur Guðgeirsson, benti á að hvorki umferðarlög né vegalög gerðu ráð fyrir að skip gæti talist vegur og ekki væri að fínna í umferðarlögum né vegalögum neina vísbendingu um að bryggjur teldust til vega. Yrði reyndar ekki annað séð en að þjóðvegur næði aðeins að höfn og höfnin sjálf teldist ekki hluti hans. Ákvæði reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja giltu um ökutæki sem ætluð væru til notkunar á opin- berum vegum. Yrði að telja að hún tæki ekki til hafnarmannvirkja. Maðurinn var því sýknaður, þar sem bíllinn var aldrei of þungur á vegi, heldur aðeins í skipi og á bryggju. 45 þúsund króna sakar- kostnaður leggst á ríkissjóð. Morgunblaðið/Ásdís Viðræður um sameiningu Dvergasteins á Seyðisfirði við Skagstrending hf. Vilja hasla sér völl í vinnslu loðnu og síldar FULLTRÚAR Skagstrendings hf. og Seyðisfjarðarbæjar hafa átt í óformlegum viðræðum um kaup á hlutabréfum bæjarsjóðs í Fiskiðj- unni Dvergasteini hf. og útgerðar- félaginu Birtingi hf. Skagstrending- ur hefur lagt til að sjávarútvegsfyr- irtækin á Seyðisfírði sameinist Skagstrendingi og núverandi eig- endur þeirra fái hlutabréf í samein- uðu félagi út á eign sína. Eftir sameiningu við Hólanes hf. er Skagstrendingur með rækju- ‘ vinnslu á Skagaströnd og gerir út frystitogara. Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri segir að hugur forráðamanna fyrirtækisins hafi staðið til þess að hasla sér völl í vinnslu síldar og loðnu og mynda með því þriðju meginstoð rekstrar- ins. Hann segir fyrirtækið illa í fSveit sett að þessu leyti og því hafi verið horft til Seyðisfjarðar. Skagstrendingur óskaði form- lega eftir viðræðum við Seyðisfjarð- arbæ 20. nóvember. Var erindið kynnt á sérstökum aukafundi bæj- arstjórnar sem haldinn var að kröfu bæjarfulltrúa minnihlutans siðast- liðinn fimmtudag. Von er á fulltrú- um Skagstrendings austur í vikunni til frekari viðræðna. Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri er í stjórn Dvergasteins og hefur tekið þátt í viðræðunum við Skagstrendinga. Hann segir að já- kvæður tónn sé í mönnum en málið ekki komið á ákvörðunarstig. Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórn- ar, vonast til að málin skýrist eitt- hvað þegar fulltrúar Skagstrend- ings komi austur. Hann segist ekki hafa trú á öðru en viðræðurnar skili einhveijum árangri. Stefnt er að því að það liggi fyrir um áramót hvort af samstarfi geti orðið. Vilja stíga skrefið til fulls Fiskiðjan Dvergasteinn hf. var stofnuð fyrir sex árum í þeim til- gangi að kaupa eignir þrotabús Fiskvinnslunnar hf. og Norðursíldar hf. Bærinn á meirihluta hlutaijár og útgerðarfélagið Gullver hf., ein- staklingar og félög eiga einnig hluti. Seyðisijarðarbær og Dverga- steinn eiga helming hlutaijár í Birt- ingi hf. á móti Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Félagið gerði út samnefndan togara sem seldur var úr landi fyrir nokkrum árum en félagið á enn kvótann. Skagstrendingar hafa lagt til að Dvergasteinn og Birtingur verði sameinaðir Skagstrendingi hf. og eigendurnir fái eign sína greidda l hlutabréfum í Skagstrendingi. Óskar Þórðarson telur þetta far- sælustu leiðina fyrir báða aðila. Með því væri skrefið stigið til fulls og starfsemin á Seyðisfirði yrði virkur hluti af rekstri Skagstrend- ings hf. Þorvaldur Jóhannsson seg- ir að verið sé að skoða alla mögu- leika og sú leið sem Skagstrending- ar nefni sé vissulega einn af val- kostunum. Verði af sameiningu hafa stjórn- endur Skagstrendings hf. hug á að stórefla möguleika Dverga- steins í frystingu á loðnu og síld með því að fjárfesta í tækjum og húsnæði, auk þess sem fyrirtækið ætlar að nýta sér sterka kvótastöðu sína til að auka verkefni frystihúss- ins á þessu sviði. Þeir telja einnig þörf á að fjárfesta í loðnu- og síld- arkvóta. Oskar segir nauðsynlegt að breyta bolfiskvinnslunnni hjá Dvergasteini með það í huga að hægt verði að halda uppi vinnu allt árið. Þjóðráð gegn kulda SEINASTI mánuður er í hópi fimm köldustu nóvembermánaða undanfarin 120 ár og hafa skjól- flíkur komið að góðu gagni í gaddinum. Þær duga þó ekki allt- af til að hlýja loppnum útlimum og hafa eflaust ófáir brugðið á það ráð að sloka í sig heitt kakó eða aðra drykki sem veita yl sein- ustu vikur. Ekki spillir það sop- anum að kyngja kleinubita með, eins og krakkarnir, sem ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á fyrir skemmstu á kaffihúsi, vissu greinilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.